Morgunblaðið - 18.04.1991, Blaðsíða 4
3 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991
VEÐUR
Viðgerð á Strákagöngum:
Tilboð langt yfir
kostnaðaráætlun
LÆGSTA tilboð í viðgerð á Strákagöngum er 18,4 milljónir kr. yfir
kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Istak á lægsta tilboð, 65,3 milljón-
ir kr., en kostnaðaráætlun er 46,9 milljónir og er munurinn því 39,2%.
Utboðið var lokað, fimm tilboð bárust og var það hæsta 82,7 milljón-
ir kr.
Borgarráð:
Svartblettum fækkað
BORGARRAÐ hefur samþykkt aðgerðir er fækka svartblettum og
áhættustöðum í umferðinni. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna
breytinganna verði um 13 milljónir króna.
í tillögum umferðamefndar, er
gert ráð fyrir að grindverk verði
sett í miðeyju á Snorrabraut frá
Laugavegi að Flókagötu og að á
Sæbraut verði vegi út í Laugarnes
lokað yfir miðeyju. Ennfremur, að
girðing verði lagfærð á Grensásvegi
frá Miklubraut að Skeifunni.
Við gatnamót Egilsgötu og
Snorrabrautar verði komið á stöðv-
unarskyldu og að auki við gatna-
mót Langholtsvegar og Álfheima,
Grensásvegar og Sogavegar,
Grensásvegar og Ármúla, Háaleitis-
brautar og Lágmúla og Hraunbæjar
og Bæjarbrautar.
Á gatnamótum Hverfisgötu og
Vatnsstígs verða upphleyptar ak-
reinapílur í götunni og settar upp
akreinatöflur er vísa ökumönnum
veginn. Sömu aðgerðir verða við
um gatnamót Hverfísgötu og
Frakkastígs.
Útkeyrsla frá Nesti við Vestur-
landsveg verður þrengd og akrein
þrengd við miðeyju við Grensásveg
og Heiðargerði auk þess sem þar
verður stöðvunarskylda.
Umferðarljós á Sæbraut við
Langholtsveg og Skeiðarvog verða
samstillt og akrein fyrir vinstri
beygju á gatnamótum Sæbrautar
og Skeiðarvogs verður lengd um
50 metra. Á gatnamótum Óðins-
götu, Spítalastígs og Þórsjgötu verð-
ur sett á biðskylda við Oðinsgötu.
Ránmorðið í Bankastræti:
Pilturinn úrskurð-
aður í gæslu áfram
Gæsluvarðhald yfir 17 ára
pilti, sem varð ungum manni að
bana í bakgarði við Bankastræti
aðfaranótt 3. mars sl., hefur ver-
ið framlengt til 29. maí næstkom-
andi. Samkvæmt upplýsingum
Rannsóknarlögreglu rikisins
verða gögn málsins send rikis-
saksóknara í lok þessa mánaðar.
Pilturinn var handtekinn, ásamt
15 ára stúlku, tæpum hálfum mán-
uði eftir að maðurinn fannst látinn.
Hann játaði að hafa veitt manninum
áverka með hnúajárni og rænt veski
hans. Pilturinn var úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 17. apríl og hon:
um gert að sæta geðrannsókn. í
gær féllst sakadómur á kröfu RLR
um framlengingu varðhaldsins til
29. maí.
Stúlkan var úrskurðuð í umsjá
barnaverndarnefndar. Sá úrskurður
er enn í gildi.
Rannsóknarlögreglan bíður enn
gagna í málinu, m.a. niðurstöðu
geðrannsóknar. Búist er við að
málið verði sent ríkissaksóknara til
umfjöllunar í lok þessa mánaðar.
Leiðrétting
LEIÐINLEG málvilla var í fyri
sögn á baksíðu Morgunblaðsins
gær. Þar stóð: „Ljáði tvívegis mí
á ...“ en átti að sjálfsögðu að ver
Léði tvívegis máls á...
Lesendur eru beðnir velvirðing
á þessu.
Jónas Snæbjörnsson umdæmis-
verkfræðingur Vegagerðarinnar á
Norðurlandi vestra segir að vissu-
lega séu vonbrigði með það hvað
tilboðin reyndust há. Taldi hann það
skýrast af því að verkið væri óvenj-
ulegt og erfítt að skilgreina aðstæð-
ur nákvæmlega. Því hefðu verktak-
arnir væntanlega viljað hafa vaðið
fyrir neðan sig við tilboðsgerðina.
Sagði Jónas að verkið yrði unnið
síðari hluta sumars og bjóst við að
gengið yrði að tilboði ístaks.
Verkið felst í því að bijóta upp
gömlu niðurföllin í Strákagöngum
og leggja nýja frárennslislögn en
sú gamla er ónýt. Gólfíð verður
malbikað upp á nýtt. Göngin eru
ýmist klædd með bárujámsbogum
eða öryggisneti og verður sú klæðn-
ing rifín og veggirnir sprautu-
steyptir. Þá verður sett vatns- og
frostvamarklæðning þar sem vatn
lekur inn í göngin.
Verkið á að hefjast eftir 15. ágúst
og á að taka í mesta lagi átta vik-
ur. í útboðinu er gert ráð fyrir því
að göngin verði opnuð fyrir umferð
tvisvar á sólarhring, 7-8 á morgn-
ana og 19.30-20.30 á kvöldin.
Vegagerðin óskaði eftir að fá einn-
ig tilboð í verkið miðað við að einn-
ig yrði opnað fyrir umferð kl. 12.30-
13.30. í tilboði lægstbjóðanda kost-
ar það 1,9 milljón kr. aukalega.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tima
hiti veður
Akureyri 8 léttskýjað
Reykjavík 6 mistur
Bergen
Helsinki
Kaupmannahöfn
Narssarssuaq
Nuuk
Osló
Stokkhólmur
Þórshöfn
hálfskýjað
snjóél
háifskýjað
alskýjað
skýjað
skýjað
komsnjór
rlgning
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Berlfn
Chicago
Feneyjar
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
Las Palmas
London
LosAngeles
Lúxemborg
Madrfd
Malaga
Mallorca
Montreal
NewYork
Orlando
París
Róm
Vín
Washington
Winnipeg
15
6
15
7
7
8
7
7
8
12
8
16
15
18
4
13
8
13
4
15
2
skúr
haglél á síð.klst.
rykmistur
úrk.ígrennd
léttskýjað
rlgning
vantar
skýjað
skýjað
vantar
haglél á síð.klst.
skýjað
haglél á sfð.klst.
léttskýjað
rigning
skýjað
þoka
skúrásfð.klst.
vantar
skýjað
rigning
alskýjað
léttskýjað
hálfskýjað
Jón Baldvin Hannibalsson, Davíð Oddsson, Steingrímur Hermannsson, Kristín Einarsdóttir og Svavar
Gestsson taka við merki HSI, gullhnettinum, úr hendi Þorbergs Aðalsteinssonar, landsliðsþjálfara.
Forystumenn stj órnmálaflokk-
anna sameinast um gullboltann
Handknattleikssamband ís-
lands mun um helgina hefja sölu
á gullboltanum, merki HSÍ. Sala
merkisins markar upphaf að Io-
kaundirbúningi HSÍ fyrir heims-
meistarakeppnina í handknatt-
leik sem fram fer hér á landi
árið 1995.
Forystumönnum stjórnmála-
flokkanna voru í gær afhent fyrstu
merkin. HM 1995 verður haldið hér
í lok næsta kjörtímabils eða innan
fjögurra ára. Sala merkisins fer
fram nú um kosningahelgina og þá
sérstaklega á kjördag og er beiðni
handboltamanna um stuðning við
HM-undirbúninginn.
íþróttafólk í nánast hveiju sveit-
arfélagi landsins mun sjá um sölu
merkisins og skipulögð hefur verið
sala gullboltans við kjörstaði. Þá
verður gengið í hús víðast hvar og
merkið einnig selt á mannamótum.
Markmið HSI er að selja 50 þúsund
merki. Gullboltinn kostar 400 krón-
ur og fá söluaðilar 25 prósent í
sölulaun.
Skuldastaða HSÍ hefur verið
slæm og var um síðustu áramót
tæpar 40 milljónir króna. Að sögn
Jóns Hjaltalíns Magnússonar, for-
manns HSÍ, hefur 25 milljónum
króna verið skuldbreytt í fjögurra
ára bankalán, sem greiðist upp með
auglýsingasamningum sem þegar
hafa verið gerðir. „Við reiknum
með að verða komin niður á núllið
árið 1993 og síðan verði hagnaður
eftir það,“ sagði Jón.
I/EÐURHORFUR I DAG, 18. APRIL
YFIRLIT: Um 400 km austnorðaustur af Langanesi er 1012 mb
lægð á hreyfingu suðaustur. Fyrir sunnan landið er víðáttumikil
1040 mb hæð og 1038 mb hæð yfir Grænlandi.
SPÁ: Hæg norðlæg átt víðast hvar og léttskýjað eða skýjað með
köflum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Fremur hæg vestlæg
átt. Skýjað og dálítil súld vestanlands en þurrt og víða léttskýjað
um austanvert landið. Hiti 1 til 6 stig.
TAKN:
Heiðskírt
Léttskyjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
r r r r Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
# * *
-J O Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
V E1
— Þoka
= Þokumóða
5, ’ Súld
OO Mistur
—L Skafrenningur
Þrumuveður