Morgunblaðið - 15.03.1991, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.03.1991, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1991 Er hagræðing í heil- brigðiskerfinu möguleg? Hvert skal halda? eftir Sigríði Snæbjörnsdóttur Hagræðing í heilbrigðiskerfinu hefur verið til umræðu meðal heil- brigðisstarfsfólks á fjölmijrguni fundum, flestum ráðstefnum og yfir- leitt þar sem fleiri en 2 úr þeim hópí hafa komið saman síðastliðin ár. Skortur á skýrri stefnu á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar hefur staðið okkur tilfinnanlega fyrir þrif- um um margra ára skeið. Stefnu- mörkun hefur einkennst af skamm- tímaákvörðunum, en áætlanir tii lengri tíma hafa setið á hakanum. Stefnuyfirlýsingar á borð við „Allir landsmenn skulu eiga kost á full- komnustu heilbrigðisþjónustu ...“ (Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990) eru gagnslausar, þegar til kastanna kemur og segja næsta lítið. Við höfum aldrei átt þess kost að veita „fullkomnustu heilbrigðisþjón- ustu“ og munum aldre'i gera, aftur á móti höfum við stefnt að því. Nú verðum við fremur en nokkru sinni fyrr að forgangsraða verkefnum eft- ir mikilvægi og sýnist þá sitt hveij- um. Að mínu mati hefur allt of mikil orka farið í að skipuleggja eitt fjár- hagsár fram í tímann, en minni áherzla lögð á skipulagningu til lengri tíma. Þannig hefur standum tímabundið sparast einhver upphæð á einstökum stofnunum, en í heild höfum við verið að spara aurana og kasta krónunni. Stutt seta ríkis- stjórna almennt hér á landi kann að gera okkur erfitt fyrir, því oft þegar afleiðingar skammtímaákvarðana koma í Ijós, þá er ný rikisstjórn tek- in við og kennir þeirri síðustu um vandann. Stjórnskipulag Brýnt er að endurskoða skiptingu læknisfræðilegra sérgreina á sjúkrahúsum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Hingað til hefur hún verið heldur handahófskennd og að vissu leyti ráðist af ráðningu iæknis- menntaðra sérfræðinga á viðkom- andi stofnanir. Borgarspítalinn hefur óumdeil- anlega sérstöðu sem bráðasjúkra- hús vegna slysadeiidar spítalans, og hefur hlutverk hans mjög mark- ast af henni. Á Borgarspítalanum hefur verið lögð rík áhersla á að sinna slösuðum og bráðveikum, þar er þyrlupallur, þar er neyðarbíllinn staðsettur, og þar er vel þjálfað starfsfólk, sem hefur lagt metriað sinn í að gegna þessu bráðahlut- verki með sóma. Hins vegar ef litið er á þróun þjóriustu Borgarspítalans á undanförnum árum má sjá að hún hefur verið í gagnstæða átt, þ.e. langleguþjónustan hefur eflst mjög mikið. Nú er rúmaskiptingu á Borg- arspítalanum þannig háttað að u.þ.b. helmingur ér ætlaður lang- Sigríður Snæbjörnsdóttir legusjúkiingum og um helmingur bráðasjúklingum. Eðlilegt er að þjónusta Borg- arspítalans markist af því, að eina slysadeild landsins er staðsett þar, þó áfram verði veitt öll almenn þjón- usta að vissu marki. Augljóst er, að bráðaþjónustan hefur mátt líða vegna þenslu í langleguþjónustu og allt of litlu fjármagni hefur verið veitt til viðhalds og endurbyggingar í bráðaþjónustu. Má sem dæmi nefna að á skurðstofum Borgarspít- alans, sennilega mest nýttu skurð- stofum á landinu, er starfsaðstaða orðin úrelt og óviðunandi. Vafamál er hversu lengi er unnt að treysta „Við íslendingar erum svo lánsöm að búa við góða heilbrigðisþjón- ustu. Góð heilbrigðis- þjónusta hlýtur alltaf að kosta mikla peninga, og hlutfallslega mun kostnaður halda áfram að aukast jafnt og þétt miðað við þjóðarfram- leiðslu vegna aukinna krafna almennings og aukinnar tæknivæðing- ar.“ á umburðarlyndi og langlundargeð starfsfólks, sem starfar við slíkar aðstæður. Skynsamlegt er að stefna að því áfram, að Borgarspítalinn verði einn aðalbráða- og slysaspítali landsins. Auk allrar almennrar bráðaþjónustu við lyflækninga- og skurðlækningasjúklinga haldi hann áfram að veita slysaþjónustu, þjón- ustu við heila- og taugaskurðsjúkl- inga, háls- nef- og eyrnasjúklinga og bráðageðsjúklinga. Með hliðsjón af því að árlega leggjast um 800 börn inn á Borgarspítalann, er mjög brýnt að skapa aðstæður til að veita þeim og aðstandendum þeirra við- unandi þjónustu með opnun barna- deildar. Nefndarálit um heilbrigðisþjónustu í febrúar 1989 skipaði heilbrigð- isráðherra nefnd til að Cjalla um skipulag heilbrigðisþjónustu á höf- uðborgarsvæðinu og hefur hún nú lokið störfum (Nefndarálit: Sam- starf sjúkrahúsanna í Reykjavík, 1990). I framhaldi af þeim nefndar- störfum lagði heilbrigðisráðherra fram frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum nr. 97/1990, um heil- brigðisþjónustu, og var frumvarpið samþykkt á Alþingi 21. desember 1990. Nefndarálit þetta hefur vald- ið talsverðu fjaðrafoki meðal heil- brigðisstarfsfólks, svo ekki verði meira sagt. Þar er kveðið á um, að samstarfsráð, sem er nýtt stjórn- sýslustig, muni m.a. hafa það hlut- verk að gera tillögur að mótun um framtíðarstefnu sjúkrahúsanna þriggja í Reykjavík, gera þróunar- og fjárfestingaáætlanir fyrir þau og stuðla að sem hagkvæmastri verkaskiptingu milli þeirra. Óraun- hæft er að vænta að algjör sam- staða náist um svo viðkvæmt mál, þar sem hagsmunir svo margra aðila eru í húfi. Margar þjóðir hafa þurft að end- urskoða stefnu sína í heilbrigðis- máíum vegna gífurlegs og hratt vaxandi rekstrarkostnaðar. Ef litið er t.d. á reynslu Bandaríkjamanna, þar sem sameining sjúkrahúsa hef- ur verið mjög algeng undanfarinn áratug, má sjá að af hverjum 10 sameiningartilraunum hafa 7 mis- heppnast, þar sem markmiðið er aukin hagræðing í rekstri. Ég dreg þá ályktun af þeim heimildum sem ég hef aflað mér, að lítill sem eng- inn ávinningur yrði af því að sam- eina sjúkrahúsin 3 í Reykjavík og mynda þannig stofnun með um 1600 sjúkrarúm og milli 5 til 6 þúsund stöðuheimildir. Ástæðurnar eru eftirfarandi: 1. Ekkert bendir til að stofnun með um 1600 sjúkrarúm nái fram meiri hagræðingu en stofnun með 500—800 sjúkrarúm. Aftur á móti benda ýmsar heimildir til aukins kostnaðar. 2. Vinnustaður af slíkri stærð yrði að margra mati mjög ópersónu- legur og óaðlaðandi. Nú eru nýju teppin komin Vid höf um bætl viö úrval okkar 20 NÝJUM GERÐUM af gólfteppum. Ný mynstur - nýir litir. Gott úrval. - Hagstætt verð. Til að koma öllum nýju litunum fyrir, bjóðum við rúlluafganga og afgangsstykki með 30-80% AFSLÆTTI Notið tækifærið! - Opió laugardaga fró kl. 10-14. TEPPABOÐIN GÓLFEFNAM ARKAÐUR, SUÐURLANDSBRAUT 26, S. 91 681950 3. Aukin miðstýring stríðir gegn þeirri þróun í átt til dreifistýring- ar sem átt hefur sér stað í heil- brigðisþjónustu víðs vegar um heiminn. 4. Fjölgun yfirmanna sem eru sam- hliða á skipuriti leiðir til enn verra upplýsingaflæðis en nú er. 5. Fjarlægð rnilli æðsta yfirmanns og hins almenna starfsmahns mun énn aukast. 6. Heilbrigð samkeppni bæði hvað varðar stjórnun og meðferð verðut- lítil sem engin. Margt bendir þó til að ákveðin ha- græðing kynni að nást með aukinni samvinnu (sameiningu?) Borg- arspítalans og Landakotsspítala, en fyrirsjáanlegt er að mikill stofn- kostnaður yrði því samfara. Sparnaðarráðstafanir Undanfarin ár hefur verið gripið til ýmissa svokallaðra sparnaðar- ráðstafana í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega nteð því að taka sjúkra- rúm úr notkun. Mjög má deila um langtímaávinning slírka aðgerða fyrir þjóðfélagið. Algengt að 5—8 mikið veikir sjúklingar hafa legið á gangi á bráðadeildum yfir sumar- tímann. Aðstandendur og sjúkiing- ar hafa eðlilega verið óöryggir og ósáttir við slíkan aðbúnað og hafa látið í sér heyra við starfsfólk, þó í minna mæli en búast mætti við. Um vinnuaðstöðu starfsfólks, sem starfar við slíkar aðstæður, þarf ekki að fjölyrða. Þessi leið hefur verið reynd til þrautar og sýnt er að hún leiðir fyrst og fremst til verri þjónustu og gífurlegs álags á starfsfólk. Tölur um sparnðað liggja ekki fyrir og erfiðlega hefur gengið að afla þeirra. Á næstu árum verðum við að finna vænlegri leiðir til hagræðing- ar. Þær þurfa að byggja á auknum afköstum og betri skipulagningu, m.a. með umfangsmeiri göngu- og dagdeildaþjónustu, þar sem hags- munir neytandans verða hafðir í fyrirrúmi. Legutíma má stytta enn meira með skilvirkari undirbúningi fyrir innlögn, hnitmiðaðri fræðslu til sjúkiinga og markvissari þjón- ustu meðan á legu stendur og eftir útskrift. Vissulega er erfitt að skip- uleggja þjónustu á þeim spítulum, þar sem hlutfall innlagna bráða- sjúklinga er hátt, en engu að síður er hægt að bæta hana frá því sem nú er. Ofangreindar aðgerðir standa og falla með góðri samvinnu allra starfsmanna. Til að spara dýrmæta starfs- krafta og fjármagn, hefur rekstur fimm sólarhringa deilda, þ.e. frá mánudegi til föstudags, verið reyndur bæði á Borgarspítala og Landspítala. Slíkar deildir krefjast mjög góðrar skipulagningar og enn betri samvinnu starfsfólks, ef ekki á að koma til meiri háttar flutninga sjúklinga á aðrar deildir um helgar. Á Borgarspítalanum varð reyndin sú að talsverð tilfærsla varð á rekstrarkostnaði deilda, þannig að kostnaður minnkaði á fimm sólar- hringa deild en jókst á þeim deild- um, sem tóku við veikari sjúkling- um. Sjálfsagt er þó að kanna þetta fyrirkomulag nánar. Einnig er sjálf- sagt að kanna enn frekar hvort rekstur dagdeilda sé æskilegur m.t.t. hagkvæmni. Álag Mikið hefur verið rætt um aukið álag á stóru bráðasjúkrahúsunum í Reykjavík undanfarin ár. Erfitt hefur þó verið að sýna fram á það með óyggjandi hætti, nema hvað legutími styttist, lyfjakostnaður eykst, legudögum fjölgar (stundum) o.s.frv. Nú hillir þó undir að hjúkr- unarfræðingar á Borgarspítalanum og Landspítala geti farð að kynna og nota mælitæki sem metur hjúk- runarálag á öílum almennum bráða- deildum. Slíkt mælitæki er gagnlegt við ýmsar ákvarðanir, s.s. hvernig manna skuli deildir, hvert hlutfall milli starfsstétta skuli vera, hvernig skuli skipta fjárveitingu á milli deilda og hvernig skuli skipta sjúkl- ingum niður á milli deilda m.t.t. hjúkrunar, fyrir utan hagnýtt gildi til rannsókna. Gæði Hugtakið „gæði þjónustu" er

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.