Morgunblaðið - 23.03.1991, Síða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991
TMReg. U.S. Pat Off.—all rightareaarvad
® 1991 Lo» Aogelas Timea Syodicate
HÖGNI HREKKVÍSI
Fer Fram-
sókn sömu
leið og
samvinnu-
stefnan?
Til Velvakanda.
Fyrir nokkrum árum voru menn
að ræða sín á milli hver myndi vera
hugsjónagrundvöllur Framsóknar-
flokksins. Einn orðaði það svo að
hugsjónin væri fólgin í því að versla
við KRON, en ekki hjá Silla og
Valda, burtséð frá hvorum varan
væri betri eða ódýrari. Þótt hér sé
um nokkra einföldun að ræða verð-
ur hinu þó ekki móti mælt, að svo-
nefnd samvinnustefna hefur verið
eina sjáanlega réttlætingin á stjórn-
málatilvist framsóknar. En getur
heill stjórnmálaflokkur réttlætt til-
veru sína á því að menn skuli frek-
ar versla í einni búð en annarri.
Vegna hruns kommúnismans og
annarra stórviðburða í álfunni hefur
verið hljótt um annað hrun, sem
er reyndar ekki eins stórbrotið og
einskorðað við íslenskar aðstæður,
en það er hrun samvinnustefnunnar
á Islandi.
Samvinnustefnan var upphaflega
lofleg hugsjón, en varð fljótt pólit-
ískri spillingu að bráð. Hún þreifst
lengi vel og blómgaðist í skjóli þess
að kommissrar framsóknar í bönk-
um og sjóðum töldu það sitt höfuð-
hlutverk að ívilna SÍS á kostnað
annarra verslunarfyrirtækja og
-forma, en spillingin étur börnin
sín. Kaldhæðni örlaganna er sú að
fyrirgreislugræðgi SÍS varð bana-
biti þess. Þegar SÍS þurfti að fara
að greiða eðlilega vexti af lánum
sínum sprakk blaðran. Fyrirtæki
þess þoldu ekki eðlilega samkeppni
og urðu gjaldþrota hvert af öðru.
Og nú hefur samvinnufyrirtækjun-
um verið breytt í ósköp venjuleg
hlutafélög og engin samvinnustefna
fyrirfínnst lengur.
Bágur var hugsjónagrundvöllur
framsóknar fyrir, en nú er hann
en^nn' Barri
HEILRÆÐI
Foreldrar: Látið börnin bera endurskinsmerki. Notkun
þeirra tryggir öryggi barnanna í umferðinni.
Kennarar: Brýnið fyrir börnunum að fara varlega í
umferðinni og gefíð þeim góð ráð í þeim efnum.
Vegfarendur: Hverf fótmál í umferðinni krefst um-
hugsunar og aðgæslu.
Ökumenn: Ljósker bifreiðanna verða að vera hrein og
ljósin rétt stillt til þess að ljósmagnið nýtist sem best við
aksturinn. Rétt notkun stefnuljósa auðveldar alla umferð.
Yíkveiji skrifar
Norður á Akureyri er verið að
huga að því að setja upp sér-
stakt nám í stjórnun gæðamála við
háskólann þar. Athygli stjórnenda
hefur í auknum mæli beinst að
gæðum og þeim vaxtarmöguleikum
sem felast í aukinni stjórnun þeirra.
Víkveiji heyrði í vikunni nokkra
sérfræðinga um gæðamál bera
saman bækur sínar á námsstefnu
og þar mátti heyra það viðhorf, að
á tiltölulega skömmum tíma mætti
leysa efnahagsvanda íslendinga,
með því einu að taka upp gæða-
stjórnun í atvinnulífi og opinberum
rekstri. Þetta þótti Víkverja merki-
ieg fullyrðing og lagði því betur við
hlustir.
xxx
Megináherslan í gæðastjórnun
er á stjórnunarlega uppbygg-
ingu fyrirtækja, breyttar venjur og
samskipti, en ekki á tækni og véla-
kaup eins og algengt er. í þessu
felst að mennta og þálfa þarf bæði
stjórnendur og starfsmenn í vinnu-
brögðum gæðastjórnunar; að læra
að þekkja og greina vandamálin,
leita úrlausna og hrinda þeim í
framkvæmd. Nokkur fyrirtæki eru
þegar komin nokkuð áleiðis í slíkri
gæðastjórnun, m.a. er unnið merki-
legt brautryðjendastarf hjá Útgerð-
arfélagi Akureyringa, sem þegar
hefur skilað fyrirtækinu umtals-
verðum ávinningi.
xxx
Gæðastjómun hefur mikla þýð-
ingu fyrir fyrirtækin í
landinu, en það sem gerir gæða-
stjómun sérstaklega , áhugaverða
fyrir íslendinga er smæð okkar.
Erlendir sérfræðingar á þessu sviði
fullyrða, að lítið þjóðfélag eins og
okkar sé í sterkri stöðu, ef leiðtog-
um okkar tækist sameiginlega að
sveigja þjóðfélagið í heild inn á
braut gæðastjórnunar. Hingað til
hafa stjórnmálaleiðtogar okkar
stýrt frá degi til dags, án þess að
hafa fyrir augum ákveðna framtíð-
arsýn. Ef þeir hins vegar sæju þá
möguleika sem okkur bjóðast í
krafti smæðar, þá yrðu hér alger
umskipti. Þetta er einfalt verk en
þó erfitt og krefst mikillar þolin-
mæði. Stjórnun gæða felur í sér
algjör umskipti á viðhorfum okkar
til starfsemi fyrirtækja og til vinnu
almennt. Á áðurnefndri námsstefnu
fullyrtu menn bókstaflega að sú
hugmynd, að atvinnurekstur væri
fyrst og fremst til að græða á hon-
um peninga, hefði leitt menn á
Vesturlöndum til afdrifaríkra mis-
taka, sem fælust fyrst og fremst í
þeim forgangi sem skammtíma-
hagnaður hefur. Bentu menn á
andstæða hugsun Japana hvað
þetta varðar og ótrúlegan árangur
þeirra.
xxx
Til þess að íslendingar nái upp
framleiðni, m.a. með stjórnun
gæðamála, þarf að verða hugar-
farsbreyting meðal íslenskra stjóm-
enda. A síðustu árum hafa reyndar
komist til áhrifa vel menntaðir
menn með meiri þekkingu og vænt-
anlega færri fordóma. Hins vegar
hefur Víkveiji marg rekið sig á
það, að ótrúlega margir fram-
kvæmdastjórar fyrirtækja vita alls
ekki hvert hlutverk þeirra er. Sér-
staklega er þetta vandamálT litlum
iðnfyrirtækjum, þar sem eigendur
líta á það sem illa nauðsyn að
stjóma og jafnvel fínnst þeim það
tímasóun að halda bókhaldinu í lagi.
í fyrirtækjunum verður öll verð-
mætasköpun þjóðfélagsins til. Þar
er grunnurinn lagður að afkomu
okkar allra og því hlýtur það að
vera mikilvægt, að stjórnendur séu
hæfir til að fást við verkefni sín.