Morgunblaðið - 16.03.1991, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.03.1991, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR Í6. MARZ 1991' 10 Stórkostlegiir Rigoletto ___________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson _ Sýningar á Rigoletto hófust að nýju í íslensku óperunni eftir nokkurra vikna hlé og var fyrsta sýningin í gærkvöldi "(föstudagskvöld). Sólrún Bragadóttir söng hlutverk Gildu og mun hún aðeins syngja á tveimur sýningum að þessu sinni. Seinni sýningin verður í kvöld, laugardag. Aðrir gestasöngvarar í gærkvöldi og sem verða á næstu sýningum eru spánski söngvarinn Emesto Grisales, sem fer með hlutverk hertogans, og tékkneski söngvarinn Ívan Kúsnjer í hlutverki Rigoletto. Stjómandi sýningarinnar var Garðar Cortes. Sýningin í heild var góð og með sama svip og frumsýningin. Söngur Grisales í hlutverki hertogans var mjög góður, sérstaklega í Questa’ o quella svo og í E il sol dell’anima og La donna é mobile. Rigoletto var sunginn af ívan Kúsnjer sem söng þetta stórbrotna hlutverk af mikilli íþrótt. Sérstaklega var hann góð- ur í öðrum þætti, eftir rán Gildu er hann lætur fyrst sem ekkert sé en getur ekki um síðir dulið tilfinningar sínar og biður hirðmennina að hjálpa sér. Dúett hans við Gildu og hefndarþorstinn sem þá kom fram hjá honum var stórkostlega út- færður. ) Sigurvegari kvöldsins, Sólrún Braga- dóttir, siglir hraðbyri í það að verða stór- söngkona. Söngur hennar í Caro nome og einnig í öðrum þætti á móti „föður sínum“ og þegar hún lýsir ást sinni á hinum svikula hertoga var stórkostleg- ur. Lokasöngur þeirra tók til hjartans. Tómas Tómasson söng Sparafucile en hann er í söngnámi og lofar frammi- staða hans góðu. Hraðinn í uppfærsl- unni var ágætur, kórinn fínn og aðrir þeir sem hafa staðið að þessari sýningu frá byijun voru ekki síðri en á frumsýn- ingunni. Morgunblaðið/KGA Frá sýningunni á Rigoletto í gærkvöldi. Aheyrendur hylla einsöngvarana sem eru f.v.: Ivan Kusnjer (Rigoletto), Sólrún Bragadóttir (Gilda) og Ernesto Grisales (Hertoginn). Þórir Olafsson var kjörinn rektor KHI ÞÓRIR Ólafsson prófessor við Kennaraháskóla Islands var í gær kjörinn næsti rektor skól- ans og tekur hann við starfinu 1. ágúst. Fyrri umferð rektorskjörsins fór fram í lok febrúar og síðari umferð- in í gær. Þá var kosið á milli tveggja efstu úr fyrri umferð, Þóris og Önnu Kristjánsdóttur dósents. Þórir hlaut 67,8% atkvæða og Anna 30,3%. Auðir seðlar og ógildir voru 1,9%. Kjörsókn var 53,4%. Þórir var lektor við KHÍ 1973/74 en réðst aftur til skólans árið 1976 sem prófessor. Hann er 55 ára gam- all. Eiginkona hans er Ingunn Val- týsdóttir og eiga þau fjögur böm. 911Kfl 01 07fl LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri L I IvJV/'tlO/ V KRISTINTJSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Glæsilegt tvíbýlishús í Skógarhverfi. Efri hæð um 185 fm 6 herb. íbúð. Neðri hæð um 85 fm 2ja herb. samþ. séríb. Rúmg. bílskúr. Gott vinnupláss. Frábært útsýni. Teikning og nánari uppl. aðeins á skrifstofunni. Tvíbýlishús í byggingu í vinsælu hverfi í Mosfellsbæ, nánar tiltekið tvær 5 herb. sérhæðir, 122 fm hvor, með 30 fm bílskúr. Afh. kaupanda eftir samkomul. Eigna- skipti möguleg. Teikn. á skrifst. Á vinsælum stað við Barðavog einbýlishús ein hæð 164,8 fm nettó. Bílskúr 23,3 fm nettó. Vel byggt og vel með farið. 5 svefnherb., tvær stofur, sólverönd. Ræktuð lóð - skrúðgarður. Skipti möguleg. á góðri 3ja-4ra herb. íb. m. bilskúr. Á góðu verði - laus strax í tvíbýlishúsi á vinsælum stað í Vogunum 3ja herb., kjallaraíb., lítið niöurgr. Rúmg. herb. Góð sameign. Trjágarður. Verð aðeins 4,8 millj. Sér inng. - sérþvottah. - bílskúr Stór og góð 6 herb. íb. 131,8 fm nettó. í lyftuhúsi við Asparfell. 4 rúmg. svefnherb., tvennar svalir. Bað og gestasnyrt. Mikið útsýni. Verð aðeins 8,5 millj. 4ra herb íbúðir - hagkvæm skipti M.a. við Hrafnhóla, Melabraut, Vesturberg og Hraunbæ. Vinsamleg- ast leitið nánari upplýsinga. Suðuríbúð m. bílskúr 2ja herb. íb. á 2. hæð um 60 fm við Stelkshóla. Rúmg. svalir, Danfoss- kerfi. Góð sameign. Góður bílskúr m. upphitun. Skammt frá Sundlaugunum 3ja herb. ágæt íb. á jarðh./kj. Sér inng., sér hiti. Töluvert endurn. Laus eftir 10-15 mánuði Vegna heimkomu til landsins óskast góð 3ja herb. íb. í Fossvogi, Háaleiti, Vesturbæ, nágrenni. Rétt eign borguð út. o,.,» ALMENNA Fjöldifjársterkra kaupenda. c « CT c | r U A C * I 1U Almenna fasteignasala sf. rA 5 I tlllllAjflLfln var stofnuð 12. júlí 1944. LAUGAyEG| 18 SfMAR 21150-21370 fiftmdMináD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Fimmta hljóðskiptaröð sterkra sagna er nauðalík 4. röð (sjá þátt 577) en mér finnst hún samt einhvern veginn skemmti- legri. Þær skilur reyndar ekki að hljóðum fyrr en í síðustu kennimynd; í hinni fjórðu voru sérhljóðin e-a-á-u (o), en nú eru þau e-a-á-e, svo sem í lesa (las, lásum, lesinn). Aðrar reglulegar sagnir eftir 5. röð eru drepa, gefa, geta, leka, meta og reka. E.t.v. ætti ég fremur að segja að meta hafi verið regluleg eftir fímmtu: meta-mat- mátum-metið. Ég held þó að við viljum hafa hana svona, þótt einhveijir kunni að segja við „möttum“ í stað mátum. Eink- um kann ég þó illa við, þegar „strákurinn Matti“ er kominn inn í aðra kennimynd. Nú kunnu sagnir eftir 5. röð að enda á ja í nafnhætti. Það j, sem þarna fór á undan a, olli hljóðvarpi og breytti e í i. Þá kemur tilbrigðið biðja-bað- báðum-beðið svo og sitja. Og sagan er ekki öll sögð. Nú gat g farið á undan þessu joði og grannt sérhljóð þar á undan, og þá tvöfaldaðist joðið til viðbótar hljóðvarpinu, en breyttist í h í 2. kennimynd. Það h hélst ekki, og um leið og það hvarf, fékk a-ið, sem á undan var, þá upp- bót fyrir að missa félagsskapinn, að lengjast og síðar meir breyt- ast í tvíhljóð. Þá koma út af- brigðin liggja-lá-lágum-legið og þiggja-þá-þágum-þegið. Við hugsum okkur að þetta hafi gerst einhvern veginn svona: *legjan>ligja>liggja; *lag >Iah>lá. Fer nú að skiljast hvers vegna við skrifum hann lá(g-laust), en þeir lágu (með g-i). Margir hafa hins vegar ekki viljað una því að beygja þiggja með þessu lagi og segja, hann þáði, þeir þáðu. Það endar í ógöngum í viðtengingarhætti þátíðar, sem skv. því ætti að vera „þæði“, en er svo ljótt að ég held flestir segi: hann þægi þetta, ef hann ætti þess kost. Hitt er svona ámóta og að segja: ég „slæði“ þig, ef ég „sjæði“ þig með kærustunni minni. Meira um sjá bráðum. Og ekki þekki ég fólk sem segir: hann „láði“ í rúminu, og við „láðum“ reyndar öll. Éta er óregluleg eftir 5. röð. Hún gekk eta-at-átum-etit, en nú segja menn: éta-át-átum- étið. Hvers vegna hafa þessar lengingar eða tvíhljóðsmyndanir orðið? Ég kann enga skýringu á því, nema þá að hið síðara talið þætti „matarmeira“ en hið fyrra. (Reyndar fékk ég uppástungu um beyginguna „éta-mat-át- um-étið“, og er sú að vísu at- hyglisverð). Fregna (=frétta; spyija) var líka óregluleg eftir 5., mikið höfð í fornum kveðskap. Hún beygðist þá fregna-frá- frágum-fregið, og nútíðin var (ek) fregn. Sjá er mjög óregluleg eftir 5. (sá-sáum-séð). Hefur þar mikið gengið á sem of langt yrði hér allt að telja. Ég læt nægja í bili að geta þess að sjá var áður séa, enda var boðháttur sagnarinnar sé í fornum sögum. Það kallast samdráttur, þegar séa>sjá og er sér-íslensk breyt- ing. Þá var vega lítið eitt sérleg eftir þessari röð: vega-vá- vágum-vegið, en hún hefur nú álpast yfir í 6. röð, eða þannig. Kemur að því síðar. Og svo er að lokum sögnin að vera sem er sérstæð um margt. Ef farið er ógurlega langt aftur í tímann, má fínna beyginguna vesa-vas-várum- verit. Misræmið á milli s og r í kennimyndunum byggist á ævagömlum áherslulögmálum, sem Daninn Karl Adolf Verner (1846-1896) uppgötvaði og sýndi fram á. Nú leiddist mönn- um að hafa s í sumum kenni- myndum og r í öðrum, og eftir samræmingarþörf sinni breyttu menn þessu svo að hafa r í kennimyndunum öllum. Þetta nefnum við áhrifsbreytingu (analógíu). En í þriðju kenni- mynd lét v-hljóðið til sín taka, olli varamynduðu hljóðvarpi og breytti á í ó: váru>vóru. Marg- ir hafa svo haldið áfram og breytt vóru í voru, en það er meira á blaði en í munni. ★ Þess má geta, að það er mik- ill siður að mynda lýsingarorð með i-hljóðvarpi af 3. km. sagna eftir 5. röð, og eru þau mörg 581. þáttur hver falleg og einkar nýtileg. Af mátum kemur mætur, Iás- um, læs, drápum, dræpur, svo sem réttdræpur; rákum ræk- ur, t.d. héraðsrækur; af lágum lægur, svo sem botnlægur, þágum þægur, t.d. lítilþægur; af átum, ætur, frágum, fræg- ur (af honum ganga fregnir), vágum, vægur, sbr. mikilvæg- ur; og af várum vær. Værum þykir víst gott að vera, þar sem hann er. ★ Unglingur utan kvað: Kom dópisti Jón hingað dröggaður, svo dapur og spældur og böggaður, bitinn og blankur og blúsaður, krankur og barinn og marinn og löggaður. ★ Fyrr er fram komið hér í þættinum hversu vísur og sögur gangast og greinast í munnlegri geymd. Þetta getur svo sem líka gerst, þótt málið sé prentað og heimildir góðar. Og margt skol- ast á langri leið. Kerling sem ekki vildi trúa öllu í Biblíunni, mælti: „Skreytt hefur verið á skemmri leið en frá Jerúsalem og hingað, þegar logið er á milli búrs og baðstofu.“ Það er víða þvottur brotinn, eins og Þorvaldi Þorsteinssyni af íslandi varð að orði, þegar hann leit á góðviðris- degi út um háhýsisglugg á því blauta Hollandi. En Halldór Vig- fússon í Reykjavík skrifar mér svo, og takið eftir fallegri mið- mynd hjá honum rétt á undan vísunni: „Um leið og ég þakka vel gerða og skemmtilega þætti í Mogga vil ég gera athugasemd við vísunefnu í 579. þætti (2. marz 1991). Mér hefur lærst hún svona: Það var maður í vagninum með veikan páfagauk og Ijótan, sem eitthvað gekk að í glyrnunum, og gaman hefði verið að skjóta ’ann. Meðvinsemd." ★ Nikulás norðan sendir: Já, feimin var Leirvallar-Lauga, ég lýg hvorki um það né spauga. Hún háttaði í myrkri með háttprýði styrkri vegna hins alsjáandi auga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.