Morgunblaðið - 16.03.1991, Page 28
iMORGUNBLAÐIÐ 'MinGIARD'AGURae. ÍMAR0 HWl
«8
„Birmingham-sexmenningarnir “:
Leitin að tilræðismönn-
unum hafin á nýjan leik
London. Reuter.
BRESKA lögreglan hefur nú hafið á ný leit að þeim aðilum sem
stóðu að sprengjutilræðum I borginni Birmingham árið 1974. 21
maður lét lífið og eru þetta blóðugustu hermdarverk sem framin
hafa verið á Bretlandi. Þá verður einnig hafin rannsókn á því hvern-
ig lögreglan hélt á málinu. Sex mönnum, sem dæmdir höfðu verið
í lífstíðarfangelsi fyrir tilræðin og setið inni í rúm sextán ár, var
sleppt úr haldi á fimmtudag.
Chris Mullin, blaðamaður og
þingmaðúr fyrir Verkamannaflokk-
inn, heldur því fram að hann hafi
haft uppi á þeim sem raunverulega
stóðu á bak við verknaðinn. Ritaði
Mullin bók fyrir nokkru þar sem
hann segist hafa tekið viðtal við
einn tilræðismannanna. Hann seg-
Bretland:
Líkur á að nefskatt-
urinn verði afnuminn
ist ekki getað ljóstrað upp um heim-
ildarmenn sína en segir lögregluna
búa yfir sömu upplýsingum og hann
sjálfur. Kenneth Baker, innanríkis-
ráðherra Bretlands, sagði í viðtali
við breska sjónvarpið, BBC, í gær
að hann vonaði að lögreglan gæti
haft gagn af þeim upplýsingum sem
Mullin væri að tala um.
Óháður aðili hefur verið fenginn
til að meta þær miskabætur sem
ber að greiða sexmenningunum fyr-
ir þann tíma sem þeir sátu saklaus-
ir í fangelsi. Telja breskir fjölmiðlar
að hver og einn þeirra geti hugsan-
lega fengið allt að milljón sterlings-
punda, eða rúmar hundrað milljónir
íslenskra króna, í sinn hlut.
Reuter
Hér sést ein af síðustu myndunum sem birst hefur opinberlega af
Erich Honecker, fyrrum leiðtoga Austur-Þýskalands. Myndin var
tekin 18. október á síðasta ári í skógarþykkni við sovéskt hersjúkra-
hús þar sem Honecker dvaldist. Ari áður sagði Honecker af sér
embætti. Ekki er vitað hver er með honum á myndinni.
Fyrrum leiðtogi Austur-Þýskalands kominn til Moskvu:
London. Reuter.
FLEST bendir til þess að íhaldsstjórn John Majors í Bretlandi muni
í næstu viku leggja fram tillögu um róttæka breytingu á lögum
um nefskattinn svonefnda er kom í stað eignaskatts og hefur vald-
ið hörðum deilum síðustu árin. Nefskatturinn er notaður til rekst-
urs sveitarfélaga og hefur verið gagnrýndur fyrir að koma of
hart niður á eigna-, og tekjulitlu fólki. Margaret Thatcher, fyrir-
rennari Majors í embætti, varði nefskattinn með oddi og egg og
ýmsir sljórnmálaskýrendur sögðu hann eina helstu ástæðuna fyrir
því að stuðningur við Thatcher dvínaði hjá almenningi.
Sovétmenn útiloka að
Honecker snúi aftur
Major sagði á fimmtudag að
skammt væri í að lagðar yrðu fram
nýjar tillögur um nefskattinn.
Stjómmálaskýrendur segja líklegt
að komið verði til móts við 60
dygga stuðningsmenn nefskattsins
í röðum íhaldsþingmanna með því
að láta skattinn fara að nokkru
eftir fjölskyldustærð. Meginmark-
mið nefskattsins var að sjá til þess
að allir greiddu eitthvert framlag
til þjónustu sveitarfélaga, ekki ein-
göngu þeir sem skráðir eru fyrir
eignum.
Oft hefur komið til mótmælaða-
gerða vegna nefskattsins og átaka
við lögreglu. Fyrir skömmu beið
frambjóðandi íhaldsflokksins herf-
ilegan ósigur fyrir frambjóðanda
Fijálslyndra demókrata í auka-
kosningum í kjördæmi þar sem
íhaldsmenn höfðu áður tryggan
meirihluta. Þingkosningar verða í
síðasta lagi í júní 1992 en Major
hefur í valdi sínu að ákveða kjör-
Bonn, Moskvu. Reuter.
HANS-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, krafðist
þess í gær að Sovétmenn afhentu Þjóðveijum Erich Honecker, fyrr-
um leiðtoga Austur-Þýskalands. Honecker, sem er 78 ára gamall,
var fluttur með leynd frá Þýskalandi til Moskvu sl. miðvikudag.
Fengu þýsk stjórnvöld upplýsingar um brottflutning Honeckers ör-
skammri stundu áður en hann lagði af stað. Segja sovésk stjórnvöld
að hann eigi að gangast undir læknismeðferð í Sovétríkjunum og
útiloka að hann verði sendur til baka.
dag fyrr ef hann telur stöðu flokks
síns sterka. Sjálfur nýtur hann
meiri stuðnings almennings en
dæmi eru til um breskan forsæt-
isráðherra í 30 ár og er það þakk-
að almennri ánægju með frammi-
stöðu Breta í Persaflóastríðinu.
Skoðanakönnun sem birt var í gær
sýnir á hinn bóginn að Verkamann-
aflokkurinn hefur nú ívið meira
fylgi en íhaldsflokkurinn, 39% á
móti 38%. Jafnframt vilja 90%
kjósenda að horfið verði að ein-
hveiju eða öllu leyti aftur til gamla
eignaskattsins í stað nefskattsins.
Neil Kinnock, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, sagði að tilraunin
með nefskattinn hefði kostað ríkið
sem svarar tíu milljörðum punda
(rúmlega 1.000 milljörðum ÍSK).
Ef svo dýr mistök hefðu verið gerð
hjá venjulegu fyrirtæki myndu hin-
ir ábyrgu „vera á leið í steininn,"
að sögn Kinnocks.
„Við getum ekki og munum ekki
sætta okkur við það sem gerst hef-
ur í máli Honeckers. Ríkisstjórn
Þýskalands væntir þess að Honeck-
er verði færður aftur til Þýskalands
umsvifalaust og afhentur þýskum
stjórnvöldum," sagði Genscher á
þýska Sambandsþinginu. Hann
sagði flutningana vera brot á al-
þjóðalögum og samningum milli
Þýskalands og Sovétríkjanna.
í Þýskalandi á Honecker m.a.
yfir höfði sér manndrápsákæru
vegna þeirra sem drepnir voru við
flóttatilraunir frá Austur-Þýska-
landi í stjórnartíð hans. Heilsufar
hans hefur hingað til komið í veg
fyrir að hann verði sóttur til saka.
Klaus Kinkel, dómsmálaráðherra
Þýskalands, segist því miður draga
í efa að hægt verði að draga Honec-
ker fyrir dómstóla úr þessu. Hann
fordæmdi harðlega framferði Sov-
étmanna og sagði flutning Honeck-
ers vera „ótrúlegt athæfí“ í trássi
við alþjóðalög. „Sáttmálar milli Sov-
étríkjanna og Þýskalands eru ekki
sáttmálar milli bananalýðvelda,"
sagði dómsmálaráðherrann.
Alexander Bessmertnykh, ut-
anríkisráðherra Sovétríkjanna,
sagði í gær að haft hefði verið sam-
ráð við þýsk stjórnvöld áður en
Honecker var fluttur til Sovétríkj-
anna.
Talið er að þýsk stjórnvöld hafi
verið látin vita um einni og hálfri
klukkustund áður en Honecker
lagði af stað. Að sögn Dieters Vog-
els, talsmanns þýsku ríkisstjórnar-
innar, fékk Helmut Kohl, kanslari
Þýskalands, fyrst vitneskju um
flutninginn á miðvikudagsmorgun,
rétt áður en hann átti að halda
mikilvæga ræðu í Sambandsþing-
inu. Hefur hann greinilega verið
með hugann við málið því í umræð-
um í þinginu þennan sama morgun
ávarpaði hann stjómarandstöðu-
þingmann sem Hr. Honecker. Vakti
þetta almenna kátínu í þinginu en
engar grunsemdir. Vogel sagði
embættismenn hafa fundað stíft um
málið eftir að skilaboðin bámst frá
Sovétmönnum en ekki haft tök á
því að stöðva brottför Honeckers.
Talsmaður sovéska utanríkisráð-
uneytisins viðurkenndi í gær að
„strangt til tekið“ hefðu Sovétmenn
brotið gegn fullveldi Þýskalands
með því að færa Honecker úr landi.
Sagði hann það vera útilokað að
Honecker yrði sendur aftur til
Þýskalands.
Ymsir þýskir stjórnmálamenn
létu að því liggja í samtölum við
.Reufers-fréttastofuna í gær að
Honecker hefði verið fluttur úr landi
með samþykki þýskra stjórnvalda
sem væru fegin að þurfa ekki að
rétta í máli hans því það gæti ýft
upp sár á þjóðarlíkamanum sem nú
væru að gróa.
Aukin samkeppni í
breskri símaþjónustu
St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunbladsins.
Símaþjónusta í Bretlandi verður framvegis öllum fyrirtækjum opin,
sem áhuga hafa, að því er Peter Lilley viðskiptaráðherra tilkynnti í
neðri málstofu þingsins í síðustu viku.
Breska símafyrirtækið (BT) var
gert að hlutafélagi á síðasta áratug,
en vegna einokunaraðstöðu sinnar
á breska símamarkaðnum hefur það
verið háð sérstöku verðlagseftirliti.
Símafyrirtækinu Mercury var fyrir
nokkrum árum veitt heimild til að
sinna símaþjónustu. Þessi fyrirtæki
hafa setið ein að markaðnum fram
til þessa.
Nú verður öllum fyrirtækjum
heimilt að bjóða símaþjónustu nema
sérstakar ástæður mæli gegn því.
Markmiðið með þessari breytingu
er að auka samkeppni í símaþjón-
ustu neytendum til hagsbóta.
Vitað er, að ýmis fyrirtæki hyggj-
ast reyna að ná fótfestu á þessum
markaði. Fyrirtæki, sem eiga kapal-
kerfi með ljósleiðurum og hafa fram
til þessa dreift sjónvarpsefni fyrst
og fremst, geta hæglega veitt síma-
þjónustu. í þessum breytingum
felst, að notendur hafa fast númer
en þeir eiga að geta valið um hjá
hvaða fyrirtæki þeir hringja.
Lilley tilkynnti jafnframt að verð
fyrir símtöl hjá Breska símafyrir-
tækinu myndi lækka. Fyrirtækið
hefði fallist á, að verð þess hækkaði
6,25% minna en sem svarar verð-
bólgu. Ef verðbólgan heldur áfram
að lækka, eins og flestir búast við,
verður BT að lækka verð frá því,
sem nú er.
Þingmenn íhaldsflokksins fögn-
uðu þessari breytingu. Talsmaður
Verkamannaflokksins sagði breyt-
inguna einungis þjóna erlendum
kapalfyrirtækjum, sem vildu komast
inn á breskan símamarkað. Neyt-
endur væru engu betur settir en
áður.
Reuter
Fötum fækkað í þremur víddum
Einn vinsælasti sjónvarpsþáttur í Þýskalandi, Tutti Frutti, tók
á sig nýja mynd í gær. Þátturinn gengur út á að keppendur í
sjónvarpssal reyna að fá föngulegar stúlkur til að fækka fötum.
í gær var þátturinn sendur út í þrívídd í fyrsta sinn en einung-
is þeir sem bera þartilgerð gleraugu geta notið þáttarins í þrem-
ur víddum. A minni myndinni er stjómandi þáttanna, Hugo
Egon Balder, tilbúinn í slaginn.