Morgunblaðið - 23.03.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 23.03.1991, Síða 4
4 MÖRGÚNBLAÐIÐ 'lAUGARDAGUr'23. MARZ 1991 Seljakirkja: Krakkarnir söfnuðu fyrir kirkjuklukkum Klukknaturninn reistur fljótlega PETUR Oli Gíslason, formaður nemendafélags Seljaskóla, afhjúpaði þrjár kirkjuklukkur Seljakirkju í gær. Klukkurnar eru keýptar fyr- ir fé sem nemendur skólans söfnuðu með áheitum í tengslum við maraþonknattspyrnu og jólakortasölu. Um 500 börn voru viðstödd afhjúpun kirkjuklukknanna. Turn hefur ekki verið byggður við kirkj- una en að sögn Valgeirs Ástráðssonar, sóknarprests, verður hann reistur fljótlega. Valgeir sagði í samtali við Morg- unblaðið að hugmyndin að söfnun- inni hefði komið frá Hjalta Jónas- syni, skólastjóra í Seljaskóla, við vígslu kirkjunnar snemma árs 1987. Söfnuninni hefði verið hrundið af stað og krökkunum hefði með mikl- um dugnaði og áhuga tekist að safna fyrir klukkunum á tveimur og hálfu ári. Hann sagði að þetta framtak segði að minnsta kosti tvennt. í fyrsta lagi að í krökkunum væri mikill veigur og í öðru lagi segði þetta töluvert um viðhorf þeirra til kirkjunnar. Hjalti Jónasson sagði að fyrsta fjárframiagið hefði verið 80 þúsund krónur úr mjólkursjóði og frá nem- endum skólans. Nokkru seinna hefðu nokkrir nemendur ákveðið að efna til maraþonknattspyrnu en í tengslum við hana var safnað á milli 400 og 500 þúsund krónum í formi áheita. Í hittifyrra voru svo gefin út jólakort sem krakkamir seldu. Fýrir jólakortin fékkst um það bil ein milljón króna til klukkna- kaupanna. Pétur Óli, sem afhjúpaði klukk- umar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að skólafélögum hans hefði fundist gaman að sjá árangur erfíð- isins. Hann sagði líka að áletrun á klukkunum, þar sem segir að þær séu gjöf frá nemendum skólans, hefði vakið sérstaka ánægju nem- endanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þarna verða klukkurnar okkar — krakkarnir virða fyrir sér líkan af væntanlegum klukknaturni. Á inn- felldu myndinni afhjúpar Pétur Óli Gíslason klukkurnar. VEÐUR KL 16.151 VEÐURHORFUR í DAG, 23. MARZ YFIRLIT í GÆR: Skammt fyrir austan land er hæðarhryggur, sem þokast austur. Við suðvestur Grænland er 976 mb djúp lægð, sem lireyfist norðaustur. Heldur hlýnar í veðri. 3PÁ: Suð- og suðvestan átt, víðast gola eða kaldi. Skúrir eða slydduél sunnan og vestan lands, riging suðaustan lands fram eft- ir degi en léttir til á Norðausturlandi. Hiti 3-7 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestan strekkingur með skúrum eða éljum um suðvestanvert landið en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0-5 stíg. HORFUR Á MÁNUDAG: Hvöss sunnanátt og hlýtt. Rigning um allt sunnan- og vestanvert landið en úrkomulítið norðaustanlands. 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Suld OO Mistur —Skafrenningur F7 Þrumuveður TAKN: O - Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hitl veður Akureyri 4 sk’yjað Reykjavík 5 skýjað Bergen 5 skýjað Helslnki 3 rigning Kaupmannahöfn 7 skýjað Narssarssuaq 2 rigning Nuuk +4 snjókoma Osló 4 skýjað Stokkhólmur 5 skýjað Þórshöfn 4 skúr á síð.ktst. Algarve 14 hálfskýjað Amsterdam 9 léttskýjað Barcelona 16 lettskýjað Berlín 9 skýjað Chlcago 22 þokumóða Feneyjar 14 þokumóða Frankfurt 10 alskýjað Glasgow 8 léttskýjað Hamborg 8 skýjað Las Palmas vantar London 3 skúrásið.klst LosAngeles 14 heiðskírt Lúxemborg 8 skýjað Madríd 10 skýjað Malaga 16 skýjað Mallorca 17 alskýjað Montreal +5 skýjað NewYork 10 alskýjað Orlando 28 heiðskírt París 9 skýjað Róm 17 skýjað Vln 18 léttskýjað Washlngton 17 þokumóða Winnlpeg 9 léttskýjað Veljum þá menn í stjórn- ir sem þykja hæfastir - segir stj órnarformaður LV Stj órnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna er ósammála því sjónarmiði, sem kom fram hjá Sigurði Helgasyni fráfarandi stjórnarforrnanni Flugleiða, að lífeýrissjóðir eigi ekki að skipa eigin menn í stjórnir hlutafélaga sem þeir eiga hlut í. Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti einstaki hluthafí í Flug- leiðum og skipar fulltrúi sjóðsins sæti í varastjóm félagsins. Guð- mundur H. Garðarsson formaður stjómar LV sagði að sjóðurinn hefði keypt hlutabréf í fyrirtækjum allt frá árinu 1970 og meðalávöxtun á þeirri fjárfestingu, hefði verið rúm 16% árin 1980-90 á meðan meðal- ávöxtun skuldabréfa lífeyrissjóðsins hefði verið um 7%. „Það hefur verið meginregla stjórnar sjóðsins að velja þá menn í stjórnir fyrirtækja sem sjóðurinn er hluthafí í, sem að mati hennar em hæfastir til að reka viðkomandi fyrirtæki og í því sambandi er hægt að benda á ávöxtun hlutabréf- anna,“ sagði Guðmundur þegar ummæli Sigurðar voru borin undir hann. Guðmundur sagðist telja það út í hött að gefa sér það að menn væru ekki jafnhæfír eða hæfari til þátttöku í stjómum hvort sem þeir væru tengdir félaginu eða ekki. Hann sagðist heldur ekki kannast við að lífeyrissjóðir í Bretlandi og Bandaríkjunum skipuðu ekki menn úr sínum röðum í stjómir hlutafé- laga sem þeir ættu í. ísafjörður: Þrír hand- teknir vegna hassneyslu LÖGREGLAN á ísafirði hand- tók fyrir skömmu þrjá unga menn, sem grunaðir voru um hassneyslu. Tveir þeirra höfðu í gær játað. Mennirnir þrír em allir um tvítugt. Þeir voru handteknir í heimahúsi, gmnaðir um að hafa neytt efnisins. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar höfðu tveir þeirra játað neysluna í gær og hafði þeim verið sleppt úr haldi. Lögreglan varðist frétta af því hvar mennirnir höfðu fengið efn- ið eða hversu umfangsmikið málið væri. Tómatsósa o g sinnep á veggi UNG kona hafði samband við lögreglu í gærmorgun og til- kynnti, að næsturgestir henn- ar hefðu unnið mikil spjöll á íbúð ömmu hennar, sem hún hafði til umráða. Þegar Iög- reglan kannaði málið kom í Uós að eitt glas hafði brotnað, en gestirnir höfðu atað tómats- ósu og sinnepi um allt, auk þess að grýta eggjum I veggi. Konan sagði að henni hefði litist ágætlega á gestina, þegar hún bauð þeim heim af öldurhúsi um núttina. Hún kvaðst hafa verið ölvuð og sagði að gestir hennar hefðu vísað henni út úr stofu íbúðarinnar. Ekki gerði hún sér grein fyrir því hvort hún hefði verið sofandi þegar skemmdirnar voru unnar, en um morguninn sá hún að stofan var illa útleikin. Henni óx í augum að þrífa stof- una og skýra málavöxtu fyrir ömmu sinni og leitaði því aðstoð- ar lögreglu við að reyna að hafa uppi á næturgestunum, sem ekki tókst. Beit dyra- vörð SAUTJÁN ára piltur var hand- tekinn á skemmtistaðnum Yfir strikið við Ármúla í fyrrinótt, eftir að hann beit dyravörð. Pilturinn var allmikið ölvaður og var með óspektir. Dyraverðir ætluðu að koma honum út af staðnum, en hann brást illa við og beit annan þeirra í þumalfing- ur. Var þá kallað á aðstoð lög- reglu, sem flutti piltinn í fanga- geymslur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.