Morgunblaðið - 16.03.1991, Page 60
ttrgmiÞlfifetfe
LAUGARDAGUR 16. MARZ 1991
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
Vel horfir með upp-
skeru grænmetis:
Islenskar
agúrkurá
markaðiim
ÍSLENSKAR agúrkur eru byrj-
aðar að koma á markaðinn og
eftir helgina er búist við talsvert
auknu framboði, að sögn Valdi-
mars Jónassonar, framkvæmda-
stjóra Sölufélags garðyrkju-
manna. Verð á íslensku agúrkun-
um er nánast það sama og verð
á innfluttum agúrkum, eða 330
kr. kílóið í heildsölu.
Islenskt salat kom einnig á mark-
/ n-af'inn [ gær> 0g búist er við að
paprika komi á markaðinn eftir þrjár
vikur. Von er á fyrstu íslensku tóm-
ötunum í lok apríl.
Valdimar sagði að vel horfði með
uppskeru grænmetis í ár, þrátt fyrir
að nokkrir garðyrkjubændur hefðu
orðið fyrir skakkaföllum í óveðrinu
í byijun febrúar. Hann sagði að tek-
ist hefði að útvega þeim bændum
plöntur sem orðið hefðu fyrir tjóni.
Mús á fim-
leikamóti
ÍSLANDSMÓTIÐ í fimleik-
um hófst i Laugardalshöll i
gærkvöldi. Keppendur fengu
óvænta heimsókn þegar mús
trítlaði inn á gólfið og hóf
„gólfæfingar," í námunda við
karlaáhöldin. Starfsmenn
Laugardalshallarinnar
brugðust skjótt við og
eitruðu fyrir gestinum sem
ekki mun verða til frekari
óþæginda.
Unnið er að lagfæringum á
steypuskemmdum í Laugar-
dalshöll og músin slapp inn um
lítið gat, austan megin í hús-
inu. Haft var á orði að það
hefði verið mildi að músin fór
ekki inn vestan megin, því ekki
er víst að stúlkurnar hefðu tek-
ið heimsókninni af jafn mikilli
rósemi og karlarnir gerðu.
'
- . -n -■
■ » -
-- -*■■ * - - &Sr — S
s-1, ^ ' jf* - -V-j, ^
•'ftr úlí - ’ '-“'■
œáMlÍlfS , ....HHi
■
* ' 4 '•4^ 4f*-
- ................................................-' ,,
WföiKS®mÍF,%
. ' V,
-, c:r:
- •
k5s r-i'N ;T«5
-■ ’r* I IB!
l f £
' ■ V-K&.:
'TÍr'’''íl ■ *HÍ8
UFv r’:
-'.svvr:.' y þ ^
sySjRji 'L
S&«k55Ib£.' í«£,n
-• JpNÉBil
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Flotgallar sýndir í Reykjavíkurhöfn
í GÆR hófst Menningarvika Bandalags íslenskra sérskólanema og af því tilefni efndu nemendur Stýrimann-
askólans í Reykjavík til sýningar á flotgöllum í Reykjavíkurhöfn.
Akureyri:
Gangast
við fjölda
innbrota
R ANN SOKN ARDEILD lögregl-
unnar á Akureyri handtók í gær
tvo liðlega tvítuga Akureyringa.
Þeir hafa játað á sig nokkur inn-
brot á Akureyri, á Dalvík og í
Reykjavík.
Mennirnir tveir voru handteknir
upp úr hádegi í gær og hafa þegar
játað að hafa brotist inn í skipasmíð-
astöðina Vör, þar sem peningaskáp
var stolið. í sama húsi var hafnar-
skrifstofan og fyrirtækið Tölvís.
Skemmdir voru metnar á hálfa millj-
ón króna. Þeir brutust einnig inn í
Bjarg, endurhæfingarstöð Sjálfs-
bjargar, þar sem þeir stálu 40 þús-
undum króna og skemmdu fyrir
hálfa milljón.
Þeir hafa viðurkennt að hafa,
aðfaranótt sl. föstudags, brotist inn
í Svarfdælabúð, verslun kaupfélags-
ins á Dalvík, þar sem þeir höfðu á
brott með sér 70 þúsund krónur.
Þeir brutust einnig inn í Rúmfatalag-
erinn á Akureyri fyrir rúmum mán-
uði og þar tóku þeir 40 þúsund krón-
ur ófijálsri hendi.
„Þeir hafa viðurkennt nokkur
önnur innbrot, bæði hér á Akureyri
og einnig i Reykjavík. Rannsókn
málsins er á byijunarstigi og því er
ekki enn ljóst hversu mörg innbrot
þeir hafa framið,“ sagði Daníel
Snorrason lögreglufulltrúi á Akur-
eyri í gærkvöldi.
Ránmorðið í Bankastræti:
17 ára piltur og 15 ára
stúlka játa á sig ódæðið
17 ÁRA piltur hefur játað fyrir
Rannsóknarlögreglu ríkisins að
hafa ráðist að Ulfari Ulfarssyni í
því skyni að ræna hann og veitt
honum þá áverka sem leiddu til
þess að hann fannst látinn í bak-
Hæstiréttur:
Verkalýðsfélag greiði bæt-
ur vegna verkfallsvörslu
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Félag verslunar- og skrifstofufólks á
Akureyri til að greiða konu 10 þúsund króna miskabætur vegna
harðræðis sem hún sætti og 7.900 króna bætur vegna fjártjóns sem
hún varð fyrir vegna þess að verkfallsverðir félagsins hindruðu
konuna í því að komast um borð í Flugleiðavél sem flytja átti liana
milli Reykjavíkur og Akureyrar þann 1. maí 1988 en þá stóð yfir
verkfall félagsmanna í Félagi verslunar- og skrifstofufólks á Akur-
eyri. Verkfallsverðir, þar á meðal formaður félagsins, meinuðu
konunni að komast á flugafgreiðslu og síðar um borð í vélina.
Konan krafðist 100 þúsund
króna miskabóta auk þeirra bóta
sem henni voru dæmdar vegna ijár-
tjóns sem hlaust af því að hún
þurfti að dveljast lengur í bænum
en hún hafði ætlað.
í bæjarþingi Akureyrar hafði
verið fallist á kröfu konunnar um
bætur vegna fjárhagstjóns en ekki
um miskabætur. Meirihluti Hæsta-
réttar, Guðrún Erlendsdóttir, for-
seti réttarins og hæstaréttardóm-
ararnir Þór Vilhjálmsson og Bjarni
K. Bjarnason, töldu nægilega í ljós
leitt að vegna athafna verkfalls-
varðanna hafi hún sætt slíku harð-
ræði að hún eigi rétt á miskabót-
um, sem þótti hæfilegar 10 þúsund
krónur. Að öðru leyti var dómur
undirréttar staðfestur.
Tveir hæstaréttardómarar,
Hrafn Bragason og Hjörtur Torfa-
son, skiluðu sératkvæði og vildu
staðfesta héraðsdóm óbreyttan.
Konan var ekki með farangur
og taldi að hún hefði ekki þurft á
því að halda að gengið væri í störf
þeirra sem í verkfalli voru til að
hún kæmist út í flugvélina. í hér-
aðsdómi var fallist á þetta og litið
svo á að umdæmisstjóra Flugleiða
hafi verið heimilt að afgreiða kon-
una þrátt fyrir verkfall enda hafi
hann mátt ganga í störf undir-
manna sinna við afgreiðslustörf
eins og önnur störf við afgreiðslu
flugvélarinnar. Dómurinn taldi því
að aðgerðir gegn konunni hafi ver-
ið ólögmætar og hafi ekki verið
þáttur í því að koma í veg fyrir
verkfallsbrot heldur hafi þær ein-
ungis beinst að því að hefta för
hennar.
garði við Bankastræti að morgni
hins 3. þessa mánaðar. 15 ára
stúlka hefur játað að hafa verið
í vitorði með piltinuin og aðstoðað
hann við að lokka Úlfar heitinn
inn í bakgarðinn þar sem piltur-
inn beið og veittist að honum óvið-
búnum með heimatilbúnu hnúa-
járni. Tilgangur árásarinnar var
að sögn ungmennanna að komast
yfir peninga og þau hafa játað
að hafa skömmu eftir atlöguna
að honum rænt og barið með sama
hætti annan mann í bakgarði við
Hverfisgötu. Fengur þeirra úr
ránunum tveimur nam að sögn
lögreglu um 2 þúsund krónum.
Ungmennin bera að þau hafi ver-
ið undir áhrifum áfengis þessa nótt.
Pilturinn hefur aldrei áður komið við
sögu lögreglu. Stúlkan hefur einu
sinni komið við sögu lögreglu vegna
þjófnaðarbrots. Þau búa hjá foreld-
rum sínum í sveitarfélagi á höfuð-
borgarsvæðinu. Stúlkan er nemandi
í grunnskóla. Pilturinn hefur verið
úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17.
apríl og gert að sæta geðrannsókn.
Lögreglan hefur gert kröfu um að
forsjá stúlkunnar verði falin barna-
vernd.
Við árásirnar, sem framdar voru
milli klukkan 4 og 5.20 að morgni
sunnudagsins, notaði pilturinn hnúa-
járn sem hann hafði útbúið með því
að festa járnplötu við grifflu sem
hann hafði á hendi og yfir henni
klæddist hann leðurhanska. Hann
beið mannanna í húsasundi og veitt-
ist að þeim óvörum eftir að stúlkan
hafði lokkað þá þangað inn. Ung-
mennin hafa borið að tilgangurinn
hafi verið sá einn að ná í peninga
og að þau hafi ekki gert sér grein
fyrir því að þau hefðu orðið manni
að bana fyrr en þau heyrðu af því
í fréttum. Þrír 16 og 17 ára piltar
voru í ferð með ungmennunum um
nóttina. Þeir urðu síðan eftir í íbúð
í bænum og vissu um áform piltsins
og stúlkunnar en ekki hvar þau
myndu bera niður.
Eftir atlöguna að Úlfari gengu
þau niður í bæ og hentu á leiðinni
veski hans inn í garð Stjórnarráðsins
og þar fannst það að morgni sunnu-
dagsins. Eftir að hafa gengið hring
um miðbæinn ákváðu þau að ræna
mann sem var á gangi upp Hverfís-
götu. Eftir barsmíðarnar var sá nef-
brotinn og með ýmsa aðra áverka.
Gleraugu og skór þess manns fund-
ust síðar í húsagarði en klukkan
5.20 að morgni sunnudagsins ók
lögregla fram á manninn við Nýja
bíó í Lækjargötu, skólausan og að-
framkominn og kom honum undir
læknishendur.
Rannsóknarlögregla ríkisins vildi
ekki gera opinber nöfn ungmenn-
anna og var vísað til þess að sam-
kvæmt lögum um meðferð opinberra
mála bæri að rétta fyrir luktum dyr-
um í málum ungmenna yngri en 18 .