Morgunblaðið - 23.03.1991, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 23. MARZ 1991
Iþróttir helgarinnar
Körfuknattleikur
Grindavík og Njarðvík leika i úrslitakeppn-
inni um íslandsmeistaratitilinn í körfuknatt-
leik ! Grindavtk kl. 16.00 í dag. Á morgun
leika KR og ÍBK, í sömu keppni, í Laugar-
dalshöll kl. 20.00.
Grindavík og Keflavik leika í Grindavík
í 1. deild kvenna kl. 14.00 í dag.
Valur og Víkveiji leika til úrslita um sæti
i úrvalsdeildinni að Hliðarenda í dag kl.
16.30.
Handknattleikur
Völsungur og HK leika i efri hluta 2.
deilar á Húsavík í dag kl. 14.00.
Ekkert verður leikið í 1. deild karla fyrr
en eftir páska, 5. apríl.
Badminton
Vormót TBR í badminton 1991 fer fram
í TBR húsinu um helgina. Keppt verður í
einliða, tvíliða og tvenndarleik. Keppt er
með forgjöf. Þeir sem tapa fyrsta leik fara
í aukaflokk. Keppnin hefst í dag kl. 15.30
og verður framhaldið kl. 10.00 á sunnudag.
> Glíma
Grunnskólamót GLÍ verður haldið í dag
í Hafnargili við Eyjafjörð. Mótið hefst kl.
14.00 og rétt til þátttöku hafa llir grunn-
skólanemar landsins. Keppt er í 14 flokkum.
Samtímis fer fram keppni í fullorðins-
flokkum Meistaramóts Islands - Lands-
flokkaglímunni. Allir helstu glimukappar
landsins mæta til leiks.
Á suniiudag fer fram síðari hluti Lands-
flokkaglímunnar og verður þá keppt í 4
aldursflokkum kvenna og 5 aldursflokkum
karla. Mótið hefst kl. 10.00.
Skíði
Unglingameistaramót íslands á skíðum
fer fram í Hlíðarfjalli við Akureyri um helg-
ina og lýkur á mánudag. Rúmlega 200
keppendur eru skráðir til leiks.
Blak
Laugardagur
Bíkarkeppnin, karlaflokkur:
"E^Hagaskóli Þróttur 2 - HK......kl. 17.00
1. deild kvenna:
Nesk. Þróttur-Völsungur......kl. 14.00
Sunnudagur
Bikarkeppnin, karlafokkur:
Ak. KA-ÞrótturR..............kl. 19.30
Bikarkeppnin, kvennaflokkur:
Ak. KA-Vikingur..............kl. 20.45
íþróttir fatlaðra
íslandsmeistaramót íþróttasambands
fatlaðra í borðtennis, boccia, bogflmi, lyft-
ingum og sundi fer fram um helgina. Mótið
hófst f gærkvöldi með keppni í boccia og
sundi og verður framhaldið í dag og á
morgun. Keppni í boccia og lyftingum fer
__ -Jram í iþróttahúsinu Seltjamamesi, í borð-
tennis í TBR-húsinu, í sundi í Sunhöll
Reykjavíkur og bogfimi í íþróttahúsi ÍFR í
Hátúni.
Golf
í fyrravetur fór í fyrsta sinn fram stórt
púttmót innanhúss og var Kringlan valin
sem mótsstaður, enda er þar víðáttumikið
gólfrými. Þetta mót þótti takast með af-
brigðum vel og tóku 204 keppendur þátt.
Nú hefur verið ákveðið að endurtaka
Kringlumótið og fer það fram á sunnudag-
inn. Ræst__verður út frá kl. 9 til 18.
Keila í Öskjuhlíð
Laugardagur:
Opna meistaramót KFR.........kl. 20.00
Sunnudagur:
íslandsmótið í parakeppni....kl. 11.30
íslandsmótið í tvímenningi......19:15
HANDBOLTI
HANDKNATTLEIKUR LANDSLIÐIÐ
Þrír nýliðar
í landsliðs-
hóp Þorberas
ÞORBEGUR Aðalsteinsson,
landsliðsþjálfari í handknatt-
leik, hefur valið 16 manna hóp
fyrir leikina gegn Litháen í
næstu viku. Þrír nýliðar eru í
hópnum; markverðirnir, Magn-
ús Árnason, Haukum og Sigm-
ar Þröstur Oskarsson, IBV og
Gústaf Bjarnason, línumaður
frá Selfossi.
Þorbergnr sagði í samtali við
Morgunblaðið að þessi hópur
kæmi í sjálfum sér ekki á óvart.
„Magnús hefur varið jafnbestur
markvarða í deidarkeppninni í vetur
og Sigmar Þröstur hefur sýnt það
með frammistöðu sinni eftir áramót
að hann vill vera með. Línumaður-
inn Gústaf Bjarnason hefur staðið
sig vel og viljum við láta hann finna
hvernig er að vera í landsliðinu.
Við höfum einnig áhuga á að kynn-
ast honum,“ sagði Þorbergur. Hann
sagði að ákveðið hafi verið að gefa
Geir Sveinssyni frí og Skúli Gunn-
steinsson, sem kom einnig til greina
sem línumaður, er meiddur.
Lið er annars skipað eftirtöldum
leikmönnum:
Markverðir:
Guðmundur Hrafnkelsson, FH
Sigmai' Þröstur Óskarsson, ÍBV
Magnús Árnason, Haukum
Aðrir leikmenn:
Jakob Sigurðsson, Val
Konráð Olavson, KR
Einar Sigurðsson, Selfossi
Júlíus Jónasson, París Asnieres
Sigurður Bjarnason, Stjömunni
Magnús Arnason.
Patrekur Jóhannesson, Stjörnunni
Jón Kristjánsson, Val
Stefán Kristjánsson, FH
Óskar Ármannsson, FH
Valdimar Grímsson, Val
Bjarki Sigurðsson, Víkingi
Birgir Sigurðsson, Víkingi
Gústaf Bjarnason, Selfossi
Þorbergur sagði að ekki væri
alveg ákveðið hvort Júlíus Jónasson
gæti leikið með þar sem enn hafi
ekki fengist grænt ljós frá félagi
hans. En verið er að vinna í málinu.
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN
Ekkert allt of ánægðir
- sagði fulltrúi Marseille, sem dróst gegn Spartak
MARSEILLE mætir sovésku
meisturunum Spartak frá
Mosvku og Bayern Múnchen
dróst gegn júgóslavneska
meistaraliðinu Rauðu Stjörn-
unni, í undanúrslitum Evrópu-
keppni meistaraliða. Dregið
var í gær.
Marseille sló út Evrópmeistara
síðustu tveggja ára, AC
Mílanó. Franskt félag hefur aldrei
náð að sigra í Evrópukeppninni, en
möguleikarnir hafa líklega aldrei
verið meiri en nú. „Við erum ekk-
ert allt of ánægðir með dráttinn og
að þurfa að fara til Sovétríkjanna.
Það má alls ekki vanmeta sovéska
Evrópukeppnin
Dregið var i undanúrslit Evrópukeppninnar í knattspymu í gær.
Evrópukeppni meistaraliða
Bayem Múnchen (Þýskalandi) - Rauða stjaman (Júgóslavíu) ,
Spartak Moskva (Sovétríkjunum) - Marseille (Frakklandi)
Evróukeppni bikarhafa
Legia Varsjá (Póllandi) - Man. United (Englandi)
Barcelona (Spáni) - Juventus (Ítalíu)
Evrópukeppni fclagsliða
Bröndby (Danmörku) - AS Roma (jtalíu)
Sporting (Portúgal) - Inter Milan (ítalfu)
■Það lið sem talið er upp á undan fær heimateik fyrst. Fyrri leikirnir fara fram
10. aprfl og siðari leikirnir 24. apríl.
liðið, eftir að það sló út Real
Madrid,“ sagði Jean-Louis Levrault,
einn fulltrúa Marseille við dráttinn
Aldrei neitað að tala við fjölmiðla
- segir Eyjólfur Bragason, þjálfari Stjörnunnar
Eyjólfur Bragason, þjálfari Stjörn-
unnar, vildi koma því á framfæri
vegna ummæla Guðjóns E. Friðriks-
sonar, formanns handknattleiksdeild-
ar Stjörnunnar, í Morgunblaðinu í
gær, að það gæti enginn bannað sér
að tala við blaðamenn. „Það er mál-
frelsi á íslandi og ég hef aldrei neitað
að tala við fjölmiðla eftir leiki. Ég vissi
ekki af þessari uppákomu. Það getur
vel verið að Guðjón hafi meinað blaða-
manni Morgunblaðsins að fara inní
búningsklefann, en hann hefur ekki
leyfi til að banna mér að tala við fjöl-
miðla. Guðjón hefur sagt þetta í fljót-
færni eftir leikinn,“ sagði Eyjólfur.
Blaðamaður Morgunblaðsins ætlaði
að ná tali að þjálfaranum og fá skýr-
ingar á þessu stóra tapi Stjörnunnar
gegn ÍBV í fyrrakvöld, en fékk ekki.
Guðjón Friðriksson meinaði honum
það og sagði; „Ég, sem formaður
handknattleiksdeildar, banna Eyjólfi
að tala við fjölmiðla.“
ALHEIMSKRAFTUR
Opnunartilboó
Mánaóarkort kr. 3.500,-
Innifalió: Eróbikk, „body work“, leikfimi, gufa og nuddpottar.
10 Ijóstímar á kr. 2.500,-
Stórglæsileg stöó
Komið, skoðið og
þiggið veitingar.
ALHEIMSKRAFTUR,
Engihjalla 8, sími 46900.
i gær.
Manchester United mætir pólska
liðinu Legia frá Varsjá í keppni bik-
arhafa. Englendingarnir voru
heppnir með dráttinn og ánægðir,
því í undanúrslitunum eigast einnig
við stórliðin Juventus og Barcelona.
Kenneth Marett, fulltrúi Man. Utd.
við dráttinn sagði: „þetta gæti vitað
á gott. Við spiluðum við pólskt lið,
Gornik, 1968 áður en við urðum
Evrópumeistarar.“
Morten Olsen, þjálfara Bröndby,
varð að ósk sinni. Lið hans dróst
gegn AS Roma. Sporting Lissabon
og Inter Mílan mætist í hinum und-
anúrslitunum, og liðið sem hefur
betur úr þeirri viðureign fær fyrri
úrslitaleik keppninnar á heimavelli
8. maí. UEFÁ keppnin er sú eina
þar sem eru tveir úrslitaleikir.
Sigmar Þröstur Óskarsson.
Landslið Litháen er væntanlegt
til landsins á mánudag. Fyrri leikur-
inn verður á þriðjudagskvöld kl. 20
og sá síðari á miðvikudagskvöld á
sama tíma. Báðir leikirnir fara fram
í Laugardalshöll.
Iþrmr
FOLK
■ MARTIN Hayes er á leiðinni
frá Celtic, níu mánuðum eftir að
hann ■ kom frá Arsenal fyrir
650.000 pund. Hann hefur aðeins
þrisvar verið í byrjunarliðinu í vetur
og er kominn á sölulistann.
■ RUSSELL Osman er kominn á
sölulistann hjá Southampton.
Hann er 32 ára. Talið er líklegt að
hann fari til fyrrum félaga síns í
vöm Ipswich, Terry Butchers,
sem nú er stjóri og leikmaður hjá
Coventry.
■ ALEX Ferguson , stjóri Man.
Utd., hefur staðfest að hann ætli
að bjóða Bryan Robson, fyrirliða
liðsins, sem orðinn er 34 ára, nýjan
tveggja ára samning. Ferguson
hefur þar með kveðið niður sögu-
sagnir þess efnis að hann ætli að
losa sig við Robson eftir þetta
keppnistímabil.
■ GRAEME Souness, stjóri Ran-
gers, hefur sektað leikmennina
þijá, sem reknir voru af velli gegn
Celtic um helgina, um 2.000 pund
hvern. Það voru þeir Terry
Hurlock, Mark Walters og Mark
Hately. Talið er að þetta jafngildi
vikulaunum hvers um sig.
fl SKOSKA knattspyrnusam-
bandið hefur úrskurðað Hurlock,
Walters og Peter Grant, leikmann
Celtic, sem einnig var rekinn út af,
í fjögurra leikja bann. Hately fékk
hins vegar eins leiks bann.
■ RONNIE Whelan, leikmaður
Liverpool, sem fótbrotnaði í bikar-
leiknum gegn Everton fyrir
skömmu, fór á fyrstu æfingu sína
í fyrradag, en varð að hætta fljótt
vegna verkja. Hann vonaðist þó til,
í samtali við Morgunblaðið, að geta
spilað með þriðja liði félagsins um
næstu helgi.
KORFUBOLTI / 1. DEILD KVENNA
ÍS og Haukar jöfn
fyrir síðustu umférð
Lið ÍS og Hauka eru efst og jöfn
fyrir síðustu umferð 1. deildar
kvenna í körfuknattleik. Liðin
mættust í fyrrakvöld og_ sigruðu
Haukastúlkurnar 42:39. í síðustu
umferðinni mætir ÍS liði ÍR og
Haukar leika gegn Keflvíkingum.
Ef liðin vinna bæði standa Stúdínur
upp Islandsmeistarar, þar sem þær
hafa staðið sig betur í innbyrðis
viðureignum liðanna í vetur.
íþróttahúsið við Strandgötu, miðvikudaginn
21. mars. 1. deild kvenna.
Stig Ilauka: Eva Havlek 12, Guðbjörg
Norðfjörð 7, Hafdís Hafberg 6, Anna Guð-
mundsdóttir 6, Sigrún Skarphéðinsdóttir
5, Svana Guðjónsdóttir 2, Sóley Indriðadótt-
ir 2, Sólveig Pálsdóttir 2.
Stig ÍS: Vanda Sigurgeirsdóttir 12, Díanna
Gunnarsdóttir 12, Vigdís Þórisdóttir 7,
Hafdís Helgadóttir 4, Kristin Sigurðardóttir
2, Kolbrún Leifsdóttir 2.
Eva Havlek var best í liði Hauka. Díanna
Gunnarsdóttir var spræk hjá ÍS og þá barð-
ist Vigdís Þórisdóttir vel.
ÍR-KR 66:58
Seljaskóli, 1. deild kvenna í körfuknattleik,
miðvikudaginn 19. mars 1991.
Stig ÍR: Linda Stefánsdóttir 16, Hrönn
Harðardóttir 14, Ingibjörg Magnúsdóttir
10, Valdís Rögnvaldsdóttir 8, Fríða Torfa-
dóttir 6, Dagbjört Leifsdóttir 4, Guðrún
Árnadóttir 4, Vala Úlfljótsdóttir 2, Hiidi-
gunnur Hilmarsdóttir 2.
Stig KR: Helga Ámadóttir 21, JónínaKrist-
insdóttir 15, Anna Gunnarsdóttir 13, Kol-
brún Ivarsdóttir 5 og Guðrún Gestsdóttir 4.
Vanda S.