Morgunblaðið - 23.03.1991, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991
45
Ágústssyni, fyn-v. skólastjóra á
Fáskrúðsfirði, en hann lést fyrir
fáeinum árum. Þau áttu tvo syni,
Atla Karl, er bjó hjá móður sinni
og Sigurð Inga kvæntur Margréti
Þór og eiga þau tvo syni.
Eftir að Páll lést fluttist Bebba
aftur til Patreksijarðar ásamt son-
um sínum og hóf hún kennslu við
grunnskólann þar/Kom nú enn vel
í ljós hversu mikil hæfileikakona
hún frænka mín var. Hún gaf sig
af lífi og sál í kennarastarfið, sem
henni þótti afar skemmtilegt, enda
var hún með eindæmum barngóð.
Eg sakna Bebbu frænku mikið. Ég
sendi Atla Kalla, Sigga, Margi-éti
og sonum þeirra innilegar samúðar-
kveðjur með von um að ljúfar minn-
ingar um góða móður græði fljót-
lega sár þeirra.
Heba Ingvarsdóttir
Á einum stað stendur skrifað:
Allt hefur sinn tíma, að lifa hefur
sinn tíma, að deyja hefur sinn tíma.
En fyrir okkur mennina er lítt skiij-
anlegt, þegar fólk sem hefur marg-
þættu hlutverki að gegna hverfur
skyndilega og fyrii-varalaust af
jarðvistarsviðinu.
Heba A. Ólafsson, móðursystir
mín og vinur, varð bráðkvödd á
heimili sínu að kvöldi 13. mars sl.
Hún hafði kennt lasleika, sem að-
eins var talin flensa.
Heba var fædd á Patreksfirði 7.
september 1928, dóttir hjónanna
Aðalsteins P. Ólafssonar og Stef-
aníu Erlendsdóttur. Systkini hennar
voru Erla Kristín, Bolli, Sjöfn, Sif,
Hera og Pétur. Þau eru öll á lífi
nema Sjöfn, sem lést 1989, langt
um aldur fram.
Heba giftist Páli Ágústssyni,
kennara frá Bíldudal, 8. janúar
1952. Páll var góðmenni, líflegur
og framtakssamur bæði í starfi og
leik. Páll lést 25. ágúst 1986, þá
skólastjóri á Fáskrúðsfirði, en þang-
að fluttu þau hjónin frá Patreks-
firði 1982. Áður bjuggu þau á
Bíldudal, síðar í Reykjavík, þá um
langt árabil á Patreksfirði. Eftir að
Páll lést flutti Heba aftur til Pat-
reksíjat'ðar og gerðist kennari og
kenndi börnum í tveimur yngstu
árgöngunum. Starfið átti hug henn-
ar allan og börnin unnu henni mjög
og var hún þeim mikill félagi.
Heba og Páll áttu tvo syni, Sig-
urð Inga og Atla Karl, sem báðir
búa á Patreksfirði. Atli Karl og
móðir hans héldu heimili saman
eftir að Páll féll frá. Kona Sigurðar
heitir Margrét Þór og eiga þau tvo
syni, Pál Agúst og Magnús Tindra.
Þá hafa dætur Margrétar verið hjá
þeim, Ingibjörg og Dómhildur. Þá
á Sigurður dóttur, sem heitir Heba.
Heba var alla tíð lífleg, athafna-
söm og naut tilverunnar. Það var
engin lognmolla þar sem hún fór
og ekkert mannlegt var henni óvið-
komandi. Hún var mikil félagsmála-
manneskja og væri langt mál að
segja frá þeim þætti lífs hennar og
verður látið nægja að nefna hér
störf hennar fyrir Slysavarnadeild-
ina Unni, Sjálfstæðisfélagið Skjöld,
Málfreyjudeildina Brellur og svo var
hún virkur félagi í bridsfélagi stað-
arins og spilaði einu sinni í viku
með félaginu.
Heba og Páll voru mjög samhent
hjón og fannst öllum, sem til
þekktu, að nefna þyrfti þau bæði
ef á annað þeirra var minnst. Þau
voru bæði miklir barnavinir og löð-
uðust öll börn að þeim. Telst varla
ofmæit þó sagt sé að öll börn elsk-
uðu þau, sem kynntust þeim.
Um árabil sáu Heba og Páll um
rekstur Hótels Flókalundar fyrir
Gest hf. og muna margir eftir þeim,
sem góðum gestgjöfum á þeim
fagra stað. Þau voru þar einmitt
þjóðhátíðarárið 1974 og var Páll
framkvæmdastjóri hátíðarinnar
sem haldin var á Vestijörðum, í
Vatnsfirði, og þótti takast sérlega
veh
í mínum huga er lífshlaup þeirra
hjóna svo margþætt og merkilegt
að skrifa mætti væna bók um þau,
en hér verður látið staðar numið
og þeim þökkuð ómetanleg og upp-
byggjandi kynni.
Að lokum vil ég og fjölskylda
mín votta systkinum Hebu samúð
og sérstaklega bræðrunum Sigurði
Inga og Atla Karli, konu Sigurðar,
Margréti Þór, og barnabörnum.
Stefán Skarphéðinsson
í dag er til moldar borin elskuleg
vinkona og virkur félagi í Slysa-
varnadeildinni Unni á Patreksfirði.
Skyndilegt lát Hebu sannar okkur
hvað skammt er oft milli blíðu og
éls. Fyrir réttum mánuði þegar
deildin hélt aðalfund sinn var Heba
full af áhuga eins og jafnan er
slysavarnamál áttu í hlut. Félagar
deildarinnar glöddust yfir því að
hún hafði ákveðið að ganga til liðs
við stjórnina eftir nokkurt hlé.
Hryggar í huga kveðjum við að ieið-
arlokum okkar góða félaga og vin-
konu með ljóðlínum Valdemars
Briem.
Kom huggari mig hugga þú
kom hönd og bind um sárin
kom dögg og svala sálu nú
kom sól og þerra tárin
kom hjartans heilsulind
kom heilög fyrirmynd
kom ljós og lýstu mér
kom líf er ævin þver
kom eilífð bak við árin.
Megi algóður Guð styrkja ijöl-
skyldu og vini í sorg þeirra.
Slysavarnadeildin Unnur,
Patreksfirði.
Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson
Tvær Hvanneyrarpíur nefndu þær sig þessar tvær og tóku lagið ásamt fleirum.
Nemendur Bændaskólans mínnast
1100 ára búsetu á Hvanneyri
Hvanneyri. **
t FORMÁLA að Egils sögu segir að það hafi verið árið 891 að Grímur
liáleiski kom til íslands og nam land milli Andakílsár og Grímsár í
Borgarfirði. Þess var m.a. minnst á hinni s.k. Marshátíð, þar sem nem-
endur Bændaskólans á Hvanneyri bjóða íbúum nærliggjandi hreppa í
samkomuhúsið að Brún í Bæjarsveit.
Þetta var í 17. skipti sem nemend-
ur Bændaskólans halda hátíð með
þessu nafni. Dagskráin var greini-
lega forvitnileg, því húsfyllir var.
Nær allt efni var frumsamið af heim-
amönnum og flutt af þeim með að-
stoð kennara.
Viðamesta atriðið var kynning á
sögu Borgarfjarðar og þá fyrst og
fremst Andakílshrepps. Lesinn var
söguþráður í samantekt Magnúsar
Óskarssonar kennara og leikin atriði
á milli, sem Bjarni Stefánsson kenn-
ari samdi,- Leiknu atriðin voru um
landnámsmennina Grím og Ingimund
gamla, vinnumenn Hróðólfs biskups
í Bæ, deilur um veiðirétt í Andakílsá
á 15. öld, vinnuhjú Barónsins á Hvít-
árvöllum og úr skólasamkomu í
Bændaskólanum í árdaga skólans.
Þarna kom fram mikill fróðleikur
um byggðina frá upphafi landnáms.
Tvennt er vert að minnast á. Á árun-
um 1905 til 1918 störfuðu 3 fram-
haldsskólar samtímis í hreppnum,
þ.e. bændaskóli, mjólkurskóli og al-
þýðuskóli og mun það vart hafa fund-
ist á þessum tíma annars staðar á
landinu í dreifbýlishreppi. Á sam'-
komu í Þingnesi, sem haldin var á
gamlársdag þjóðhátíðarárið 1874 var
dreginn fáni að húni, hannaður af
Andrési Fjeldsted. Þessi fáni er nú
geymdur á Þjóðminjasafninu, þar
sem hann er að líkindum fyrsti fáni
íslendinga. Nemendur létu gera eft-
irmynd af honum í borðfánastærð
og afhenti formaður Nemendaskól-
ans Hvanneyrar, Fanney Ólöf Lárus-
dóttir, Magnúsi B. Jónssyni, oddvita
Andakilshrepps, hann í tilefni dags-
ins.
Dagskráin var að öðru leyti mjög
íjölbreytt, hún hófst á látbragðsleik,
sungnar voru gamanvísur af ýmsum
hópum, m.a. söng kvennakór um
nokkra skólabræður sína, sem höfðu
fyrr um veturinn látið snoðklippa
sig. Þessir sömu snöruðu sér um hæl
á sviðið og reyndu að réttlæta í söng
sínum gjörðir sínar og sýna fram á,
að þeir væru nú miklu mýkri að
stijúka en áður.
Mestu kátínu vakti einleikur Guð-
mundu S. Guðmundsdóttur'í heima-
sömdum einþáttungi og aðalhlutverk
Jósefs H. Gunnlaugssonar í „Lín-
unni“ sem sló sjónvarpsþættinum
kunna við. Bjarni Stefánsson kenn-
ari samdi leikþátt úr skólalífinu, er
hann nefndi Síldin. Blandaður kór
söng nokkur létt lög, Bjarni Guð-
mundsson kennari æfði kórinn og lék
undir ásamt Eyþóri Inga Jónssyni.
Hátíðinni lauk með dansleik. Nem-
endur þökkuðu séi’staklega kennur-
unum Jóhönnu Pálmadóttur ag
Bjarna Stefánssyni fyrir frábæra
hjálp við undirbúning og uppsetningu
hátíðarinnar og leystu þau út með
gjöfum. Undirtektir áhorfenda voru
mjög góðar og eiga aðstandendur
hátíðarinnar þakkir skildar.
- D.J.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og
útför
EYSTEINS EINARSSONAR
fyrrv. vegaverkstjóra
frá Brú.
Sérstakar kveðjur til starfsfólks Ljósheima, Selfossi.
Aðstandendur.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
INGIMUNDUR GUÐMUNDSSON,
Hringbraut 1,
Hafnarfirði,
lést í Landspítalanum 21. mars.
Edda Collins, William A. Collins,
Gunnar Ingimundarson, Kristin Bjarkan,
Ásmundur Ingimundarson, Jenný Sigurgeirsdóttir,
Grétar K. Ingimundarson, Karen Brynjólfsdóttir,
Stefania Ingimundardóttir, Ármann Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KÁRI JÓNSSON
fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma,
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju miðvikudaginn 27. mars
kl. 14.00.
Eva Snæbjarnardóttir,
Óli Björn Kárason, Margrét Sveinsdóttir,
Guðjón Andri Kárason, Ingibjörg Guðjónsdóttir,
Eva Björk Óladóttir.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SUNNA STEFÁNSDÓTTIR,
Gnoðarvogi 18,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 14. mars sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Kári Eiriksson,
Karólína Eiríksdóttir,
Þorsteinn Hannesson,
Tinna Þorsteinsdóttir.
—
■: J
BJOÐUM MIKIÐ URVAL yORLAUKA OG FRÆA AF YMSUM GERÐUM OG Á GÓÐU VERÐI
LÍTIÐ VIÐ OG KYNNIÐ YKKUR ÚRVALIÐ OG MÖGULEIKANA HJÁ FAGMÖNNUM.
REYNSLA - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA
SOLUFELAG GARÐYRKJUMANNA
SMIOJUVEGI 5. 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 43211
fl