Morgunblaðið - 10.03.1991, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM ájí^UDÁGÍjR 10. MARZ 1991
Sð
íafa verið helstu áhugamálin. Hann
lefur ritstýrt leikskrá enska liðsins
>ewe Alexandra, sem nú leikur í
5. deild, í 40 ár og er heiðursfélagi
)ess, en hann hefur verið stuðnings-
naður liðsins síðan á sjö ára afmæli
sínu, þegar honum var boðið á völl-
nn í tilefni dagsins.
Hann er þessa dagana í fjórðu
leimsókninni til íslands, _en kom
lingað fyrst árið 1973. „Ég hafði
illtaf mikinn áhuga á að heimsækja
andið, en vildi fyrst kynnast fólki,
>vo ég þyrfti ekki að koma sem venj-
jlegur ferðamaður og búa á hóteli.
bað er allt annað að vera innan um
’jölskyldu á venjulegu heimili. Ég sá
iuglýsingu frá Pálma Ingvarssyni í
ínsku fótboltablaði, þar sem hann
ískaði eftir pennavini, við skrif-
Jðumst á, kynntumst og höfum hald-
ð sambandi í nær tvo áratugi."
Harold, sem býr í Crewe, á fjölda
)óka og rita um Istand en hefur auk
?ess eytt dtjúgum tíma á bókasafni
láskóla í Liverpool, þar sem hann
hefur drukkið í
sig fróðleik um
landið. Hann á
nær öll íslensk
frímerki, „en
mig vantar enn
nokkur skild-
ingamerki. Ég
hef oft dottið
niður á góð
söfn, en gæti
þess að eyða
ekki um efni
fram. Hins
vegar slæ
ég til, þeg-
ar ég sé
frímerki,
sem mig
vantar
og ég sé
fram á
að geta
fjár-
mag-
nað
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Harold Finch í Aðal-
stræti á dögunum.
það á skömmum tíma, þó það kosti mikið. Ann-
ars er það oft svo að menn vita ekki verðgildið
og þá er hægt að gera góð kaup. Ég
borgaði til dæmis um 30 krónur fyr-
ir merki, sem er metið á yfir sjö
þúsund krónur.“
Knattspyrnutímabilið í Englandi er
eitt hið lengsta í Evrópu, byijar í ágúst
og lýkur í maí. Harold sér alla leiki
Crewe Alexandra og skrifar leikskrá
vegna heimaleikjanna hálfsmánaðar-
lega. „Fyrir 40 árum kvartaði ég vegna
leikskrárinnar - sagði að hún væri ekki
nógu góð. Ég var spurður hvort ég gæti
gert betur, svarið var já og málið hefur
verið á minni könnu síðan. Og svo er ég
að skrifa sögu félagsins, þannig að það
er nóg að gera í fótboltanum.“
En hann hefur nægan tíma fyrir bæði
áhugamálin. „Það eru 365 dagar í árinu
og með góðu skipulagi nýtist tíminn vel.
Frímerki og fótbolti fara líka svo vel sam-
an. I fótboltanum hittir maður fjölda manns
og þekkt nöfn tengjast Crewe. Til að mynda
var Peter Robinson, framkvæmdastjóri
Liverpool, áður við stjórnina hjá Crewe Alex-
andra, Bruce Grobbelaar steig sín fyrstu spor
í ensku knattspyrnunni hjá félaginu og Gor-
don Wallace, sem gerði tvö mörk í fyrsta
Evrópuleik Liverpool — gegn KR á Laugardals-
velli árið 1964 —• lauk ferlinum hjá okkur.
Frímerki og knattspyrna hafa sína kosti.
Knattspyrnan er mjög gefandi, en kynnin verða
nánari í tengslum við frímerkin og umbunin er
þar meiri.“
Magga Itoper, ÓIi Miolla veislustjóri og Guðný Reaburn stjórna
Norfolkdeild Isienska Þjóðkórsins.
SB
Lj ósmyndarinn
vann happadrættið
- aftur!
Þorrablót Islensk-Ameríska félagsins í Norfolk var haldið fyrir
skemmstu með miklum tilþrifum. 175 manns létu sjá sig, bæði
Mörlandar og erlendir gestir. Meðalþeirra sem blótuðu var Tóm-
as Tómasson , hinn nýi sendiherra Islands í Bandaríkjunum og
sambýliskona hans Hjördís Gunnarsdóttir og Arni sonur þeirra.
Sesselía Siggeirsdóttir Seifert,
forseti félagsins, hafði veg og
vanda af því að sjóða sviðin og
hangikjötið og útbúa rófustöppuna,
en samhent sveit félagskvenna sá
að öðru leyti um skreytingar, en
annar matur, svo sem hákarl,
hrútspungar og fleira lystaukandi
kom tilbúið frá Kjötbúðinni Borg.
Að vanda hámuðu landsmenn rétt-
ina í sig, en erlendis gestir ráku
tunguna og rétt nörtuðu til að byija
með. Flestir kýldu á vömbina áður
en yfír lauk.
Eins og áður áður, var efnt til
happadrættis í tilefni blótsins og
var aðalvinningurinn flugmiði til
íslands, báðar leiðir. Flugleiðir
lögðu vinninginn til. Sú sem hreppti
hnossið var ljósmyndarinn Ransy
Morr, sem tók meðfylgjandi mynd-
ir, en til gamans má geta þess, að
hún vann sömu verðlaun í sams-
svarandi happadrætti á þorrablóti
félagsins í fyrra. Búast má við að
Ransy Morr verði einnig meðal
gesta á þorrablóti næsta árs. Ann-
ar farseðill var í vinnig, gefinn af
veislustjóranum óla Miolla, sem
starfar hjá Trans World Airlines.
Farmiðinn gildir á hvaða fiugleið
TWA sem er. Þann vinnig hreppti
enginn annar en eiginmaður Ransy
Morr ljósmyndara!
Morgunblaðið/Ransy Morr
Meðal gesta á blótinu voru Tómas Tómasson sendiherra, Arni
Tómasson, Hjördís Gunarsdóttir sambýliskona Tómasar og Sess-
elía Siggeirsdóttir Seifert forseti félagsins.
TILVALDAR TÆKIFÆRISGJAFIR
- til dæmis til ferminga
HÁLSMEN 06 EYRNALOKKAR MEÐ ORKUSTEINUM
★ lapis Lazuli
★ Amethyst
★ Rose Quartz
★ Malochite
★ Amozonite
★ Sugilite
★ Leopard Jaspis
★ Amber
★ Onyx
★ Carnelian
★ Blue Lace Agate
★ African Turquoise
SILFURKROSSAR MEÐ KRISTÖLLUM
SILFURHÁLSMEN
FALLEGAR STYTTUR, M.A. VENUS FRÁ WILLENDORF.
VANDAÐAR ÍSLENSKAR 0G ERLENDAR BÆKUR UM UPPBYGGJANDI 0G
FRÓÐLEGT EFNI.
TAR0T SPIL 0G ÖNNUR SPÁSPIL ÁSAMT BÓKUM MEÐ LEIÐBEININGUM
í FALLEGUM GJAFAKÖSSUM.
STJURNUKORT - Persðnulýsing
- Framtíðarkort 12 mán og 3 ár. - Samskiptakort.
Erum umboðsaðilar fyrir kort Gunnlaugs Guðmundssonar.
MONDIAL ARMBANDIÐ SEM REYNST
HEFUR FRÁBÆRLEGA VEL
Armbandið hefur áhrif á orkuflæði líkamans
og eykur vellíðan notandans. Fæst í þremur
útlitsgerðum og fimm stærðum.
Verð:
Silfurhúðað kr. 2.990,-
Silfurhúðað með gullhúðuðum kúlum
kr. 2.990,-
Húðað með 18k gullhúð kr. 3.990,-
SEGULARMBÖNDIN KOMIN AFTUR
23k gylling og sex segulpunktar, þrjár
stærðir. Verð kr. 2.390,-
23k gylling og þrír segulpunktar, fimm
stærðir. Verð kr. 2.590,-
Umsagnir erlendra lækna:
Dr. Buryl Payna, höfundur The Body Magnetic & Getting
Started in Magnetic Healing telur segularmbandið m.a: -Efla
blóðflæðið sem leiði til meira súrefnisstreymis.
-Draga úr uppsöfnun á kalsini í gigtarliðariiótum.
Dr. Kyoichi Nakagawa, segir í grein sinni „Magnetic Field
Deficiency Syndrome and Magnetic Treatment" i japönskum
læknatíðindum frá góðum árangri í meöhöndlun á eftirfarnadi.
-Stirðleika í öxlum, aftan á hálsi og öðrum bakverkjum.
-Viðvarandi höfuðverk og þynglsum i höfði, svo og svima.
FALLEGT SKART SEM fi/ETIR PERSÚMULEG ÞJÓNUSTA OG FAGLEG RÁBGJÖF.
VERSLUN ÍANDA
NÝRRAR
eftir Sigurð G.
Tómasson
Refur
Karlrembuskrýtlur hafa
ekki átt upp á pallborðið
á seinustu árum. Það er
kannski helst að karlmenn
segi svoleiðis sögur í sínum
hópi. Svo er
auðvitað von á
einni og einni
í blöðum og
tímaritum sem
enn halda
uppi merkinu.
Einn kunningi
minn les til að
mynda ævinlega opnuna í
sjómannablaðinu Víkingi,
þótt hann verði að fara með
blaðið eins og mannsmorð á
heimilinu.
Hann er reyndar þeirrar
skoðunar að karlar segi nið-
urlægjandi sögur um konur,
sem eins konar sjálfsvörn.
„Þetta er nauðvörn hins
kúgaða,“ segir hann og vitn-
ar gjarnan í pólitíska brand-
ara frá Austur-Evrópu sem
dæmi um hliðstæðu. Hann
var kampakátur um daginn
þessi kunningi minn þar
sem ég hitti hann í laugun-
um, en karlasturtan þar er
einn af fáum griðastöðum
þar sem karlar geta óáreittir
þjónað lund sinni.
„Ég var farinn að halda,“
sagði hann, „að öll daungun
væri horfin úr okkur. Maður
getur ekki einu sinni lesið
virt erlend tímarit án þess
að liggja undir grun um að
vera óþverri. En svo heyrði
ég ungan mann segja
skrýtlu sem vakti með mér
vonir um að ekki væri öll
nótt úti enn.“ Mér fannst
honum vera sérkennilega
mikið niðri fyrir. Hann
horfði undirfurðulega á mig
og sagði, í hálfum hljóðum:
„Þú manst líklega eftir því,
þegar maður kom í skólann
á mánudegi og var niðurlút-
ur eftir ævintýri helgarinnar
og félagarnir fóru að tala um
hauspoka.“ Ég jánkaði því
en var ekkert að ergja hann
með athugasemdum um
ósmekklegt gort stráka á
gelgjuskeiði. „Núna skipta
ungir menn þessu í þijú stig.
Það fyrsta er gamli fiauspok-
inn. Annað stigið er kallað
tveir hauspokar. Þá setur
karlinn á sig hauspoka líka.
Þriðja stigið, og það þykir
mér benda til þess að strák-
ar nú á dögum haldi fullri
kynferðislegri reisn, er kall-
að refur. Það er svona: Karl-
maður vaknar á ókunnum
stað og við hliðina á honum,
ofan á handleggnum, sefur
kona, sem hann vill alls
ekki muna eftir að hafa hitt.
Það er til alls vinnandi að
vekja hana ekki. Þá er það
sem hann bregður á ráð
dýrsins sem ratað hefur í
gildru: í kaldri örvæntingu
nagar hann af sér handlegg-
inn og læðist út. Þetta stig
er kallað refur.“
Hér lauk sögunni en
siðan þarna um daginn í
laugunum hef ég verið á út-
kikki eftir fötluðum manni
með poka. Hann er trúlega
með Landverndarmerkinu.