Morgunblaðið - 15.03.1991, Side 52

Morgunblaðið - 15.03.1991, Side 52
svo vel sétryggt SlQVADiíuALMENNAR Bjargaði bróður sínum frá köfnun með snarræði: ég ætti að gera 22 MANAÐA gamall drengur var hætt kominn á heimili sínu í Garðabæ um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Hnetur stóðu í honum og hann var hættur að anda, en tæplega 10 ára gömul systir hans brá skjótt við, beitti réttum aðferð- um og náði að slá hneturnar lausar. Þegar sá stutti var farinn að anda á ný, bað hún nær 9 ára gamlan bróður sinn að halda áfram að slá á bak litla stráksins á meðan hún hringdi eftir frekari aðstoð, en móðir þeirra hafði rétt brugðið sér frá. Læknisrannsóku leiddi í ljós að barninu varð ekki meint af. Birna Mjöll þakkaði kennslu móðurinnar árang- urinn. „Þegar Trausti bróðir var yngri festist króna í_hálsinum á honum. Mamma hefur oft sagt mér hvað hún gerði til að losa peninginn og ég gerði alveg eins. Ég er fegin að mamma kenndi mér hvað ætti að gera, því kannski hefði Óskar Björn ekki verið lifandi núna. Ég sá hann liggja á ganginum fyrir framan eld- húsið. Óskar Björn hafði fengið hnetur og ég sá að hann var allur blár í framan. Ég tók hann upp, hélt honum á ská og byijaði að slá á bakið. Fyrst komu blóðkögglar út úr honum og svo þijár hnetur og þá fór hann að orga og anda.“ Stúlkan mundi ekki símanúmer hjá sjúkraliði, en hringdi í vinafólk og skömmu síðar komu lög- regla, læknir og sjúkralið á staðinn. „Mér líður miklu betur núna og lögreglan gaf mér límmiða með neyðarnúmerum. Maður verður að vera við- búinn og ég vil að foreldrar segi börnunum sínum hvernig á að fara að þessu, því þá verður allt betra.“ Fegin að mamma kenndi mér hvað Morgunblaðið/KGA Oskar Björn var hinn hressasti undir miðnætti í gærkvöldi með Trausta bróður sínum og Birnu Mjöll systur sinni. Flugmenn boða verkfall í -sólarliring hjá Flugleiðum Flugleiðir segja kjarahugmyndir flugmanna þýða 80% launahækkun FÉLAG íslenskra atvinnuflugmanna hefur boðað verkfall 29. mars, á föstudeginum langa. Samningadeilu atvinnuflugmanna og Flugleiða, var fyrir nokkru vísað til Ríkissáttasemjara og á miðvikudag var haldinn árangurslaus sáttafundur á milli aðila og hefur annar fundur ekki verið boðaður, að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar, ríkissáttasemj- ara. Geir Garðarsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og formaður samninganefndar þeirra, segir að flugmenn fallist ekki á að Vinnuveitendasambandið sé viðsemjandi þeirra heldur vilji semja beint við Flugleiðir. hefðu talið, að engin árangur myndi nást af frekari viðræðum. Var málinu því vísað til Vinnuveit- endasambandsins sem hefur aftur vísað málinu til sáttasemjara í samráði við Flugleiðir. Að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flugleiða mun félag- ið kanna möguleika á að koma farþegum til ákvörðunarstaða eft- ir öðrum leiðum í verkfalli flugmanna. Víglundur Þorsteinsson á ársþingi FÍI: ísafjarðardjúp: Loðna á leið suður með Vest- fjörðum Kvenloðna uppi- staðan í aflanum Isafirði. TOGARAR á sunnanverðum Vestfjarðamiðum hafa orðið var- ir við umtalsverða loðnu, sem ekki er komin að hrygningu. Binda sjómenn vonir við að þarna sé á ferðinni svokölluð vestan- ganga og ef svo er, er hún ekki inni í mælingum Hafrannsókna- stofnunar. Loðnuskipið Grindvíkingur sem var á veiðum í ísaijarðardjúpi í gær lagði af stað til Grindavíkur síðdeg- is og að beiðni Hafrannsóknastofn- unar ætlaði Willard Ólason skip- stjóri að kanna gönguna nánar. Fáir bátar eru nú eftir á.loðnu- veiðum og hafa þeir verið að veiðum í ísafjarðardjúpi síðustu dagana. Þetta mun í fyrsta sinn sem stór loðnuskip veiða í Djúpinu, en' þar virðist vera umtalsvert magn af loðnu. Willard sagði í samtali við Morg- unblaðið að þetta væri allt önnur loðna en þeir hefðu verið að veiða fram að þessu og stútfull af hrogn- um. Harpa sprengdi nótina síðdeg- is, en þessir bátar sátu einir að kellíngunum í Djúpinu í gær, eins og Willard orðaði það, og átti við kvenloðnuna sem virðist vera uppi- staðan í aflanum. Hann sagði að í þessu væru rosaleg verðmæti, en Grindvíkingur skilur hrognin frá loðnunni og frystir. í gærkvöldi voru komin 85 tonn af hrognum í lest. Ekki virðist vera mikið um bol- fisk með loðnunni, þó hefur heyrst af einum bát sem þurfti að hleypa niður vegna bolfisks í nótinni. Will- ard sagðist aðeins hafa fengið um tíu stykki í fyrradag og hefðu það verið dæmigerðir heimamenn, litlir og grannir. Úlfar. í frétt frá Flugleiðum segir að nýkjörin stjórn FÍA hafi kynnt for- ráðamönnum Flugleiða hugmynd- um kjarabætur sem samanlagt yrðu að ígildi meira en 80% launa- Bensínsala jókst um 6,4% í febrúar BENSÍNSALA á landinu öllu varð 6,4% meiri í febrúar síð- astliðnum en sama mánuð í fyrra. í febrúar 1990 seldust á •iandinu öllu 11.534.000 lítrar bensíns. I síðastliðnum febrúar- mánuði urðu þeir 12.270.000. Ekki hafa fengist óyggjandi skýringar á þessari aukningu, en hjá einu oiíufélaganna var veður og færð talið valda mestu, einnig að ekki hafi orðið sú verð- hækkun sem búist var við vegna “stríðsins við Persaflóa. i . \ Tímabært að afnema einok un í íslenskum orkuiðnaði EINKAVÆÐING íslensks orkuiðnaðar er vænleg leið til þess að efla samkeppni og örva þannig uppbyggingu íslensks orkuiðnaðar og úrvinnslugreina hans. Þetta kom fram í ræðu Víglundar Þor- steinssonar, fráfarandi formanns Félags íslenskra iðnrekanda, á 57. ársþingi FÍI í gær, þar sem hann sagði tímabært að afnema einokun ríkis og sveitarfélaga og huga að flutningi valds og ábyrgðar í þess- um efnum þannig að unnt væri að setja viðskiptalegt inat í fyrirrúm. hækkunar. Sé fjarstæðukennt að íhuga samninga á þeim nótum. Geir sagði í samtali við Morgun- blaðið að þetta væri fjarri lagi. „Við höfum sett fram hugmyndir til að skapa viðræðugrundvöll en stjórn Flugleiða hefur farið fram á að við skilum aukinni vinnu og við viljum eðlilega fá greitt fyrir það,“ sagði Geir. Atvinnuflugmenn hafa verið með lausa samninga frá 31. mars á síðasta ári og hefur ekki tekist að gera kjarasamning þrátt fyrir að árangur hafi náðst á ýmsum sviðum, að sögn Geirs. Sagði hann að samninganefnd flugmanna hefði setið 37 samningafundi á síðasta ári. 1 janúar var kjörin ný stjórn í Félagi íslenskra atvinnuflug- manna, sem kynnti forsvarsmönn- um Flugleiða nýjar hugmyndir í launa- og kjaramálum. Að mati Þórarins V. Þórarinssonar, fram- kvæmdastjóra VSI, voru þær hug- myndir algerlega úr takt við kjara- þróun undanfarinna ára og sagði hann að stjórnendur Flugleiða Víglundur sagði í ræðu sinni eng- an vafa leika á því að Islendingar réðu yfir mikium orkulindum og væru aðeins skammt á veg komnir með nýtingu þeirra. Hins vegar væri jafnljóst að þessar orkulindir teldust því aðeins hluti af þjóðarauð íslendinga að þær yrðu nýttar til orkuframleiðslu á samkeppnishæfu verði í alþjóðlegum samanburði. Þar væri jafnt átt við orkuverðið sjálft sem og önnur starfskjör atvinnufyr- irtækja í landinu, hvort heidur þau væru í eigu innlendra eða erlendra aðila. Víglundur sagði að of hægt miðaði í nýtingu orkulinda íslend- inga til atvinnuuppbyggingar. Að mati Víglundar eiga íslend- ingar þegar fimm orkufyrirtæki sem kjörin eru til einkavæðingar; Landsvirkjun, Hitaveitu Reykjavík- ur, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Orkubú Suðurnesja og Orkubú Vestfjarða. Önnur , prkufyrijtæki, ætti síðan að undirbúa til slíkrar einkavæðingar, s.s. Rafmagnsveit- ur ríkisins sem vel mætti skipta upp að fyrirmyndinni frá Orkubúum Suðurnesja og Vestfjarða. Félag íslenskra iðnrekenda hefur átt samstarf við Landsvirkjun, Ork- ustofnun, Hitaveitu Reykjavíkur, Orkubú Suðurnesja, Markaðsskrif- stofu iðnaðarráðuneytisins og Iðn- tæknistofnun um hagnýtingu há- hitasvæða hér á landi. Víglundur sagði í ræðu sinni að orkulindir ís- lendinga fælust ekki eingöngu í vatnsföllum. Háhitasvæði landins væru stærstu og vannýttustu orku- lindir lslendinga og því væri brýnt að taka upp viðskiptalegt frum- kvæði í stjórnun þessara mála. Sjá náuur á iuiðppiiu.,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.