Morgunblaðið - 16.03.1991, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 16. MARZ 1991
29
Bush og Mitterrand ræða deilu araba og ísraela:
Leiðtogana greinir enn á
um leiðir til að tryg'gja frið
Le Francois, New York. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti og Francois Mitterrand Frakk-
landsforseti ræddu málefni Mið-Austurlanda á fundi á fimmtudag
og voru sammála um að tímabært væri að leysa deilu araba og Isra-
ela en komu sér ekki saman um hvernig stefna bæri að því.
Forsetarnir sögðu að fundur
þeirra hefði verið afar árangursrík-
ur þótt ekki hefði tekist að jafna
ágreining þeirra í málinu að fullu.
Fundurinn fór fram á frönsku eyj-
unni Martinique í Karíbahafi og er
þetta fyrsta utanför Bush frá því
stríðið fyrir botni Persaflóa hófst.
Mitterrand kvaðst enn telja að
Frelsissamtök Palestínumanna
(PLO) ættu að vera í fyrirsvari fyr-
ir Palestínumenn. Bush sagði hins
vegar að Yasser Arafat, leiðtoga
PLO, væri ekki treystandi vegna
fylgisemi hans við íraka í stríðinu.
Bush kvaðst ekki hafna algjör-
lega hugmyndum Mitterrands Um
að efnt yrði til fundar um málefni
Mið-Austurlanda með þátttöku
þeirra ríkja sem aðild eiga að örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna. Hann
væri hins vegar aljörlega andvígur
alþjóðlegri ráðstefnu, sem ísraelar
hafa einnig hafnað.
Bush var einnig ósammála Mitt-
errand um hvort stofna ætti ríki
Palestínumanna. Hann sagði að
aðrir og hófsamari palestínskir leið-
togar en Arafat kynnu að fallast á
þær tilslakanir sem nauðsyniegar
væru til að friðarviðræður gætu
hafist.
Arafat sagði í viðtali, sem birt
var í bandaríska dagblaðinu New
York Times í gær að hann yrði
áfram leiðtogi PLO. Vinsældir hans
og samtakanna væru „meiri en
nokkru sinni fyrr“ þrátt fyrir stuðn-
inginn við Saddam Hussein íraks-
forseta. Hann sagði einnig útilokað
að hægt yrði að koma á friði án
þess að ísraelar létu hernumdu
svæðin, Vesturbakka Jórdanar og
Gaza-svæðið, af hendi.
Bush og Mitterrand notuðu tækifærið tli að skoða sykurplantekru
og rommbrugghús á eynni Martinique.
Var þekktasti heimspek-
ingur aldarinnar geðklofi?
Málgagn valdahafanna í Irak:
Ríkisfj ölmiðlarn-
ir sakaðir um lygar
Bagdad. Reuter.
MÁLGAGN Ba’athflokks Saddams Husseins íraksforseta, al-
Ba’ath, sakaði aðra ríkisfjölmiðla landsins um að hafa birt lygar,
sem háttsettir embættismenn hefðu alið þá á.
„Starfsbræður mínir hafa gerst
sekir um að miðla lygum nokkurra
skriffinna ríkisins án þess að
kanna sannleiksgildi þeirra,"
skrifaði ritstjórinn, Hamjd Said.
„Lygar eru skammlífar. Þeir sem
ljúga að öðrum geta ekki logið að
guði og sjálfum sér.“
Said hvatti til gagnrýni á stefnu
stjómarinnar og sagði að blaða-
menn ættu ekki að óttast hátt-
setta embættismenn. „Sumir í
þessu starfi inna það af hendi eins
og vélar. Engir gagnlegir viðauk-
ar, engar leiðréttingar, engin var-
úðarorð," bætti hann við.
Kúrdneskir uppreisnarmenn
sögðu í gær að þeir hefðu náð 95%
af Babylon-héraði í miðhluta
landsins á sitt vald. Þeir sögðu
einnig að um 60.000 íraskir her-
menn hefðu gerst liðhlaupar og
gengið til liðs við uppreisnarmenn-
ina frá því stríðinu fyrir botni
Þersaflóa lauk fyrir þremur vikum.
Sérfræðingar í málefnum íraks
telja að Saddam Hussein sé tregur
til að beita hemum að fullu gegn
uppreisnarmönnunum þar sem
hann óttist enn meira liðhlaup.
Iraski herinn sé einnig tregur til
að beita eiturgasi gegn uppreisn-
armönnunum, líklega vegna þess
að bandarísk stjórnvöld hafa varað
við því að slíkra aðgerða verði
hefnt. Saddam sé í slæmri aðstöðu
vegna þess að fjölþjóðaherinn er
enn í viðbragðsstöðu þar sem ekki
hefur verið samið formlega um
vopnahlé. Bandaríska dagblaðið
Los Angeles Times skýrði frá því
í gær að bandarískir hermenn
hefðu haldið lengra inn í írak til
til staða við Efrat-fljót sem þeir
náðu á sitt vald í stríðinu en yfir-
gáfu að því loknu.
Tékkóslóvakía:
Havel hvetur herinn
til að forðast afskipti
af ólgunni í Slóvakíu
Prag. Reuter.
VACLAV Havel, forseti Tékkóslóvakíu, hefur varað her landsins við
því að grípa til aðgerða vegna þjóðaólgunnar í landinu og sjálf-
stæðiskrafna þjóðernissinna í Slóvakíu, að því er tékkneska frétta-
stofan CTK skýrði frá á fimmtudag.
„Hugmyndir um að herinn geti
haft áhrif á stjórnmálin í landinu
bijóta í bága við hugsjónir lýðræðis-
byltingar okkar og þau gildi sem
við trúum á,“ sagði Havel er hann
heimsótti hermenn í Slóvakíu. Hann
sagði að herinn mætti ekki undir
neinum kringumstæðum hafa af-
skipti af deilu þjóðernissinna úr
röðum Tékka annars vegar og Slóv-
aka hins vegar. „Ef skriðdrekar
yrðu sendir á götur borganna hefði
það hörmulegar afleiðingar," sagði
hann.
Jlavel lét þessi orð falla er hann
heimsótti Slóvakíu á fimmtudag í
tilefni af 52 ára afmæli sjálfstæðis-
yfirlýsingar Slóvaka. Slóvakía varð
sérstakt lýðveldi árið 1939 er þýskir
nasistar skiptu Tékkóslóvakíu og
lögðu undir sig tékkneska hlutann,
Bæheim og Mæri.
Þjóðernissinnar í Slóvakíu segja
að áhrif Slóvaka séu ekki nógu
mikil á stjórn landsins. Þeir hafa
hvað eftir annað hvatt til þess að
Slóvakar stofni eigin her og
stjórnsýslustofnanir.
Allt að 10.000 manns tóku á
miðvikudag þátt í minningarathöfn
í Bratislava við leiði Jozefs Tisos,
forseta Slóvakíu 1939-45. Tiso var
hengdur árið 1947 fyrir stríðsglæpi
og þjónkun við nasista.
Þúsundir manna efndu til mót-
mæla í borginni á mánudag, hvöttu
til þess að Slóvakar lýstu þegar í
stað yfir sjálfstæði og hrópuðu: „Nú
er nóg komið af Prag, nóg komið
af Havel“.
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
LUDWIG Wittgenstein er óefað þekktasti heimspekingnr aldar-
innar. Nú stendur deila í dálkum timaritsins Nature um, hvort
hann hafi verið geðklofi eða ekki.
Ludwig Wittgenstein var Aust-
urríkismaður að uppruna, sem
fluttist til Bretlands á námsárum
sínum og dvaldist seinni hluta
ævinnar í Bretlandi og var lengst
af prófessor í Cambridge. Meðan
hann lifði kom einungis ein bók
út eftir hann, sem nefnist Tractat-
us Logico-Philosophicus. Hún hef-
ur löngum þótt mjög erfið til skiln-
ings en glæsileg áheyrnar. Bókinni
lýkur á frægri setningu: Um það,
sem maður getur ekki talað, hlýt-
ur maður að þegja. Þessa setningu
má skilja sem heilræði og svo fær
hún dýpri merkingu af kenningu
bókarinnar.
Wittgenstein var sérkennilegur
í háttum alla tíð. Hann var kominn
af mjög auðugri fjölskyldu í Vínar-
borg, en meðal systkina hans
gætti skapbresta. Wittgenstein
kom til íslands haustið 1912 og
ferðaðist um Suður- og Suðvestur-
land.
Wittgenstein kom sér upp hópi
lærisveina á prófessorsárum sín-
um í Cambridge, sem sumir hveij-
ir tömdu sér svipaðan stíl og meist-
arinn og voru álíka myrkir. Öll
verk Wittgensteins eru ekki enn
komin út, en þau, sem komin eru
í bók, eru flókin og mörgum geng-
ur erfiðlega að ná áttum í þeim,
jafnvel þeim, sem eru heimspek-
ingar að atvinnu.
Nú hefur dr. John Marshall,
sálfræðingur við Háskólann í Ox-
ford, haldið því fram, að Wittgen-
stein hafi verið geðklofí og haft
ýmis einkenni þessa sjúkdóms. Dr.
John Smythies, geðlæknir, tekur
undir þetta í frétt The Sunday
Telegraph sl. sunnudag.
Dr. Smythies átti náinn ætt-
ingja í lærisveinahópi Wittgen-
steins. Hann segist hafa fengið
að sitja fundi lærisveinanna á
sjötta áratugnum, þar sem þeir
hafí apað eftir háttum meistara
síns og talað saman um heimspeki
þannig, að óskiljanlegt var fyrir
óinnvígða.
Hann segir geðklofa hafa
ákveðinn hátt á að tjá sig. Málfar
þeirra einkennist af því að merk-
ing setninganna sé aldrei í setn-
ingunum sjálfum heldur verði allt-
af að leita hennar handan þeirra.
Þegar hennar sé leitað, verði hún
sífellt fjarlægari. Þetta sé eitt að-
aleinkennið á verkum Wittgen-
steins.
Michael Dummett, rökfræðing-
ur og prófessor við Háskólann í
Oxford, segir að þótt ljóst sé að
Wittgenstein hafí átt við vandamál
að stríða, þá sé hann án nokkurs
vafa merkasti heimspekingur ald-
arinnar.
Húsbréf
Annar
útdráttur
húsbréfa
Annar útdráttur húsbréfa í 1.
flokki 1989 hefur nú farið fram,
vegna þeirra bréfa sem koma til
innlausnar 15. maí 1991.
Öll númerin verða birt
í næsta Lögbirtingablaði
og upplýsingar liggja frammi
í Húsnæðisstofnun ríkisins
og í bönkum og sparisjóðum.
cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24-108 REYKJAVÍK • SÍMI 91-696900