Morgunblaðið - 16.03.1991, Page 42

Morgunblaðið - 16.03.1991, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991 Jón Gunnarsson á Þverá — Minning Kveðja til afa á Þverá „Guð leiði þig, en likni mér sem lengur má ei fylgja þér, en ég vil fá þér engla vörð. Mín innsta hjarta bænargjörð.“ (Sálmur Karl Gerok, „Svanhvít") Við þökkum afa okkar fyrir allt. Guð ieiði hann. Bjössi og Ásdís írena. 8144 er farinn úr loftinu. Við náum ekki sambandi við hann á hefð- bundnum tíðnibylgjum. Það er tákn- rœnt að við fengum fréttir af láti hans í gegnum talstöð. Okkur setti hljóða, þarna var höggvið skarð sem ekki verður fyllt. Kynni okkar hófust í talstöð, en þróuðust í að vera vin- átta og tryggð, sem ég mun búa að alla mína ævi. Jón Gunnarsson (Jón bóndi) eins og hann var ávallt nefnd- ur í okkar hópi, var einstæður mað- ur, stórhuga og víðsýnn, enda vel heima í öllu sem snerti tækni og hagnýt vísindi. Hann var völundar- smiður og útsjónarsemi hans var með ólíkindum. Alltaf fann hann bestu og hagkvæmustu leiðina til að út- færa verkið sem átti að framkvæma. Margar kvöld- og næturstundir átt- um við saman í talstöðinni og töluð- um um heimsmálin, eða bara daginn og veginn, en mér eru minnisstæðar stundirnar, sem ég átti með þeim hjónum á heimili þeirra á Þverá. Sama var hvenær komið var, alltaf var tekið á móti okkur af sömu hlýju og vináttu, sem þeim hjónum var einum lagið. Það eru forréttindi að hafa kynnst manni, eins og Jóni Gunnarssyni, og hafa átt hann sem vin og leiðbeinanda. Ég votta konu hans og tryggum lífsförunaut Kristínu Þorleifsdóttur, samúð mína svo og fjölskyldunni allri. Gunnar Borg Jón Gunnarsson bóndi á Þverá er látinn. Eftirminnilegur persónuleiki óvænt horfinn af okkar sjónarsviði. Söknuður leitar á hugann við tilhugs- unina um autt sæti hans á heimili þeirra Kristínar Þorleifsdóttur konu hans og fjölskyldunnar á Þverá. Við síðustu samfundi okkar á heimili þeirra síðastliðið sumar var rætt um væntanlegt sjötugsafmæli Jóns í ágúst á komandi sumri, er mundi verða tilefni fjölmenns fjöl- skyldumóts með börnum þeirra hjóna, fjölskyldum þeirra, systkinum og stórum vinahópi. En þeim tíma- mótum náði Jón ekki. Hann lést á sínu kæra heimili að Þverá þann 6. mars. Þó hafði heilsufar hans ekki bent til svo skjótra umskipta. En ef til vill er best að kveðja þennan heim með sem stystum fyrirvara. Þessum fáu kveðjuorðum er ekki ætlað að rekja náið æviferil og ættir Jóns Gunnarssonar enda múnu aðrir kunnugri verða til þess. Efst í huga er okkur að þakka persónuleg kynni og liðnar samverustundir með þeim þjónum í rúman hálfan annan ára- tug. Þegar leiðir okkar lágu fyrst sam- an hafði Jón náð þeim aldri að bestu starfsár hans voru að mestu að baki. Auðsætt var að þar var mikill starfs- maður á ferð og ævistarfið fjölþætt og stórt í sniðum, unnið af hugviti og dugnaði. Hann var fæddur 8. ágúst 1921 að Kirkjubóli í Valþjófs- dal við Önundarfjörð en ólst upp að Hofi í Dýrafirði í stórum systkina- hópi hjá foreldrum sínum, Gunnari Guðmundssyni og Guðmundu Jóns- dóttur. En hún dvelur nú aldurhnigin á Þingeyri. Stórbrotið landslag Vest- fjarða er líklegt að móta skapgerð og starfsvilja hraustra og tápmikilla unglinga og bar Jón það með sér. Fyrstu starfsárin voru þar, síðan í Reykjavík þar sem þau Kristín reistu sér heimili ung að árum. Á þeim árum vann Jón við bifreiðaakstur og tók m.a. þátt í stofnun Samvinnufé- lagsins Hreyfils. Eftir fárra ára bú- setu í Reykjavík tók líf þeirra hjóna nýja stefnu, þau fluttust að Þverá í Eyjahreppi, æskuheimili Kristínar þar sem foreldrar hennar, Þorleifur Sigurðsson og Halldóra Ásgeirsdóttir Minning: Rósa Stefáns- dóttir á Reykjum Fædd 18. september 1938 Dáin 10. mars 1991 Mælihnjúkur himinhái var hulinn bak við ský á sunnudaginn var, dag- inn, sem hún Rósa á Reykjum háði sitt lokastríð. Það er autt rúm á fal- lega heimilinu þeirra Indriða og frændur og sveitungar drúpa höfði með honum í mikilli sorg. Þóra Rósa hét hún fullu nafni og munu þær hafa verið fleiri skagfirsku stúlkurnar, sem báru nafn maddömu Þóru Rósu Sigurðardóttur, sem missti mann sinn ung og barnlaus á Miklabæ á iiðinni öld. En Rósa á Reykjum var hún ætíð kölluð, enda hafði hún verið þar húsfreyja í meir en 20 ár. Foreldrar hennar voru Stef- án Rósantsson og kona hans, Helga Guðmundsdóttir, sem byijuðu bú- skap á Ytri-Mælifellsá á Efribyggð, en fengu brátt ábúðina á Gilhaga á Fremribyggð. Var það um það leyti sem Rósa fæddist, en hún var í heim- inn borin 18. september 1938. Hún er því fædd og uppatin í Lýtings- staðahreppi og var Gilhagi hennar andans óðal, enda er þar skjóllegt og heimafallegt. Systkinahópurinn varð stór og hýrlegur og heimilið griðastaður gleði og góðrar menntar. Þeim systkinum var gefín tónlistar- gáfa í vöggugjöf, sem og ljóðhneigð, og var þeim margt til lista lagt, sem kallað er. Ýmiss konar veikindi og áföll steðjuðu að fjölskyldunni eins og alls staðar var og er enn og var Rósa ung húsmóðir í Gilhaga í veik- indum móður sinnar. En viðbrugðið, hve hlýlegt hið bókvísa heimiii Hélgu í Gilhaga var og garðurinn hennar fallegur, þegar gróðurinn kom undan snjónum miiíi brekku og bæjarhúsa á nýja bæjarstæðinu, sem þau Stefán völdu sér, þegar þau byggðu upp á daiabænum sínum. Mikill tegunda- Qöldi var í Gilhagagarði og unun að skoða hann eins og síðar garðinn við nýja húsið þeirra Rósu og Indriða Jóhannessonar á Reykjum í Tungu- sveit. Sérstaklega skal minnst skjól- stæðinga Gilhagafjölskyldunnar, Pálu systur Stefáns, er þar var jafn- an áufúsugestur eiris og svo margir fleiri, og Rósants sonar hennar, en hann átti löngum sitt annað heimiii í Gilhaga og loks að öllu, er hann öryrkirm yar orðinn einn fyrir norðan. Rósa átti heima í Gilhaga, uns hún fluttist að Reykjum, en vann töluvert út í frá, m.a. með Maríu á Ljósal- andi við mötuneyti Steinsstaðaskóla. Tveggja vetra skóladvöl átti hún hjá Ingibjörgu Jóhannsdóttur á Löngu- mýri 1957-59 og kenndi síðar vél- pijón þar á húsmæðraskólanum. Rósa var listfeng og frábærlega hög á hönd og svo var líka svo mikil- svert, hve glatt hún gerði í kringum sig, þessi félagslynda, söngelska stúlka. Flyt ég sérstakar kveðjur Ingibjargar skólastjóra og þakkir til Rósu, en hún minnist hennar sem afbragðs annarra nemenda og elsku- legrar vinkonu. Kynni okkar Rósu tókust vorið 1972, þegar við hjónin fluttum að Mælifelli ásamt börnum okkar. Þá voru þau Indriði að reisa sér vandað hús suður frá staðnum á Reykjum. Á undra skömmum tíma stóð þar búið og prýtt heimiii ötullar húsmóð- ur, þótt alltaf stundaði hún útistörfín einnig mað bónda sínum. Og ekki leið á löngu, þar til plönturnar, sem hún sótti heim í Gilhaga, tóku að lifna og vaxa við hinn nýbyggða bæ. Grænmetisgarðurinn var og þroska- vænlegur og natni hennar mikil þar sem annars staðar. Þá var hún dýra- vinur og mátu málleysingjarnir hinar hlýju hendur. Reykjakirkja var endurvígð vorið 1976. Átti sóknin Rósu að um mannahald við endurbygginguna og svo jafnan síðan við umönnun kirkju- hússins, en fallegir munir sem altar- isdúkurinn, er hún saumaði, minna á hagleik hennar og smekkvísi. Þá sungu þau Indriði bæði í kirkjukór Mælifellsprestakalls á áralöngu bili. Þátttaka Rósu í hvers konar menn- ingar- og líknannálum- var mikil og einlæg. Getið skal þar kvenfélagsins, starfa hennar innan þess, fundarsetu og skemmtanahalds; því ef lesa átti upp, var hún alltaf beðin fyrst af öllum, síðast nú í vetur, er Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps heimsótti Sjúkrahús Skagfirðinga. Þá er ótalinn stór þáttur í starf- sævi Rósu á Reykjum, en það er starf húsvarðar félagsheimilisins Árgarðs. Þar var hún sú, sem allir treystu á, miðpunktur heimilishaldsins, og snyrtimennska hennar og alúð við störfín urðu til þess, að góð um- gengni þykir þar sjálfsögð. Öilum hlutum var vel borgið í höndum Rósu og ekki aðeins hlutum, heldur og ekki síður samferðamönnunum, hvort heidur voru böm í sumardvöl, skyld og óskyld, eða veikir með henni á sjúkrahúsum. Hlýja hennar vermdi og gleðin gladdi, meðan þess var nokkur kostur. Það var erfítt að skilja við Rósu og Indriða, er við fluttum frá Mæli- felli. Auðvitað var gist á Reykjum síðustu nóttina, er allt var orðið tómt. Rósa á Reykjum og Helga í Gilhaga glöddu góðvini í fjarlægð með bréf- unum sínum mörgu og fagurlega skrifuðu. Þungbær veikindin lögðust loks yfír eins og skýin á Mælifellshnjúkinn _á sunnudaginn var. Morguninn eftir var albjart um fjöll og dali. Þau tákn vom skrifuð. Guð blessi okkur öllum minningarnar. Guðrún L. Ásgeirsdóttir, Prestbakka Þegar dauðinn kallar, veit enginn hver næstur er. Góður granni er horfmn, ófyllt stendur skarðið eftir. Þau Rósa og Indriði á Reykjum voru nágrannar mínir um 15 ára skeið og ljúfar minningar frá þeirra söngelska og gestrisna heimili hóp- uðust fram i hugann þegar ég frétti af andláti Rósu. Oft hitti ég þau líka í glæsilegu félagsheimili Lýtinga, Árgarði, en þar voru þau lengi hús- verðir og sköpuðu þar notalegri heimilisblæ en ég hef kynnst í sam- bærilegum húsum. Rósa undi best þar sem söngurinn ómaði, hún söng altröddina á kirkju- loftinu í Reykjakirkju, tók þátt í glað- yærum kvöldum með Heilsubótar- höfðu búið og bjuggu raunar enn um sinn ásamt þeim. Eitt af fyrstu verkefnunum sem Jón tók sér fyrir hendur á Þverá var að reisa vatnsrafstöð fyrir heimilið og er hún enn virk. Með búskapnum á Þverá stundaði Jón ýmiss konar sjálfstæða vinnu, byggði m.a. vatnsrafstöðvar fýrir heimili í sveitum víða um land, vann að vélaviðgerðum en stærstu verk- efnin munu hafa verið við lagningu vega og önnur stór verk sem hann tók að sér og vann að með eigin kórnum í Árgarði, á heimili þeirra Indriða æfði fyrsta húsnefnd Árgarðs fjórradda söng ásamt mökum og skemmti sveitungunum með kórsöng á Þorrablótinu. Þetta framtak varð til þess að næstu húsnefndir töldu sér skylt að hafa frumkvæði um sam- komuhald í húsinu. Gestkvæmt var á Reykjum enda hlýlega tekið móti gestum. Við Stairi sonur minn nutum þess að stutt var milli bæja. Þegar ég var kvöldum saman á söngæfíngum, rölti hann þangað útéftir og fann þar traust athvarf. Húsráðendur gáfu sér tíma til að grípa í spil við lítinn stubb eða rabba um heiminn og héraðið. Byggðin á Reykjum og Stemsstöð- um teygir sig með Svartárbökkum, horfír mót vestri en hefur Blönduhl- - íðarfjöll að bakhjarli. í þau hvítnaði fyrst á haustin þó hlýtt væri við lau- garnar í byggð. Goðdalakistan naut sín best við himinroða skammdegis- morgna en Mælifellshnjúkurinn átti vordaginn í sunnanþey. Þetta voru góðir nágrannar ásamt þeim er sam- an sungu á dimmum vetrarkvöldum. Þáttur þeirra Rósu og Indriða í þess- um hiýju minningum er stór. Þær er Ijúft að rifja upp og þakka. í dag er Rósa borin til nioldar í Reyk- jakirkjugarði eftir hart sjúkdómsstríð er leiddi hana til dauða. Drottinn blessi henni heimkomuna. Indriða sendi ég hlýjar samúðarkveðjur. Heiðmar Jónsson vinnutækjum. Varð hann því oft að vera fjarri heimili sínu. Ef til vill hefur það átt sinn þátt í að hann vildi helst ekki að heiman fara síðustu árin. En Kristín kona hans var með líf og sál við búskapinn og heimilið ásamt börnum þeirra. Þau eignuðust sjö böm og varð heimilið mannmargt og traust fjölskyldu- heimili, opið vinum og vandamönn- um. Fyrir fáeinum árum ókum við með þeim hjónunum vestur í Dali um Heydalaveg, en þann veg hafði Jón á sínum tíma lagt með stórvirkum vinnuvélum sem hann sjálfur átti og stýrði ásamt sonum sinum. Auðvelt var að hrífast af ákafa hans og starfsgleði þegar hann lýsti vinnunni við þennan áfanga í vegagerð, sem reyndist hin þarfasta fýrir samgöng- ur í þessu svæði. Fyrir allmörgum árum attum vio samleið með þeim hjónum til útlanda og minnumst þeirrar samfylgdar með ánægju. Jón var eins og honum var lagið fullur áhuga á því sem fyrir augu bar. Umræðuefni skorti ekki í návist hans, fjölmörg málefni voru honum hugleikinn allt frá þjóðmálum til tækninýjunga. Á síðustu árurn lagði Jón stund á fjarskiptatækni, setti upp fullkominn fjarskiptabúnað á heimilinu og tók þátt í samskiptum radíó-áhuga- manna víðsvegar um heim. Skemmti- legar stundir áttum við hjónin í bæki- stöð hans þar sem hann hafði mót- töku- og senditæki, sem veittu hon- um fróðleik og ánægju. Á síðasta sumri nutum við þess að sitja með þeim hjónunum í heimilishlýjunni á Þverá og fylgjast með nýjum fréttum beint frá erlendum sjónvarpsstöðv- um, sem Jón hafði af hugviti og hagleik leitt inn á heimilið. Ekki kom okkur til hugar, þegar við kvöddum þau hjón eftir góðar móttökur þessa sumardaga, að við værum að kveðja Jón í síðasta sinn. En vegna þess hvað hann var orðinn heimakær á Þverá, var hann sjaldnar á ferð hjá okkur í Reykjavík. Söknuðum við þess. Hressandi andblær fylgdi hon- um, einlægni og glaðværð þegar hann kom á heimili okkar. Jón Gunnarsson var af stórum ættstofni kominn og samheldnum. Má í því sambandi nefnda fjölskyldu- og ættarmót, sem haldið var á Hvanneyri fyrir fáum árum, þar sem munu hafa komið saman nær sex hundruð manns; Jón átti einnig stór- an fjölskylduhóp barna og bama- barna, sem öll eru í nánum tengslum við heimilið á Þverá. Hann á því að baki fijótt og farsælt lífsstarf og stóran og efnilegan hóp afkomenda og fjölskyldufólks. En fáir komast hjá áföllum og sársauka í lífinu. Það reyndi Jón einnig á lífsferli sínum, en um það var hann ekki margorður í daglegri umgengni. Með þakklæti fyrir samleið og ógleymanlegar stundir með ijölskyld- unni á Þverá, kveðjum við Einar nú Jón Gunnarsson. Einlægar samúðar- kveðjur sendum við Kristínu eigin- konu hans, börnum þeirra og fjöl- skyldunni allri. Einnig aldraðri móð- ur hans á Þingeyri. Þuríður Árnadóttir Passíublóm — Passiflora caerulea BI6m vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 197. þáttur Blómið sem fjallað er um í þess- um þætti, Passíublóm, stundum nefnt Píslarblóm, á að baki sér helgisögn sem lifað hefur um lang- an aldur og felst í því að einstakir hlutar blómsins eru taldir tákna píslarsögu Krists. Blómið er mjög fagurt og sérkennilegt. Bikar- og krónublöð þess eru 10 að tölu og eiga að tákna lærisveinana, að und- anskildum Júdasi sem sveik Jesú og Pétri sem afneitaði honum. Þétt, fagurlit hjákróna sem er innan í þessu sérstæða blómi á að vera þyrnikórónan, frævan táknar kross- inn, þrír stílar naglana og fræflam- ir fímm að tölu sár frelsarams. Sé blómaliturinn hvítur á hann að tákna sakleysi frelsarans en blá blómin eiga að hafa þegið lit af kyrtli Maríu guðsmóður. Ef enn nánar er farið út í þessi stórmerki eiga hin handskiptu blöð að tákna hendur kvalaranna en klifurþræð- irnir svipuna. Af jurt þessari, sem heimkynni á í Mið-Ameríku, Bras- ilíu og víðar um suðlæg lönd og álfur, era til fjölmargar tegundir og ræktunarafbrigði en helgisögnin er bundin við Passiflora caeralea. Passíublómið er fljótvaxin sólelsk klifuijurt sem helst þarf að vera í suðurglugga. Gróðurskáli er kjörinn staður fyrir hana. Sprotarnir geta orðið æði langir og gott er að gera ráðstafanir til þess að hemja vöxt-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.