Morgunblaðið - 15.03.1991, Page 27

Morgunblaðið - 15.03.1991, Page 27
, MOKftb’NftlfAÐIÐ, KOS-fi;UAqUH- lg, )H>»1 3 827 Þróunarstarf innan EB og EFTA: Þátttaka mikilvæg fyrir atvinnulífið - segir iðnaðarráðherra VAXTARBRODDA ísiensks atvinnulífs er að finna í iðnaðar- og þjón- ustugreinum og aðgerðir í sljórn- og efnahagsmálum Islendinga verða að miðást við að skapa þessum greinum hagstæð vaxtarskilyrði. Þetta kom fram í ræðu Jóns Sigurðssonar, iðnaðarráðherra á ársþingi Fé- lags íslenskra iðnrekanda þar sem hann tók undir með fráfarandi formanni, Víglundi Þorsteinssyni, að bætt starfsskilyrði íslenskra at- vinnufyrirtíekja ættu að vera meðal forgangsverkefna næstu ríkis- stjórnar. Jón talaði um mikilvægi þess að Islendingar tækju þátt í því margvíslega vísinda- og þróunarstarfi sem samvinna Evrópubandalags- ins og EFTA mun gefa af sér. í máli iðnaðarráðherra kom fram að unnið er að gerð formlegs samn- ings um fimm samstarfsverkefni milli íslendinga og Evrópubanda- lagsins í kjölfar viðræðna ráðherrans við Martin Bangemann, eins af vara- forsetum framkvæmdastjórnar EB. Þar er talað um væntanlega stað- irtækja vinnulíf isskuldabréfa og ] er ijallað um þessi mál á báksíðu I blaðsins í dag. Iðnlánasjóður verði hlutafélag í meirihlutaeign iðnaðarins Víglundur vék í ræðu sinni að málefnum fjárfestingasjóða atvinnu- veganna þar sem undanfarið hefur verið rætt um sameiningu þessara sjóða. Víglundur sagði að afstaða iðnrekenda væri sú að þeir væru mótfallnir því að hræra sjóðum iðn- aðarins saman við Framkvæmdasjóð, Byggðasjóð, Stofnlánasjóð landbún- aðarins og aðra sjóði sem ekki væru | eiginlegir fjárfestingarsjóðir og störfuðu ekki á viðskiptalegum grundvelli nema að takmörkuðu leyti. Víglundur sagði þó að iðnrekendur væru reiðubúnir til samstarfs við að breyta fjárfestingalánasjóðum í hlut- afélög jafnframt því sem þeim yrðu settar almennar starfsreglur. Þessar breytingar hafa verið boðaðar í frum- varpi sem viðskiptaráðuneytið hefur látið semja. í máli Víglundar kom þó fram andstaða við að Iðnlánasjóði verði breytt í hlutafélag sem alfarið yrði í eigu ríkisins. Sjóðurinn hefði fyrst og fremst verið byggður upp með skyldusparnaði iðnfyrirtækja og iðnaðarmanna í gegnum iðnlána- sjóðsgjald frá því hann var endur- reistur árið 1963. Rúmlega 70% af núverandi eigin fé Iðnlánasjóðs væri tilkomið vegna þessa gjalþs, en innan við 30% fyrir framlög frá ríkissjóði. Á ársþinginu var samþykkt álykt- un stjómar FÍI um Iðnlánasjóð þess efnis að hann starfi í framtíðinni sem hlutafélag þar sem meirhlutáeign verði á hendi einkaaðila. Stjórnin lýsti sig reiðubúna til samstarfs við stjórnvöld um að breyta sjóðnum í hlutafélag þannig að öllum sem innt hefðu af hendi skyldusparnað í sjóð- inn frá árinu 1963 yrði afhent hluta- bréf í samræmi við greiðslur sínar. A þinginu var einnig samþykkt tillaga um breytingar á lögum FÍI þar sem m.a. segir að hafi formaður setið samfleytt í fjögur ár megi ekki endurkjósa hann formann fyrr en minnst tvö ár séu liðin frá því að hann lét af formennsku. Ein breyting varð á stjórn FÍI á þinginu. Víglund- ur Þorsteinsson lét af formennsku eftir 9 ár og Ágúst Einarsson, fram- kvæmdastjóri Lýsis hf., var kosinn meðstjórnandi í stað Gunnars Sva- varssonar, varaformanns, sem tók við embætti Víglundar. setningu orkufrekra evrópskra fram- leiðslufyrirtækja á íslandi og frekari vinnslu úr afurðum slíkra fyrirtækja hérlendis. Möguleikar á framleiðslu vetnis með rafgreiningu eru teknir til skoðunar svo og iðngreinar sem samnýta jarðvarma og raforku. í fimmta lagi er minnst á sölu á raf- orku frá Islandi til meginlandsins um sæstreng. Jón nefndi einnig í ræðu sinni nokkur samstarfsverkefni íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja í öðrum ríkj- um innan EFTA og EB um vöruþró- un. Hann sagði að meðal verkefna væri hið svokallaða EUREKA-verk- efni sem hefði að markmiði að virkja skapandi öfl, þekkingu og hugvit innan Evrópu og hagnýta markaðs- möguleika á 370 milljóna markaði með það fyrir augum að bæta sam- keppnishæfi evrópskra fyrirtækja í harðnandi alþjóðlegri samkeppni. Eins væri vert að minnast á BRITE- EURAM-áætlunina sem sett hefði verið á fót til þess að auka samstarf fyrirtækja í Vestur-Evrópu á sviði hátækni. íslénsk fyrirtæki og Iðn- tæknistofnun hefðu sýnt áhuga á þátttöku í þessari áætlun og þegar hefði verið sótt um stuðning hennar við_ tvö verkefni. I máli Jóns Sigurðssonar kom fram að hann teldi þátttöku íslensks iðnaðar í slíkum verkefnum líklega til að bæta stöðu hans á marga vegu. Islendingar hefðu hins vegar rekið sig á það að mikið fjármagn þyrfti til þess að verða fullgildir meðlimir í þessu Evrópusamstarfi. Sjóðir Evr- ópubandalagsins og einstök ríki þess væru örlát á fjárveitingar til þess og í flestum EFTA-ríkjum hefðu opin- berir aðila tekið þá stefnu að veita samsvarandi styrki til fyrirtækja og stofnana sem standa að slíkum sam- starfsverkefnum. Jón taldi brýnt að fjárveitingar ríkissjóðs íslands til þessara mála yrðu auknar og sérstök nefnd skipuð til að fjalla um skipt- ingu fjárveitinganna til einstakra samstarfsverkefna. ------*-*-*---- Myntuppboð: Tveggja krónu pen- ingur verð- mætastur FÆREYSKA myntsafnarafélagið verður með uppboð í Færeyjum á morgun. Verðmætasti peningurinn er þykkur, islenskur tveggja krónu peningur, sleginn árið 1966. Sam- kvæmt dönsku Siegs-verðskránni fyrir þetta ár er skráð verð 3.400 DKR (tæplega 32.000 ÍSK). Umræddur peningur er einna eft- irsóttastur íslenskra peninga fyrir utan sérsláttur, að sögn Antons Holts, formanns Myntsafnarafélags íslands. 300 eintök voru slegin, en þau hurfu fljótlega úr umferð eftir að ljóst var að hann var of þykkur og festist í stöðumælum, sjálfsölum og símum. Myntin, sem verður boðin upp í Færeyjum, er í hæsta gæða- flokki, O-flokki, sem þýðir ósnertur peningur. Morgunblaðið/KGA Haakan Branders sendiherra, Friðbert Pálsson forstjóri Háskólabíós og Lars Áke Englund forstjóri Norræna hússins, en þeir sjá um skipulagningu Finnskrar menningarviku. Finnsk menningarvika: Kvikmyndahátíð, tónlist og bókmenntir frá Finnum FINNSK menningarvika hefst á morgun, laugardag, og standa að henni Finnska sendiráðið, Háskólabíó og Norræna húsið. Finnsk kvikmyndavika verður í Háskólabíói, bókmenntir, tónlist og málþing um kvikmyndir verða í Norræna húsinu og dagskrá verður á Akureyri, Akranesi og Hótel Borg í Reykjavík. Þetta er fyrsta sinn sem finnsk menningarvika er haldin hér á landi. Á kvikmyndahátíðinni í Há- skólabíói verða sýndar sjö fínnsk- ar kvikmyndir, með finnsku tali og enskum eða sænskum texta. Á kynningarfundi um Finnsku menningarvikuna sagði Friðbert Pálsson forstjóri Háskólabíós að þetta væri í fyrsta sinn sem hér er haldin finnsk kvikmyndavika. Sýndar yrðu nýjustu og bestu myndir Finna, þar á meðal kvik- myndin Ariel, sem var kosin besta kvikmyndin 1990 af gagnrýnend- um í Bandan'kjunum. „Við ætlum að afsanna að það sem íslending- ar sáu í ríkissjónvarpinu, Sjö bræður, hafi verið dæmigert fyrir finnska kvikmyndagerð,“ sagði Friðbert. Meðal höfunda kvikmyndanna eru bræðurnir Aki og Mika Kaur- ismaki, en þeir hafa rutt nýja braut í kvikmyndagerð og hefur þeim meðal annars tekist að gera myndir fyrir mun minna fé en öðrum, án þess það virðist hafa komið niður á gæðunum, að sögn Haakans Branders sendiherra Finna. Hann segir myndir þeirra bræðra vera frumlegar á margan hátt, en oft er grunnt á kímn- inni, sumar beinlínis gamanmynd- ir, þótt undir búi skarpar ádeilur á samfélagið. Kvikmyndirnar á hátíðinni eru Ariel eftir Aki Kaurismaki, Ama- son eftir Mika Kaurismaki, Pessi & Iilusia, ævintýri fyrir alla fjöl- skylduna eftir Heikki Partanen, Sléttubúar (Pohjanmaa) eftir Pekka Parikka, Kúrekar frá Len- ingrad á ferð í Bandaríkjunum (Leningrad Cowboys go America) eftir Aki Kaurismaki, Ég réð mér leigumorðingja eftir Aki Kauri- smaki og Dolly og elskhugi henn- ar eftir Matti Lias. Dagskrá kvikmyndahátíðarinn- ar verður auglýst sérstaklega. Laugardag 16. mars klukkan 16 hefst í Norræna húsinu finnsk bókakynning. Timo Karlsson sendikennari segir frá bókaútgáf- unni í Finnlandi 1990 og rithöf- undurinn Kjell Westö segir frá ritstörfum sínum. Þeir tala sænsku. Sunnudag 17. mars klukkan 15 verður í Norræna húsinu mál- þing um finnskar kvikmyndir. Peter von Bagh, einn fremsti gagnrýnandi Finna á þessu sviði, hefur framsögu um finnskar kvik- myndir frá síðasta áratug. Þriðjudag 19. mars klukkan 13 hefst bókmenntaumræða í Norr- æna húsinu fyrir nemendur í finnsku, sænsku og norrænum bókmenntum. Klukkan 20.30 hefjast tónleikar í Norræna hús- inu. Kvartett frá Sibeliusartónlist- arháskólanum leikur. Kvartettinn skipta Juha Malmivaara og Karri Perala á fiðlur, Anne Konttinen og Paavo Lötjönen á selló. Miðvikudag 20. mars klukkan 20.30 hefst bókmennta- og tón- listardagskrá á Hótel Borg. Þátt- takendur verða rithöfundarnir Lars Huldén og Tiina Kaila frá Finnlandi. Miðvikudag 20. mars klukkan 20.30 hefst bókmenntadagskrá á Akureyri í umsjón Kjell Westö rit- höfundar og Timo Karlsson sendi- kennara. Fimmtudag 21. mars klukkan 20.30 hefst finnskt bókmennta- kvöld í Norræna húsinu með rit- höfundunum Tiina Kaila^ Lars Huldén og Kjell Westö, I lokin verður sýnd stutt kvikmynd byggð á sögu Veijo Meris, Rinnat- (Bijóstið). Laugardag 23. mars klukkan 15 hefjast vísnatónleikar á Akra- nesi með finnska vísnasöngvar- anum Bosse Osterberg. Tónleik- arnir eru í samvinnu við Norræna félagið á Akranesi. Laugardag 23. mars klukkan 20.30 hefjast vísnatónleikar í Norræna húsinu með Bosse Öst- erberg í fundarsal og kaffistofu. Sungnar verða finnskar vísur og boðnir finnskir réttir, aðgangseyr- ir er 500 krónur. Sunnudag 24. mars verða sýn- ingar af myndbandi í Norræna húsinu. Klukkan 15 sjónvarps- mynd um Edith Södergran, „Gra- set i Iiallonbacken“. Klukkan 16.30 „Missa on suuri Pohjoinen“ (Hvar er stóra Norðrið), handrit Rosa Liksom. Kvikmyndin „Leningrad Cowboys go America" eftir Aki Kauri- smaki verður sýnd á finnsku kvikmyndahátíðinni. Myndin er um verstu rokkhljómsveit í heimi, einhvers staðar á túndrunni í einsk- is manns landi, grúppu án áheyrenda og hugsanlegs gróða. Hún ákveður því að láta þjóðernisrembinginn lönd og leið og halda til Bandaríkjanna þar sem fólk gleypir við öllum skrattanum, eins og segir í kynningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.