Morgunblaðið - 23.03.1991, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.03.1991, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 Veðurdagurinn 1991: Andrúmsloftið og lífríki jarð- ar í brennidepli VEÐURDAGURINN er í dag, 23. marz. Að veðurdeginum standa aðildarríki Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar, en Island var fyrst landa til að samþykkja stofnskrá hennar. Dagurinn er að þessu sinni helgaður andrúmsloftinu og lífríki jarðar. Einnig er þess minnzt að áratuginn 1990-1999 er stefnt að því að draga ór lífshættum af völdum veðurs, í samræmi við ákvörðun Sameinuðu þjóðanna. Veðurstofa íslands vekur í til- efni dagsins meðal annars athygli á því að skógar jarðar hafi minnk- að um þriðjung af manna völdum og eyðist nú hraðar en nokkru sinni, sem eykur koltvísýring lofts- ins. Brennsla jarðefna sé nú 30 sinnum meiri en hún var árið 1900, og hafi mest af aukningunni orðið eftir 1950. Koltvísýringur í Iofti hafí aukiz um nærri 30% frá því að iðnbyltingin hófst, úr 0,0275% í 0,0354% af loftinu. Verði ekkert að gert verði hann orðinn 0,07% af andrúmsloftinu eftir 100 ár. Veðurstofan bendir á að skóga- reyðing á jörðinni sé talin vera 12 milljónir hektara á ári, sem þyrfti að vinna upp með gróðursetningu. Óhætt sé að segja að skóglendi á íslandi sé að minnsta kosti tífalt minna en það var á landnámsöld. Eigi að miða við 12 milljóna hekt- ara nýskóga á ári á jörðinni, kæmu 600 hektarar í hlut íslendinga miðað við fólksfjölda. Árið 1990 voru hins vegar gróðursettrar 3,5-4 milljónir plantna á landinu, sme er tvöfalt e_ða þrefalt meira eri nemur hlut íslendinga meðal jarðarbúa. „Margir álíta að meðalhiti hlýj- asta mánaðar ársins þurfí að ná tíu gráðum á celsíus til þess að skógur geti þrifízt. Svo virðist sem þetta geti átt við um tíunda hluta Islands, 10.000 ferkílómetra eða eina milljón hektara,“ segir í ábendingum Veðurstofunnar. „Ef 2.500 plöntur þarf á hektara mætti klæða þessa 10.000 ferkíló- metra skógi með því að gróður- setja 25 milljónir tijáa á ári í eina öld. Það væri haegt með því að 100.000 manns legðu árlega fram eitt dagsverk hver. Sú hugmynd Líkan af fyrirhugaðri kirkju- byggingu, Vídalínskirkju. Fyrsta skóflu- stunga Vída- línskirkju FYRSTA skóflustunga að hinni nýju Vídaiínskirkju, sem fyrir- hugað er að rísi við safnaðar- heimilið Kirkjuhvol í Garðabæ, verður tekin í dag, laugardag, kl. 14.00. Formaður sóknamefndar, Bene- dikt Bjömsson, mun taka skóflu- stunguna en sóknarprestur Garða- sóknar, séra Bragi Friðriksson, helga staðinn með stuttri athöfn, segir í fréttatilkynningu frá sóknar- nefnd. ■ SÝNING Þórdísar Öldu Sig- urðardóttur í Ásmundarsal við Freyjugötu lýkur um helgina. Opið er laugardag og sunnudag frá kl. 14 tii -18. hefur þó komið fram að til þessa þyrfti margfalt færri plöntur, ef þær væra settar í dreifða lundi og sjálfgræðsla látin sjá um að fylla upp í ijóðrin á milli þeirra. Þetta gæti hentað þar sem ætlun- in er að hafa skógana til land- græðslu, landbóta og yndisauka fremur en til viðarframleiðslu.“ Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra ávarpar ársfund Orkustofnunar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Qrkumálastjóri á ársfundi Orkustofnunar: Raforkunotkun í landínu gæti tífaldast á næstu fjörutíu árum Söluverð raforkunnar gæti orðið um 45 milljarðar króna árið 2030 ÁRSFUNDUR Orkustofnunar var haldinn á fimmtudag. Jakob Björnsson orkumálastjóri brá þar upp framtíðarsýn um orkubúskap Islendinga, sem hann sagði vera einn margra hugsanlegra mögu; leika ef stefna stjórnvalda ber svipaðan árangur og að er stefnt. í þeirri sviðsmynd, sem Jakob brá upp, er orkunotkun í landinu árið 2030 alls 42,9 TWh (TeraWattstundir) á ári, samanborið við 4,4 TWh á árinu 1990. Gert er ráð fyrir að útflutningur verði um þriðjungur af heild, almenn notkun rúmlega tíundi hluti og notkun orkufreks iðnaðar rúmlega helmingur. Jakob sagði að sölutekjur af raforku í heildsölu og til stórnotenda gætu orðið um 45 milljarðar króna árið 2030 á núverandi verðlagi. Orkumálastjóri sagði þessa sviðs- mynd einungis taka til raforku, ekki varmaorku frá jarðhita, en hann reiknaði með að rúmlega fjórðungur raforkuvinnslunnar, 26%, komi frá háhita árið_ 2030, samanborið við um 5% nú. I sviðs- mynd þessari er gert ráð fyrir bæði vexti í raforkufrekum iðnaði í landinu og útflutningi raforku um sæstrengi auk almennrar notkunar. Orkumálastjóri gerði ráð fyrir að orkufrekur iðnaður notaði 23,1 TWh á ári. Hann sagði óteljandi svör vera við spumingunni um hvers konrir iðnaður notaði orkuna. Einn möguleikinn væri að 700 þús- und tonna árleg álframleiðsla not- aði 10,4 TWh, vetnisframleiðsla til annarra eldsneytisþarfa íslendinga en á bíla og flugvélar notaði 9,2 TWh og framleiðsla á öðram orkuf- rekum afurðum notaði 3,5 TWH. í þessu dæmi annaði vetni 56% af heildarþörf landsmanna fyrir elds- neyti eins og ætla mætti að hún yrði árið 2030. Gert er ráð fyrir að almenn orku- notkun verði 4,8 TWh á ári árið 2030, samanborið við 2,2 TWh árið 1990, eða ríflega helmingi meiri. Hlutfall almennrar notkunar af heild árið 2030 yrði þá 11,2%. Raf- orkufrekur iðnaður notaði 53,9% og til útflutnings um sæstrengi færa 15,0 TWh, eða 34,9%. Til þess að ná þessari raforku- framleiðslu sagði Jakob að árið 2030 yrðu allir helstu yirkjunar- staðir vatnsorku að vera komnir i notkun og jarðgufuorkuver yrðu að hafa risið í Krýsuvík, Trölladyngju, Henglinum, við Torfajökul, í Öxar- fírði og á Þeistareykjum, auk Kröflu og Nesjavalla. Orkumálastjóri taldi að sölutekj- ur af raforku í heildsölu og til stór- notenda gætu orðið nálægt 45 mill- jörðum króna árið 2030 á núver- andi verðlagi. Hann minnti á að venjan er að .afskrifa vatnsafls- stöðvar á 40 áram, en að þær gætu með hæfilegu viðhaldi enst upp undir hundrað ár eða lengur, það er veralega fram yfír afskrifta- tímann. Jarðgufustöðvar væra af- skrifaðar á 30 árum en gætu einn- ig enst fram yfir afskriftatímann. Þegar kæmi fram á síðari hluta 21. aldar og virkjanir sem reistar hefðu verið um aldamótin og á fyrri hluta aldarinnar hefðu verið afskrifaðar, gætu hreinar tekjur þjóðarbúsins af nýtingu orkulindanna fram um 2030 numið 30 til 40 milljörðum króna á núveraridi verðlagi. „Það er að vísu langt að bíða eftir þessu, en hugsum okkur að forfeður okkar og formæður í byijun þessarar ald- ar hefðu skilið okkur eftir þvílíka tekjulind," sagði orkumálastjóri. Hann ræddi síðan um þær undir- búningsrannsóknir sem þyrfti fýrir nýtingu orkulindanna í þeim stíl sem hann hafði rætt um. Þær væru mikið verk og sérstaklega væra þær tímafrekt verk sem ætla yrði góðan tíma og vinna skipulega með hæfí- legum hraða, „en ekki í æðibunu- gangi með framkvæmdamennina á hælunum." Jakob sagði ekki veita af að byija rannsóknimar tíman- lega. Það átak í vatnsorkurann- sóknum 1991 til 1995 sem nú væri í undirbúningi væri fyrsta skrefíð í slíkum skipulegum undirbúningi stórfelldrar nýtingar orkulindanna í framtíðinni,_ í samræmi við stefnu stjórnvalda. í undirbúningi í Orku- stofnun, en skemmra á veg komið, sagði Jakob Björnsson vera tilsvar- andi átak í rannsókn háhitasvæða til undirbúnings raforkuvinnslu þar í stórum stíl. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra: Einkavæðing orkufyr- irtælda kemur til greina JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra segist telja skynsamlegt að kanna vel möguleika á að gera einkaaðilum kleift að fjárfesta í raforku- vinnslu í tengslum við enn frekari nýtingu orkulinda landsins til stóriðju. Ráðherrann segir nauðsynlegt að efla samkeppni í raforku- vinnslu og -sölu, til hagsbóta fyrir orkunotendur. „Við þurfum að ræða skapa aðstæður til virkrar samkeppni í raforkuvinnslu og raforkusölu - aðstæður sem ekki era fyrir hendi nú. Þannig verður hagur neytenda bezt tryggður. Á það ber að líta, að raforkudreifing hlýtur að nokkru leyti að búa við náttúralega einkasölu, en eftir að lokið var við samtengingu raforkukerfa lands- ins er slík einokunaraðstaða ekki fyrir hendi varðandi raforku- vinnslu,“ sagði Jón Sigurðsson á ársfundi Orkustofnunar á fimmtu- dag. Hann sagði að tryggja þyrfti að samkeppnin leiddi ekki til lakari þjónustu við neytendur eða minna öryggis, og þar gætu Islendingar lært mikið af nágrannaþjóðum sínum. Ráðherrann nefndi þar til sögunnar Bretland, þar sem ra- forkukerfið hefur nú verið einka- vætt. Einnig talaði hann um Evr- ópubandalagið, þar sem raforku- framleiðendum er opnaður að- gangur að raforkulínum keppina- uta sinna og annarra aðila, og loks Noreg, þar sem lög hafa verið sett til að greina á milli þeirra þátta raforkumála, þar sem samkeppni getur ríkt, og þeirra þátta þar sem óumflýjanleg einokun ríkir. „Hér á landi er verðlagning á innlendri orku til notenda að miklu leyti í höndum kjörinna fulltrúa þeirra, þ.e. sveitarstjómarmanna. Þó era frávik frá þessu eins og kunnugt er. Ekki er víst að aðhald kjósenda í þessu tilviki jafnist á við aðhald markaðarins í fijálsri samkeppni," sagði Jón. „Fijáls samkeppni er æskilegri til aðhalds en opinberar eftirlits- og verðlags- nefndir. Áratugareynsla hefur í ýmsum greinum sýnt okkur ða slíkar nefndir gera sáralitlar kröfur um hagræðingu í rekstri." Ráðherrann nefndi lífeyrissjóð- ina sem dæmi um einkaaðila, sem gætu fjárfest í raforkuvinnslu vegna nýrrar stóriðju. „Átök síðstu mánaða um frekari uppbyggingu orkufrekrar stóriðju hafa vissulega sannfært mig enn betur en áður um það, að það era alvarlegir gall- ar á skipulagi raforkuiðnaðarins hér á landi og að „de facto“ einok- un Landsvirkjunar á sviði raforku- framleiðslu er ekki alls kostar heppileg, að minnsta kost þegar henni er beitt í þágu pólitískra bolabragða. Það væri vissulega athugandi að stofna sérstakt fyrir- tæki um þær virkjanir sem kæmu í næsta stóráfanga á eftir þeim sem nú er fyrirhugaður og gefa inn- lendum og erlendum fjárfestum kost á því að leggja fram fé til þess með þeim kjöram að eftir ákveðið árabil féllu öll mannvirki án endurgjalds til íselnzka ríkisins. Fordæmi fyrir slíku fyrirkomulagi höfum við frá Noregi, þar sem markar vatnsaflsvirkjanir vora byggðar með slíku fyrirkomulagi," sagði Jón Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.