Morgunblaðið - 23.03.1991, Síða 18

Morgunblaðið - 23.03.1991, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 Hagfræðingar gætu margt lært af ljóðlist og skáldskap Rætt við Donald N. McCloskey prófessor í hagfræði við Iowa-háskóla Skáldskapur, ljóðlist og mælskulist. Galdur, sjónhverfingar og töfrabrögð. Það er óalgengt að þessi orð beri á góma þegar rætt er um hagfræði. Þaðan af síður er algengt að hagfræðingar grípi til slikra orða til þess að lýsa iðju sinni og fræðigrein. Donald 'N. McCloskey, prófessor við háskólann í Iowa-fylki, hikar þó ekki við að líkja hagfræði við skáldskap og telur verk margra hagfræðinga sjónhverfingar einar. McCloskey dvaldi hér á landi í boði hagfræðiskorar Háskóla islands í vikunni og féllst góðfús- lega á að ræða við blaðamann Morgunblaðsins, um stöðu hagfræð- innar. Donald N. McCIoskey hlaut doktorsgráðu frá Harvard- háskóla. Hann kenndi um 12 ára skeið við háskólann í Chicago en réðist árið 1981 til háskólans í Iowa-fylki, sem prófessor í sögu og hagfræði. Hann er höfundur sex bóka, þeirra á meðal kennslu- bókar í rekstrarhagfræði „The Applied Theory of Price“, sem kennd hefur verið við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands um árabil, „The Rhetoric of Ec- onomics", (Mælskulist hagfræð- innar) og „If You’re So Smart - The Narrative of Economic Ex- pertise“ (Ef þú ert svona klár - frásagnartækni hagfræðinnar), sem er nýkomin í bókaverslanir. „ég á ekki auðvelt með að skýra efni „Ef þú ert svona klár...“ í fáum orðum,“ segir McCloskey við fyrstu spumingu blaða- manns.„Eitt af stefjum bókarinn- ar er þó auðvelt að skýra: Að fræðimenn í öllum greinum eru í raun að fást við að færa viðfangs- efrii sitt í búning sögu. Þetta á jafnt við um efnafræðinga, félags- fræðinga og hagfræðinga. Frá- sagnarlistin er hornsteinn rök- rænnar hugsunar. Vandinn er að margir hagfræð- ingar hafa misst sjónar á hlut- verki sínu og kjósa að lyfta sér á stall hins alvitra sérfræðings. Þeir telja sig þess umkomna að skima yfír hagkerfið fránum augum og benda á hvert eigi að veita fé, hvar eigi að draga úr útgjöldum og svo framvegis. Þeir standa á því fastar en fótunum að líkön þeirra og jöfnur sýni svo ekki verði um villst hvernig hagkerfíð muni bregðast við. Af slíkum menntahroka stafar mikil hætta. Fyrr eða síðar er fótunum kippt undan þeim sem telur sig geta smíðað líkan af samfélaginu, jafnt hershöfðingjum, skipulagsfræð- ingum og hagfræðingum." Hin vitru fión „Þeir sem reiða sig á söfnun staðreynda og smíði líkana af veröldinni daga á endanum uppi sem sophomores, vitur flón, sem er reyndar uppnefni sem Banda- ríkjamenn veita háskólanemum á öðru ári. Og þá .erum við komin að skýringunni á titli bókarinnar: „Ef þú ert svona klár...af hveiju ert þú ekki ríkur.“ Hin vitru flón skilja ekki að ef þau hefðu þá þekkingu sem þau þykjast búa yfír, sæju inn í framtíðina, hiytu þau að vera orðin vellauðug." McCloskey kveðst hafa kosið að nefna setninguna „Ef þú ert svona klár...“, amerísku spuming- una, því hún lýsi vel viðhorfi margra samlanda sinna til hag- fræðinga og hagspekinga. Þrátt fyrir að fæstir vilji viðurkenna það, komi þessi spuming við káunin á þeim sem byggi ævistarf sitt á því að spá um framvindu efnhagsmála fyrir fyrirtæki eða stjómvöld. Til þess að skýra mál sitt kveðst hann gjaman grípa til dæmisögu: Ef 5.000 króna seðill er skilinn eftir á gangstétt kemur fyrr eða síðar að því að vegfarandi tekur hann upp og stingur í vasann. „Þetta kalla ég forsenduna um hófsama græðgi," segir McClo- skey. „Segjum að maður á fömum vegi falbjóði upplýsingar um hvar fínna megi 5.000 króna seðla, gegn sanngjarnri greiðslu. Að sjálfsögðu myndi enginn láta ginnast af slíku tilboði, því allir skynsamir menn vita að ef 5.000 króna seðlar lægju á víðavangi væri fyrir löngu búið að tína þá alla af götunni. Og enginn með fullu viti myndi fremur selja öðr- um vísbendingar en að hirða seðlana sjálfur. En þetta er það sem margir hagfræðingar þykjast geta.“ Morgunblaðið/Sverrir „Engir nema hagfræðingar fást til að trúa því að 500 jöfnu líkan skýri gang hagkerfisins," segir Donald N. McCloskey prófessor í hagfræði og sögu við háskólann í Iowa-fylki. McCloskey hélt þrjá fyrirlestra við Háskóla íslands í vikunni. Sögur í stað líkana Hvað segja þeir hagfræðingar sem reiða sig á líkanagerð við orðum McCloskeys. Hveiju svarar hann þeim staefsbræðum sínum sem telja að þeir komist næst kjama málsins með því að smíða stærðfræðileg líkön af hagkerf- inu? „Skilningur þeirra á því hvað er fólgið í sönnun eða niðurstöðu er að mínu mati brenglaður. Viljir þú í raun skýra mál þitt fyrir fólki °g tryggja að það fari að ráðum þínum stoðar lítt að benda á jöfn- ur á blaði og segja að þar sé kom- in eftirlíking af viðfangsefninu,“ segir McCloskey. „Engir nema hagfræðingar fást til að trúa því að ein jafna lýsi starfsemi fyrir- tækis eða 500 jöfnu líkan skýri gang hagkerfísins. Við skiljum kjaman frá hisminu með því að segja hvert öðru sög- ur. Hvert mannsbam skilur að saga verður að hafa upphaf, miðju og endi. Efna- og eðlisfræðingar gera sér til dæmis glögga grein fyrir að til að lýsa fyrirbæri í umhverfínu þarf að rekja sögu þess frá truflun til jafnvægis- ástands. Fyrr er áheyrandinn ekki ánægður. Fyrr hefur vísindamað- urinn ekki lokið verkefni sínu.“ McCloskey bendir á að engin vísindagrein reiði sig á gerð líkana af veruleikanum til jafns við hag- fræði. Þótt ýmsir haldi að raunvís- indamenn skoði veröldina aðeins með aðstoð stærðfræðilegra líkana, sé raunin sú að mun stærri hluti þeirra fáist við athuganir en tíðkist meðal hagfræðinga. Meiri hógværð gagnvart viðfangsefninu McCloskey kveðst þeirrar skoð- unar að hagfræðingar eigi að eyða meiri tíma í að skoða og skilja hegðun manna. Þeirra tíma sé betur varið við athuganir og rann- sóknir á því sem gerist í raun en smíði líkana af því hvemig hag- kerfíð gæti eða ætti að haga sér. „Hagfræðingar ættu að temja sér meiri hógværð gagnvart við- fangsefninu. Þegar þeir eru kall- aðir til ráðgjafar, til dæmis um kvótakerfí í sjávarútvegi, eiga þeir ekki að halda því fram að þeir hafí höndlað Stórasannleik, heldur leggja niðurstöður sínar á borðið, skýrðar og rökstuddar með þeim hætti að áheyrendur þeirra geti skilið og hugsanlega sannfærst um réttmæti þeirra,“ segir McCloskey. Hagfræðingar liggja gjarnan undir því ámæli að þá greini á um flest grundvallaratriði. Þeir komist því aldrei að niðurstöðu. Fræg er sagan af Harry S. Tru- man, forseta Bandaríkjanna, sem bað um að sér yrði færður ein- hentur hagfræðingur, sem gæti ekki sagt on the other hand, á hinn bóginn. „Okkur er mun meiri hætta búin af einhentum hag- fræðingum en þeim sem sjá fleiri hliðar en eina á hveiju máli,“ seg- ir McCloskey, „Einhenti sérfræð- ingurinn sem einskorðar sig við eitt líkan, eina mynd af raunveru- leikanum, er sá sem ber að var- ast.“ Bjartsýnn á framtíðina Aðspurður segist McCloskey bjartsýnn á framtíð hagfræðinn- ar. Æ fleiri geri sér grein fýrir því að hagfræði hafi borið af leið og þörf sé á nýjum viðhorfum innan greinarinnar. „Við eigum vissulega ekki að kasta fyrir róða þeim áhöldum sem við höfum yfír að ráða. Við þurfum einfaldlega að læra að stíga jafnt í báða fæt- ur. Athuganir og rannsóknir á vettvangi eiga að styðja hagmæl- ingar og stærðfræðilega fram- setningu. Hagfræðingar hafa hneigst til þess að einangra sig og eru haldn- ir fordómum í garð þeirra sem stunda önnur félagsvísindi. Þeir hefðu gott af því lesa meiri mann- kynssögu og þó einkanlega sögu hagfræðikenninga. Þeir ættu einnig að leggja eyrun við því sem félagsfræðingar hafa fram að færa. í stað þess að safna einung- is í eiginn sarp ættu hagfræðing- ar að skiptast á skoðunum, eiga viðskipti við, aðra fræðimenn. Með því hlusta, fylgjast með og eiga samskipti við annað fólk geta hagfræðingar öðlast dýpri skiln- ing og betra innsæi. Það er mik- ill fjársjóður hagrænna hugmynda í bókmenntum og ljóðlist, sem getur varpað nýrri birtu á við- fangsefnið og auðgað andann.“ „Þegar ég hugleiði stöðu hag- fræðinnar kemur í hugann saga H.C.Andersen af nýju fötum keis- arans, þar sem keisarinn gekk reigður og bíspertur um borgina þar til lítill drengur benti á þá augljósu staðreynd að hann væri allsnakinn," segir McCloskey og bætir við: „En ævintýrið á sér eftirmála sem er sá að þegar vit- inu hafði verið komið fyrir keisar- ann, reyndist hann farsæll leið- togi, virtur af þegnunum. Af þeirri sögu held ég að við getum dregið nokkurn lærdóm.“ Viðtal: Benedikt Stefánsson Ríkisstj órnarraunir eftir Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur Heimur stjómmálanna er oft og tíðum æði sérkennilegur. Þar verður ímyndunin gjaman veruleikanum yfírsterkari. Samsæriskenningar og leikfléttur em ær og kýr stjómmál- amanna og eyða þeir löngum stund- um í slíkt dútl. Þess vegna reyna þeir ætíð að setja atburðarás. af stað þegar síst skyldi og við slíkar aðstæður hafa þeir gjarnan fyrir satt það sem hljómar sem veruleika- fírrt óráðshjal í eyrum annarra. Það er ekki langt um liðið síðan Guðmundur Magnússon, frambjóð- andi og sérlegur skjólstæðingur Davíðs Oddssonar, skrifaði grein þar sem hann sagði að Kvennalist- inn stefndi að því að framlengja lífdaga núverandi stjórnar. Hann hefði „áreiðanlegar heimildir" fyrir því að viðræður um þetta væm þegar hafnar milli Kvennalistans og stjómarflokkanna. Þetta var um líkt leyti o g Mogginn gerði sitt besta til að koma því inn hjá lesendum sínum að ég væri kommi. En fljótt skipast veður í lofti. Það er ekki lengra síðan en í síðustu viku að Svavar Gestsson varð hjart- veikur út af Kvennalistanum, og gott ef ekki Hjörleifur Guttormsson líka. Tilefnið voru þau orð mín í morgunþætti Rásar 2 að Kvenná- listinn útilokaði alls ekki stjómar- samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, þrátt fyrir að Davíð Oddsson stæði þar nú við stjómvölinn. f huga Svavars varð þessi fjöður að tíu hænum og nú hét það að ég hefði sent Davíð Oddssyni bónorðsbréf. Svavar sá auðvitað ástæðu til að kvarta yfír þessu fyrir hönd „vin- áttufélags" Kvennalistans, sem hann virðist telja sig í sérlegu for- svari fyrir, enda lengi gengið með þá grillu í kollinum að Kvennalistinn sæti á brúðarbekknum tilbúinn til að hoppa í hnapphelduna með nú- verandi ríkisstjóm um leið og tæki- færi gæfist. Svipaðir hugarórar virðast hafa búið um sig í heilabúum annarra stjómarsinna og má í því sambandi vísa til orða kratans Öss- urar Skarphéðinssonar í fyrmefnd- um morgunþætti. í fréttum Rlkisútvarpsins sl. sunnudag leit svo enn ein útlegg- ingin á mögulegri stjórnarþátttöku „Það er vandlifað 1 heimi stjórnmálanna. Allt sem sagt er eða ósagt látið, er opið fyrir túlkunum manna með villt ímyndunarafl. Til áð auðvelda þeim að halda sér niðri á jörð- inni er sjálfsagt að benda á nokkra vegvísa Kvennalistans í stjórn- málum.“ Kvennalistans dagsins ljÖs. Frétta- stofan þjófstartaði stjórnarmyndun- arviðræðum með því að fullyrða að Kvennalistinn setti hækkun lág- markslauna sem skilyrði fyrir ríkis- stjórnarþátttöku. Það er vandlifað í heimi stjórn- málanna. Allt sem sagt er eða ósagt látið, er opið fyrir túlkunum manna með villt ímyndunarafl. Til að auð- velda þeim að halda sér niðri á jörð- inni er sjálfsagt að benda á nokkra vegvísa Kvennalistans í stjórnmál- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um. í fyrsta lagi eiga stjómarmynd- unarviðræður ekki að hefjast fyrr en að kosningum loknum og mögu- leikar okkar, sem annarra, til að koma málum okkar fram ráðast ekki síst af kjörfylginu. Og af því við viljum sjálfar vita hvar við stöndum leggjum við hugsjónir okk- ar og máistað undir dóm kjósenda en förum ekki í kosningar á fölskum forsendum, eins og nú er því miður títt. í öðru lagi verða kjósendur að geta treyst því að áherslumál okkar í kosningum verði jafnframt þau mál sem við leggjum mesta áherslu á í stjórnarmyndunarviðræðum. Þessi mál liggja nú þegar fyrir. Þau eru: Launa- og kjaramál hinna lægstlaunuðu, en í þeim hópi eru konur í miklum meirihluta; At- vinnuuppbygging, en í öllum kjör- dæmum landsins er atvinnuleysi kvenna talsvert meira en karla; Fjölskyldumál, því sjálfstæði og frelsi kvenna er óijúfanlega tengt því að samfélagið búi vei að fjöl- skyldunni, og síðast en ekki síst umhverfismál vegna þess að við gerum okkur grein fyrir að lífsskil- yrði okkar allra ráðast af því að við lifum í sátt við náttúruna en misbjóðum henni ekki. í þriðja lagi eigum við aðeins eina óskastjórn og það er sú stjórn sem er reiðubúin til að gefa málefn- um Kvennalistans sem mest vægi. Við þekkjum flokkana og vitum að hveiju við göngum í stjórnarmynd- unarviðræðum, ef til þeirra kemur á annað borð. Hinu hafa flokkarnir ekki svarað, og mér vitanlega hefur sú spurning ekki brunnið á vörum fréttahaukanna, hvort þeir séu til- búnir fyrir okkur? Höfundur skipnr 1. sæti Kvennalistans í Reykja vík í komandi kosningum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.