Morgunblaðið - 16.03.1991, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991
34
Fjáraukalaga saknað
A
Arni Gunnarsson vekur athygli á vanda Ríkisspítalanna
ÁRNI Gunnarsson (A-Ne) kvaddi sér hljóðs í neðri deild í gær. Hann
vakti athygli á því að fjáraukalög fyrir árið 1991 hefðu ekki komið
fram. Eftir þessum lögum hefði verið beðið. I fjárlagaumræðunni í
desember hefði formaður fjárveitinganefndar gefið fyrirheit um að
hrikalegur vandi ríkisspítalanna yrði leystur á fjáraukalögunum.
Enn væri vandinn óleystur og stefndi í óefni.
Sjávarútvegsráðherra á Alþingi:
„Niðurrifsskrif Morg-
unblaðsins um sjáv-
arútvegsstefnuna“
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra staðhæfði í eldhúsdagsum-
ræðu að „engin önnur fiskveiðistefna væri í augsýn sem gæti notið
meirihlutafylgis í landinu". Hann gagnrýndi Morgunblaðið fyrir
„niðurrifsskrif um stefnuna í íslenzkum sjávarútvegi".
Ámi Gunnarsson sagði að stjórn
ríkisspítalanna hefði vakið athygli á
þessum vanda. Alls vantaði um 200
milljónir og væri nú svo komið að
r leitað hefði verið eftir tillögum frá
spítölunum um hvernig brugðist
skyldi við. Það væri ljóst að sparn-
aðurinn yrði að vera svo harkalegur
að ekki yrði við unað. Árni Gunnars-
son nefndi m.a. í þessu sambandi
lokun bæklunardeiida, hjartaskurð-
aðgerðir yrðu helmingi færri og glas-
afijóvgunum yrði frestað. Árni taldi
ekki vonum seinna að reyna að fá
á hreint hvernig þessu yrði afstýrt.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra sagði að fulltrúar heil-
brigðisráðuneytis og ijármálaráðu-
-neytis væru að skoða málið og
myndu gera tillögur. Það hefði verið
skoðun sín og Alþýðubandalagsins
að það þyrfti að kveða þingið saman
síðari hluta maí að afloknum kosn-
ingum og þá ætti að takast að af-
greiða þetta mál með viðhlítandi
hætti.
Frumvörpin, sem heilbrigðisráð-
herra hefur lagt fram, eru annars
vegar til breytingar á lyfjalögum
og hins vegar á Iögum um lyfja-
dreifingu. Helsta breytingin, sem
gert er ráð fyrir í frumvörpunum,
er stofnun Lyfjastofnunar ríkisins,
sem annast á fyrir hönd ráðherra
atriði sem snúa að innflutningi lyfja,
dreifíngu, sölu, framleiðslu, gæða-
eftirlit, svo og upplýsingaskyldu og
þjónustu við þá aðila, sem sýsla
A með lyf.
Guðmundur Bjamason heilbrigð-
isráðherra staðfesti að verið væri
að skoða þetta mál og það yrði
væntanlega á dagskrá næsta fundar
ríkisstjórnarinnar.
Miklar umræður urðu um frum-
varp til fjáraukalaga og vöntun á
því. Pálma Jónssyni (S-Nv) renndi
sterklega í gmn að fjármálaráðherra
væri að leyna vondum hag ríkissjóðs
sem ekki yrði undan vikist að kæmi
fram í fjáraukalögum. Friðrik Sop-
husson (S-Rv) taldi aðgerðir og að-
gerðaleysi fjármálaráðherra miða að
því að vísa reikningunum á næstu
ríkisstjóm sem tæki við eftir kosn-
ingarnar.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra vísaði gagnrýni sjálf-
stæðismanna á bug, einkum „dylgj-
um“ Pálma Jónssonar. Hann sagði
að þótt sumir hneyksluðust á miklum
umsvifum í fjármálaráðuneytinu þá
væru þar miklar annir og fáliðað við
gerð fjáraukalaganna. Fjármálaráð-
herra fór fram á það að nefndar-
í frumvarpi til breytingar á lyfja-
lögum er enn fremur gert ráð fyrir
að fyrirkomulagi við verðlagningu
lyfja verði breytt á þann veg, að
Lyfjastofnun taki að sér að semja
um innkaupsverð og segir í athuga-
semdum við frumvarpið að með því
að einn stór aðili annist slíka samn-
inga megi ná fram lækkun á inn-
kaupsverði.
Einnig er gert ráð fyrir að
greiðslufyrirkomulag Trygginga-
stofnunar fyrir þjónustu lyfjabúða
menn í ijárveitinganefnd kæmu hið
fyrsta saman á fund með sínum full-
trúum í fjármálaráðuneytinu og
kynntu sér á hvaða stigi vinnan væri.
Árni Gunnarsson minnti á að það
yrði að leysa þau vandamál sem
hann hefði vakið máls á. Vandinn
hefði lengi blasað við en stjóm rík-
isspítalanna yrði að fá vitneskju
fljótlega um hvernig þessi vandi yrði
leystur.
Fyrirspurn Pálma Jónssonar var
eftirfarandi: Hvemig hyggst ríkis-
stjómin mæta 200 milljóna króna
niðurskurði á fé Lánasjóðs íslenskra
og annarra dreifingaraðila verði
þannig að það verði að hluta til í
formi þóknunar og að hluta í formi
stiglækkandi álagningar. í greinar-
gerð með frumvarpinu kemur fram,
að með þessu sé ætlunin að draga
úr því sambandi, sem nú sé milli
fjölda lyfseðla, lyfjaverðs og af-
komu apóteka með það fyrir aug-
um, að jafna afkomu þeirra. Þá er
í frumvarpinu gert ráð fyrir að
deildarskiptum sjúkrahúsum og
heilsugæslustöðvum verði heimilað
að annast dreifíngu lyfja til almenn-
ings.
í frumvarpi um lyfjadreifingu em
gerðar breytingar til samræmis við
þær breytingar, sem frumvarp til
lyfjalaga hefur í för með sér.
Sjávarútvegsráðherra sagði í eld-
húsræðu sinni að þeir, sem væru
andvígir núverandi fiskveiðistefnu,
vildu „ýmist frjálsar veiðar úr heild-
armagni, fiskvinnslu- eða byggða-
kvóta og síðast en ekki sízt sölu
veiðileyfa með einum eða öðrum
hætti“. Ríkjandi stefna væri hins
vegar „málamiðlun ólíkra hags-
muna sem verður að varðveita“.
Orðrétt sagði hann:
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur gef-
ið það í skyn með Morgunblaðið í
broddi fylkingar að móta verði ein-
hveija nýja stefnu. Á landsfundi
flokksins kom það eitt fram að
flokkurinn myndi kreíjast þess
að fá sjávarútvegsráðuneytið í sinn
hlut, fengi hann til þess fylgi í kosn-
ingunum. Það er mjög merkilegt
námsmanna sem ákveðinn var við
afgreiðslu fjárlaga: a) með beinni
skerðingu námslána, b) með breyt-
ingum á verksviði sjóðsins?
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra sagði að á fyrri hluta þessa
árs væri ekki um það að ræða, að
óbreyttum útlánaforsendum og öðr-
um aðstæðum, að nauðsynlegt væri
að grípa til neinna nýrra takmark-
ana í reglum Lánasjóðs íslenskra
námsmanna. Það væri hins vegar
hugsanlegt að á síðari hluta ársins
þyrfti að taka tillit til nýrra að-
Það var mál manna að Guð-
mundur Ágústsson formaður alls-
heijamefndar hefði neitað að
mæla fyrir frumvarpinu um stjórn-
arskrárbreytingar sem, m.a. kveða
á um að Alþingi skuli starfa í einni
málstofu, nema að fmmvarpi
dómsmálaráðherra um sjóðshapp-
drætti til kaupa á björgunarþyrlu
yrði tryggður framgangur.
Komið hefur fram að stjómar-
andstaðan telur að ekki eigi að
ijármagna þyrlukaupin með happ-
drætti. Hún telur að vafasamt sé
að fjármagna opinberar þjóðþrifa-
framkvæmdir með spilafíkn auk
þess sem þessi markaður sé þraut-
setinn af ýmsum góðgerðarstofn-
unum og opinbert happdrætti sé
vafasöm samkeppni. Þá færir
stjórnarandstaðan fram þau rök
að þegar sé búið að ganga frá
heimildum í lánsfjárlögum til að
festa kaup á björgunarþyrlu og
happdrættið því óþarft.
Eftir að fundahöldum í hliðar-
herbergi lauk um fimmleytið vora
að flokkurinn skuli gefa út í álykt-
unum sínum slíkt stefnumál um
þetta eina ráðuneyti í Stjómarráði
Islands. Heldur Sjálfstæðisflokkur-
inn að íslenzkir kjósendur láti sér
það nægja að fá engin svör um
það, hvað hann vill gera í þessum
mikilvæga málaflokki eða er svars-
ins ef til vill að leita í endalausum
ritstjómar- og leiðaraskrifum
Morgunblaðsins þar sem finna má
stöðug niðurrifsskrif um stefnuna
í íslenzkum sjávarútvegi? Það eina
sem hægt er að lesa út úr þeim
skrifum er að fiskveiðiréttindin eigi
að_ selja á uppboði, líklega ásamt
RÁS 2 og einhveiju fleiru. íslenzkt
þjóðfélag með dreifða byggð og
margslungna hagsmuni verður ekki
rekið á uppboðsmarkaði íhaldsins."
stæðna.
„Síðastliðið haust þurfti að bæta
við Lánasjóð íslenskra námsmanna
á fjáraukalögum 500 milljónum
króna og svo var einnig haustið
1989. Ástæðan var sú að náms-
mönnum fjölgaði mjög verulega og
samsetning námslandanna breytt-
ist. Ég sé enga ástæðu til að taka
ákvörðun um niðurskurð á þjónustu
Lánasjóðs íslenskra námsmanna á
þessu stigi málsíns. Ég tel að þetta
séu mál sem þurfi að athuga þegar
Iíður á haustið þegar fyrir liggur
hver Fjöldi námsmanna verður,“
sagði Svavar.
Pálmi sagði menntamálaráðherra
hafa í hyggju að halda óbreyttu
lánahlutfalli og óbreyttu verksviði
sjóðsins á meðan að núverandi ríkis-
stjórn sæti en láta skerðinguna á
því fé sem hún hefði ákveðið koma
til framkvæmda þegar hún væri
farin frá.
greidd atkvæði um happdrættis-
frumvarpið. Það var samþykkt og
sent til neðri deildar. Síðar var
fmmvarpið um breytingar á
stjómarskránni tekið til umræðu
og mælti Guðmundur Ágústsson
fyrir málinu.
Guðmundur Ágústsson sagði í
samtali við Morgunblaðið að hann
teldi það ekki stórmannlega af-
stöðu að vísa reikningum til fram-
tíðar og yfir á aðra. Menn væm
oft viljugir til að láta aðra borga
fyrir þá eyðslu sem ákveðin væri.
Á honum var líka að skilja að af-
greiðsla mála væri spurning um
forgang en hann vildi ekki segja
að deilan hefði öðm fremur snúist
um sjóðshappdrættið. Guðmundur
Ágústsson dró ekki dul á það að
hann hefði viljað tryggja tveimur
fmmvörpum í neðri deild greiðari
leið, framvarpi um opinbera rétt-
araðstoð og frumvarpi um að sam-
félagsþjónusta gæti komið í stað
fangelsisvistar.
Með lögnm skal land byggja
Fjöldi frumvarpa var sam-
þykktur sem Iög frá Alþingi í
gær. Má þar m.a. nefna:
Pjárlaga- og hagsýslustofnun
Fmmvarp um breytingar á
skipun Stjómarráðs Islands var
samþykkt sem lög frá Alþingi í
gær. Lögin gera ráð fyrir að Fjár-
laga- og hagsýslustofnanir verði
sameinuð fjármálaráðuneyti.
Breytingar á kosningalögum
Fmmvarp til laga um breyting-
ar á lögum um kosningar til Al-
þingis var samþykkt sem lög frá
Alþingi í gær með þrettán sam-
hljóða atkvæðum. Lögin fela í sér
nokkrar breytingar á atriðum
varðandi kosningar, m.a. á fram-
boðsfresti og meðmælendatölu.
Listamannalaun
I efri deild var fmmvarpið um
listamannalaun samþykkt. Á síð-
ari stigum við afgreiðslu málsins
hafði komið fram ágreiningur um
hvenær lögin skyldu taka gildi.
Meirihluti menntamálanefndanna
í báðum deildum lagði til að þau
tækju gildi þegar í stað en minni-
hlutinn vildi að það yrði um næstu
áramót. Sú málamiðlun tókst að
þau taka gildi 1. september 1991
nema fjárhagsákvæði þeirra sem
taka gildi 1. janúar 1992.
Prestar fyrir kjaradóm
Prestafélag íslands fór þess á
leit að laun presta yrðu ákveðin
fyrir kjaradómi. Alþingi hefur
orðið við þeirri málaleitan. Kenni-
menn bentu á að þeim væri þvert
um geð og nánast ókleift að fara
í verkfall með öðmm launþegum
í BHMR. Efri deild samþykkti
einnig ný lög um Byggðastofnun
og ennfremur lög um Útflutn-
ingsráð íslands.
Lyfjastofnun ríkisins sljórni
verðlagningu og dreifingu lyfja
Heilbrigðisráðherra, Guðmundur Bjarnason, hefur lagt fram á
-»-Alþingi tvö frumvörp um stjórnun lyfjamála í landinu. Samkvæmt
þeim verður stofnuð Lyfjastofnun ríkisins, sem hafa á með höndum
samninga um kaup á lyfjum frá erlendum og innlendum aðilum,
verð lyfja, afhendingu, birgðahald og dreifingu til þeirra aðila, sem
sjá um afhendingu lyfja til neytenda. ,
Námslán verða ekki skert
- segir Svavar Gestsson menntamálaráðherra
Pálmi Jónsson (S-Nv) innti menntamálaráðherra eftir því á AI-
þingi í gær hvernig ríkisstjórnin hyggðist mæta 200 milljóna króna
niðurskurði á fé Lánasjóðs islenskra námsmanna sem ákveðinn var
við afgreiðslu fjárlaga. Svavar Gestsson menntamálaráðherra sagði
að framfærslulán námsmanna yrðu ekki skert en bætti því við að
hugsanlega þyrfti að endurskoða þessi mál þegar líða tæki á haus-
tið. Pálmi Jónsson sagði menntamálaráðherra hafa tekið ákvörðun
um niðurskurð á fé til íslenskra námsmanna en halda óbreyttu lána-
hlutfalli og verksviði sjóðsins þangað til það kæmi í hlut annarra
að taka út skerðinguna.
Tafir í efri deild
Spurning um forgang mála, segir
Guðmundur Ágústsson
Nokkrar tafir urðu ítrekað á fundahaldi í efri deild Aiþingis í
gær. Deildarforseti og þingmenn hurfu af og til í hliðarherbergi.
Orsakanna mun hafa verið að leita í harðfylgi Guðmundar Ágústs-
sonar (B-Rv).