Morgunblaðið - 16.03.1991, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.03.1991, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991 23 HÚSBRÉF Aðstoð hins opinbera við íbúðarkaupendur fjármögnuð af íjárlögum. Hún keppir við ýmsa aðra um takmarkað fjármagn ríkissjóðs. Engu er líkara en sumir stjórnmálamenn líti á þessi framlög sem ölmusu til þegnanna og reyna að skera þau niður, eink- um þegar samdráttur verður. Þarfir fyrir heilbrigðisþjónustu lúta hins- vegar ekki sömu lögmálum. Því hafa þær hugmyndir komið fram að greitt verði fyrir heilbrigðisþjón- ustu með mörkuðum tekjustofni í formi trygginga. Grundvallaratriði er að iðgjöld verði að verulegu leyti tekjutengd en réttindi allra verði jöfn og enginn skilinn útundan. Með þessu öðlast fólk rétt til þjónustu, þegar á þarf að hálda og miða verð- ur þjónustuna við það. Rekstur heilbrigðis- þjónustunnar Á hinn bóginn er fjalíað um reksturinn. Hann getur verið með ýmsu móti. Ljóst er að þar verður þáttur ríkisins enn stór en er ekki í lagi að aðrir sjái um hann líka t.d. sveitarfélög, félagasamtök, sjálfseignastofnanir og einkaaðilar allt eftir því sem um semst. Kæmi t.d. til greina að Háskóli íslands tæki að sér rekstur spítala þar sem yrði miðstöð heilbrigðiskennslu í landinu? Sjúkratryggingakerfið keypti síðan þjónustu af rekstrarað- ilum og það væri hlutverk yfirvalda að sjá um faglegt og fjárhagslegt eftirlit. Nauðsynlegt er að starfs- fólk heilbrigðisþjónustu fylgist meira með kostnaði en verið hefur. Einnig er nauðsynlegt að neytand- inn geti fengið að vitað hvað þjón- ustan kostar í raun og veru. Hann á fullan rétt á því vegna þess að hanri greiðir fyrir þjónustuna í ið- gjöldum sínum. Því er lagt til að hluti sjúklinga í kostnaði verði ekki fast gjald eins og nú er heldur hlut- fallsgreiðslur þannig að þessi kostn- aður komi jafnan í ljós. Sett verð hámark þannig að greiðslur þeirra sem þurfa mest á þjónustu að halda falli niður þegar því er náð, eins og nú er. Undanfarið hefur stefnt í mikla miðstýringu í heilbrigðisþjón- ustunni í anda sósíalismans, stjórn- málastefnu sem alls staðar hefur leitt til ófarnaðar. Við sem teljum heilbrigðisþjónustuna mikilvæga í lífi fólks verðum að taka þátt í þvi að leita leiða til þess að tryggja rekstur hennar og jafnframt gera hann eins árangursríkan og hægt er. Stjórnmálakenningar fortíðar- innar duga ekki lengur. Höfundur eryfirlæknir á Landnkotsspítala. eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Með tilkomu húsbréfakerfisins var aðstoð hins opinbera við íbúðar- kaupendur færð yfir í skattakerfið með vaxtabótum. Vaxtabætur ákvarðast af þörfum hvers íbúðar- kaupanda fyrir aðstoð. Þeir sem þurfa á mestri aðstoð að halda fá hana, hinir fá minni aðstoð. Með gamla húsnæðislánakerfinu nutu hins vegar allir aðstoðar, hvort sem þeir þurftu á henni að halda eða ekki. Með húsbréfakerfinu og vaxtabótum hefur því verið komið á kerfi sem stuðlar enn betur en nokkru sinni fyrr að því að fjöl- skyldur geti eignast sitt eigið íbúð- arhúsnæði. Ákvörðun vaxtabóta Vaxtabætur taka mið af vaxta- gjöldum íbúðarkaupenda, tekjum þeirra og eignum. Þær ákvarðast þannig, að frá vaxtagjöldum dregst sú fjárhæð vaxtagjalda sem svarar til 6% af tekjuskattsstofni. Vaxta- bætur einstaklings skerðast hlut- fallslega fari eignir hans að frá- dregnum skuldum fram úr 2,5 millj- ónum króna, uns þær falla niður við tvöfalt hærri ijárhæð. Eign hjóna og sambýlisfólks má nema 4.150 þúsund krónum áður en til Þórunn Sveinsdóttir VE er afla- hæst Vestmannaeyjabáta en hún var búin að landa um 550 tonnum síðastliðinn þriðjudag. Arney KE er búin að vera á net- um frá 2. janúar síðastliðnum. „Vegna brælu voru frátafir hjá okkur í fimm daga í febrúarbyijun skerðingar kemur, en vaxtabætur til þeirra falla niður við tvöfalda þá fjárhæð. Vaxtabætur koma í stað niðurgreiddra vaxta, hús- næðisbóta og vaxtaafsláttar í eldra kerfi. Hámarksvaxtabætur fyrir hjón og sambýlisfólk voru á árinu 1990 kr. 184.000 kr., 148.000 fyrir ein- stætt foreldri og kr. 113.000 fyrir einstaklinga. Hámarksvaxtabætur breytast í takt við breytingar láns- kjaravísitölu. Húsnæðisbætur voru á árinu 1990 kr. 112.000 fyrir hjón og sambýlisfólk og kr. 56.000 fyrir einstakling. Vaxtabótakerfið er til jöfnunar Vaxtabótakerfið er jöfnunarkerfi sem tekur tillit til aðstæðna skuld- ara þannig að þeir sem hafa lágar eða miðlungstekjur njóta mestrar aðstoðar. Eldra kerfi tók ekkert til- lit til aðstæðna skuldara. Allir lán- takendur í ’86 kerfinu nutu niður- greiddra vaxta sem voru á lánum Húsnæðisstofnunar, óháð því hvort viðkomandi þurfti á þeirri aðstoð að halda eða ekki. Það sama gilti um húsnæðisbæturnar. Við athugun á vaxtagjöldum þeirra sem fengu greiddar hús- næðisbætur á árinu 1989 kom í ljós, að um 25% þeirra greiddu engin vaxtagjöld. Hið opinbera var því að aðstoða íbúðarkaupendur sem en við vorum búnir að taka okkar net í land þegar brældi, þannig að þau eyðilögðust ekki. Við höfum lagt netin í Miðnessjónum og það er búinn að vera reytingur af ufsa undanfarna daga,“ segir Óskar Þórhallsson skipstjóri á Arney KE. Jóhanna Sigurðardóttir „Húsbréfakerfið og vaxtabætur hafa gert fleirum kleift að eign- ast eigið íbúðarhús- næði. Lágtekju- og meðaltekjufólk nýtur meiri aðstoðar hins op- inbera en áður og að- stoðin beinist betur en nokkru sinni fyrr til þeirra sem þurfa á að- stoðinni að halda.“ þurftu ekki á aðstoð að halda. Áætlað er að raunvextir íbúðar- kaupenda sem notfæra sér húsbréf- akerfið og hafa lágar og miðlungs- tekjur verði um 2-3% eftir vaxta- bætur. Vaxtabætur árið 1990 Vaxtabætur voru i fyrsta skipti greiddar á árinu 1990. Greiðslur vaxtabóta voru hlutfallslega meiri hjá iágtekjuhópum en þeim sem hærri tekjur höfðu. Aðilar með skattskyldar tekjur að meðaltali undir 100 þúsund krónum á mán- uði árið 1989 fengu um og yfir 40% af frádráttarbætum vaxtagjöldum endurgreidd í formi vaxtabóta. Hlutfall þetta var um 25% hjá þeim sem höfðu tekjur hærri en 200 þúsund krónur á mánuði. Þetta þýðir að af hveijum 100 þúsund króna heildarvaxtagjöldum vegna húsnæðiskaupa fékk lágtekjufólk um 40 þúsund krónur endurgreidd- ar með vaxtabótum. Hátekjufólk fékk hins vegar einungis um 25 þúsund krónur endurgreiddar. Lág- tekju- og meðaltekjufólk fékk því hærra hlutfall af vaxtagjöldum end- urgreitt með vaxtabótum heldur en þeir tekjumeiri. íbúðarkaup eru auðveldari en fyrr Húsbréfakerfið og vaxtabætur hafa gert fleirum kleift að eignast eigið íbúðarhúsnæði. Lágtekju- og meðaltekjufólk nýtur meiri aðstoðar hins opinbera en áður og aðstoðin beinist betur en nokkru sinni fyrr til þeirra sem þurfa á aðstoðinni að halda. Höfundur er félagsmálaráðherra. Arney aflahæst á ver- tíðinm með 750 tonn ARNEY KE hafði á miðvikudagskvöld landað um 750 tonnum í Sandgerði og Keflavík frá áramótum og er því aflahæsti báturinn á vetrarvertíðinni. „Við eigum eftir um 160 tonna aflakvóta, sem við ætlum að veiða á þessari vertíð, en erum einnig með rækju- kvóta,“ segir Oskar Þórhallsson skipstjóri á Arney KE. Arney KE er aflahæsti báturinn á vetrarvertíðinni með 750 tonn. \%vim\ íiii fiinimiii\um // /ma imnmtsu ikiibii* /jáH*ííí»-i« i«\%i maw / 4 í 5 00 sm*# 0 2 2O&Q) Kópal Tónn 4 Gefur matta áferð. Hentar einkar vel þar sem minna mæðir á, t.d. í stofum, borðstof- um, í svefnhcrbergi og á loft. Kópal Glitra 10 Hefur örlítið meiri gljáa en KÓPAL TÓNN og þar af lciðandi betri þvottheldni. Hentar vel þar sem mcira mæðir á. Kópal Birta 20 Gefur silkimatta áferð. Hentar vel þar sem mæðir talsvert á veggfleti, t.d. á ganga, barna- herbergi, eldhús, og þar scm óskað cr eftir góðum gljáa. Kópal Flos 30 Hefur gljáa sem kemur að góðum notum á leikher- bergið, stigaganga, barnaherbergi, baðherbcrgi, þvotta- hús o.fl. Hcntar cinnig á húsgögn. Kópal Geisli 85 Gefur mjög gljáandi áfcrð og hcntar þar sem krafist cr mikillar þvottheldni og stykleika, t.d. í bílskúrinn, í geymsluna og í iðnaðarhúsnæði. Hentar einnig á húsgögn. Kópal innanhúss- málning er með flmm gljástig KÓPAL er samheiti á innan- hússmálningu sem uppfyllir kröfur um ómengandi máln- ingarvöru til innanhússnota á Norðurlöndum. KÓPAL yfirmálning er vatnsþynnan- leg, fæst með fímm gljástigum og í staðallitum og nær ótelj- andi sérlitum skv. KÓPAL tónalitakortinu. KÓPAL yflrmálning er auðveld í með- förurn, slitsterk og áferðar- falleg og seld í öllum málning- arverslunum landsins. Mmá/n/nghf - það segir sig sjálft - m m m % s in ///i ? Mi ■i#/i/i;í//i .\%i m/ im n///Tnivavn \i.i/ nif i \t.:«wi\> i\\

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.