Morgunblaðið - 16.03.1991, Side 25

Morgunblaðið - 16.03.1991, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991 25 Tónleikar fyrir styrkt- arfélaga KARLAKÓR Reylq'avíkur heldur sína árlegu tónleika fyrir styrkt- arfélaga og annað áhugafólk í Langholtskirkju dagana 17., 19., 20. og 23. mars nk. Tónleikarnir 17. og 23. mars hefjast kl. 17.00 en hinir hefjast kl. 20.30. Auk þess heldur kórinn tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þann 18. mars og hefjast þeir tónleikar kl. 20.30. Kórinn vill með þessari nýbreytni nálgast áheyrendur sína, þar sem talsverður hópur styrktar- félaga býr í Hafnarfirði og Garðabæ. Stjórnandi á tónleikunum verður Friðrik S. Kristinsson og undirleik- ari Anna Guðný Guðmundsdóttir. Efnisskráin er fjölbreytt og fiytur kórinn mörg lög sem hann hefur ekki áður flutt. Nýtt lag eftir Pál P. Pálsson við ljóð Þorsteins Valdi- marssonar Vegurinn hingað verður frumflutt á tónleikunum. Einsöngv- arar að þessu sinni verða þeir Böðv- ar I. Benjamínsson og Guðmundur Gíslason. (Fréttatilkynning) ------» » » Prófastafund- ur 1991 ræddi barnastarf ÁRLEGUR prófastafundur var haldinn á biskupsstofu 5.-7. mars sl. Fundinn sátu prófastar í pró- fastsdæmunum sextán, _ auk vígslubiskupa og biskups Islands sem stýrði fundinum. Á fundinum var kynnt könnun barnastarfsnefndar þjóðkirkjunnar þar sem dregin er upp mynd af barnastarfinu, umfangi þess og starfsháttum og gerðar tillögur um framtíðarmótun. Þá var fjallað um hlutverk og skyldur embættis- manna og kirkjuagann, en pró- fastar gegna sérstöku hlutverki sem trúnaðarmenn biskups og hafa í umboði biskups almenna umsjón með kirkjulegu starfi í héraði. Þá var gerð grein fyrir undirbún- ingsvinnu vegna útgáfu handbókar fyrir starfsmenn kirkjunnar. í þeirri bók verða upplýsingar og leiðbein- ingar fyrir starfsmenn kirkjunnar en þeim hefur fjölgað mjög nú síð- ustu árin með auknum umsvifum í kirkjulegu starfi. Einnig var fjallað um starfsemi í safnaðarheimilum en nú um miðjan mánuðinn verða opnuð athvörf fyrir börn og ungl- inga í tveimur safnaðarheimilum í Reykjavík. Á prófastafundinum var einnig kynnt nýtt sálmahefti sem gefið verður út síðar í mánuðinum. Sálmaheftið hefur að geyma nýja sálma og eldri sálma með nýjum lögum og er markmiðið með útgáfu þessari að efla almennan söng í helgihaldi kirkjunnar. (Fréttatilkynning) Lúðratón- leikar í Há- skólabíói LÚÐRASVEIT Reykjavíkur og Lúðrasveit Akureyrar halda sameiginlegá tónleika laugar- daginn 16. mars í sal 2 í Háskóla- bíói kl. 16. Fjölbreytt efnisskrá er á tónleikunum. Sveitimar spila í hvoru í sínu lagi og síðan saman, en spilarar verða 70 þegar sveitirnar spila sam- an og því um stórhljómsveit að ræða. Lúðrasveit LR heimsótti lúðra- sveit LA á Akureyri fyrir um ári, þar héldu sveitirnar svipaða tón- leika. Stjórnandi LR er Eiríkur G. Ste- fenssen, formaður Kristján Á. Ing- ólfsson. Stjórnandi LA er Atli Guð- laugsson, formaður Einar Jónsson. Þegar bygging er tilbúin undir tréverk er framundan að gera hana að notalegum íverustað. Það getur sannarlega verið bæði skapandi og skemmtilegt. Nýi sýningarsalurinn í Húsasmiðjunni Súðarvogi er nauðsynlegur viðkomustaður allra sem eru „tilbúnir undir tréverk". Þar sýnum við: - Duropal borðplötur, sólbekki og veggjaplötur í miklu litaúrvali. - Mát vegg- og loftklæðningar. - Mát veggeiningakerfi fyrir milliveggi og útveggi. - Parket af öllum gerðum. - Ýmiskonar innréttingar og efni til innréttinga- smíða. - Vandaða færanlega skrifstofuveggi. - Innihurðir. - Allskonar lista og fleira til frágangs. ( Súðarvoginum eru ennfremur til sýnis gluggar, úti- hurðir, vatnsklæðningar, þakklæðningar, sólpallar, skjólveggir, sólstofur og girðingarefrii. Verið velkomin í Húsasmiðjuna við Súðarvog. HÚSASMIÐJAN ^ Súðarvogi 3-5 • Sími 68 77 00 Sýning laugardag frá kl. 10-16 og sunnudag frá kl. 13-16. „Tilbúið tréverk" -og þá er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.