Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 22
22 ieet SflAlí .31 HUOAaflAOUA.l aiQAlflVIUDflOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991 Heilbrigðisþj ónust- an og landlæknir eftirÖlaíÖrn Arnarson í Morgunblaðinu 7. mars sl. skrif- ar landlæknir, Ólafur Ólafsson, grein, sem hann nefnir: „Einka- rekstur og samfélagsrekstur í heil- brigðisþjónustu". Greinin er skrifuð í tilefni greinarstúfs, sem u'ndirrit- aður skrifaði fyrir nokkru í tilefni Reykjavíkurbréfs. Þar gerði ég í nokkrum orðum grein fyrir hug- myndum heilbrigðis- og trygginga- nefndar Sjálfstæðisflokksins um sjúkratryggingar og rekstur heil- brigðiskerfísins. Tillögur nefndar- innar um þessi mál voru lagðar fyrir nýafstaðinn landsfund Sjálf- stæðisflokksins og samþykktar þar sem stefna flokksins í þessum mál- um. Misskilningur landlæknis Ólafur landlæknir misskilur þess- ar hugmyndir svo gersamiega og úr því að maður svo kunnugur heil- brigðismálum gerir það, er hætta á Royal LYFTIDUFT Notið ávallt bestu hráefnin í baksturinn. Þér getið treyst gæðum ROYAL lyftidufts. ym GOJU RYU KARATE DO og TAIJIQUAN Nýtt byrjendanámskeið er hafið. Kennt er í íþróttamiðstöðinni Ásgarði, Garðabæ. Þar býðst fullkomin aðstaða til hverskyns íþróttaiðkunar, s.s. sund, lyftingar, hlaup, svo eitthvað sé nefnt. Innritun og nánari upp- lýsingar alla virka daga á æfingatíma (kl. 18—21) í Ásgarði og í síma 656860. Karate er fróbær líkamsrækt og eitt fullkomnasto sjólfsvarnorkerfi sem völ er ó. Sérstakir tímor eru í boði fyrir eldri iðkendur karate. Þjólfari Semsei Robert Horvoth 3. dan. Taijiquan (áður tai chi chuan) er kínverskt leikfimikerfi, sem þróað er út frá fornri kínverskri bardagalist. Það er stundað af miljónum manns um allan heim. Taijiquan er mjög gott fyrir þá, sem eru í lélegu formi en langar til að komast i gott form án þess að vera i lyftingum eða eróbikk. Þjálfari Hu Haojin. Prufuæfingar i boði. Nýtt á íslandi. Verið með frá byrjun. GOJU KAIKARATE D0 Á ÍSLANDI KARATEDEILD STJÖRNUNNAR ýmsir aðrir geri það líka og því kærkomið tækifæri til að útskýra þær að nokkru. Ólafur líkir hug- myndum okkar við heilbrigðiskerfíð í Bandaríkjunum, þar sem kerfið byggist á ófullnægjandi trygginga- kerfi og skapar þar með verulegt misrétti í aðgengi fólks að þjón- ustunni. Því fer hinsvegar víðs fjarri að fyrirmyndin sé þaðan. Land- lækni verður þó illilega á í mess- unni, þegar hann segir Medicare vera einkatryggingakerfi! Ekki ætla ég að elta ólar við fleiri atriði í greininni en landlæknir bið- ur mig að útskýra hvað ég átti við með því að segja í áðurnefndri grein minni: „Velferðarkerfíð í sinni nú- verandi mynd stefnir í hreint óefni“. Er landlækni virkilega ekki kunn- ugt um vanda heilbrigðiskerfisins í dag og í nánustu framtíð? Veit land- læknir ekki hvað afleiðingar niður- skurður fjárframlaga til heilbrigðis- mála hefur haft í för með sér? Ég veit að hann veit betur því að hann hefur oftar en einu sinni sl. 3-4 ár kallað okkur forráðamenn sjúkra- húsanna í Reykjavík til þess að ræða vandamál biðlistasjúklinga en það hefur farið stöðugt versnandi undanfarin ár. Er þar t.d. um að ræða sjúklinga sem þurfa á aðgerð- um að halda vegna bæklunarsjúk- dóma, þvagfærasjúkdóma og æða- sjúkdóma. Og er landlækni ókunn- ugt um sumarlokanir sjúkradeilda, þar sem jafnvel hjúkrunarsjúklingar hafa verið rifnir upp úr rúmum sín- um og sendir heim vegna fjárskorts stofnananna? Er landlækni ókunn- ugt um við hveiju má búast á næstu árum, þegar öldruðum fjölgar veru- lega en það er einmitt sá hópur, sem þarfnast þessarar þjónustu mest? Telur hann að heilbrigðisyfír- völd hafí tryggt öllum þegnum sem jafnasta þjónustu eins og hann bendir réttilega á að lög standi til? Að mínu viti hefur landlæknir brugðist sjúklingum þessum með því að benda stjórnmálamönnum ekki rækilegar á þessi vandamál en hann hefur gert. Nýjar leiðir Undanfarið hefur heilbrigðis- og trygginganefnd Sjálfstæðisflokks- ins rætt þessi vandamál og hefur niðurstaðan orðið áðurnefnd stefnu- mörkun flokksins. Þessar hug- myndir fjalla annarsvegar um fjár- mögnun kerfisins og hinsvegar um rekstur þess en landlæknir blandar þessu tvennu illilega saman og af því stafar misskilningur hans. Til þess að reyna að útskýra málin ætla ég að taka hliðstæðu af samgöngumálum. Vegafram- kvæmdir eru fjármagnaðar á fjár- lögum. Vegagerð ríkisins sá sjálf lengi vel um framkvæmdimar. Fyr- ir nokkrum árum í tíð Matthíasar Bjarnasonar, sem þá var sam- Ólafur Örn Arnarson „Við sem teljum heil- brigðisþjónustuna mik- ilvæga í lífi fólks verð- um að taka þátt í því að leita leiða til þess að tryggja rekstur hennar og jafnframt gera hann eins árangursríkan og hægt er.“ gönguráðherra, var ákveðið að bjóða framkvæmdir út. Reynslan varð sú að kostnaður við vegagerð- ina lækkaði um nærri 30% og mun meira fékkst fyrir framlög til vega- gerðar en áður. Mörg verktakafyrir- tæki hafa séð um framkvæmdir og enda þótt ríkið hafi keypt þjónustu þeirra veit ég ekki um einn einasta mann sem telurþessi verktakafyrir- , tæki ríkisfyrirtæki! I dag er heilbrigðisþjónustan Davíð, Björn og „hörðu hægri öflin“ eftir Ólaf Ragnar Grímsson Bjöm Bjamason, aðstoðarritstjóri og verðandi þingmaður, skrifar reiðipistil í Morgunblaðið á fímmtu- dag. Tilefnið er sú fullyrðing mín, að hörðustu hægri öflin í Sjálfstæðis- flokknum hafí staðið á bak við Dav- íð Oddsson. Valdataka þeirra í Sj41f- stæðisflokknum feli í sér að nú dugi engin vettlingatök hjá vinstri mönn- um. Það er greinilegt að Björn Bjarna- son hefur reiðst þessum sannleiks- orðum og hann reynir að gera þau tortryggileg. En hveijar eru heimildir mínar? Þær eru einfaldlega Morgunblaðið sjálft. I tveggja síðna fréttaskýringu, sem reyndasti rannsóknarblaðamað- ur Morgunblaðsins, Agnes Braga- dóttir, skrifaði að loknum lands- fundi, er hinum andstæðu fylkingum á landsfundinum lýst skýrt og greini- lega og af mikilli skarpskyggni. í fréttaskýringu Morgunblaðsins eru birtir tveir listar yfir stuðningsmenn. Annar yfír forystuna í stuðningsliði Þorsteins. Hinn listinn yfír kjarnann í stuðningsliði Davíðs. A lista Þorsteins voru forystu- menn í íslensku atvinnulífi sem á undanfömum misserum hafa lagt ríka áherslu á að ná breiðri sam- stöðu með launafólki og stjórnvöld- um um bætt lífskjör og stöðugleika í efnahagsmálum. í þessari sveit voru mennimir sem hafa kappkostað að ná trúnaði forystumanna sam- taka launafólks á undanfömum árum. Þessir menn skilja að íslandi verður ekki stjórnað nema með víð- tæku samkomulagi launafólks, stjómvalda og atvinnulífs. í hópi þessara manna eru einstaklingar eins og Víglundur Þorsteinsson, Ein- ar Oddur Kristjánsson, Þórarinn V. Þórarinsson, Magnús Gunnarsson og Vilhjálmur Egilsson. Þeir hafa átt margvíslegt samstarf við núver- andi ríkisstjórn, bæði varðandi þróun verðlagsmála og kjaramála og um- bætur í atvinnulífi og viðskiptahátt- um. Á listanum yfír kjarnann í stuðn- ingsliði Davíðs Oddssonar, sem rannsóknarblaðamaðurinn Agnes Bragadóttir birti í fréttaskýringu Morgunblaðsins, var hins vegar að fínna einstaklinga sem mest og harð- ast hafa gagnrýnt þjóðarsáttina og samvinnu launafólks, atvinnulífs og stjómvalda. Þetta em menn sem em þjóðfrægir fyrir harða hægrihyggju og miskunnarlausa markaðstrú. Þeir hafa í áratugi lofsungið vígbúnaðar- stefnu og kaldastríðshyggju. Hug- sjónir þessara manna, sem birtar hafa verið í hundmðum blaðagreina og ótal ræðum, em að hinn harði og miskunnariausi máttur hins sterka á markaðnum eigi að vera ráðandi afl í umbyltingu okkar þjóð- félags. Á forystuskrá Davíðs í Morgun- blaðinu vom Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Friðrik Friðriksson, sem hafa verið höfuðpostular hinnar hörðu hægrihyggju í áratug. Á for- ystuskránni var einnig Jón Steinar Gunnlaugsson, sem mest hefur gagnrýnt bráðabirgðalög ríkisstjóm- arinnar. Hann fullvissaði forystu Sjálfstæðisflokksins um að þau brytu í bága við stjómarskrá og rétt væri fyrir þingflokk Sjálfstæð- isflokksins að fella bráðabirgðalögin á Alþingi. Þetta eru nokkur dæmi úr Morg- unblaðinu sjálfu um réttmæti þess sem ég sagði við fjölmiðla, að hörð- ustu hægri öflin í Sjálfstæðisflokkn- um hafí staðið með Davíð Oddssyni. Enda segir Agnes Bragadóttir í fréttaskýringu Morgunbiaðsins: „Þeir vora sigurvissir þegar á föstu- dagsmorgun og töldu að þetta gæti vart farið nema á einn veg: „Þeirra maður" myndi sigra“ (Morgunblaðið þriðjudaginn 12. mars 1991, bls. 24, 3. dálki). Segðu mér hverjir em vinir þínir og ég skal segja þér hver þú ert. Þetta gamla máltæki ættu þeir að hugleiða sem vilja rýna í hið nýja valdatafl í Valhöll. Það þýðir lítið fyrir aðstoðarritstjórann, þótt hann verði nú brátt þingmaður, að reyna að hrekja í áróðursgreinum i Morg- unblaðinu þann sannleika sem rann- sóknarblaðamaður Morgunblaðsins, Agnes Bragadóttir, hefur svo greini- Ólafur Ragnar Grímsson lega lýst í fréttaskýringunni eftir landsfundinn. Það er hins vegar rétt hjá Birni Bjarnasyni að ég hef talið meginlær- dóm formannskjörsins í Sjálfstæðis- flokknum, „að það þurfi að koma í veg fyrir að harða hægri klíkan í Sjálfstæðisflokknum fái að leika sér með ísland“. Landsfundurinn færir vinstri mönnum þann boðskap að nú dugi engin vettlingatök. Nú verði að efla mótvægi sem dugi í þeirra glímu sem framundan er, ekki bara í kosning- unum heldur einnig á næstu ámm, til að stöðva framgang þeirrar hægrihyggju sem í sigurvímu sinni ætlar að fara eins með þjóðina og Sjálfstæðisflokkinn. í fjölmörgum viðtölum í Morgun- blaðinu eftir landsfundinn mátti lesa lýsingar á því, hvernig Sjálfstæðis- flokkurinn væri „í sárum eftir lands- fundinn". Um það vitnuðu m.a. orð nýkjörins varaformanns. Vissulega er Sjálfstæðisflokkurinn í sámm eft- ir valdatöku hörðu hægri aflanna. Það er hins vegar verkefni okkar vinstri manna að koma í veg fyrir það að þjóðin verði líka í sárum eft- ir kosningar. Til þess dugir ekkert nema kraftur og þor fólks og flokks sem sýnt hafa, að við höfum burði til að vera það mótvægi sem dugir. í kosningunum í vor verður ekki aðeins valið um menn og flokka. Það verður fyrst og fremst kosið um það hveijum treysta menn best til að vera það mótvægi sem dugir gegn hörðustu hægri öflunum í Sjálfstæð- isflokknum. Höfundur cr fjármálariíilherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.