Morgunblaðið - 16.03.1991, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR >16. MARZ 1901
«51
Fréttaritarar og nokkrir starfsmenn Morgunblaðsins í lok aðalfundar Okkar manna.
OKKAR MENN
40 fréttaritar-
ar á aðalfundi
Um 40 fréttaritarar
Morgunblaðsins á
landsbyggðinni mættu á aðalfund
félagsins Okkar menn sem nýlega
var haldinn í Holiday Inn í
Reykjavík. Félagið var stofnað
1985 og var þetta fjórði
aðalfundur félagsins. Rúmlega
100 fréttaritarar eru í Okkar
mönnum.
I upphafi aðalfundarins flutti
Sigurður Jónsson skýrslu stjórnar.
Þar kom m.a. fram að félagið
hefur unnið að fræðslustarfi fyrir
fréttaritara í samvinnu við
Morgunblaðið, fréttabréf er gefið
reglulega út og unnið að
kjaramálum og
höfundarréttarmálum. Fram kom
hjá Sigurði að þrír fréttaritarar
höfðu verið útnefndir
heiðursfélagar á kjörtímabilinu,
Finnbogi G. Lárusson á
Laugarbrekku, Jón M.
Guðmundsson á Reykjum og Jens
í Kaldalóni. Gengið var frá
samþykktum fyrir Menningarsjóð
Okkar manna. Á fundinum afhenti
Magnús Finnsson fréttastjóri
sautján fréttariturum
viðurkenningar fýrir „fréttir
mánaðarins". Þá var fréttastjórum
Morgunblaðsins afhent gjöf frá
okkar mönnum í tilefni af tíu ára
starfsafmæli þeirra.
Stjórnarmenn félagsins,
Honda 9 1
Civic
CRX
130 hestöfl
Verð kr. 1.235 þús. stgr.
Spíttkerra í sérflokki.
Greiðslukjör við allra hæfí.
E)l
VAJNAG^RÐUM M, ^VlK.,,SÍMI 689900
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á myndinni hér til vinstri sést Magnús Finns-
son afhenda Sigurgeir Jónassyni ljósmyndara
í Vestmannaeyjum viðurkenningu fyrir „frétt
mánaðarins“ en á myndinni hér fyrir neðan
er Jón á Reykjum að þakka Sigurði Jónssyni
formanni Okkar manna fyrir útnefningu heið-
ursfélaga.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Á myndinni hér til vinstri eru fjórir aldnir fréttarit-
arar, f.v.: Árni Helgason í Stykkishólmi, Jón M.
Guðmundsson á Reykjum, Siggeir Björnsson í Holti
og Þráinn Bjarnason í Hlíðarholti.
varastjórn og endurskoðendur
voru endurkosnir. Stjórnina skipa:
Sigurður Jónsson, Selfossi,
formaður, Jón Gunnlaugsson,
Akranesi, ritari, og Jón
Sigurðsson, Blönduósi, gjaldkeri.
Eftir venjuleg aðalfundarstörf
hófust umræður um
fréttaritarastörfin og var yfirskrift
0DEXION
léttir ykkur störfin
þess dagskrárliðar „fréttamat"
Þá komu á fundinn ritstjórar
Morgunblaðsins, Matthías
Johannessen og Styrmir
Gunnarsson, aðstoðarritstjóri,
fréttastjórar og fleiri starfsmenn
blaðsins. Framsögu hafði Björn
Vignir Sigurpálsson blaðamaður
og síðan spunnust líflegar
umræður með þátttöku
fréttaritara og Morgunblaðsfólks.
Að lokum þágu fréttaritararnir
veitingar í boði Haraldar jz
Sveinssonar framkvæmdastjóra
Morgunblaðsins.
.............■.....................^ ■
APTON-smíðakerfið
leysir vandann
• Svörtstálrör
• Grá stálrör
• Krómuð stálrör
• Álrör - falleg áferð
• Allargerðirtengja
Við sníðum
niðureftir máli
LANDSSMIÐJAN HF.
Verslun: Sölvhólsgötu 13
Sími (91)20680
KYNNINGARDAGUR
Laugardaginn 16. mars kl. 13.00. - 18.00.
Stýrimannaskólinn í Reykjavík heldur kynningardag í dag
laugardag, og er skólinn öllum opin frá kl.13.00.~18.00
DACSKRA
100
I.Ávarp skólameístara
2.Formaður nemendafélags Stýrimannaskólans flytur ávarp
og opnar kynningardaginn.
3.Nemendur og kennarar sýna gestum tæki skólans og
kennslugögn, og hinar ýmsu stofnanir sjómanna og
fyrirtækja í þágu sjávarútvegsins kynna starfsemi sína og
þjónustu.
Á.Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur á svædið kl.13.00.
5.Sýning á notkun fluglínutækja - Björgunarsveitin
Ingólfur.
6.Sterkasti maður heims, Jón Páll reynir kraf ta sina með
nemendum á milli kl. 15.00 - 17.00
7.Kvenfélagið Hrönn verður með kaffiveitingar.
100
SIGLINGAR OG
SJÓSÓKN ER NAUDSYN.
VERIÐ VELKOMIN.
W STÝRIMANNASKÓLINN í REYKJAVlK