Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991
17
Er hornsteinn-
inn að molna?
eftirHögna
Óskarsson
íslenskl þjóðfélag hefur þróast
mjög hratt úr dreifbýlu bænda- og
fiskimannaþjóðfélagi í borgarsam-
félag, þar sem stór hluti þegnanna
hefur lífsviðurværi sitt af ópersónu-
legum þjónustustörfum. Hefur þró-
unin orðið hraðari hér en víðast
annars staðar á Vesturlöndum,
enda vöxtur efnalegrar velmegunar
undanfarna hálfa öld með ólíkind-
um. Fórnarkostnaður hefur óhjá-
kvæmilega verið hár. Gildismat
þegnanna hefur gjörbreyst, og ýms-
ir grunnþættir þjóðfélagsgerðarinn-
ar hafa raskast.
Óhætt er að segja, að hinn félags-
legi fórnarkostnaður hafi orðið
mestur þegar kemur að fjölskyld-
unni. Kjarnafjölskyldan hefur
minnkað verulega vegna færri
barna. Stuðningur við barnafjöl-
skylduna kemur nú aðeins örsjaldan
frá stórfjölskyldu eða nágrönnum,
og vinnudagur utan heimilis, bæði
feðra og mæðra, er lengri en nokkru
sinni áður.
Eftirfarandi atriði segja nokkuð
harkalega sögu, en þau eru byggð
á íslenskum rannsóknum og eru
unnin úr bæklingi, Mannvemd í
velferðarþjóðfélagi, útgefnum af
landlæknisembættinu. í þeim bækl-
ingi er að fínna niðurstöður fjölda
íslenskra rannsókna á fjölskyldu-
högum og þroskahorfum barna á
íslandi.
* 20% íslenskra barna á hveijum
tíma búa ekki með báðum kynfor-
eldrum, meiri hluti vegna skilnaðar
foreldra. Erlendar rannsóknir hafa
sýnt, að skilnaðarbörn eiga gjaman
erfíðara uppdráttar en böm úr
ósundruðum fjölskyldum.
* Árið 1985 voru fjórðungur
barnafjölskyldna einstæðir foreldr-
ar. Stærra hlutfall einstæðra for-
eldra en annarra er í láglauna-
flokki. Búa þeir oft við ótryggt
húsnæði.
* Smábarnafeður vinna að jafn-
aði einum vikudegi lengur en aðrir
karlmenn. Atvinnuþátttaka kvenna
hefur fjórfaldast (85% nú) sl. 30
ár. 75% smábamamæðra vinna ut-
an heimilis, og um 40% fulla vinnu.
Og meðaltekjur einstæðra mæðra
hér, í samanburði við meðaltekjur
karla, em lægri en sams konar hlut-
fall í nágrannalöndunum.
* Opinberar greiðslur sem hlut-
fall af þjóðartekjum til fjölskyldna
og barna er lægra hér en á öðrum
Norðurlöndum. Sama má segja um
greiðslu fyrir dagvistunaraðstöðu
og tómstundaheimili.
* Samverustundum barna og
foreldra hefur fækkað. í könnun frá
1983 kemur fram að fjórðungur
barna undir 8 ára aldri, og 64%
barna 7-12 ára, eru meira og minna
sjálfala á daginn. Og allt að fjórð-
ungur daglegrar neyslu barna og
unglinga kemur frá söluskálum.
Já, það ætti að vera ljóst af
þessu, hverju þarf til að kosta til
að halda þjóðfélagsgerðinni gang-
andi. En hvað skyldi þetta svo hafa
í för með sér fyrir börnin?
* Léleg geðheilsa barna og ungl-
inga tengist oft slæmri hjúskapar-
stöðu foreldra. Þau böm eiga einn-
ig oft í erfiðleikum í námi.
* Ungmenni, sem hafa búið við
ósamræmi í uppeldi, slæma geð-
heilsu, gengið illa í skóla/og eða
komið frá sundruðum fjölskyldum,
eru miklu líklegri til að Ienda á
sakaskrá oftar en einu sinni, en þau
VZterkurog
k_/ hagkvæmur
auglýsingamidill!
ungmenni, sem hafa haft betri að-
búnað. Stofnanavistanir eru einnig
algengari hjá þeim.
* Misnotkun áfengis er miklu
algengari hjá feðrum barna, sem
einungis höfðu lokið unglingaprófi,
en hjá feðrum barna, sem luku
framhaldsnámi. Og er hér fátt eitt
talið.
Fjölskyldan er hornsteinn þjóðfé-
lagsins er sagt á góðum stundum.
Myndin, sem dregin er upp hér að
ofan, sýnir hornsteininn i bágborn-
ara ástandi en hollt er. Myndin er
að sjálfsögðu einfölduð, og alls ekki
algild. Hún sýnir okkur hins vegar,
„Hún sýnir okkur hins
vegar, að bágborin fé-
lagsleg aðstaða barna-
fjölskyldna, af ýmsum
orsökum, er líklegri en
ekki til að leiða til
vandamála í andlegri,
líkamlegri og félags-
legri heilsu þessara
barna seinna meir.“
að bágborin félagsleg aðstaða
barnafjölskyldna, af ýmsum orsök-
um, er líklegri en ekki til að leiða
til vandamála í andlegri, líkamlegri
og félagslegri heilsu þessara barna
seinna meir. Það heilsutjón getur
orðið dýrkeypt, ekki aðeins í formi
aúkinna útgjalda til heiibrigðis-,
Högni Óskarsson
félags- og dómsmála, heldur einnig
í fonni alvarlegrar röskunar og
þjáningar fyrir einstaklinginn og
aðstandendur hans.
Læknafélag Reykjavíkur og
landlæknisembættið hafa því
ákveðið að gangast fyrir almennum
fræðslufundi um mál af þessum
toga í Háskólabíói í dag, laugardag-
inn 23. þ.m., kl. 13. Dagskrá hefur
verið kynnt í fjölmiðlum. Þingflokk-
arnir munu eiga fulltrúa í pallborðs-
umræðum eftir erindaflutning. Þar
mun umræðan beinast að möguleg-
um úrræðum til að beina þróuninni
í þá átt að styrkja megi hornstein-
inn. Er þess að vænta, að þingflokk-
arnir muni kynna stefnur og fram-
kvæmdir í þessum efnum.
Heimild: Heilbrigðisskýrslur 1988, fylgi-
rit nr. 2, eftir Olaf Ólafsson landlækni.
Ilöfundur crgeðlæknir og
formaður Læknafélags
Reykjavíkur.
ÞJOÐLEIKHUSIÐ...
...musteri íslenskrar leiklistar, hefur
nú verið endurbyggt að stórum hluta.
Síðastliðið fimmtudagskvöld fögnuðu
íslendingar endurbættu Þjóðleikhúsi
- og um leið betra leikhúsi, þrátt fyrir
lítið breytt svipmót.
*
Hundruð manna hafa lagt hönd á plóginn við þessar viðamiklu framkvæmdir.
Um leið og við óskum þjóðinni ánægjulegra stunda í Þjóðleikhúsinu þökkum
við starfsmönnum leikhússins þolinmæðina og verkamönnum, iðnaðarmönnum,
hönnuðum, ráðgjöfum og öðrum sem þátt tóku í verkinu framúrskarandi ötult starf.
Þjóðleikhúsið er tekið til starfa á ný!
MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ