Morgunblaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 24
24
-MORGUNBLAÐIÐ EÖSTIUDÁGUR 15. MARZ 1991
Þingkosningar í Finnlandi:
Græningjum og Mið-
flokknum spáð sigri
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
NÝJUSTU kannanir um fylgi finnsku stjórnmálaflokkanna benda
allar til þess að stjórnarflokkarnir bíði ósigur í þingkosningunum
næstkomandi sunnudag. Miðflokkurinn og græningjar muni hins
vegar styrkja stöðu sína verulega, en þeir eru nú í stjórnarand-
stöðu. Samkvæmt skoðanakönnun sem birtist á sunnudag í Helsing-
in Sanomat, sem er stærsta dagblaðið í landinu, eru núverandi
stjórnarflokkar aðeins með 50% fylgi.
Líklegt er talið að núverandi
samsteypustjórn jafnaðarmanna,
hægri manna og Sænska þjóðar-
flokksins verði áfram við völd að
kosningunum loknum nema hún
tapi verulegu fylgi. Fréttaskýrend-
ur velta nú vöngum yfir því hvaða
smáflokkur gæti bjargað þessari
stjórnarsamsteypu ef fylgi flokk-
anna þriggja fer undir helming at-
kvæða. Mjög vafasamt þykir til að
mynda að græningjar taki þátt í
ríkisstjórn sem mun að öllum líkind-
um stefna að því að reisa nýtt kjarn-
orkuver.
Staðan þykir sérstaklega erfíð
einmitt vegna þess að báðum þeim
flokkum, sem nú eru taldir sigur-
stranglegastir, semur mjög illa við
núverandi ríkisstjóm. Hins vegar
getur stjómarandstaðan ekki ein
myndað ríkisstjórn því smáflokk-
arnir em mjög ólíkir hvað varðar
hugsjónir og vinnubrögð.
vinstrimenn saman meirihluta í eina
skiptið í sögu Finnlands en núna
höfða þeir ekki nema til þriðjungs
kjósenda. Kommúnistaflokkur
Finnlands hefur margklofnað á síð-
ustu árum en vinstri menn og
kommúnistar gera nú tilraun til að
bjóða fram saman í flokki sem nefn-
ist Vinstra bandalagið. Bandalag-
inu er spáð um 10 prósenta fylgi,
en fyrirrennarar þess hlutu samtals
rúmlega 13 prósenta fylgi í kosn-
ingunum árið 1987.
íbúi í Kúveit-borg gengur fram hjá verslun er seldi dýr og vönduð svissnesk úr. íraskir hermenn brut-
------------ ust inn í verslunina og stálu þar öllu steini léttara.
Fátt manna fagnaði al-Sabah
fursta við komuna til Kúveits
Minnkandi fylgi smáflokka Spenna minnkar í samskiptum Kúveita og Palestínumanna í landinu
Kúveit-borg, New York. Reuter.
FURSTINN af Kúveit, Sheikh Jaber al-Ahmed al-Sabah, kom í gær til
heimalands síns frá Saudi-Arabíu, réttum tveim vikum eftir að herir
bandamanna frelsuðu ríki hans úr klóm íraka. Furstanum tókst að
flýja land er Saddam Hussein lagði Kúveit undir sig 2. ágúst sl. Fáir
voru á götum úti í Kúveit-borg er vél furstans lenti en fáeinir klöppuðu
í hópi manna á flugvellinum sem er í útjaðri borgarinnar. Hermenn,
gráir fyrir járnum, gættu öryggis þjóðhöfðingjans en óánægja er sögð
ríkja meðal landsmanna er telji að stjórnvöld bregðist allt of seint við
til að bæta úr sárustu neyðinni eftir ógnarstjórn íraka. Einnig er kraf-
ist lýðræðisumbóta.
Þrátt fyrir að aldrei hafi verið
jafn margir flokkar í framboði í
fínnskum þingkosningum virðist
stefna í það að fylgi smáflokka
minnki nema græningja. Samtals
voru þrír stærstu flokkarnir með
rúmlega 64 prósenta fylgi í síðustu
þingkosningum en samkvæmt skoð-
anakönnun Helsingin Sanomat er
fylgi þeirra samtals rúmlega 67
prósent nú. Þeir stærstu eru Jafnað-
armannaflokkurinn sem hlaut
24,1% fylgi 1987 (23,5% í könnun
Helsingin Sanomat), hægri flokkur-
inn með 23,1% (21,3%) ogMiðflokk-
urinn 17,6% (23,0%).
Fylgi vinstriflokka fer stöðugt
minnkandi. Jafnaðarmenn halda að
vísu velli sem stærsti flokkur lands-
ins en hann getur ekki lengur leitað
hjálpar til vinstri eins og um langt
skeið á árunum eftir stríð. Komm-
únistar og vinstrisósíalistar hafa
misst þá þýðingu sem þeir höfðu
áður í fínnskum stjórnmálum. í
þingkosningum árið 1966 fengu
Sendiherra Kúveita hjá Samein-
uðu þjóðunum, Mohammad Abulhas-
an, segir að írakar hafí með þjófnaði
og skemmdarverkum valdið landinu
tjóni sem nemi 70 - 100 milljörðum
Bandaríkjadollara eða sem svarar
4.000 -^5.800 milljörðum ÍSK. írakar
rændu m.a. gullbirgðum ríkisins.
Abulhasan sagði að 33.000 Kúveitar
hefðu verið fluttir nauðugir til íraks
eða fangelsaðir og aðeins 1.200 feng-
ið fararleyfi heim enn þá. Sendiher-
rann sagði íraksstjóm bera ýmsu við
til að þurfa ekki að taka við hermönn-
um sínum, sem eru í haldi banda-
manna. Óttist stjórnvöld í Bagdad
að mennimir skýri frá því hve
ósigurinn hafí verið hraksmánarleg-
ur og jafnframt að mennimir gangi
í lið með uppreisnarmönnum.
Yfírvöld segja að framvegis verði
séð til þess að Kúveitar séu ávallt í
meirihluta í landinu en fyrir innrásina
var þar rösklega hálf önnur milljón
útlendinga við ýmis störfpsjálfir eru
Kúveitar aðeins rúm 600.000. Er-
lendir sendimenn segja að spenna
milli Palestínumanna í landinu og
Kúveita hafi stórminnkað. Flestir
Palestínumenn studdu málstað íraka
og Palestínumenn í Kúveit, sem eru
nú um 200.000, voru sumir sakaðir
um stuðning við íraska innrásarliðið.
Vatnsskortur er í Kúveit því að
Kommúnistastjórn Serbíu lætur undan síga:
Námsmenn hætta mót-
mælaaðgerðum í Belgrad
Belgrad. Reuter.
NÁMSMENN í Belgrad bundu í fyrrinótt enda á götumótmæli sín,
sem staðið höfðu í fimm daga, eftir að kommmúnistastjórn Serbíu,
stærsta lýðveldis Júgóslavíu, hafði gengið að öllum kröfum þeirra.
Námsmennirnir fögnuðu sigri er
þeir fóru úr miðborg Belgrad þar
sem þeir höfðu hafst við í fímm
sólarhringa. Gengið hafði verið að
öllum kröfunum sem þeir lögðu
fram í upphafí mótmælanna. Því
sem næst öllum stjómarandstæð-
ingum, sem voru handteknir í hörð-
um átökum mótmælenda og lög-
reglu um helgina, hafði verið sleppt
úr fangelsi, fímm af ráðamönnum
ríkisfjölmiðla vísað úr starfí, og
Radmilo Bogdanovic, innanríkisráð-
herra lýðveldisins, boðist til að segja
af sér. Námsmennimir kenndu
Bogdanovic um átökin um helgina
sem kostuðu tvo menn lífíð, auk
þess sem 80 manns særðust.
Margir af leiðtogum stjómarand-
stæðinga höfðu hvatt námsmennina
til að hætta mótmælunum svo að
yfírvöld notuðu þau ekki sem átyllu
til að beija niður allt andóf gegn
kommúnistum með vopnavaldi. Vuk
Draskovic, leiðtogi serbneskra þjóð-
emissinna, hafði þó sagt að allri
ríkisstjóm Serbíu bæri að fara frá.
Hann krafðist nýrra kosninga fyrir
árslok.
Aðeins tvö júgóslavnesk lýðveldi
af sex, Serbía og Svartíjallaland,
eru enn undir stjórn kommúnista
eftir fijálsar kosningar í þeim öllum
í fyrra. Mótmælin urðu til þess að
veikja til muna stöðu Slobodans
Milosevjcs.-forseta Serbíu, og slaka
á tökum hans á fjölmiðlum lýðveld-
isins.
Blaðamenn dagblaðsins Politika,
málgagns serbneska kommúnista-
flokksins, kröfðust þess í gær að
ritsjóri blaðsins segði afsérog sjón-
varpið í Belgrad fjallaði í fyrsta
skipti ítarlega og hlutlaust um
mótmælaaðgerðirnar. Áður hafði
sjónvarpið aðeins gagnrýnt mót-
mælendurna eða sniðgengið þá.
Milosevic forseti lét þó engan
bilbug á sér fínna. Að sögn óháða
dagblaðsins Borba í Serbíu sagði
hann þingmönnum, að þeir ættu að
koma aftur á lögum og reglu í lýð-
veldinu. „Það ætti að vera svar
-okkar til þeirra sem fagna „hmni“
Serbiu. Þeir héldu að Serbía myndi
springa eins og sápukúla," sagði
hann. „Hættum að leysa pólitísk
vandamál utan þingsins. Ég krefst
þess að starfsemi skóla, háskóla og
verksmiðja verði komið í eðlilegt
horf að nýju,“ bætti hann við.
Leiðtogar stjómarandstæðinga í
lýðveldinu óttast enn að hernum
verði beitt til að kveða niður andóf
gegn stjóm Serbíu þótt hún hafi
látið undan síga í þetta skipti.
hreinsibúnaður til að vinna ferskvatn
úr sjó er ónýtur, rafveitur og síma-
þjónusta eru í molum og aðeins brýn-
ustu matvælum er dreift öðru hveiju.
Eldar loga enn í um helmingi 900
olíulinda ríkisins sem írakar kveiktu
í og svartir reykjarbólstramir byrgja
sólarsýn svo að um hádegi er oft
dimmt sem um hánótt. Byijað er að
flytja tækjabúnað til að slökkva eld-
ana frá Bandaríkjunum til landsins
en talið að líða muni nokkrir dagar
þar til hægt verður að hefjast handa.
Olíumálaráðherra Kúveits segir
skaðann „ægilegan" og telur að tek-
ið geti tvö ár að slökkva alla eldana.
Stjórnvöld hafa beðið Frakka um
300.000 skurðlæknagrisjur til að
reyna að spoma við öndunarsjúk-
dómum.
Fámennur mótmælafundur var
haldinn í Kúveit-borg á miðviku-
dag gegn meintri óstjórn yfirvalda
við endurreisnina. Einkum var um
að ræða menntafólk; prófesora,
lækna, og listamenn er héldu á
spjöldum þar sem krafist var
brauðs, vatns, rafmagns og lækn-
isþjónustu. Hind al-Bahar, læknir
við sjúkrahús Kúveit-háskóla,
sagði blaðamönnum að banda-
menn hefðu komið „til að stuðla
að lýðræði, þeir komu ekki hingað
vegna furstafjölskyldunnar“. Al-
Sabah fjölskyldan hefur verið ein-
ráð í landinu og aðeins gert var-
færnislegar tilraunir til lýðræðis-
umbóta sem hafa síðan verið afn-
umdar er gagnrýni á ættina þótti of
djörf.
Krömdust undir burðarbita
Fjórtán manns krömdust til bana í bflum sínum er 40 tonna burðar-
biti úr járnbrautarbrú féll niður á götu í Hiroshima í Japan í gær.
... og við bjóðum þig velkominn að kynnast því nýjasta tró
Habitat. Meðal annars mikið úrval af sófum, stólum,
matarborðum, rúmum, hillum, lömpum,
glösum, skólum o.fl. o.fl. Verið velkomin!