Morgunblaðið - 16.03.1991, Síða 24

Morgunblaðið - 16.03.1991, Síða 24
r»er xham ,9í huoa(3HAOUaj aiQAiu/uoHoM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991 Morgunblaðið/Gunnar Hallaaon Fulltrúar bæjarstjórnar á fundinum: Frá vinstri: Guðfinnur Þórðar- son bæjartæknifræðingur og Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri ásamt Guðmundi Kjartanssyni endurskoðanda er flutti erindi um skatta- mál og Víði Benediktssyni framkvæmdastjóra, einum af fundarboð- endum. Atvinnurekendur í Bolungar- vík mótmæla auknum álögum Bolungarvik. Sigurður Ingvason skipatæknifræðingur; Kominn til að leita réttar míns SIGURÐUR Ingvason, skipatæknifræðingur í Svíþjóð, sendi Stein- grími Hermannssyni, forsætisráðherra, bréf um siðustu mánaðar- mót, þar sem hann bað forsætisráðherra að skerast í leikinn og stöðva fyrirhugaða byggingu nýs Herjólfs, vegna þess að tækni sín, sem hann hefði einkaleyfi á í Bandaríkjunum, hefði verið notuð í óleyfi í teikningum skipsins. Hann sagði enn fremur að ef ekkert yrði gert í málinu yrði hann að sækja málið fyrir dómstólum og krefjast lðg- banns á teikningarnar. Sigurður hefur ekkert heyrt af málinu síðan og er kominn til landsins til að leita réttar síns. í sambandi við nýjan Heijólf stendur deilan um teikningarnar um hliðarkjöl og frágang við skrúfu. Sigurður segir að þar séu sínar hugmyndir notaðar, en Bárður Haf- steinsson hjá Skipatækni hf vísaði því á bug í Morgunblaðinu í síðustu viku. Ráðgjafar á vegum sam- göngumálaráðuneytisins eru að kanna málið og sagðist Steingn'mur Sigfússon, samgöngumálaráðherra, gera ráð fyrir að skila forsætisráð- herra skýrslu um það fljótlega eftir helgi. Sigurður sagði við Morgunblaðið að hann ætlaði að bíða aðeins leng- ur og sjá hvað kæmi út úr störfum ráðgjafa samgöngumálaráðuneytis- ins. Hins vegar sætti hann sig ekki við viðbrögð forsvarsmanna Skipa- tækni hf í ísienskum fjölmiðlum og sagðist ekki ætla að láta þá vaða ofan í sig. „Menn halda að þeir komist upp með svona, segja í fjölmiðlum að ég viti ekki hvað ég sé að tala um og svo framvegis. Þeir segjast hafa notað umrædda tækni á Baldri, en teikningin sýnir allt annað. Þar reyndu þeir að notfæra sér útfærsl- ur sem ég gerði á Esjunni, en út- færslan á Baldri var slæm og ekki til bóta. Menn verða að vita hveiju þeir eru að stela til að geta not- fært sér hlutina. Það er ekki á allra færi að hanna skip og það eru að- eins örfáir menn, sem geta brotið ísinn. Það geta ekki allir verið skáld eins og Halldór Laxness." Sigurður sagði að samkvæmt teikningum skipsins væri það stór- hættulegt, en sér vitanlega hefði aðeins verið tekið mark á sér varð- andi breidd skipsins og það breikk- að um einn metra. „Hönnunin er hörmung, en þeir vonuðu að ég léti kyrrt liggja og kæmi ekki en ég er kominn til að leita réttar míns.“ Hann benti ennfremur á að svo virt- ist sem alltaf hefði staðið til að byggja skipið hjá Flekkeijord í Noregi og það væri umhugsunar- efni, því norska tilboðið hljóðaði upp á 23 milljónir dollara (liðlega 1.200 milljónir ÍSK), en tilboð frá Tævan hefði verið upp á 18,5 milljónir dollara. „Það er svo margt að í sambandi við þetta skip. Ég hef verið fáorður og er svo sem sama hveiju er eytt, en það er á hreinu að tækni minni var stolið og það sætti ég mig ekki við. Ég er keppn- ismaður og ætla að keyra þetta í botn.“ iðnrekstur verður óbreytt, 1%, og óbreytt á annan atvinnurekstur 0,25%, þessum hækkunum er ætlað að gefa tekjuauka í bæjarsjóð uppá kr. 3,2 millj. þannig að alls er um að ræða hækkun gjalda á fyrirtækin í Bolungarvík uppá kr. 4,7 milljónir. Atvinnurekendur í Bolungarvík eru ósáttir við þessar hækkanir og efndu nýlega til fundar þar sem full- trúar frá bæjarstjórn gerðu grein fyrir þessum hækkunum. Bæjarstjóri sagði að undir lok síð- asta árs hefði bæjarsjóður gripið til þess ráðs að kaupa hlut í útgerðarfé- laginu Græði hf. sem annars stóð til að selt yrði úr bænum og þar með fiskiskipið Flosi ásamt veiði-. heimildum, en það hefði orsakað minni atvinnu í sjávarútvegi, því hefði það verið nauðvörn bæjar- stjórnar til þess að halda í þær afla- heimildir sem enn eru í byggðarlag- inu. Þetta hefði kostað bæjarsjóð um 40 millj. kr. auk þess sem bæjarsjóð- ur gekkst í ábyrgð fyrir um 30 millj. kr. vegna þessara hlutabréfa. Atvinnurekendur samþykktu sarahljóða ályktun til bæjarstjórnar Bolungarvíkur þar sem harðlega er mótmælt og varað við afleiðingum af æ þyngri álögum bæjarins, og þess farið á leit að þær verði lækk- aðar til samræmis við eðlilegar hækkanir á milli ára. Þá segir í ályktuninni að telja verði eðlilegt að á erfiðleikatímum lækki bæjarfélagið álögur á fyrir- tæki, en þrengi ekki svo að þeim að erfiðleikum geti valdið. Þá er skorað á bæjarstjóm að beita sér af alefli og leita allra leiða til eflingar á atvinnulífi staðarins, til að sporna við fólksflótta úr byggð- arlaginu sem fer vaxandi. - Gunnar. Morgunblaðið/Þorkell Sigurður Ingvason með staðfestingu á einkaleyfum sínum og teikn- ingarnar, sem um er deilt. VIÐ ákvörðun álagningarpró- sentu gjalda í Bolungarvíkur- kaupstað fyrir árið 1991 var ákveðið að hækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í Bolungarvik um 20%. Þessari hækkun er ætlað að skila bæjarsjóði tekjuauka uppá kr. 1.520 þús. Bæjarstjórn hækkaði einnig gjald- astofn aðstöðugjalda og er breyting- in þessi: aðstöðugjald fyrir rekstur fiskiskipa var 0,45%, verður 0,70%, eða 55% hækkun, fiskiðnaður sem var með 0,80% verður með 0,95%, það er 18% hækkun, aðstöðugjald á Helstu atriði nýs búvörusamníngs AÐLÖGUNARTÍMI |- Fullvirðisréttur, þ.e. leyfilegt fram- leiðslumagn við fullu verði, er nú: 12.000 tonn 9.500 f 8.600 2.800 tonna ________ óvirkur réttur 900 tonn er það magn sem tillögur gera ráð fyrir að Fullvirðisréttur er óvirkur vegna sérstakra samninga eða riðuniðurskurðar, en þennan rétt þarf að kaupa upp. verði keypt upp. ZL Áætluð framleiðsla af kindakjöti í haust verður nálægt 9.500 tonnum, um 900 tonn umfram það sem markaður er fyrir. Gert er ráð fyrir að ríkið kaupi rétt af þeim sem vilja selja. Ef bændur eru ekki reiðubúnir til að selja það sem til þarf verður framleiðsluréttur allra bænda skertur um það sem á vantar. Sauðfé í landinu er nú um 550.000 að tölu. Til að ná framleiðslu- getu niður um 900 tonn þarf að skera um 55.000 ær. Það eru fleiri kindur en nú eru í Vestur- og Austur Húnavatnssýslum. Þær 55.000 ær sem skomar yrðu í haust yrðu viðbót við þau 9.500 tonn sem ráð er fyrir gert. Það kjöt yrði væntarHega urðað. 6 ÁRA RAMMI 5AUÐFJÁRFRAMLEIÐSLU Fullvirðisrétturinn kallast nú GREIÐSLUMARK, þ.e. það magn kindakjöts sem bændum verður greitt fyrir. Þetta magn verður breytilegt, enducskoðað á hverju ári, og fer eftir innanlandsmarkaði hverju sinni. Öll framleiðslan er á ábyrgð bænda, en það sem framleitt er utan greiðslumarks hverju sinni skal markaðsfæra innanlands eða utan á kostnað bænda. Til hausts 1992 verði viðskipti með fullvirðisrétt háð ákveðnum skilyrðum. Eftir 1992 verði viðskipti með greiðslumark frjáls, þ.e. bóndi getur keypt greiðslumark af öðrum bændum til að ná betri nýtingu ájörð sinni. HVAÐ TEKUR VIÐ? §1 E O. 2 W) Q s Q. Q. § 2 w Oc .5* W 5 -4 £ o 5 5 Ö -4 Q 0C 111 Almenn lækkun afurðaverðs Dæmi um smásöluverð: 1 kg. lambalæri, 722 kr. 2% lækkun ^ 707 kr. Verðlagningakerfi sauðfjárafurða verði óbreytt í tvö ár, til 1. sept. 1992. Þá verði kerfið endurskoðað, og m.a. kannaðir kostir umboðsviðskipta. í samníngnum er gert ráð fyrir að verð á kindakjöti lækki fyrst um 2%, og síðan um 4% haustið 1992. Á næstu 5-6 árum verði stefnt að 20% raunverðsiækkun í heild frá því sem nú er. Þessari lækkun á að ná fram með hagræðingu í rekstri og lækkun aðfanga. Snjallir bændur og þeir sem telja sig það geta kaupi greiðslumark af þeim sem vilja minnka við sig eða hætta búskap og nái þannig fram betri nýtingu á vinnuafli, tækjum og húsum. o- Q (O Q -J > tc § í Q a: Útgjöld ríkissjóðs vegna sauðfjárframleiðslu 4.035 milljónir króna 2.648 2.079 1.983 Ákveðnar meginreglur um mjólkurframleiðsluna gilda á samningstímanum. Þessar reglur verða útfærðar nánar í sérstökum samningi sem Ijúka á fyrir árslok 1991. Gert er ráð fyrir að mjólkurframleiðslan haldi svipuðum heildarstuðningi og verið hefur (2,3 milljarðar á ári), í hlutfalli við verðmæti og rnagn sem seit er á innanlandsmarkaði. Framleíðslustjórnun verður byggð á núver- andi fullvirðiskerfi. Viðskipti með fullvirðis- rétt milli bænda verða heimil frá 1. maí 1991.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.