Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.03.1991, Blaðsíða 33
MÖRö^M,ÁÉi8't^tf6k'Rbkcíu§^W.'®R,z^§'gí m Nýja safnaðarheimilisbyggingin. ■ FRÍKIRKJAN í Reykjavík - Opið hús. Sunnudaginn 17. mars verður mikið að gerast hjá Fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík. Barnaguðsþjónusta verður kl. 11.00 og almenn guðs- þjónusta kl. 14.00. Að síðari guðs- þjónustunni lokinni verður opið hús í nýju safnaðarheimilisbyggingunni á mótum Skálholtsstígs og Lauf- ásvegar. Bygging hússins hófst síðastliðið haust. Húsið er nú nær fokhelt með gleri. Þar verða boðnar veitingar, húsið sýnt og kynntir notkunarmöguleikar þess. Um kvöldið verður afmælisfagnaður kvenfélags safnaðarins. Kvenfélag- v ið, sem er elsta starfandi kirkju- kvenfélag landsins, var stofnað 6. mars árið 1906 og er því 85 ára gamalt. H TÓNLEIKAR í Grindavíkur- kirkju. Mánudaginn 18. mars mun Jónas Ingimundarson, píanóleik- ari, halda tónleika í kirkjunni og hefjast þeir kl. 20.30. Jónas er löngu þekktur sem einn af okkar fremstu píanóleikurum. Á efnisskrá verða verk eftir Chopin, Schubert, Shostakovítsj o.fl. Einnig hið þekkta verk Myndir á sýningu eftir Mussorgskíj. Jónas mun út- skýra verkin fyrir tónleikagestum. Það er Tónlistarskólinn í Grindavík sem stendur fyrir þessum tónleik- um. (Fréttatilkynning) H NÁTTÚRUVERNDARFÉ- LAG Suðvesturlands stendur fyrir skoðunarferðum á farþegabátnum Hafrúnu um Kollafjörð og Skeija- fjörð sunnudaginn 18. mars. í þess- um ferðum sem eru útsýnis- og náttúruskoðunarferðir verður vor- koman í sjónum kynnt með skemmtilegum athugunum á vett- vangi. Farið verður kl. 14.00 um allan Kollafjörð og kl. 16.00 suður í Skeijafjörð. Hver ferð tekur tæpa tvo tíma. Brottför í ferðina er frá Grófarbryggju (skammt frá þar sem Akraborg leggur að). Þórunn S. Þorgrímsdóttir H ÞÓRUNN S. Þorgrímsdóttir hefur opnað málverkasýningu í Gallerí Sævars Karls, Banka- stræti 9. Hún er fædd í Reykjavík 1951. Að loknu stúdentsprófi stund- aði hún nám í myndlist og leik- myndateiknun við Hochschule fiir Angewandte Kunst 1971-72, Myndlista- og handíðaskóla íslands 1972-73 og Hochschule der Kiinste, Berlín 1973-79. Þórunn hefur hald- ið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum síðan 1979 og starf- að við leikmyndateiknun hjá Þjóð- leikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og við kvikmyndir. Verkin á sýning- unni eru unnin 1988-91. Tempera- og olíulitir á léreft. Sýningin stend- ur til 12. apríl og er opin á verslun- artíma frá 9-18 og 10-2 á laugar- dögum. A Alyktun Varðbergs: Kommúmsminn hefur beðið skipbrot VAI®BERG hélt aðalfund 28. febrúar og þar var eftirfarandi ályktun samþykkt: Undanfarin misseri hafa þjóðir heims orðið vitni að skipbroti kommúnismans í Sovétríkjunum og Mið- og Austur-Evrópu. Varð- berg fagnar nýfengnu frelsi þjóða í Mið- og Austur-Evrópu, en legg- ur áherslu á að róstur innan Sov- étríkjanna geta grandað öllum lýð- ræðislegum framförum á skömm- um tíma. Þrátt fyrir yfirlýsingar forystu Sovétríkjanna um afvopnun, hefur markviss hernaðaruppbygging átt sér stað innan Rauða hersins, og má þar nefna mikla fjölgun vígtóla á Kólaskaga og Norður-Atlants- hafi. Vegna þessa leggur Varð- berg áherslu á, að Atlantshafs- bandalagið verði áfram sterkt, bæði á hinum stjórnmálalega vett- vangi og hinum hernaðarlega. Varðberg fagnar _því frum- kvæði, sem ríkisstjórn Islands hef- ur tekið í málefnum Eystrasalts- ríkjanna, og óskar litháísku þjóð- inni velfarnaðar á leið sinni til sjálfstæðis. Varðberg leggur áherslu á, að föstu stjórnmálasambandi verði komið á milli íslands og Litháens sem fyrst, sem og annarra Eystra- saltsríkja, er þess óska. Varðberg fagnar því, að aðild- arríki Varsjárbandalagsins hafa staðfest endalok hernaðarsam- vinnu þeirra. Þetta er enn eitt dæmið um nauðsyn Atlantshafsbandalagsins, enda er fullljóst að því eru að miklum hluta að þakka hinar öru breytingar í Mið- og Austur-Evr- ópu. Atlantshafsbandalagið er enn sem fyrr mikilvægasta og traust- asta undirstaða öryggis í Evrópu. (Fréttatilkynning) H KVENFÉLAG Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur í tilefni af 85 ára afmæli félagsins skemmtikvöld fyrir safnaðarfólk og gesti þeirra sunnudaginn 17. mars. Skemmtun- in verður haldin í Templarahöll- inni við Eiríksgötu og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Skemmtiatriði og dans. Árlega hefur Kvenfélagið staðið fyrir slíku skemmtikvöldi og verið vel sótt. Væntum áfram góðr- ar þátttöku. Þú kemur til okkar með málin af eldhúsinu eða baðinu. Á meðan þú bíðurteiknum við m.a. í þrívídd á tölvustýrða teiknivél þar sem þú sérð hvernig inn- réttingarnar, sem þú hefur hug á að velja hjá Fit, koma til með að líta út í eldhúsinu hjá þér eða inni á baði. Þú ferð með teikningarnar heim og skoðar þær í ró og næði. Jafnframt færðu heim með þér verðtil- boð sem við reiknum út á örskammri stund. FIT hefur opið hús alla helgina. Þar kynnum við nýja þjónustu við þá sem eru að velta fyrir sér nýrri inn- réttingu í eldhúsið eða á baðið. Hjá Fit geturðu valið úr margs konar innréttingum og efnum og - það sem meira er - þú getur séð, áður en þú tekur endanlega ákvörðun, hvort þú hefur valið rétt. Dæmi um verð á KVIK eldhúsinnréttingu (sjá mynd): St.gr. ósamsett kr. 87.414,- St.gr. samsett kr. 92.015,- St.gr. uppsett kr. 112.060,- Opið laugardag kl. 10:00 - 16:00 og sunnudag kl. 13:00 -17:00. ♦ s5> . ■ y ♦ feaffis (Sö W BÆJARHRAUNI 8 • HAFNARFIRÐI • SIMI 651499
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.