Morgunblaðið - 23.03.1991, Síða 16

Morgunblaðið - 23.03.1991, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 Óreiða í ríkisfjármálum eftirÞorvald Gylfason Við skulum treysta því varlega, að verðbólgan sé úr sögunni, þótt hún hafi að vísu hjaðnað í bili. Verðbólgan hefur hjaðnað fyrst og fremst vegna- þess, að launþegar hafa sætt sig við mikla kjaraskerð- ingu í þeirri von, að stjómvöld myndu þá gera sitt til að ráðast gegn rótum verðbólguvandans. Það hafa þau ekki gert af nægum þrótti. Þess vegna er hætt við því, að laun- þegar missi þolinmæðina á endan- um og heimti hærra kaup. Þá getur verðbólgan rokið upp aftur. Ríkisbúskapurinn er ennþá rek- inn með miklum halla. Hér er ekki átt við hallann. á fjárlögum ríkisins í þröngum skilningi fyrst og fremst, þótt hann sé vissulega alvarlegt vandamál, heldur á ég við hallann á búskap ríkis og byggða í heild. Hann er mikill enn sem fyrr og kyndir undir þenslu í þjóðarbú- skapnum. Auk þess em ýmsar blik- ur á lofti í efnahagsmálum. Stjóm- völd hafa til dæmis ekki enn gert grein fyrir því, hvemig þau ætla að koma í veg fyrir, að fyrirhugað- ar orkuframkvæmdir og bygging nýs álvers leiði til aukinnar þenslu eins og áður. Hvers vegna hefur stjórnvöldum veitzt það svona erfitt að koma reglu á ríkisbúskapinn? Til þess liggja ýmsar ástæður. Ein þeirra er sú, að stjómvöld eiga erfitt með að veijast ásókn ýmissa harðsnú- inna hagsmunahópa. Útflutnings- uppbætur handa bændum og milli- liðum vom til dæmis auknar um 86% á fjárlögum fyrir þetta ár, þótt sjúkrahúsum og skólum sé haldið í hálfgerðu svelti enn sem fyrr. Og svo em stjómvöld sem betur fer undir stöðugum þrýstingi frá þeim, sem em andvígir aukinni skattheimtu. Þess vegna gætir sjálfkrafa tilhneigingar til halla- reksturs í ríkisbúskapnum. Ástand- ið er eins víða erlendis. Hallareksturinn hér á landi er sérstaklega óheppilegur vegna þess, að til hans er hægt að rekja verðbólguvandann að talsverðu Ieyti. Þess vegna er mjög brýnt, að stjórnvöld dragi það ekki öllu leng- ur að eyða ríkishallanum, enda hef- ur viðnám gegn verðbólgu verið efst á stefnuskrá allra ríkisstjóma landsins í næstum 20 ár. Hvað er til bragðs? Fyrst þurfum við að átta okkur til fulls á því, hvers vegna stjórn- völd draga ekki einfaldlega úr út- gjöldum eða hækka skatta til að eyða hallanum í einu vetfangi. Ástæðan er ekki bundin eingöngu við togstreitu á milli hagsmuna- IÚr flokki greina háskólamanna þar sem reifuð eru þjóðmál nú þegar kosningar fara í hönd. hópa. Nei, stjórnvöld líta svo á, með réttu eða röngu, að afkoma heimil- anna og fyrirtækjanna í landinu leyfi hvorki niðurskurð ríkisútgjalda og meðfylgjandi samdrátt í þjón- ustu ríkisins við almenning né hækkun skatta og afnotagjalda fyr- ir opinbera þjónustu. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Við þessu er aðeins eitt að gera, þegar öllu er á botninn hvolft. Stjómvöld verða að skapa skilyrði til þess, að heimilin og fyrirtækin geti borið annaðhvort niðurskurð ríkisútgjalda í víðum skllningi eða þá hækkun skatta og afnotagjalda fyrir opinbera þjónustu. Hvernig? Með því til dæmis að losa almenn- ing undan dulbúinni skattheimtu af ýmsu tagi. Fólkið í landinu ber þungar byrðar vegna ástæðulausrar sóunar á ýmsum sviðum. Það væri hægt að bæta hag heimilanna vem- lega með því að knýja matarverð niður á við í áföngum í skjóli auk- innar samkeppni og heilbrigðra við- skiptahátta á búvörumarkaði. Nú- verandi landbúnaðarstefna stjóm- valda kostar almenning fjárhæð, sem nemur um 240.000 krónum á hveija fjögurra manna fjölskyldu í landinu á hveiju ári. Engin nálægra þjóða sólundar jafnmiklu fé á altari óskynsamlegrar landbúnaðar- stefnu, og kalla þær þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Og fólkinu í landinu er enginn arður greiddur enn sem komið er af fiskimiðunum umhverfis landið, sem em þó sameign þjóðarinnar samkvæmt lögum. Nauðsynleg hagræðing í sjávarútvegi að því marki, að fiskiskipaflotinn væri ekki hafður stærri en fiskstofnarnir umhverfis landið þola með góðu móti, gæti smám saman sparað þjóðarheildinni fjárhæð, sem nemur einnig um 240.000 krónum á hveija fjögurra manha fjölskyldu í landinu á hveiju ári. Þessi fjárhæð jafngild- ir gervöllum tekjuskatti einstakl- inga og fyrirtækja til ríkisins. Af því má sjá, að hér er um gríðarlega mikið fé að ræða. Nærri má geta, hvort stjómvöld hefðu ekki meira svigrúm til að koma reglu á ríkisbúskapinn og draga úr verðbólgunni til frambúð- ar, ef hagur almennings væri bætt- ur til muna með myndarlegri hag- Þorvaldur Gylfason ræðingu í landbúnaði og sjávarút- vegi. Og þá erum við komin að kjarna málsins. Við verðum að taka upp nýja stefnu í landbúnaðarmál- um og sjávarútvegsmálum ekki aðeins til að bæta afkomu fólksins og fyrirtækjanna í landinu, heldur líka til þess að skapa skilyrði til þess að koma fjármálum ríkisins í viðunandi horf og beizla verðbólg- una til frambúðar með því móti. Annars er voðinn vís. Iiöfundur erprófessor í hagfræði við Háskóia Islands. Markaðsfrekja og fermingar eftir Jón Ragnarsson Tilefni þessarar greinar er, að foreldrara allmargra fermingar- barna hafa snúið sér til Biskups- stofu með fyrirspurair og kvart- anir. Foreldrarnir telja sig verða fyrir óþægindum af aðgangs- hörku þeirra, sem auglýsa vöru og þjónustu, og tengja tilboð sín fyrirhuguðum fermingum barn- anna. Fermingarböm og fjölskyldur þeirra eru markhópur, sem seljend- ur vöru og þjónustu einbeita sér að af miklum þunga á vordögum ár hvert. Þetta hefur lengi verið nokkuð hnitmiðuð sókn og sam- keppnin orðið magnaðri með bætt- um efnahag þjóðarinnar. Dagblöðin birta blaðkálfa með myndum og tilboðum um dýran neysluvaming sem tengdur er fermingunni með ýmsu móti, jafnvel með myndum frá fermingarathöfnum í tilteknum kirkjum. Það er oft án samráðs eða samþykkis presta og ráðamanna kirknanna, en slíkt kann að bijóta í bág við lög um birtingar- og notk- unarrétt listaverka. Aukin ýtni Ýtni auglýsenda hefur þannig farið vaxandi. Nýjasta afbrigði frekjunnar eru bréf, sem send em foreldmm fermingarbarna. Með- fylgjandi þeim eru ávísanir um ein- hverra þúsunda afslátt á öllu frá vekjaraklukkum til vatnsrúma. Rekið er á eftir hugsanlegum kaup- endum að hlaupa nú til, því hver geti orðið síðastur að grípa gæsina og njóta sundurleitustu greiðslu- og lánskjara. Þama finnst fólki vera farið fram úr eðlilegri þjónustukynningu og það magni upp neysluhyggju með bömunum, sem yfirgnæfír eiginlegt tilefni þeirrar hátíðar, sem ferming- in er. Það elur auk þess á metingi og dregur fram ójöfnuð í kjömm heimilanna. Andóf Þjóðkirkjan hefur lengi reynt að vinna gegn ógengd og misræmi f sambandi við gjafír og veisluhöld í tilefni fermingar. Fermingarkyrtl- arnir eyddu metingi um fermingar- föt á sínum tíma og gerðu fólki kleift að fata börn sin af þessu til- efni á hagkvæmari hátt með tilliti til vaxtar og þroskaspretta á gelgju- skeiði. Það er reynsla presta, að foreldrar vilji almennt að kjarni fermingarinnar skipi hærri sess í hugum þeirra og barnanna en um- búðimar. Nöfn foreldra Tilboðsbréfin, sem um- er rætt, em stíluð á nöfn foreldra og forr- áðamanna bamanna þó ætla megi að verið sé að höfða til hinna síðar- nefndu, þ.e. skapa eftirspum innan heimilis. Kirkjan lætur utanaðakomandi aðilum ekki í té nafnalista ferming- arbarna og prófastar og prestar á höfuðborgarsvæðinu og víðar standa saman um þá ákvörðun. Þessar upplýsingar em því í flest- um tilfellum unnar úr þjóðskrá af öðrum aðilum. Almenningur á þá vöm í slíkum málum, að hægt er að fá það sett inn í upplýsingar Pósts og síma að viðkomandi vilji ekki fá sendan dreifípóst. Eina raunhæfa aflið, sem staðið gæti gegn þessari áleitni framboðs- ins, væm almenn samtök foreldra, sem neita að vera markaður. Auglýsingaherferðir, eins og hér er verið að tala um, em gerðar til að skapa og efla eftirspum. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisfiokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum íveturfrá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 23. mars verða til viðtals Sveinn Andri Sveinsson, formaður stjórnar SVR, í urúferð- arnefnd, íþrótta- og tómstundaráði og stjórn Dagvistar barna, og Ingólfur Sveinsson, í stjórn heilsugæsluumdæmis Austurbæjar nyrðra og heilbrigðisnefnd. W í Jón Ragnarsson „Ýtni auglýsenda hefur þannig' farið vaxandi. Nýjasta afbrigði frekj- unnar eru bréf, sem send eru foreldrum ferming’arbarna. Með- fylgjandi þeim eru ávís- anir um einhverra þús- unda afslátt á öllu frá vekjaraklukkum til vatnsrúma.“ Eftirspurnarleysi, þ.e. áhuga- og markaðsskortur, er það eina sem hindrað getur slíka ágengni. Þar geta foreldrar ráðið miklu með af- stöðu sinni og samstöðu. Dagamunur Ferming er áfangi í trúarlífí og almennum þroska barna hér á landi og hún er einnig gleðilegur áfangi og viðburður í lífí fjölskyldunnar. Hún er þvi eðlilegt tilefni til að gera sér dagamun. Gjafír geta líka verið prýðilegur máti til að tjá vænt- umþykju og staðfesta heillaóskir Við ýmis tímamót og tækifæri. Eng- inn amast við þeim sem slíkum. Dagamunur er samt nokkuð af- stætt hugtak á tímum ofgnóttar og ofneyslu, þegar lifað er flesta daga við kjarnakost og munað í öllum aðbúnaði. Dagamunur fer þá að felast í stigmögnun neyslumunaðar- svo að hænufetið verður stutt yfir í fáránleikann. Fermd eða fimmtug? Hvers vegna er alið á svona miklu neyslufargani við fermingar um- fram önnur tímamót á mannsæv- inni? Hvers vegna eru ekki jafnáber- andi tilboð vegna fímmtugsafmæla, brúðkaupa o.s.frv? Þar hljóta að vera nokkum veg- inn jafn fjölmennir hópar fólks að fagna tímamótum. Það er reyndar fólk sem er orðið sjálfstæðara í hugsun og nauðar ekki í foreldrum sínu um gjafír, sem fást með láns- og greiðslukjörum. Líklega þykja fermingar ákjósan- legar út frá markaðssjónarmiðum, þar sem þær em flestar á afmörk- uðum tíma árs, þ.e. frá páskum til hvítasunnu. Þess vegna er hægt að gera úr þeim „vertíð". Sé það reyndin gæti varnarleikur kirkjunnar og foreldranna orðið sá, að dreifa fermingunum á sunnu- daga ársins. Þannig að aldrei yrði um neina „hrotu“ að ræða og aug- lýsingakostnaðurinn því áhorfsmál í rekstrarafkomunni, ef halda ætti þeim dampi sem kynnt er undir fyrir fermingar. Foreldram er treystandi Foreldmm fermingarbarna er vel treystandi til að gera góðan daga- mun sem hæfír tilefninu, og þarf ekki að hjálpa þeim umfram það sem óskað er eftir. Þetta er fólk sem er fært um að taka sjálfstæðar ákvarðanir og hefur í flestum tilfell- um reynslu og hugmyndaflug til að gleðjast með börnum sínum, fjöl- skyldu og vinum. Það er sjálfsagt og eðlilegt, að seljendur vöru og þjónustu kynni sig og það sem þeir hafa að bjóða. Fjölmiðlarnir eru margir og þeir lifa á auglýsingum og kynningu á vörum og þjónustu, svo að tækifær- in til að ná til almennings skortir ekki. Það er óþarfi og hlýtur að vinna gegn markmiðum þessara aðila, þegar fólki þykir heimilisfriði sínum misboðið vegna söluákefðar. Höfundur er deildarstjóri í fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar og starfsmaður fermingnrstarfanefndar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.