Morgunblaðið - 10.03.1991, Page 15

Morgunblaðið - 10.03.1991, Page 15
'M'Ö'RÖÚNéLAÐÍÐ1 SÚfÍNUÓÁGÚÍÍÍ6.1 MXáz‘Í991 ingja, sem þó hefur aldrei sýnt áhuga á stjórnmálum. Um það hefur verið rætt að hann verði ríkisstjóri repú- blikana á Flórída og sumir telja hann koma til greina í forsetaframboð. Colin Powell hershöfðingi, forseti yfirherráðsins (JCS), hefur neitað því að komið hafi til tals að hann verði í framboði. Síðan Persaflóadeil- an hófst hefur verið bollalagt hvort hann kunni að verða fyrsti blökku- maðurinn, sem kosinn verði forseti í Bandaríkjunum, og að Bandaríkja- menn muni þar með eignast „svartan Eisenhower". Enginn virðist vita hvort hann er demókrati eða repú- blikani, en það virðist ekki skipta máli. Getum hefur verið leitt að því að Bush muni reyna að losa sig við Dan Quayle varaforseta og velja Powell hershöfðingja í hans stað. Quayle hefur sætt gagnrýni í blöðum og þótt vitgrannur, en hefur mikið „grasrótarfylgi“ og óvíst er að Bush vilji losna við hann. Hins vegar veit enginn hvað kann að gerast 1996. Sagt er að með sigrinum við Pers- aflóa virðist Bush forseta og Sch- warzkopf hershöfðingja hafa tekizt að lækna Bandaríkjamenn af votti af uppjafaranda, sem þykir hafa fylgt þeim síðan í Víetnam-stríðinu - svokölluðum „Víetnam-einkenn- um“. Afdrif Saddams Enn eru mörg mál óleyst við Pers- aflóa. Jafnframt er Bush kappsmál að reynt verði að tryggja víðtækt samkomulag um frið í Miðausturl- öndum og þess vegna hefur James Baker utanríkisráðherra verið send- ur þangað í 10 daga ferð. Enn er ekki ljóst hvað verður um Saddam Hussein, sem Bush virðist líta á sem persónulegan óvin. En Bush og leiðtogar Egypta, Sýrlend- inga og Saudi-Araba virðast sam- mála um að ekki verði hægt að tryggja jafnvægi til langframa i Miðausturlöndum nema Saddam fari frá völdum. Bush hefur sagt að Bandaríkjamenn reyni ekki að steypa Saddam, en að ekki þyrfti að harma það þótt honum yrði vikið frá völdum, og hann hefur hvatt Íraka til að losa sig við hann. Nokkrir bandarískir þingmenn hafa hvatt til þess að Saddam verði leiddur fyrir rétt vegna innrásarinn- ar í Kúveit og hryðjuverka íraka. Forsetinn hefur falið bandarísku herstjórninni í Riyadh að safna eins miklum sönnunum gegn Saddam og unnt er og nefnd á vegum banda- ríska utanríkisráðuneytisins vinnur einnig að þvi. Uppreisn sjíta í Suður-írak virðist hafa verið bæld niður að mestu og það veldur fáum andstæðingum Saddams. vonbrigðum. Margir þeir sem tóku þátt í uppreisninni voru útlagar úr sjítasamtökum, sem hafa bækistöð í Iran. Arabar, sem mundu fagna því að Saddam glataði völdun- um, hafa óttazt að sigur öfgasinn- aðra stuðningsmanna írana í Irak geti leitt til þess að landið klofni í ríki sjíta, súnníta og Kúrda. Sjítar eru í meirihluta í írak, en Saddam er súnníti. - Andstæðingar Saddams telja ákjósanlegra að hann missi völdin í hallarbyltingu herforingja eða keppi- nauta hans úr Baath-flokknum. Þeir mundu fylgja hófsamari stefnu, en tryggja styrka stjórn. Sumir draga í efa að slík hallarbylting verði gerð í bráð og vilja ekki útiloka að Sadd- am haldi völdunum þrátt fyrir ólguna í írak eftir stríðið. Völd hans hvíli á Baath-flokknum, leynilögreglunni og Lýðveldisverðinum og aðeins ein þessara máttarstoða hafi hrunið. Minnt er á grimmd Saddams, sem hefur miskunnarlaust tekið af lífi alla þá sem hann hefur ekki talið nógu dygga stuðningsmenn. Til þess að treysta sig í sessi verði hann að myrða marga Iraka. En margir Irak- ar vilji koma í veg fyrir slíkt blóð- bað. Þeir viti líka að land þeirra muni ekki fá nauðsynlega hjálp frá umheiminum meðan Saddam sitji á valdastóli. Strangar ráðstafanir Þess vegna virðast flestir banda- rískir sérfræðingar sammála um að Saddam muni ekki haldast lengi við völd. Richard Murphy fyrrum að- stoðarutanríkisráðherra spáir því að honum verði steypt af stóli, þar sem Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra muni leggja áherzlu á að brottvikning hans sé mikilvæg for- senda fyrir eðlilegum samskiptum íraks við umheiminn. Murphy bendir á að ekki sé hefð fyrir friðsamlegum valdaskiptum í írak. Miklar hreinsanir Saddams í hernum hljóta að hafa vakið reiði og margir telja mestu ógnunina við hann koma þaðan. Hins vegar sé óvíst að í ljós komi fyrr en eftir nokkra mánuði hvort Saddam haldi velli. Hagkvæmast kunni að vera fyrir Bandaríkjamenn að hann haldi völdunum enn um hríð, þar sem hann sé ekki lengur hættulegur og hafi verið auðmýktur. Það kunni að vera skárra en að bókstafstrúar- menn taki við stjórnartaumunum. Samkvæmt sumum heimildum hafa starfsmenn Bush samið áætlun, sem á að valda Saddam svo miklum erfiðleikum að undirmenn hans sannfærist að eina ráðið sé að steypa honum af stóli. Áætlunin á að koma í veg fyrir að írak geti aftur orðið tækniþróað nútímaríki meðan Sadd- am er við völd. Efnahagslegum refs- iaðgerðum verður haldið áfram, einkum banni við olíuútflutningi, en slakað verður á banni við innflutn- ingi matvæla og neyzluvöru, ef írak- ar samþykkja skilmála Banda- manna. Irakar eiga að greiða stríðsskaðabætur og fá takmarkaða efnahagsaðstoð. Sagt er að sérfræðingar, sem bendi á að írakar hafi ekki efni á að greiða Kúveitum miklar skaða- bætur, hafi ekki fengið hljómgrunn í Hvíta húsinu. Skuldir íraka við útlönd munu nú nema 40 milljörðum Bandaríkjadala og tjón af völdum hernaðaraðgerða bandamanna mun vera metið á. allt að 100 milljarða dala. Olíutekjur íraka geta komizt í 15 milljarða dollara á ári. Þótt þeir fengju að hefjá aftur olíuútflutning yrðu þeir rúmlega 10 ár að greiða skuldir sínar og reisa efnahagskerfi sitt úr rústum. Sjítar vekja ugg Uppreisnin gegn Saddam í Suður- írak hefur valdið umróti í Miðaust- urlöndum, þótt hún virðist að mestu hafa verið bæld niður. Ef stuðnings- menn írana úr röðum sjíta næðu yfirráðum yfir Irak eða hluta lands- ins mundi það vekja ugg í ríkjunum við Persaflóa og í Jórdaníu. Persaflóaríkin fjármögnuðu stríð íraka gegn írönum 1980-1988 og Jórdaníumenn héldu tryggð við stjórnina í Bagdad í nýafstöðnu stríði. „Persaflóaríkin og olía þeirra komast í hættu, ef leiðtogar hlynnt- ir írönum stofna smáríki í Suður- írak,“ sagði jórdanskur ráðherra í vikunni. „íranar kæmust að landa- mærum Saudi-Arabíu." Blað í Sýrlandi sagði að uppreisn- in í írak mundi „hljóta stuðning allra stétta“ í írak og væri „vilji þjóðarinn- ar“. Sýrland studdi írana gegn írök- um 1980-1988 eitt fárra arabaríkja, en stendur nú með Bandaríkjunum. Þrátt fyrir ummæli sýrlenzka blaðs- ins telja sérfræðingar að Sýrlending- ar og íranar hafi tekið varkára af- stöðu til ólgunnar í Irak og að þeir vilji að landamæri íraks verði óbreytt. íranar neita því að þeir hafi stað- ið á bak við sjítauppreisnina í Irak. Hlutleysi þeirra síðan Irakar réðust inn í Kúveit 2. ágúst hefur treyst stöðu þeirra og þeir eru voldugasta þjóðin á svæðinu, en nærvera vest- ræns herliðs við Persaflóa heldur aftur af þeim. Stríðið hefur styrkt Assad Sýr- landsforseta, sem hefur lengi verið einangraður í alþjóðamálum vegna stuðnings við hryðjuverkastarfsemi. Staða Sýrlendinga í Líbanon hefur eflzt og líkur á samningum milli þeirra og ísraelsmanna hafa aukizt. Egypzkir embættismenn sögðu í vikunni að illa vopnaðir stjómarand- stæðingar mundu ekki steypa Sadd- am heldur einhver úr stjórn hans. Ný stjórn kynni að verða skipuð gömlum samstarfsmönnum hans og mundi fylgja hófsamri stefnu. Ef Saddam héldi völdum mundi það valda aröbum erfiðleikum á sama tíma og þeir reyndu að tryggja ör- yggi við Persaflóa og finna nýjar leiðir til að leysa deilumálin við ísra- elsmenn. Varnir efldar Ef Saddam heldur völdunum mun það torvelda tilraunir til að eyða þeim klofningi, sem Persaflóadeilan hefur valdið í arabaheiminum. Ann- ars vegar standa Egyptar, Sýrlend- ingar og Persaflóaríkin, sem tóku afstöðu gegn innrás Iraka í Kúveit, og hins vegar Jórdaníumenn, Jemen- ar, Súdanar og Norður-Afríkuríki, sem studdu íraka ljóst eða leynt. Átta arabísk bandalagsríki Bandaríkjanna reyna að einangra stjórn Saddams stjórnmálalega og efnahagslega og treysta því að fljót- lega muni draga úr stuðningi við hann í arabaheiminum. Þess hefur þegar orðið vart í Jórdaníu og engin ríkisstjórn vill eiga við hann sam- vinnu. Bandalagsríki Bandaríkjanna í arabaheiminum hafa samþykkt myndun friðargæzluliðs til að tryggja öryggi við Persaflóa eftir stríðið. Það verður aðallega skipað hermönnum frá Sýrlandi og Egypta- landi, sem munu í staðinn fá efna- hagsaðstoð frá ríkjunum við Persa- flóa. Herir þeirra verða efldir. Stjórn Bush vill efla Samstarfsráð Persaflóaríkja (GCC), sem Saudi- Arabía, Kúveit, Qatar, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Bahrain og Óman standa að. Talið er að til greina geti komið að samtökin verði efld með aðild Egypta og Sýrlend- inga, sem ráða yfir fjölmennum heij- um. Bandarískt herlið kann að verða um kyrrt í Suður-írak í nokkra mánuði til að treysta samningsað- stöðuna gagnvart írökum. Bandaríkjamenn segjast ekki ætla að hafa landherlið til frambúðar við Persaflóa, en rætt er um þann mögu- leika að bandarísk hergögn verði til taks í Saudi-Arabíu, svo að hægt verði að senda þangað herlið með skjótum hætti. Talið hefur verið að viðreisnar- starfið í Kúveit muni kosta 20 millj- arða dollara. Þing kann að taka til starfa og óvíst er hver framtíð furstaættarinnar verður. Reynt verður að gera landið óháðara er- lendu vinnuafli. Bandamenn lofa lík- lega að koma því til hjálpar, ef á það verður ráðizt. Nauðsynlegt kann að reynast að hafa vestrænar fram- varðarsveitir í landinu. Búizt er við að olíuframleiðsluríki við Persaflóa muni sýna gætni í olíu- verðlagsmálum vegna loforða um vestræna hernaðarvernd. Tími jafn- vægis í efnahagsmálum heimsins kann að taka við. Nýtt friðarfrumkvæði Stjórn Bush virðist vongóð um að umsátrið um írak leiði að lokum til þess að Saddam hrökklist frá völd- um. Um leið vinnur Bandaríkjastjórn að framgangi annars helzta baráttu- máls síns eftir styrjöldina: tilraun- anna til að tryggja varanlegan frið í Miðausturlöndum. Vonað er að Baker utanríkisráðherra takist í ferð sinni að tryggja árangur í viðræðum um öryggismál svæðisins, eftirlit með vígbúnaði - m.a. útbreiðslu efna- og kjarnorkuvopna - deilur araba og ísraelsmanna og efnahags- þróun heimshlutans. Fátt nýtt kom fram þegar Bush gerði grein fyrir hinu nýja friðar- frumkvæði í þingræðu sinni í vik- unni, en hann og ráðunautar hans telja að sigurinn við Persaflóa kunni að veita einstakt tækifæri til að stuðla að sáttum milli ísraelsmanna og hófsamra arabaríkja. í ferð sinni mun Baker utanríkisráðherra vekja máls á hugmyndum um hugsanlegt samkomulag um að arabaríkin við- urkenni tilverurétt ísraels gegn því að stjórnin í Jerúsalem hefji viðræð- ur við Palestínumenn um brottflutn- ing frá herteknu svæðunum. „í fyrsta skipti á síðari árum hafa hagsmunir ísraels og arabaríkja far- ið saman - gegn Saddam,“ sagði bandarískur embættismaður. „Nú verðum við að reyna að færa okkur þetta í nyt eftir stríðið.“ Sagt er að ekki megi búast við of miklum árangri af ferð Bakers. En bent er á að hann leggi nýja áherzlu á tilraunir til að tryggja gagnkvæmt traust milli araba og Israelsmanna, þannig að báðir aðilar muni að lokum eiga auðveldara með að samþykkja tilslakanir. Sérfræðingar segja að Baker geri sér grein fyrir því að ef ekki miði áfram í friðarátt i Miðausturlöndum geti fljótlega dregið úr pólitískum áhrifum Bush þar. Þrátefli að ári liðnu mundi vekja efasemdir um „nýja heimsskipan", sem forsetinn hefur talað um. Sagt er að Baker muni ekki leggja áherzlu á friðarráðstefnu, sem Isra- elsstjórn er andvíg, heldur áþreifan- legar ráðstafanir. Hann kunni til dæmis að hvetja araba til að draga úr viðskiptahömlum gegn ísrael og ísraelsmenn til að slaka á klónni á hernumdu svæðunum. Að lokum kunni ísraelsmenn að verða fúsari til að leyfa kosningar á hernumdu svæðunum og stuðla þar með að því að Palestínumenn fái aðra forystumenn en leiðtoga.Frels- issamtaka Palestínu, PLO, sem hafa glatað samúð vegna þess að þeir studdu íraka. ísraelsmenn tregir Baker hefur gefíð í skyn að reynt verði að fá Jórdaníumenn til að taka þátt í þessum tilraunum þrátt fyrir stuðning Husseins konungs við íraka í Persaflóastríðinu. Jórdaníumenn standa illa að vígi eftir stríðið. Pers- aflóaríkin hafa hætt viðskiptum sín- um við þá og tekið fyrir fjárhags- aðstoð. Sambúðin við vestræn ríki hefur versnað, en Baker segir að Bandaríkjamenn séu fúsir til að gleyma og fyrirgefa. Gallinn á hugmyndum Bush- stjómarinnar er talinn sá að gert sé ráð fyrir að ísraelsstjórn sé sam- vinnufús, sem sé vafasamt. Sýnt þykir að Bush verði að beita ísraels- menn miklum þrýstingi, en óvíst er talið að hann vilji stofna vinsældum sínum í hættu. Persaflóadeilan hefur styrkt stöðu Israels. Samúð með þeim jókst þegar þeir ákváðu að blanda sér ekki í ófriðinn þótt þeir yrðu fyrir Scud- árásum Iraka. Hættulegasti óvinur þeirra í arabaheiminum hefur verið gersigraður og þeir hafa tryggt sér mikilsverða vestræna aðstoð. Því er óvíst að ísraelsmenn séu fúsir til tilslakana. Yitzhak Shamir forsætisráðherra hefur ítrekað að Israelsmenn muni aldrei afsala sér vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Fulltrúi þess flokks sem harðast berst gegn aröbum hefur fengið sæti í stjórn hans og kunnir Palestín- umenn hafa verið handteknir að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.