Morgunblaðið - 18.04.1991, Side 1
96 SIÐUR B
87. tbl. 79. árg.
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Japansheimsókn Gorbatsjovs:
Allt veltur á niður-
stöðu í eyjadeilumii
Tókýó. Reuter.
MIKHAIL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, og Toshiki Kaifu, for-
sætisráðherra Japans, hittust í fjórða sinn í morgun og ætluðu þá
að reyna til þrautar að ná samkomulagi um fjórar eyjar, sem Sovét-
menn tóku af Japönum undir lok síðustu heimsstyrjaldar. Ræðst
það líklega á þessum fundi hvort einhver árangur verður af Japans-
heimsókn Gorbatsjovs en hann vonast til og hefur hvatt Japani til
að fjárfesta í öllum greinum sovésks efnahagslífs.
Hvorki virðist hafa gengið né
rekið í viðræðum þeirra Gor-
batsjovs og Kaifu hingað til og
ekkert hefur verið skýrt frá tillög-
um Sovétmanna ef einhveijar eru.
Deilan um eyjarnar hefur staðið í
vegi fyrir eðlilegum samskiptum
ríkjanna og þótt 45 ár séu frá
stríðslokum hafa þau ekki enn
gert með sér formlégan friðar-
samning. Kyodo-fréttastofan jap-
anska sagði í gær, að Kaifu legði
aðeins áherslu á eitt, að Sovétmenn
skiluðu eyjunum mjög fljótlega, og
væri ekki til viðræðu um önnur
mál fyrr en við því hefði verið orðið.
Gorbatsjov lagði tii í gær, að
komið yrði á fót fimm-ríkja-ráði,
Bandaríkjanna, Kína, Indlands,
Japans og Sovétríkjanna, til að
fjalla um ýmis mál, sem varða
hagsmuni þeirra, þar á meðal varn-
armál, en Kaifu tók lítt ujidir það.
Sagði hann, að Asíuríkin vildu
ræða um efnahagsmál en ekki
önnur. Gorbatsjov skoraði einnig á
japönsk iðnfyrirtæki að fjárfesta í
öllum greinum sovésks efna-
hagslífs og sagði, að allt yrði gert
til að greiða götu þeirra, meðal
annars með stofnun sérstaks þró-
unarbanka, sem ijármagnaði fram-
kvæmdir. Undirtektirnar voru þó
litlar enda líst Japönum illa á
ástandið í Sovétríkjunum og jap-
önsk fyrirtæki eiga þar útistand-
andi 400 milljóna dollara gjald-
fallna skuld. Þetta getur þó breyst
ef deilan um eyjarnar leysist því
að þá mun japanska stjórnin
líklega ábyrgjast fjárfestingarnar
að einhvetju leyti.
í Sovétríkjunum er mikil and-
staða við að láta eyjarnar af hendi
og hefur Borís Jeltsín, forseti Rúss-
lands, til dæmis mælt harðlega
gegn því. Gorbatsjov er því í erf-
iðri stöðu og telja margir, að eini
árangurinn af Japansferðinni verði
sá, að Sovétstjórnin viðurkenni í
fyrsta sinn, að hún eigi í deilu við
Japan um eyjarnar.
Reuter
Hermenn úr sérsveitum bandaríska hersins eru hér að koma vistum til kúrdískra flóttamanna í Tyrk-
landi en nú eru þeir eða félagar þeirra komnir inn í Norður-írak. Þar verður komið upp sex eða sjö
flóttamannabúðum og þeirra gætt fyrir hermönnum Saddams íraksforseta.
Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar koma upp búðum í N-írak:
Nauðsyníeg aðgerð vegna
þjáninga flóttamannanna
Nikósía, Washington, París, London. Reuter.
BANDARÍSKIR hermenn fóru
inn í Norður-Irak í gær til að
koma þar upp flóttamannabúð-
um fyrir Kúrda og verja þær
fyrir hugsanlegum árásum
íraska hersins. Er talið, að
bandarísku hermennirnir verði
allt að 10.000 en Bretar ætla
að senda um 2.000 hermenn og
Frakkar 1.000. Stjórn Saddams
Husseins hefur mótmælt þessari
Reuter
Fjöldauppsögnum mótmælt í Berlín
Forseti stéttarfélags þýskra málmiðnaðarmanna, Franz Steinkúhler,
ávarpar um 30.000 þúsund verkamenn frá vestur- og austurhluta
Þýskalands, sem komu saman við Brandenborgarhliðið í Berlín í
gær til að mótmæla fjöldauppsögnum í austurhlutanum. Stéttarfélag-
ið hafði búist við að um 100.000 manns tækju þátt í mótmælunum.
ákvörðun sem afskiptum af inn-
anríkismálum en Kúrdar fagna
henni þótt þeir óttist um leið
hvaða framtíð bíður þeirra þeg-
ar hermennirnir fara. George
Bush Bandaríkjaforseti'sagði í
gær, að hörmungar flóttafólks-
ins hefðu neytt sig til að breyta
þeirri stefnu að hafa engin frek-
ari afskipti af ástandinu í Irak.
Bandaríska hermálaráðuneytið
tilkynnti í gær, að fyrstu hermenn-
irnir væru komnir inn í Norður-
Irak til að leita að heppilegum
stöðum fyrir flóttamannabúðirnar,
sem verða sex eða sjö. Er búist
við, að hálfur mánuður muni þó
líða áður en byijað verður á að
reisa þær. Um hálf önnur milljón
Kúrda hefur flúið til írans og
Tyrklands og tugþúsundir eru enn
á ferð í íjalllendinu í Norður-Irak.
Er talið, að um 1.000 flóttamenn
deyi daglega af vosbúð, hungri og
sjúkdómum og vantar mikið á, að
tekist hafi að koma nægum vistum
til fólksins.
Bush Bandaríkjaforseti sagði,
að vegna ólýsanlegra hörmunga
flóttafólksins hefði hann skipt um
skoðun og fallist á það með Bret-
um og Frökkum að senda hermenn
inn í Norður-írak til að koma þar
upp búðum. Hann lagði áherslu
á, að hér væri ekki um að ræða
hernaðarlega íhlutun en ítrekaði,
að íraskar herflugvélar, sem flygju
norður fyrir 36. breiddarbaug,
yrðu skotnar niður.
Ahmed Hussein Khudayer, ut-
anríkisráðherra íraks, hefur for-
dæmt þessa ákvörðun Breta,
Bandaríkjamanna og Frakka sem
afskipti af innanríkismálum íraks
en Tyrkir hafa fagnað henni og
Kúrdar sjálfir. Þeir sögðu þó, að
vestrænu hermennirnir yrðu að
veija þá svo lengi sem S_addam
og hans menn réðu ríkjum í írak.
Leiðtogar shítamúslíma, sem
eru í miklum meirihluta í Suður-
írak, sögðu í Damaskus í gær, að
Sameinuðu þjóðirnar yrðu að
senda herlið jafnt til Suður-íraks
sem Norður-lraks til að koma í
veg fyrir fjöldamorð íraska stjórn-
arhersins. Sögðu þeir, að allir, sem
grunaðir væru um stuðning við
uppreisnina gegn Saddam, væru
skotnir og eftir flóttafólki, sem
komið er til írans, er haft, að
hundruð manna hafi verið tekin
af lífi í borgunum Amara og
Meimouna.
Neyðarfundur sovéskra kommúnista:
Uppgjör í aðsig’i út
af efnahag’sóreiðu
Tókíó, Moskvu. The Daily Telegraph.
VITALIJ Dogúzhíev, aðstoðarforsætisráðherra Sovétríkjanna,
sagði á sovéska þinginu í gær að efnahagur landsins væri verri
en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma og þingið ræddi efnahags-
óreiðuna kvaðst einn af ráðgjöfum Míkhaíls Gorbatsjovs Sovét-
forseta óttast að harðlínumenn reyndu að neyða forsetann til
að segja af sér embætti flokksleiðtoga á neyðarfundi miðsljórn-
ar sovéska kommúnistaflokksins á miðvikudag.
Dogúzhíev skýrði þinginu frá
því að þjóðarframleiðslan hefði
minnkað um 12% á fyrsta fjórð-
ungi ársins. Framleiðslan hefði
dregist verulega saman í land-
búnaði og jafnvel í léttiðnaði
þótt miklu fjármagni hefði verið
veitt á undanförnum árum til að
blása nýju lífi í atvinnugreinina.
Leoníd Kravtsjenko, einn af
ráðgjöfum Gorbatsjovs í Tókíó-
ferðinni, sagði að hann og marg-
ir aðrir óttuðust að Gorbatsjov
yrði látinn víkja fyrir „manni
með riffli". eins og hann orðaði
það. Harðlínumenn væru líklegir
til að segja Gorbatsjov til synd-
anna á fundinum vegna yfirvof-
andi efnahagshruns í landinu og
krefjast afsagnar hans.
Gorbatsjov hefur oftar en einu
sinni hótað að segja af sér en
undirsátar hans fengu hann af
því. Næst kynnu þeir að krefjast
þess að hann stæði við stóru
orðin. Forystumenn kommún-
istaflokksins í Kíev og Leníngrad
hafa efnt til funda á síðustu
dögum og komu þar fram kröfur
um afsögn Sovétforsetans.