Morgunblaðið - 16.03.1991, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991
MORGUNBLAÐIÐ iLAUGARDAGUR 16. MARZ .1991
31
Útgefandi
Fr a m k væjnn d a stjó ri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjöm Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 100 kr. eintakið.
Fjöldi
stj ór nmálaflokka
Alþingi verður líklega rofið í
dag. Vafinn sem ríkir um
hvort það verður gert stafar af
upplausninni sem er á þingi
vegna innbyrðis ágreinings með-
al stjómarliða. Síðustu daga
hafa þeir deilt um hvert málið
á eftir öðm.
Að ríkisstjóminni standa
fimm flokkar. Fyrir utan flokk-
ana fjóra sem eiga ráðherra í
stjórninni nýtur hún stuðnings
Stefáns Valgeirssonar. Óttinn
við kosningar hefur ráðið miklu
um það undanfarin misseri að
ekki hefur þegar slitnað upp úr
stjórnarsamstarfinu. í deilum
ráðherra eða stjórnarflokka hef-
ur forsætisráðherra á einhverju
stigi málsins minnt þá á rétt
sinn til að ijúfa þing og efna
til kosninga. Undir þeirri hótun
hefur síðan tekist að ná liðinu
saman. Hótunin dugar ekki
lengur. Kosningar em óumflýj-
anlegar eftir nokkrar vikur.
Brýst nú út spenna og óánægja.
Sumum stjómarþingmanna
dugar ekki minna en að slá
ræðumet til að blása út og láta
andstöðu sína við verk ráðherra
í ljós.
Guðrún Helgadóttir, forseti
sameinaðs þings, og Jón Sig-
urðsson iðnaðarráðherra eiga
varla nógu sterk orð til að lýsa
hneykslan sinni á því, að Hjör-
leifur Guttormsson alþingismað-
ur skuli nýta sér málfrelsið í
þingsölum. Telja þau hinar
löngu ræður Hjörleifs afskræm-
ingu á lýðræðinu. Em þær í
raun nokkuð annað en sjúk-
dómseinkenni þessa stjórnar-
samstarfs? Yfirleitt em það
stjórnarandstæðingar sem grípa
til málþófs í því skyni að hindra
framgang mála. Hinar löngu
ræður nú staðfesta að innan
stjórnarliðsins hefur ekki verið
tekist á við viðfangsefnin heldur
leitast við að neyða menn til
fylgis við einstök mál.
Landstjórnin ber sterkan
keim af því hve margir flokkar
eiga aðild að stjórnarsamstarf-
inu. Stjórnmálaflokkunum
fækkar ekki fyrir komandi kosn-
ingar. Dag hvem berast fréttir
um að verið sé að stofna nýjan
flokk, flokkar séu að sameinast
um framboð eða ætli að bjóða
fram undir öðru nafni en áður.
Hér skulu nöfn eða stefnur þess-
ara flokka ekki tíunduð. Ástæða
er þó til að vara við þessari þró-
un, ef menn líta þannig á, að
kosið sé til Alþingis með það í
huga að tryggja sem víðtækasta
samstöðu um úrlausn lands-
mála. . ■ ■ t: iisi í-i| a
Almennt hefur það verið talið
til marks um skynsamlega
stjórnarhætti, ef þannig er stað-
ið að löggjöf um kosningar, að
þær hvetji menn til að ná sem
víðtækastri samstöðu um menn
og málefni, áður en til kosninga
kemur. Er þetta talið hentugra
en að margar smáar fylkingar
deili hart um hvort tveggja á
þinginu sjálfu eftir kosningar.
Leiðirnar sem menn hafa farið
í þessu efni eru misjafnar. í
Bretlandi er íjölda flokka haldið
í skefjum/neð einmenningskjör-
dæmum. í Þyskalandi eru kosn-
ingar tvöfaldar, það er þing-
menn eru kosnir í einmennings-
kjördæmum og einnig á lands-
listum auk þess sem enginn
flokkur fær mann á þing nema
hann fái meira en 5% atkvæða.
Þjóðveijar mótuðu kosninga-
reglur sínar og settu lýðræðinu
þann aga, sem ríkir hjá þeim,
eftir reynsluna af Weimar-
stjómarskránni, sem gilti þar til
nasistar afnámu hana. Stjórnar-
skráin þótti á sínum tíma hin
fijálslyndasta og besta í heimi.
I skjóli hennar gátu nasistar
hins vegar sölsað undir sig öll
völd í landinu. Bitur reynsla
hefur þannig víða hvatt þjóðir
til að þrengja þann rétt, sem
annars staðar er talinn sjálf-
sagður og jafnvel heilagur.
Islendingum er fjarri skapi
að setja skorður við því að menn
stofni félög og stjómmálaflokka
í því skyni að sækjast eftir áhrif-
um á Alþingi. Margir þeirra sem
nú bjóða sig fram utan hinna
hefðbundnu stjórnmálaflokka
starfa með þröng sjónarmið og
jafnvel staðbundna hagsmuni
að leiðarljósi og finnst ekki
koma til álita að þeir taki þátt
í málamiðlun eins og tíðkast alls
staðar og hlýtur að setja svip
sinn á stóra og fjölmenna flokka.
í sumum tilvikum snúast smá-
flokkar aðeins í kringum ein-
staka menn, sem em að sækjast
eftir völdum og áhrifum. Þegar
ríkisstjóm Steingríms Her-
mannssonar þurfti á stuðningi
Stefáns Valgeirssonar að halda
fékk hann ítök í millifærslusjóð-
um, sem reknir eru á kostnað
skattgreiðenda.
Um leið og viðurkenndur er
réttur allra til að sækjast til
pólitískra áhrifa er nauðsynlegt
að hafa í huga vandræðin sem
geta hlotist af mörgum og litlum
flokkum. Vilji menn komast hjá
þeim vandræðum gera þeir það
best með því að ljá ekki smá-
flokkunum lið með atkvæði sínu.
Uttekt Vinnuveitendasambandsins:
Tekjujöfnun skattkerfisins meiri
hér en í öðrum ríkjum OECD
ÍSLENDINGAR beita tekjuskatt-
kerfinu meira í þágu tekjulægri
fjölskyldna en aðrar þjóðir. Þetta
kemur fram í nýrri úttekt Vinnu-
veitendasambandsins sem birtist
í fréttabréfi VSÍ í dag. Þar kem-
ur fram, að fjölskylda með tvö
börn, sem hefur meðaltekjur iðn-
verkamanns nýtur meiri beinna
greiðslna gegnum skattkerfið en
sem svarar álögðum sköttum og
ennfremur að ísland skeri sig
úr öðrum löndum innan OECD
hvað varðar jöfnunaráhrif skatt-
kerfisins. Samanburðurinn mið-
ar við hlutfall af launum og
mælir hvernig sambærilegar
fjölskyldur fara út úr skattkerfi
hverrar þjóðar, en ekki er tekið
tillit til mismunandi lífskjara
landa í milli.
í úttektinni kemur fram að skatt-
lagning þessarar fjölskyldugerðar
er mest í Tyrklandi og Danmörku,
en þar heldur hún eftir tveimur
þriðju hlutum launatekna sinna,
þegar tekjuskattar hafa verið
dregnir frá en barnabótum og öðr-
um viðlíka greiðslum hefur verið
bætt við. „Á íslandi háttar á hinn
bóginn svo til að 15% bætast við
launatekjur fjölskyldunnar, þegar
þær hafa verið meðhöndlaðar í
skattkerfinu,“ segir í fréttablaðinu.
í úttektinni er miðað við einstakl-
ing með 100 þúsund kr. mánaðar-
laun að meðaltali á síðasta ári og
tekjuþróun sl. 10 ára samkvæmt
niðurstöðum Kjararannsóknar-
nefndar um þróun heildarlauna.
Annars vegar er skoðuð fjölskylda
með tekjulausan maka og tvö börn
yngri en 16 ára, þar af annað yngra
en 7 ára og hins vegar barnlaus
einstaklingur. Fram kemur að sam-
anburður við árið 1980 leiðir í ljós
að kaupmáttur atvinnutekna er
nánast sá sami árið 1990 og hann
var tíu árum fyrr en kaupmáttur
ráðstöfunartekna, þ.e. eftir skatta
og að biðbættum barnabótum og
öðrum greiðslum, hefur aukist um
rúm 16%.
Niðurstaða greinarinnar, hvað
bamlausan einstakling með 100
þúsund kr. mánaðarlaun varðar, er
hins vegar að meðhöndlun skatt-
kerfisins hafi verið með allt öðrum
hætti. Skattbyrði hans hefur heldur
aukist á síðustu tíu árum. Einnig
er tekið dæmi af einstæðu foreldri
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Nýja sparísjóðshúsið á Tjarnargötu 12 í Keflavík. Á annari hæð eru skrifstofur bæjarins.
Sparisjóðurinn flytur í
nýtt o g glæsilegt húsnæði
: . i . .. ■■ 11...........U.U.I.U..I. ii..i.ii.... i i.........
Keflavík.
SPARISJÓÐURINN i Keflavík
flutti um síðustu helgi í nýtt og
glæsilegt húsnæði á Tjarnargötu
12 sem opnað var á mánudag.
Nýja sparisjóðshúsið er um 1200
fermetrar að grunnfleti og er
afgreiðslan á jarðhæð en geymsl-
ur og kaffistofa í kjallara. Á
annarri hæð eru bæjarskrifstof-
ur sem áður voru í tveim húsum
við Hafnargötu. Starfsemi Spari-
sjóðsins var í þrem húsum við
Suðurgötu sem voru um 700 fer-
metrar og hafa tvö þeirra þegar
verið seld.
Við þetta tækifæri afhenti Jón
H. Jónsson stjómarformaður Spari-
sjóðsins Myllubakkaskóla oj
Þroskahjálp 300 þúsund króna gjö
hvorum aðila og Sparisjóðsstjóram
ir Tómas Tómasson og Páll Jónssoi
fluttu ávörp. Páll sagði að Spari
sjóðurinn hefði verð stofnaður 190'
og hefði í 50 ár verið eina lánastofn-
un Suðumesjamanna. Hann sagði
að nú störfuðu 100 manns hjá
Sparisjóðnum í 80 stöðugildum og
hefði launakostnaður á síðasta ári
numið 123 milljónum. Allt starfs-
fólk Sparisjóðsins lauk nýlega nám-
skeiði í mannlegum samskiptum og
sagði Páll að lykilorð þeirra væri
aukin og bætt þjónusta.
Sparisjóðurinn í Keflavík hóf
byggingarframkvæmdir við nýja
húsið 1. september 1981 þeg-ar
Sparisjóðssljórarnir Tómas Tómasson til vinstri og Páll Jónsson til
hægri á opnunardaginn í nýja húsinu.
fyrsta skóflustungan var tekin.
Geirmundur Kristinsson aðstoðar-
sparisjóðsstjóri sagði í samtali við
Morgunblaðið að með tilkomu nýrra
laga um banka og sparisjóði hefði
verið ákveðið árið 1989 að selja
húsið sem þá hefði verið orðið fok-
helt íslenskum aðalverktökum sem
leigðu Sparisjóðnum og bænum.
-BB
með 75 þúsund króna mánaðarlaun
sem á tvö börn yngri en 16 ára,
þar af annað yngra en 7 ára. Skatt-
kerfið hefur aukið ráðstöfunartekj-
ur þess ár frá ári og á síðasta ári
er kaupmáttur ráðstöfunartekna
rúmlega 16% hærri en hann var
árið 1980.
I niðurstöðum segir að barnlaus
einstaklingur með 100 þúsund
króna mánaðarlaun greiði um 18%
af launum sínum í skatt en algengt
sé að sambærilegur einstaklingur í
OECD-ríkjunum greiði á bilinu
25-35% í skatt. Fjölskyldan, sem
notuð er við útreikningana, fær hins
vegar greiðslur úr ríkissjóði hér á
landi, en algengt er að sambærileg
fjölskylda í OECD - ríkjunum greiði
15-20% af launum sínum í skatt.
Frá framkvæmdum við nýjan Egilsstaðaflugvöll.
Egilsstaðaflugvöllur:
Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson
Framkvæmdir í fullum gangi
Egilsstöðum.
FRAMKVÆMDIR standa nú yfir
við fjórða áfanga að nýjum flug-
velli á Egilsstöðum. I þessum
áfanga er farg tekið af væntan-
legri flugbraut og fyllt í öryggis-
Morgunblaðið/RAX
Hekla hætt að gjósa
GOSIÐ í Heklu er búið. Það hófst fimmtudaginn 17. janúar og því
lauk mánudaginn 11. mars. Hraunið sem úr fjallinu kom er svipað
að flatar- og rúmmáli og árið 1980 og tíminn sem gosið stóð er einn-
ig mjög svipaður. Gosið stóð í 53 daga núna en í 60 daga árið 1980.
Eins og sjá má á myndinni, sem Ragnar Axelsson tók á þriðjudaginn,
bærir Hekla ekki á sér.
Óeðlilegt að ríkið
veiti sjálfu sér forskot
á fjármagnsmarkaði
- segir Víglundur Þorsteinsson
VÍGLUNDUR Þorsteinsson, fyrr-
verandi formaður Félags
íslenskra iðnrekenda, segir það
hvorki rétt né eðlilegt að ríkið
veiti sjálfu sér forskot á fjár-
magnsmarkaðnum með skatt-
leysi ríkisskuldabréfa. Hann seg-
ir jafnframt umhugsunarefni,
hvort ríkið eigi ekki frekar að
leita út á lánamarkað erlendis
frekar en innanlands á samdrátt-
artímum í þjóðfélaginu.
Víglundur sagði í ræðu sinni á
ársþingi Félags íslenskra iðnrek-
enda á fimmtudag, að endurskoða
þyrfti skattheimtu fjármagnstekna
þannig að forréttindi ríkisskulda-
bréfa yrðu afnumin. í samtali við
Morgunblaðið sagði hann að hann
teldi það hvorki rétt né eðlilegt, að
ríkið veitti sjálfu sér forskot á fjár-
magnsmarkaðnum með skattleysi
ríkisskuldabréfa. Með því móti væri
ríkið bæði að veita sér óeðlilegan
forgang að fjármagni og að auka
vaxtamun hjá einstaklingum.
Víglundur segir að ríkið haldi
uppi hærri raunvöxtum í landinu
vegna þess hversu fyrirferðarmikið
það sé á lánamarkaðnum. Það sé
því umhugsunarefni hvort ríkið eigi
að flytja sig af innlendum lána-
markaði út á erlendan markað. Á
þensjutímum í þjóðfélaginu sé eðli-
legt að ríkið taki lán innanlands til
að slá á þensluna, en á samdrátt-
artímum eigi slík rök ekki við.
svæði. Framkvæmdir annast
Héraðsverk og Austfirskir verk-
takar en þessir aðilar önnuðust
fyrri verkþætti við flugvöllinn.
Þessum verkþætti sem kostar um
40 milljónir á að vera lokið 1.
október en sökum góðs tíðarfars
í vetur gera verktakar ráð fyrir
að ljúka því eftir 4 til 5 vikur.
Guðjón Sveinsson framkvæmda-
stjóri Austfirskra verktaka sagði
fréttaritara að meginverkþættir í
þessum áfanga fælust í að taka
farg af væntanlegri flugbraut og
grafa fyrir og fylla í öryggissvæði
sem ná 23 metra út fyrir fyrirhug-
aða brautarbrún. Skipt er um jarð-
veg í flughlöðum og undirstöðum
fyrir stefnuvita og fleira. Fargið af
flugbrautinni er notað í þessar fyll-
ingar. Einnig verður brautin gróf-
jöfnuð og gengið frá röralögnum.
Að þessum áfanga loknum verður
flugbrautin tilbúin undir burðarlag.
Guðjón sagði að þessu verki ætti
að vera lokið 1. október nk. en því
yrði lokið mun fyrr. Verkið hefði
hafist 14. janúar og tíðarfarið það
sem af væri vetri væri með þvílikum
eindæmum að aldrei hefði vinna
fallið niður eða störf tafist vegna
veðurs. Gert er ráð fyrir að flug-
braut á Egilsstöðum verði í fyrs-
tunni 2.000 metra löng og verði
tekin í notkun 1992. Jafnframt er
fyrirhuguð lenging á brautinnni um
700 metra til suðurs og á Egils-
staðaflugvöllur þá að geta þjónað
sem varaflugvöllur fyrir millilanda-
flug. Fjármálaráðherra hefur ný-
lega lýst yfir hugmyndum sínum
um að flýta framkvæmdum við
lengingu brautarinnar. Brýn þörf
er á að fá Egilsstaðaflugvöll sem
fyrst í notkun því núverandi flug-
braut lokast oft vegna aurbleytu.
— Björn.
Forsætisráðherra um vanda Seyðfirðinga vegna hráefnisskorts:
Slæmt ef grípa þarf til op-
inberra þvingunaraðgerða
Framkvæmdastjóri Gullbergs hf. segir rangt
að togari útgerðarinnar landi ekki 1 heimahöfn
FULLTRÚAR fiskvinnslufólks á Seyðisfirði áttu fund með forsætisráð-
herra og sjávarútvegsráðherra á mánudag. Voru þar lagðar fram
um eitt hundrað undirskriftir, þar sem farið var fram á, að ríkisstjórn-
in tryggði rekstur fiskvinnslu á staðnum. Öllu fiskvinnslufólki á Seyð-
isfirði hefur verið sagt upp störfum. Að sögn Steingríms Hermanns-
sonar, forsætisráðherra, eru sjávarútvegsráðherra og utanríkisvið-
skiptaráðherra með í athugun, á hvern hátt Aflamiðlun geti séð til
þess, að útgerðir togaranna á staðnum landi afla í heimahöfn og sjái
fiskvinnslunni fyrir hráefni.
í áskorun Seyðfirðinga til stjórn-
valda er bent á, að þeir hafi lengi
búið við alvarlegt atvinnuleysi og
margir, sem hafi fyrir fjölskyldum
að sjá, hafi þegar nýtt allan sinn
rétt til atvinnuleysisbóta. Seyðis-
fjarðartogararnir tveir, Gullver og
Otto Wathne, hafa ýmist siglt með
aflann eða selt á fiskmarkaði í
Reykjavík. Gullver hefur þó séð
fiskiðju Dvergasteins hf. fyrir
Borgarneskirkja:
Minningartónleikar um
Friðjón Sveinbjörnsson
Hvanneyri.
KIRKJUKÓR Borgarness og Kveldúlfskórinn í Borgarnesi stóðu
fyrir minningartónleikum um Friðjón Sveinbjörnsson fyrrum
sparisjóðsstjóra í Borgarnesi, en hann lést á sl. sumri langt um
aldur fram. Friðjón var félagi í báðum kórum og mikil driffjöður
í tónlistarlífinu í Borgarfirði uin áratugi.
Stjórnendur kirkjukórsins voru
Björn Leifsson og Jón Þ. Bjöms-
son sem einnig lék á orgel, á píanó
lék Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
Flutt voru verk eftir Buxtehude,
Inga T. Lárusson, Schubert,
Bortnianski, Bach, Malotti og Sig-
valda Kaldalóns.
Kveldúlfskórinn flutti verkið
Requiem, sálumessu eftir franska
tónskáldið Gabriel Fauré. Stjórn-
andi var Ingibjörg Þorsteinsdóttir,
Theodóra Þorsteinsdóttir og Ing-
þór Friðriksson sungu einsöng,
Jón Þ. Björnsson og Sigrún G.
Jóhannsdóttir léku á orgel, Anna
Björk Nikulásdóttir, Lárus Sig-
hvatsson og Björn Leifsson léku
á blásturshljóðfæri. Kristín Hall-
dórsdóttir flutti inngangs- og
lokaorð og las þýðingu sína á latn-
eskum texta höfundar á milli
kafla.
Kirkjan var þétt setin af þakk-
látum áheyrendum.
- D.J.
nokkru hráefni í vetur en útgerð
skipsins, Gullberg hf. er einn af
eigendum Dvergasteins hf.
Forsætisráðherra sagði að Seyð-
firðingar legðu, ekki siður en aðrir,
áherslu á að vandinn væri að miklu
leyti heimatilbúinn. „Þarna er mik-
ill kvóti, sem er vel yfir meðaltali
í byggðariagi af þessu tagi og tveir
togarar eru gerðir þar út. Annar
landar þar mjög Íítið og hinn ekki
neitt. Seyðfirðingarnir sögðust hafa
reynt allt sem í þeirra valdi stæði
til að fá þá til að landa afla á staðn-
um og nú yrðu stjórnvöld að koma
til aðstoðar.
Byggðastofnun er afar treg til
að leggja fram fjármagn til kvóta-
kaupa annarsstaðar frá, sem gæti
valdið vandræðum þar á sama tíma
og þessi kvóti er til staðar á Seyðis-
firði. Sjávarútvegsráðherra og ut-
anríkisviðskiptaráðherra eru með í
athugun, á hvern máta megi, í
gegnum Aflamiðlun, koma viti fyrir
svona menn svo þeir landi einhveiju
heima. Togararnir voru keyptir með
mikilli opinberri aðstoð og verka-
lýðsfélagið á til dæmis 10% í þeim
togara sem aldrei landar í heima-
höfn. Vitanlega er þetta ófært
ástand,“ sagði Steingrímur.
Hann sagði mjög slæmt ef grípa
þyrfti með opinberum þvingunarað-
gerðum inn í þetta mál. Það væri
mjög aivarlegt, ekki síst í ljósi þess,
að stofnað hefði verið nýtt fisk-
vinnslufyrirtæki á staðnum á
síðasta ári, Dvergasteinn hf., til að
reisa atvinnulífið við. „Ríkisstjórnin
samþykkti að beita sér fyrir 20
milljóna króna byggðaframlagi til
þess fyrirtækis og ekki hefur staðið
á því. Byggðastofnun hefur lýst sig
reiðubúna til að skuldbreyta og
aðstoða á annan hátt,“ sagði
Steingrímur.
Adolf Guðmundssonar, fram-
kvæmdastjóri Gullbergs hf., sem
gerir út Gullver, vísar því harðlega
á bug að togarinn hafi ekki séð
Seyðfirðingum fyrir hráefni. „Við
höfum gert löndunarsamning við
Dvergastein um að 1/3 af afla
Gullvers að lágmarki verði landað
í heimahöfn. Bátar og togarar Gull-
bergs hf. hafa lagt upp um 80%
af afla sínum á Seyðisfirði á árunum
1969 til 5. september 1989, þegar
Fiskvinnslan hf. var lýst gjaldþrota.
Togarinn seldi afla sinn erlendis
þegar ekkert frystihús var starf-
rækt á staðnum en um leið og
frystihús Dvergasteins var tilbúið
til móttöku á fiski í lok janúar sl.
landaði Gullver heima og hefur ver-
ið í heimalöndunum síðan. Við höf-
um marglýst því yfir að við myndum
Ieggja upp hjá hveijum þeim aðffa
sem kæmi að frystihúsinu, án nok-
kurra skilyrða,“ sagði hann.
Að sögn Adolfs er Gullver nú að
veiðum og á hann skráðan löndun-
ardag erlendis 21. mars en engin
ákvörðun hafi verið tekin um hvort
landað verður á Seyðisfirði eða siglt
með aflann en Dvergasteinn gerði
útgerðinni tilboð í aflann í gær.
Jón Guðmundsson, varaformaður
Verkamannafélagsins Fram, sagði
að fulltrúar fiskvinnslufólksins hafi
fengið góð loforð ráðherra um að
reynt verði að leysa vanda Seyðfirð-
inga. Sagði hann að hugsanlega
gæti uppsagnirnar náð til allt að
eitthundrað manns. „Mikið atvinnu-
leysi var á Seyðisfirði í fyrra. Síldar-
vertíðin var lítil og loðnuvertíðin
brást og í mörgum tilfellum eru
báðar fyrirvinnur heimila á atvinnu-
leysisbótum. Þetta hefur mjög
víðtæk áhrif á flestum sviðum,“
sagði hann.