Morgunblaðið - 16.03.1991, Side 41

Morgunblaðið - 16.03.1991, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991 Urslitakeppni í eðlisfræði um haldinn um helgina FORKEPPNl Landskeppni í eðlisfræði fór fram í áttunda sinn 26. febrúar sl. sem Eðlisfræðifélag' Islands og Félag raungreinakennara gangast fyrir. Keppnin fór fram í 13 framhaldsskólum víðsvegar um landið og var í því fólgin að svara 25 krossaspurningum á 120 mínútum. 143 þátttakendur skiluðu lausnum sem er svipaður fjöldi og mest hefur verið áður. Efstu keppendurnir voru Halldór Narfi Stefánsson og Magnús Stef- ánsson með 28 stig af 30 möguleg- um. Þeir eru báðir í MR og kepptu báðir með liði íslands á Olympíu- leiknum í eðlisfræði sem haldnir voru í Hollandi í fyrra. Birgir Örn Arnarson MA, náði 27 stigum og Trausti Þórmundsson, MS, náði 26 stigum. Jöfn með 25 stig voru ÁRLEGUR kirkjudagur Safnað- arfélags Ásprestakalls er á morgun, sunnudaginn 17. mars Um morguninn verður barna- guðsþjónusta í Áskirkju kl. 11 og síðan guðsþjónusta kl. 14. Sig- urður Björnsson syngur einsöng, sóknarprestur predikar og kirkjukór Áskirkju syngur undir sljórn Krisljáns Sigtryggssonar organista. Eftir guðsþjónustuna og fram eftir degi verður kaffisala safnaðar- félagsins_ í Safnaðarheimili Ás- kirkju. Ágóði af henni rennur óskíptur til framkvæmda við kirkj- Kristín Friðgeirsdóttir, MR, og Sig- þór Sigmarsson, MS. Til úrslitakeppninnar sem fram mun fara í Háskóla íslands nú um helgina 16. og 17. mars er boðið 12 þátttakendum, 6 þeim ofan- greindu og 6 þeim næstu sem upp- fylla aldursskilyrði Ólympíuleik'- anna í eðlisfræði. í úrslitakeppninni munu keppendur glíma við fræðileg una og henni til prýðis, en kirkju- dagurinn hefur lengi verið einn helsti fjáröflunardagur félagsins sem á stóran þátt í byggingu kirkj- unnar og búnaði hennar. Eins og jafnan á kirkjudaginn verða glæsilegar veitingar á boð- stólum og vonast er til að sem flest sóknarbörn og velunnarar Áskirkju leggi leið sína til hennar á sunnu- daginn til að njóta góðra stunda og styðja starf safnaðarfélagsins. Bifreið mun flytja íbúa dvalar- heimila og annarra stærstu bygg- inga sóknarinnar að og frá kirkju. verkefni úr eðlisfræði í 3 stundir og framkvæma tilraunir ásamt skýrslugerð í 4 stundir að fyrirmynd Ólympíuleikanna í eðlisfræði. Verð- launaafhending fer fram 17. mars og eru veitt bókaverðlaun fyrir góð- an árangur í forkeppninni en pen- ingaverðlaun fyrir góðan árangur í úrslitakeppninni. Það er Morgun- blaðið sem stendur straum af öllum kostnaði við framkvæmd Lands- keppninnar. Allt að 5 efstu keppendur í úr- slitakeppninni munu verða fulltrúar íslands á 22. Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem haldnir verða í Ilav- ana á Kúbu 1.-9. júlí nk. Þeir þurfa þó að uppfylla það skilyrði leikanna að vera yngri en tvítugir 30. júní og hafa ekki hafið háskólanám. Þetta verður í áttunda sinn sem íslendingar taka þátt í leikunum. Morgunblaðið/Þorkell Myndsaumur í Hafnarfirði notar tölvustýrða útsaumsvél við merk- ingu fatnaðar. Kirlgudagur Safnaðar- félags Asprestakalls Myndsaumur merkir fatnað STOFNSETT hefur verið nýtt fyrirtæki sem ber heitið Mynd- saumur og sérhæfir sig í merk- ingu á fatnaði. Notar það tölvu- stýrða útsaumsvél og er hægt, að merkja bæði fatnað í framleiðslu eða fullsaumaðan fatnað. Myndsaumur er til húsa á Hellis- götu 17 í Hafnarfirði. Ekki er kraf- ist lágmarkspöntunar og er verð á merki eða nafni kr. 500 en afslátt- ur veittur af magnpöntunum. Hjá Myndsaumi er einnig hægt að fá saumuð sérhönnuð merki. Fyrirtækið sér einnig um að útvega * fatnað, sem óskað er eftir. Úr fréttatilkynningu Morgunblaðið/Arnór Undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni stendur nú yfir á Hótel Loftleiðum. 32 sveitir víðs vegar að af landinu taka þátt í mótinu. Myndin var tekin í gær þegar austfirðingar (Trésíld) spiluðu gegn vestlendingum.(Sjóvá/Almennar) Talið frá vinstri: Ásgeir Methúsalem- sson, Ólafur G. Ólafsson, Friðjón Vigfússon og Guðjón Guðmundsson. ___________Brids______________ AmórRagnarsson Bridsfélag kvenna Sl. mánudag hófst parakeppnin sem verður 3ja kvölda, 36 pör mættu og var spilað í þremur riðlum, úrslit: A-riðill Sigríður Pálsdóttir - Eyvindur Valdemarsson 200 Sigrún Pétursdóttir - Sveinn Sigurgeirsson 187 yéný Viðarsdóttir—Jónas Elíasson 181 Olína Kjartansdóttir - Guðlaugur Sveinsson 180 B-riðilI. Erla Ellertsdóttir — Hálfdán Hermannsson 195 Ólafía Jónsdðttir — Baldur Ásgeirsson 194 Margrét Margeirsdóttir - Gissur Gissurarson 193 Hrafnhildur Skúladóttir - Jörundur Þórðarson 186 C-riðill: Guðrún Jörgensen - Þorsteinn Kristjánsson 204 Nanna Ágústsdóttir — SigurðurÁmundason 188 Rósa Þorsteinsdóttir - Ásgerður Einarsdóttir 185 ÞorgerðurÞórarinsd. - Steinþór Ásgeirsson 176 Meðalskor 165 Hjónaklúbburinn Si. þriðjudag hófst sveitakeppnin sem jafnframt er síðasta keppni vetr- arins, einungis 10 sveitir mættu, sem er lélegasta þátttaka um árabil. Eftir tvær umferðit- er staða efstu sveita þannig: Sv. Drafnar Guðmundsdóttur 47 Sv. Sigrúnar Steinsdóttur 39 Sv. Ástu Sigurðardóttur 33 Sv. Kolbrúnar Indriðadóttur 33 Páskamót Bridsfélags Norðfjarðar Hið árlega páskamót Bridsfélags Norðfjarðar verður haldið í Egilsbúð laugardaginn 30. mars og hefst kl. 12.30. Mótið er öllum opið og gefur silfurstig. Þátttökugjald er kr. 6.000 á parið og er í því innifalinn kvöldverður í Hótel Egilsbúð. 1. verðlaun kr. 50.000. 2. verðlaun kr. 30.000. 3. verðlaun kr. 20.000. Þrjátíu og tvö pör komaát að á mótinu og tilkynnist þátttaka til Elmu Guðmundsdóttur í síma 97-71532, fyrir 25. mars. Bridsfélag Suðurnesja Meistaramót BS stendur nú yfir og er lokið þremur umferðum af níu. Spilaðir eru 32 spila leikir. Fresta hefir þurft tveimur leikjum . en staða efstu sveita er nú þessi: Fasteignaþjónusta Suðurnesja 62 Grethe íversen 49 Logi Þormóðsson 48 + frest. Björn Blöndal 42 + frest. Eysteinn Eyjólfsson 42 + frest. Arnar Arngrímsson 36 MITSUBISHI GALANT stallbakur □ 5 manna lúxusbíll □ Sjálfskiptur eða handskiptur □ Eindrif eða sítengt aldrif (4WD) □ Sígilt útlit □ Verð frá kr. 1264.320 GALANT hlaðbakur □ Sjálfskiptur eða handskiptur □ Eindrif eða sítengt aldrif (4WD) □ 5 manna fólksbíll breytanlegur í 2 manna bíl með gríðarstórt farangursrými □ Verð frá kr. 1286.400 A MITSUBISHI MOTORS OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ I<L. 9 - 18 OG LAUGARDAGA FRÁ I<L. 10 - 14 HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI 695500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.