Morgunblaðið - 23.03.1991, Síða 1
80 SIÐUR B/LESBOK
STOFNAÐ 1913
69. tbl. 79. árg.
LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Deilan um framtíð Júgóslavíu;
Leiðtogamir segjast
bjartsýnni á sættir
Belgrad. Reuter.
NOKKRIR leiðtoga júgóslavnesku lýðveldanna sex sögðu í gær
að spenna færi minnkandi í landinu og kváðust bjartsýnni en áður
á að unnt yrði að jafna ágreining þeirra um framtíð júgóslav-
neska ríkjasambandsins. Leiðtogarnir samþykktu á fimmtudag á
fundi með forsætisráði Júgóslavíu, æðstu valdastofnun landsins,
að efna til nokkurra funda á næstu vikum án þátttöku leiðtoga
rikjasambandsins.
Spennan í samskiptum lýðveld-
anna hefur verið í hámarki á und-
anförnum tveimur vikum; fjölda-
mótmæli brutust út í stærsta lýð-
veldinu, Serbíu, og forsætisráðið
lamaðist um tíma vegna afsagna
fjögurra af átta fulitrúum þess.
„Ég er mun bjartsýnni en í
Sovétríkin:
Hálfáttræð-
ur ungliði
Moskvu. The Daily Telegraph.
HNIGNUN ungliðahreyfingar
sovéska kommúnistaflokks-
ins, Komsomol, varð til þess
að Sovétmaðurinn Valentín
Gotlober sá sig knúinn til að
ganga í hana. Það þætti ekki
í frásögur færandi nema
vegna þess að hann er orðinn
hálfáttræður.
„Hvaða foreldri yfirgæfí barn
sitt á erfiðum tímum," útskýrði
Gotlober, sem á að baki langan
feril innan flokksins, á um-
sóknareyðublaðinu. „Komsomol
á nú í miklum erfiðleikum. Okk-
ur hefur ekki tekist að höfða til
nýrra kynslóða." Þrátt fyrir mik-
inn áróður í skólum hafa færri
en '40% fólks á aldrinum 14-28
fengist til að ganga í ungliða-
hreyfínguna. Komsolmolskaja
Pravda, málgagn hreyfingarinn-
ar, segir að umsókn Gotlobers
hafi verið samþykkt.
síðustu viku vegna þess að nú eru
loksins horfur á því að hægt verði
að efna til skynsamlegra viðræðna
um framtíð Júgóslavíu," sagði Stipe
Mesic, fulltrúi Króatíu í forsætis-
ráðinu. „Pólitíska spennan er nú í'
rénun,“ sagði Alija Izetbegovic, for-
seti lýðveldisins Bosniu-Herzegov-
inu, og leiðtogar annarra lýðvelda
tóku í sama streng.
Ágreiningurinn er einkum milli
leiðtoga Króatíu og Serbíu, stærstu
lýðveldanna. Stjóm kommúnista í
Serbíu aðhyllist öfluga miðstýringu
en Serbar og Slóvenar, sem hafa
horfið frá kommúnisma, vilja hins
vegar að sjálfstjórn lýðveldanna
verði aukm á kostnað stjórnarinnar
í Belgrad.
Reuter
Skotárás á mótmælendur úr írösku sendiráði
Hleypt var af byssum úr íraska sendiráðinu í Nýju
Delhí á um 300 shíta í gær er þeir komu saman
við bygginguna til að mótmæla hernaðaraðgerðum
hersveita Saddams Husseins íraksforseta gegn upp-
reisnarmönnum. Þrír menn særðust lítillega í skot-
árásinni. Ekki var vitað hveijir árásarmennirnir voru
og íraski sendiherrann fordæmdi athæfið. Óspektir
höfðu brotist út á meðal mótmælendanna og brutu
þeir meðal annars rúður í bifreiðum eins og sjá má
á myndinni.
Lýðveldisvörðuriim sagð-
ur halda Bagdad í herkví
Sameinuðu þjóðirnar heimila undanþágur frá viðskiptabanni
Damaskus, Nikosíu, Washington, Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
UPPREISN ARMENN Kúrda virð-
ast vera að ná á sitt vald æ stærri
hluta af norðurhluta Iraks. Skýrði
Richard Boucher, talsmaður
bandariska utanríkisráðuneytis-
ins, frá þessu í gær. Hann gat þó
ekki staðfest að borgirnar Kirkuk
og Mosul væru á valdi uppreisnar-
manna. Barist væri í kringum
síðarnefndu borgina. Boucher
sagði einnig að stjórnin í Bagdad
væri að flytja herlið frá suður-
hluta landsins til norðurhlutans.
I Bagdad hefði miklu liði verið
Viðræður um evrópska efnahagssvæðið:
Lokaáfanginn á eftir að
reynast mikil torfæra
- segir aðalsamningamaður EB
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
HORST Krenzler, yfirsamningamaður Evrópubandalagsins (EB), í við-
ræðunum um evrópska efnahagssvæðið (EES) sagði í gær að lokaá-
fangi þeirra myndi reynast mikil torfæra. Krenzler lét þessi orð falla
eftir fund yfirsamninganefnda EB og Fríverslunarbandalags Evrópu
(EFTA), sem lauk í Brussel í gær en með honum var bundinn endi á
áttundu lotu viðræðnanna.
Krenzler líkti samningaviðræðum
EB og EFTA við ljallgöngu og kvað
fjórðung leiðarinnar á tindinn enn
vera eftir. „Lokaáfanginn á eftir að
reynast þverhníptur,“ sagði Krenzl-
er. Talsmenn bandalaganna beggja
voru þó sammála um að hægt mið-
aði í samkomulagsátt.
Samkvæmt heimildum hér í
Brussel ganga samningarnir um evr-
ópska efnahagssvæðið treglega.
Sagt er að það sé að renna upp fyr-
ir samninganefndum EFTA-ríkjanna
að samningurinn muni að öllu
óbreyttu fela í sér að EFTA verði
líkast hjáleigu innan efnahagssvæð-
isins evrópska. Samningamenn EB
hafa í þessari lotu lagt ríka áherslu
á að varðveita fullan sjálfsákvörðun-
arrétt bandalagsins og hafnað hug-
myndum EFTÁ-ríkjanna um langan
aðlögunartíma að reglum þeim sem
eiga að gilda um EES. Samninga-
menn Evrópubandalagsins telja
óviðunandi að reglurnar taki gildi
innan EB 1. janúar 1993 en ekki
fyrr en 1995 eða 1996 innan EFTA.
í raun sé ástæðulaust að ganga frá
samningi fyrr en eftir fimm til sex
ár þegar aðildarríki Fríverslunar-
bandalagsins verði tilbúin til að láta
hann taka gildi.
Þess er krafist af hálfu EB að
samningar sem tfyggja óhindraða
umferð flutningabíla bandalagsins
um Sviss og Austurríki liggi fyrir
áður en gengið verður frá samning-
unum um EES. Austurríkismenn
hafa vísað á bug hugmyndum EB
um að flutningamálin verði tekin inn
í viðræðurnar en EB hyggst taka
afstöðu til þessa á fundi samgöngu-
ráðherra bandalagsins á þriðjudag í
næstu viku.
safnað saman en þar kæmi enn
til átaka af og til. Uppreisnar-
menn segja liðsmenn Lýðveldis-
varðarins hafa sett Bagdad í
herkví.
Talsmaður hinnar íslömsku
Daw’a-hreyfingar, sem aðsetur hef-
ur í Damaskus, sagði hermennina
hafa lokað höfuðborgina algjörlega
af um tíma. Þetta hefði verið gert
eftir að stjórnin fékk upplýsingar
um að líkur væru á uppreisn innan
hersins. Ekki væri vitað hveijir
stæðu þar að baki. íranska útvarpið
í Teheran sagði írösk stjórnvöld hafa
lýst yfir neyðarástandi í Bagdad.
Hópur leiðtoga stjórnarandstæð-
inga, þar á meðal Jalal Talabani,
leiðtogi Kúrda, hélt í gær frá Dam-
askus áleiðis til norðurhluta íraks
og hyggjast þeir stjórna þaðan bar-
áttunni gegn Saddam Hussein, ír-
aksforseta. Sögðu þeir uppreisnar-
menn vera í þann mund að ná borg-
inni Mosul. „Harðir bardagar eiga
sér stað milli stjórnarhermanna og
uppreisnarmanna í Mosul og þús-
undir manna eru að búa sig undir
að frelsa borgina," sagði einn stjórn-
arandstæðinganna.
Bandarískar orrustuþotur skutu í
gær niður íraska herþotu af gerðinni
SU-22 yfir borginni Kirkuk í norður-
hluta íraks, sem kúrdískir uppreisn-
armenn segja að sé á þeirra valdi.
Þetta er önnur íraska herþotan sem
Bandaríkjamenn skjóta niður síðan
vopnahlé hófst.
Nefnd á vegum öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna, sem hefur yfirum-
sjón með viðskiptabanninu á írak,
ákvað í gær að hægt yrði að veita
ákveðnar undanþágur frá viðskipta-
banninu til að unnt yrði að senda
mat og aðrar nauðsynjavörur til ír-
aks. Var þetta ákveðið í kjölfar
skýrslu sem unnin var á vegum Sam-
einuðu þjóðanna, eftir ferð aðstoðar-
framkvæmdastjóra SÞ til ‘fraks. í
skýrslunni er varað við því að al-
gjört neyðarástand sé að skapast í
landinu og hætta á hungursneyð og
farsóttum.
New York:
Hvítumenn-
irnir komnir
í minnihluta
New York. The Daily Telegraph.
HVÍTU mennirnir eru orðnir
að miunihlutahópi í New
York-borg. Manntalsskýrsla
fyrir árið 1990, sem gefin var
út í gær, staðfestir þessi sögu-
lcgu umskipti.
Samkvæmt manntali árið
1980 voru 52,4% af 7.071.639
íbúum borgarinnar hvítir. í fyrra
voru íbúarnir orðnir 7.322.564
og hvíta fólkið komið niður í
43,2%.
Lýðfræðingar segja að ein af
ástæðum þessarar þróunar sé
að hvíta fólkið flytjist í ríkum
mæli til útborganna, þar sem
minna er um glæpi og skólar eru
betri.