Morgunblaðið - 23.03.1991, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGÚR 23. MARZ 1991
Vaka SU leyst út
með spænsku láni
„VIÐ fengum lán frá banka á Spáni, lán á öðrum veðrétti í Vöku,
sem dugði til að leysa það út frá skipasmíðastöðinni í Figueras. A
þetta lán er litið sem nýjan Iið í því að styrkja skipasmíðastöðvar á
Spáni við smiði skipa fyrir útlendinga. Um smíði fyrir heimamenn
gilda aðrar reglur,“ segir Pétur Valdimarsson, tæknifræðingur, í
samtali við Morgunblaðið. Hann hefur unnið að því að fá fjölveiði-
skipið Vöku laust frá Spáni, þar sem það hefur beðið heimferðar
fullbúið í langan tima, en er nú lagt af stað heim.
Það, sem tafði heimferðina var
að ábyrgðir héðan að heiman skorti
fyrir hluta smíðaverðsins, og feng-
ust þær ekki. Því var farin sú leið,
að leita til Spánar og þar fékkst
viðunandi lausn.
Pétur segir að eins og áður hafi
komið fram, sé umsamið verð 922,5
milljónir peseta. Aukaverk og annar
viðbótarkostnaður sé um 67 milljón-
ir. Þá bætist við upphald hluta
Selfoss:
Vigdísi for-
seta úthlut-
að lóð á
Selfossi
Selfossi.
BÆJARRÁÐ Selfoss úthlut-
aði Vigdísi Finnbogadóttur
lóð til húsbyggingar og skóg-
ræktar á Selfossi, á 600.
fundi sínum 21. mars.
Lóð Vigdísar er í jaðri eins
af útivistarsvæðum Selfoss, í
Hellisskógi. Um það svæði gild-
ir sérstakur samningur milli
Selfosskaupstaðar og Skóg-
ræktarfélags Selfoss. Undir-
búningur er hafínn að endur-
skoðun þess samnings. SHóg-
ræktarfélagið hefur annast ali-
ar framkvæmdir í Hellisskógi,
plöntun, vegagerð og skipu-
íagningu. Með starfi sínu hefir
félagið lagt grunn að myndar-
legu útivistarsvæði til framtíð-
ar fyrir bæjarfélagið.
Á almennum fundi í Skógrækt-
arfélagi Selfoss 18. mars var
ályktað um endurskoðun sam-
starfssamningsins við bæjar-
yfirvöld og jafnframt fagnað
þeirri ósk frú Vigdísar forseta
að vilja setjast að í byggðarlag-
inu og hún boðin hjartanlega
velkomin í Hellisskóg.
— Sig. Jóns.
áhafnar, ferðir og eftirlit og að öllu
samanlögðu kosti skipið komið heim
um 600 milljónir íslenzkra króna.
Að öðru leyti vildi Pétur ekki tjá
sig um fjármögnun skipasmíðinnar. Líkan af Vöku SU.
Vara verður áð njóta
'tiaxiD'b
til að standast harða samkeppni
- innlenda sem erlenda
SHi
*
Utvarp Fær-
eyja sendir
frá Islandi
Morgunþáttur færeyska út-
varpsins verður sendur út frá
útvarpshúsinu í Reykjavík dag-
ana 25-26. mars, og verður þar
aðallega fjallað um samskipti Is-
lands og Færeyja.
Morgunþátturinn er sendur út
alla virka daga milli klukkan 7.35
og 9, og er í umsjón Dánjal Hojga-
ard og Tórðar Mikkelsen. Fyrri
daginn, sem þeir verða á íslandi,
fá þeir eingöngu íslendinga til við-
ræðna, en seinni daginn ræða þeir
við Færeyinga búsetta á íslandi.
Hægt er að ná sendingum fær-
eyska útvarpsins hér á landi á mið-
bylgju.
HÝTtS'MANÚMER
Traustsins verð í tugi ára
§AMtlHÁ9Am