Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 33
MÖRö^M,ÁÉi8't^tf6k'Rbkcíu§^W.'®R,z^§'gí
m
Nýja safnaðarheimilisbyggingin.
■ FRÍKIRKJAN í Reykjavík -
Opið hús. Sunnudaginn 17. mars
verður mikið að gerast hjá
Fríkirkjusöfnuðinum í
Reykjavík. Barnaguðsþjónusta
verður kl. 11.00 og almenn guðs-
þjónusta kl. 14.00. Að síðari guðs-
þjónustunni lokinni verður opið hús
í nýju safnaðarheimilisbyggingunni
á mótum Skálholtsstígs og Lauf-
ásvegar. Bygging hússins hófst
síðastliðið haust. Húsið er nú nær
fokhelt með gleri. Þar verða boðnar
veitingar, húsið sýnt og kynntir
notkunarmöguleikar þess. Um
kvöldið verður afmælisfagnaður
kvenfélags safnaðarins. Kvenfélag-
v ið, sem er elsta starfandi kirkju-
kvenfélag landsins, var stofnað 6.
mars árið 1906 og er því 85 ára
gamalt.
H TÓNLEIKAR í Grindavíkur-
kirkju. Mánudaginn 18. mars mun
Jónas Ingimundarson, píanóleik-
ari, halda tónleika í kirkjunni og
hefjast þeir kl. 20.30. Jónas er
löngu þekktur sem einn af okkar
fremstu píanóleikurum. Á efnisskrá
verða verk eftir Chopin, Schubert,
Shostakovítsj o.fl. Einnig hið
þekkta verk Myndir á sýningu
eftir Mussorgskíj. Jónas mun út-
skýra verkin fyrir tónleikagestum.
Það er Tónlistarskólinn í Grindavík
sem stendur fyrir þessum tónleik-
um. (Fréttatilkynning)
H NÁTTÚRUVERNDARFÉ-
LAG Suðvesturlands stendur fyrir
skoðunarferðum á farþegabátnum
Hafrúnu um Kollafjörð og Skeija-
fjörð sunnudaginn 18. mars. í þess-
um ferðum sem eru útsýnis- og
náttúruskoðunarferðir verður vor-
koman í sjónum kynnt með
skemmtilegum athugunum á vett-
vangi. Farið verður kl. 14.00 um
allan Kollafjörð og kl. 16.00 suður
í Skeijafjörð. Hver ferð tekur tæpa
tvo tíma. Brottför í ferðina er frá
Grófarbryggju (skammt frá þar
sem Akraborg leggur að).
Þórunn S. Þorgrímsdóttir
H ÞÓRUNN S. Þorgrímsdóttir
hefur opnað málverkasýningu í
Gallerí Sævars Karls, Banka-
stræti 9. Hún er fædd í Reykjavík
1951. Að loknu stúdentsprófi stund-
aði hún nám í myndlist og leik-
myndateiknun við Hochschule fiir
Angewandte Kunst 1971-72,
Myndlista- og handíðaskóla íslands
1972-73 og Hochschule der Kiinste,
Berlín 1973-79. Þórunn hefur hald-
ið einkasýningar og tekið þátt í
samsýningum síðan 1979 og starf-
að við leikmyndateiknun hjá Þjóð-
leikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur
og við kvikmyndir. Verkin á sýning-
unni eru unnin 1988-91. Tempera-
og olíulitir á léreft. Sýningin stend-
ur til 12. apríl og er opin á verslun-
artíma frá 9-18 og 10-2 á laugar-
dögum.
A
Alyktun Varðbergs:
Kommúmsminn hefur beðið skipbrot
VAI®BERG hélt aðalfund 28.
febrúar og þar var eftirfarandi
ályktun samþykkt:
Undanfarin misseri hafa þjóðir
heims orðið vitni að skipbroti
kommúnismans í Sovétríkjunum
og Mið- og Austur-Evrópu. Varð-
berg fagnar nýfengnu frelsi þjóða
í Mið- og Austur-Evrópu, en legg-
ur áherslu á að róstur innan Sov-
étríkjanna geta grandað öllum lýð-
ræðislegum framförum á skömm-
um tíma.
Þrátt fyrir yfirlýsingar forystu
Sovétríkjanna um afvopnun, hefur
markviss hernaðaruppbygging átt
sér stað innan Rauða hersins, og
má þar nefna mikla fjölgun vígtóla
á Kólaskaga og Norður-Atlants-
hafi. Vegna þessa leggur Varð-
berg áherslu á, að Atlantshafs-
bandalagið verði áfram sterkt,
bæði á hinum stjórnmálalega vett-
vangi og hinum hernaðarlega.
Varðberg fagnar _því frum-
kvæði, sem ríkisstjórn Islands hef-
ur tekið í málefnum Eystrasalts-
ríkjanna, og óskar litháísku þjóð-
inni velfarnaðar á leið sinni til
sjálfstæðis.
Varðberg leggur áherslu á, að
föstu stjórnmálasambandi verði
komið á milli íslands og Litháens
sem fyrst, sem og annarra Eystra-
saltsríkja, er þess óska.
Varðberg fagnar því, að aðild-
arríki Varsjárbandalagsins hafa
staðfest endalok hernaðarsam-
vinnu þeirra.
Þetta er enn eitt dæmið um
nauðsyn Atlantshafsbandalagsins,
enda er fullljóst að því eru að
miklum hluta að þakka hinar öru
breytingar í Mið- og Austur-Evr-
ópu.
Atlantshafsbandalagið er enn
sem fyrr mikilvægasta og traust-
asta undirstaða öryggis í Evrópu.
(Fréttatilkynning)
H KVENFÉLAG Fríkirkjunnar
í Reykjavík heldur í tilefni af 85
ára afmæli félagsins skemmtikvöld
fyrir safnaðarfólk og gesti þeirra
sunnudaginn 17. mars. Skemmtun-
in verður haldin í Templarahöll-
inni við Eiríksgötu og hefst með
borðhaldi kl. 19.30. Skemmtiatriði
og dans. Árlega hefur Kvenfélagið
staðið fyrir slíku skemmtikvöldi og
verið vel sótt. Væntum áfram góðr-
ar þátttöku.
Þú kemur til okkar með málin af eldhúsinu eða
baðinu. Á meðan þú bíðurteiknum við m.a. í þrívídd
á tölvustýrða teiknivél þar sem þú sérð hvernig inn-
réttingarnar, sem þú hefur hug á að velja hjá Fit,
koma til með að líta út í eldhúsinu hjá þér eða inni á
baði. Þú ferð með teikningarnar heim og skoðar þær
í ró og næði. Jafnframt færðu heim með þér verðtil-
boð sem við reiknum út á örskammri stund.
FIT hefur opið hús alla helgina. Þar kynnum við nýja
þjónustu við þá sem eru að velta fyrir sér nýrri inn-
réttingu í eldhúsið eða á baðið.
Hjá Fit geturðu valið úr margs konar innréttingum og
efnum og - það sem meira er - þú getur séð, áður
en þú tekur endanlega ákvörðun, hvort þú hefur
valið rétt.
Dæmi um verð á KVIK eldhúsinnréttingu (sjá mynd):
St.gr. ósamsett kr. 87.414,-
St.gr. samsett kr. 92.015,-
St.gr. uppsett kr. 112.060,-
Opið laugardag kl. 10:00 - 16:00 og sunnudag kl. 13:00 -17:00.
♦ s5> . ■ y ♦
feaffis (Sö W
BÆJARHRAUNI 8 • HAFNARFIRÐI • SIMI 651499