Morgunblaðið - 15.03.1991, Page 23

Morgunblaðið - 15.03.1991, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1991 23 Kynning'ardagiir Stýrimannaskólans í Reykjavík 1991 ÁRLEGUR kynningardagur Stýrimannaskólans i Reykjavík hefst föstudaginn 15. mars nk. kl. 14.00 með svonefndu flotgallasundi sem verður við Faxagarð í austurhluta gömlu hafnarinnar. í flotgalla- sundi er keppt um hver er fljótastur að klæða sig í þennan öryggis- búning og er markmiðið að vekja athygli allra sjómanna á mikil- vægi búningsins fyrir öryggi allra starfandi sjómanna. Eins og sl. ár eru áformaðar ýmsar uppákomur við höfnina, t.d. kemur þyrla Landhelgisgæslunnar á svæðið, ef aðstæður leyfa. Enn- fremur verða þar ýmsir frammá- menn, alþingismenn o.fl. og má búast við að þeim verði hent í sjó- inn í flotgalla eins og sl. ár þegar nemendur drifu sjávarútvegsráð- herra, formann skólanefndar og skólameistara Stýrimannaskólans í sundið. Aðalkynning Stýrimannaskólans hefst síðan laugardaginn 16. mars kl. 13.00 með ávarpi skólameistara Stýrimannaskólans á sal Sjómanna- skólans. Þar flytur einnig formaður Nemendafélags Stýrimannaskólans ávarp og setur kynningardaginn. Nemendur og kennarar sýna síðan gestum tæki og kennslugögn Stýri- mannaskólans. Þar má nefna rat- sjártæki, lórantæki, dýptarmæla og hið nýja kennsJutæki Stýrimanna- skólans, siglingasamlíkingu NMS- 90, sem vr tekin í notkun á vorönn á sl. ár. Auk þess sýna fjöimörg fyrirtæki og stofnanir, sem eru tengdar sjáv- arútveginum, siglinga- og öryggis- tæki og kynna starfsemi sína. Bók- asafn Sjómannaskólans, sem er sameign Stýrimannaskólans og Hveragerði: Rætt um sam- einingu á Ar- borgarsvæðinu LIONSKLÚBBUR Hveragerðis heldur almennan opinn fund, sunnudaginn 17. mars nk. kl. 14.00 í Hótel Örk, Hveragerði. Fundarefni verður: Er sameining sveitarfélaga á Árborgarsvæðinu æskileg? Hvaða áhrif hefur samein- ingin?. Frummælendur verða: Brynleifur Steingrímsson, læknir, sem talar um kosti sameiningar og Hallgrím- ur Guðmundsson, bæjarstjóri, sem talar um ókosti sameiningar. Að loknum framsöguerindum verður stjórnmálaflokkum, sem eiga sæti á Alþingi og vitað er að bjóða sig fram í Suðurlandskjördæmi, gefinn kostur á 5 mínútna ræðutíma til að kynna sjónarmið sitt. Lionsklúbb Hveragerðis finnst áhugavert að standa fyrir fundi um þetta mál, sem oft er rætt manna á meðal, en lítið hefur verið kynnt fyrir hinum almenna borgara. Á fundinum gefst fólki kostur á að hlýða á rök með og á móti samein- ingu sveitarfélaga á Árborgarsvæð- inu. Einnig gefst mönnum tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós. Öll- um sveitarstjórnarmönnum á svæð- inu hefur verið boðið að taka þátt í fundinum og vonast Lionsklúbbur- inn eftir fjölmenni og fjörugum umræðum. Á undan fundinum og í kaffihléi mun Lionsklúbbur Hveragerðis kynna starf sitt og Lionshreyfing- una, en á þessu ári eru 40 ár liðin síðan Lionshreyfíngin skaut rótum á íslandi. (Fréttatilkynning) VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Vélskólans, sérsafn um sigiingar og sjómennsku, vélar og tæki í skip- um, verður opið og bækur safnsins og tímarit í safninu, sem er á 4. hæð Sjómannaskólans (rishæð), liggja frammi og eru til sýnis. Kvenfélagið Hrönn verður með kaffiveitingar í matsal Sjómanna- skólans frá kl. 13.30. Auk kynningar á tækjum skólans og fyrirtækja tengdra sjávarútvegi verður ýmislegt fleira á boðstólum. Jón Páll Sigmarsson kraftajöt- unn og sterkasti maður heims kem- ur á svæðið og mun reyna krafta sína við nemendur Stýrimannaskól- ans. Lok kynningardagsins eru áætl- uð kl. 18.00. Nemendur Stýrimann- askólans sjá alfarið um kynningu skólans og allan undirbúning fyrir daginn. Þetta er 100. skólaár frá stofnun Stýrimannaskólans árið 1891 og er kjörorð dagsins: Sigling- ar og sjósókn er nauðsyn — Stýri- mannaskóli 100 ára. Árið 1991 er sérstakt afmælisár Stýrimannaskólans og verður aldar- afmælisins minnst með margvísleg- um hætti, t.d. útgáfu á Sögu Stýri- mannaskólans í 100 ár og sérstök- um hátíðarfundi í október, þegar eru liðin rétt 100 síðan Stýrimanna- skólinn í Reykjavík var stofnaður. Það er von nemendaráðs og skól- astjórnar Stýrimannaskólans að sem flestir sjái sér fært að koma og kynna sér starfsemi skólans, en í tilefni 100 ára afmælisins hafa nemendur vandað sérstaklega til dagskrárinnar. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/KGA Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, ásamt Ragnheiði Tryggvadóttur og Erlendi Kristjánssyni, sem hafa séð um undirbúning M-hátíðarinnar fyrir hönd menntamálaráðuneytisins. M-hátíð á Suðurlandi HIN árlega M-hátíð verður á Suðurlandi að þessu sinni. Hátíðin verður formlega sett laugardaginn 16. mars á Selfossi. Hún stend- ur í allt sumar og lýkur í haust. Hátíðin verður haldin víðs vegar um Suðurland og koma öll byggð- arlög í kjördæminu við sögu. Það er menntamálaráðuneytið, í sam- vinnu við sveitarfélög og héraðs- nefndir á svæðinu, sem stendur að hátíðinni sem var fyrst haldin á Akureyri árið 1986. Síðan þá hefur M-hátíð verið árlegur við- burður og í fyrra var hún haldin á Vesturlandi. Tilgangur þessara hátáíða er m.a. að varpa ljósi á margs konar menningarstarfsemi í fjórðungn- um og vera hvatning til athafna í þeim efnum. Sveitarfélögin munu ennfremur nota þetta tækifæri til að skiptast.á menningardagskrám sem þau hafa undirbúið sérstak- lega fyrir hátíðina. M-hátíð Suðurlands hefst í Fjöl- brautarskólanum á Selfossi laug- ardaginn 16. mars kl. 13.30. Dag- skráin verður íjölbreytt og verður „nokkurs konar þverskurður af því sem boðið verður uppá á hátíðinni í sumar,“ eins og Svavar Gestsson, menntamálaráðherra orðaði það. Svavar flytur ræðu við setningu M-hátíðar, sem hann kallar „And- inn sigrar vanda“ og séra Heimir Steinsson, þjóðgarðsvörður á Þing- völlum flytir erindi um forna sunn- lenska skóla og festu íslenskrar tungu. Loftur Þorsteinsson, for- maður SASS ávarpar gesti. Lúðra- sveit Þorlákshafnar leikur undir stjórn Roberts Darling, flutt verður frumsamið ljóð eftir Tinnu Lind Gunnarsdóttur, nemanda í Grunn- skólanum á Kirkjubæjarklaustri, Loftur Erlingsson syngur, Kolbrún Grétarsdóttir leikur á flautu, Ey- vindur Erlendsson les úr ljóðum Sigurðar Einarssonar í Holti. Mik- ið verður sungið og má þar t.d. nefna Karlakór Rangæinga, kór Fjölbrautarskólans og Elínu Ósk Óskarsdóttur óperusöngkonu. Uppákomur sem þegar er búið að ákveða að verði á hátíðinni skipta hundruðum og enn á ýmis- legt eftir að bætast við. Hátíðar- dagskrár verða í Hveragerði, Ves- mannaeyjum, Villingaholts-, Hraungerðis- og Gaulveijabæjar- hreppi, Kirkjubæjarklaustri, upp- sveitum Árnessýslu, Hvolsvelli, Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyrar- bakka, Hellu og í Vík i Mýrdal verður hátíð í haust. Sýning verður á Listasafni Ár- nessýslu á þjóðsögumyndum Ás- gríms Jónssonar á vegum Lista- safns íslands. Sýningin hefst 23. mars og um leið tíu ára afmæl- issýning Myndlistarfélags Árnes- sýslu. í Árnesi verður opnuð sýning á verkum Jóhanns Briem þann 28. mars. ' Hrollvekjandi gott úrval! 1 Pað er (sköld staðreynd að § allir vilja eiga traust og | örugg kæli- og frystitæki. s En þau þurfa líka að vera 1 falleg, hljóðlát og spar- neytin. Þess vegna eiga Electrolux og Ignis erindi til allra sem gera kröfur. Úrvalið í kælideildunum okkar er nánast hrollvekj- andi og verðið eins og það hafi legið í frysti í eitt ár. Veldu Electrolux eða Ignis. Við ábyrgjumst að þau endast og endast. Heimasmiðj Kringlunni ■ Slmi 68 54 40 HUSASMIÐJAN Skútuvogi 16 • Simi 68 77 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.