Morgunblaðið - 18.04.1991, Page 10

Morgunblaðið - 18.04.1991, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991 TVwtr TT.’in ;-rr?—rri h-tt rr-i'vr f irn-rP-r.. Af íslenskri menning’arkynningu í Stuttgart sl. haust: Eftirtekja að utan Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Kuldalegan aprílmorgun rann inn um bréfalúguna stórt umslag, þykkt. Við nánari athugun reyndist það geyma þrenns konar efni á þýsku sem tengdist íslandi; eitt tímarit um bókmenntir og listir - og tvö lítil en gagnorð hefti, annað um listsköpun á íslandi, hitt um þýðingar íslenskra bókmennta á þýsku á árunum 1850-1990. Hér er um að ræða brot frá ís- lenskum menningardögum sem haldnir voru í Stuttgart 10.-31. október á seinasta ári. Um var að ræða viðamikla sýningu á íslenskri list, bókum og myndverkum. Marg- ir lögðu þar hönd á plóg, m.a. sá 28444 Ef þig vantar fallega 4ra herbergja íbúð í Bakka- og Stekkjahverfi, þá hafðu samband. HÚSEIGMIR VELTUSUNDI 1 O Clfli| simi 28444 MK wlmla Daniel Ámason, lögg. fast., jÉ|m HelgiSteingrimsson,sölustjóri. dr. Helgi B. Sæmundsson í Stuttg- art um skipulagninguna. Bókmenntatímaritið „Flugasche" er gefið út í Stuttgart. Tölublaðið, sem kom út skömmu eftir menning- ardagana, er helgað norðlægum og norrænum bókmenntum og er ís- lenskri menningu gefinn þar sér- stakur gaumur. Auk almennrar umfjöllunar um íslenskar nútíma- bókmenntir er greint sérstaklega frá tveim höfundum, Thor Vil- hjálmssyni og Sigurði A. Magnús- syni. Nokkrir kaflar úr Grámosa Thors eru birtir hér en bókin kom út í vetur í þýskri þýðingu Maritu Bergsson og Gnthers Wigend. Söm- uleiðis er hér að finna fáein Ijóð Sigurðar í þýðingu Franz Gíslason- ar. I tengslum við myndverkahluta sýningarinnar tók Helgi saman stutt og gagnort yfirlit um sögu íslenskrar myndlistar. Hitt heftið, sem ber heitið “Islándische Literatur 1850-1990 in deutscher bersetzung", er sér- staklega kærkomið. Hér hefur Christine Knppel, bókasafnsfræð- ingur við háskólabókasafnið í Kiel, tekið saman lista yfir íslenskar bækur í þýskri þýðingu á ofan- greindu tímabili. Um er að ræða verk 32 höfunda auk ýmissa safna sem íslensk ritverk eru í. Þetta er þakkarvert framtak og trúlega ligg- ur drýgri vinna að baki þessu 80 blaðsíðna hefti en virst gæti við fyrstu sýn. 911 KA 91 97A LÁRUS Þ’ VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri L I I UU'ulO/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu eru aö koma m.a.: Stór og góð með bílskúr 3ja herb. íb. á 2. hæö við Blikahóla, 87 fm nettó. Sólsvalir. Parket. Ágæt sameign. Laus 1. júní nk. Stór og góður bílsk. 32 fm nettó. Á_yinsælum stað í Fossvogi 2ja herb. ágæt íb. á 1. hæð, 53 fm nettó. Góð geymsla. Ágæt sam- eign. Sérlóö. Laus strax. ALMENNA Fjöldi fjársterkra kaupenda. -------------- Opið á laugardaginn. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 FtSTEIGHASAl AH Seltjarnarnes Kolbeinsmýri Stórglæsilegt endaraðhús á góðri lóð. Húsið er að mestu fullgert og skiptist þannig: Miðhæð, stofa, borð- stofa, blómaskáli, eldhús, eitt herb., gestasnyrting með sturtu og forstofa. Þvottaherb. og 29 fm bílsk. Uppi eru 4 stór svefnherb. og baðherb. í kjallara eru 2 íbúðar- herb., tvö gluggalaus föndurherb. og sturtubaðherb. Hugsanleg skipti á t.d. sérhæð á Seltjarnarnesi. Suðurmýri Raðhús á tveimur hæðum, samtals ca 276 fm. Húsið ertilb. u. trév. Stór lóð.Til afh. strax. Teikn. á skrifst. 26600 Faateignaþjónuatan __Auttuntrmti 17, i i I Þorsleinn Stemgrimsson, lögg fasteignasali Heimasími sölumanns 40396. Þórður Hall: Hillingar. 1989. Þórður Ilíill Myndlist EiríkurÞorláksson Þeir sem eiga erindi í banka eru oftast með annað í huga en mynd- list, þegar þangað er komið. Samt er það svo, að afgreiðslusalir banka hér á landi eru flestir vei skreyttir myndverkum, og bankarnir hafa lagt nokkurn metnað í að skapa starfs- fólki og viðskiptavinum gott um- hverfi. Þó er þarna einn hængur á: I flestum tilvikum eru þessar mynd- skreytingar óumbreytanlegar. Þær hafa verið þær sömu um ára og ára- tuga skeið, og hafa runnið saman við veggfóðrið, ef svo má segja, þannig að fólk er löngu hætt að taka eftir þeim. Útibú Sparisjóðs Reykjavíkur og Nágrennis (SPRON) í Mjóddinni við Breiðholt hefur í nokkur ár boðið upp á myndlist á annan hátt. í afgreiðsl- unni þar hafa verið settar upp litlar sýningar ýmissa ágætra listamanna, og hafa staðið yfir í einn til tvo mánuði, sem er mun lengri tími en sýningar standa almennt í sýningar- húsunum. Nú er óvíst hve margir listunnendur leggja leið sína sérstak- lega þangað til að skoða sýningarn- ar, en þó kann s^o að vera um ein- hveija; í öllu falli geta starfsfólk og viðskiptavinir staðarins notið lifandi listar á hveijum tíma, nokkur augna- blik í dagsins önn. Undanfamar vikur hefur verið í gangi sýning á 14 myndverkum eftir Þórð Hall, sem hann hefur unnið með þurrkrít og blýanti á pappír síð- ustu ár. Þórður er vel metinn lista- maður, sem hefur tekið þátt í miklum fjölda samsýninga, auk þess að hafa haldið nokkrar einkasýningar. Hann er sennilega þekktastur fyrir grafík- verk sín og teikningar, og verk hans eru víða til á söfnum hérlendis og á Norðurlöndunum. Teikningarnar í SPRON í Breið- holti tengjast allar náttúrunni og veðrabrigðum, og það er í þeim ein- hver sviput- vakningar og mildi, sem minnir á vorið. Það er mýkt yfir öll- um formum í myndunum, hvort sem það eru klettasyllur eða skriðjöklar, og litirnir eru sömuleiðis mildir og þægilegir, þegar þeir ná að bijótast fram úr viðjum drungans í auðninni. Myndimar eru flestar unnar þannig, að fletir eru fyrst mótaðir í grófum dráttum með litkrítinni, en síðan notar listamaðurinn blýantinn til að skerpa formin, skapa hrynjanda og ákveðinn myndblæ. Þessar myndir eru fulltrúar fyrir þá náttúru landsins og þau augna- blik, sem menn minnast á góðri stund; þá er rokið og rigningin víðs ij'arri, en mild þoka og sólargeislar nærri. Þannig nær listamaðurinn að grípa þá sýn á landið, sem flestir vilja halda i. Starfsfólk hefur nú notið verkanna í nokkrar vikur, en öðrum skal bent á að sýningunni á teikningum Þórðar Hall í útibúi SPRON í Mjódd lýkur föstudaginn 19. apríl. Utlend orð í ensku Bókmenntir Sigurjón Björnsson Utlend orð í ensku og nokkur viðurheiti. Haraldur Jóhannsson tók saman. ísafold. Reykjavík. 1990. 91 bls. Þetta er á marga lund forvitni- legt og gagnlegt kver. Eins og allir vita hafa enskir verið gestrisn- ir við erlend orð og er því svo kom- ið að vafalaust er minni hluti orðaf- orða enskunnar af engilsaxneskum uppruna. Stór yrði því nú sú bók sem tíndi það allt til. Ætlunarverk höfundar þessa kvers er miklu hógværara. Hann segist hafa sótt þorra orða í bók sína í Dictionary of Foreign Words and Phrases in Current English (1968) eftir A.J. BIiss. Bliss þessi tekur ríflega 5.000 orð í orðabók sína. Allmiklu færri eru orðin í bók Haraldar, varla fleiri en 3.000. Í bókarlok eru tínd til rúmlega 100 viðurheiti (eponyms). Ekki getur höfundur þess hvernig þýðingar þessara orða eða orðasambanda á íslensku eru til komnar, hvort þær eru teknar úr einni ensk-islenskri orðabók eða fieirum eða hvort eitthvað er þýtt af honum sjálfum. Jafn nauðsyn- legt hefði þetta þó verið og að geta ensku bókarinnar. Án vitn- eskju um þetta er ekki unnt að meta framlag hans sjálfs eða hvað hann á öðrum að þakka. „Útlend orð í ensku“ nær ein- vörðungu til orða og orðasam- banda sem eru í raun og veru út- lend, s.s. attaché (fr.): sendiráðu- nautur, Auf Wiedersehen (þý.): vertu sæll, panem et circenses (lat.): brauð og leikar, Quo jure (lat.): með hvaða rétti (lögum)? salami (ít.): ítalskt bjúga, sa- vannah (sp., indján.): tijálaus slétta, stoa (gr.): bogagöng með þaki. Þetta er vissulega fróðlegt samsafn og býsna gaman að lesa. Viðaukinn um viðurheiti er líka skemmtilegur. Hvaða skyldu t.a.m. margir vita að bírópenni (kúlu- penni) er kenndur við Ungveijann Lásló Josef Biró sem fékk einka- leyfi á kúlupenna árið 1938 eða að colt (skammbyssa af sérstakri gerð) er heitin eftir höfundi sínum Samuel Coit? Öllu einkennilegra Haraldur Jóhannsson * er þó að gun (byssa) skuli vera „dregið af norrænu kvenmanns- heiti, Gunnhildir“. Pantaloon og pants (buxur) er „rakið til heilags Pantaleone, læknis í Feneyjum á 4. öld“. í inngangi segir höfundur: „Orð- akveri þessu er ætlað að vera hand- bók nemenda ekki síður en upp- sláttarbók. Margir þeirra munu þarfnast kunnáttu í ensku í frek- ara námi, hérlendis sem utan lands, og síðar í starfí. Með tilliti til þess geta þeir tínt úr orð, sem þeim þykir-ástæða til að leggja á minnið.“ Ekki er að efa að kver þetta getur komið að gagni í þessu tilliti. Örfá orð til listspíru ________Myndlist____________ BragiÁsgeirsson Væri mér boðið í gönguferð frá Lækjartorgi upp á Hlemm og áttaði mig fyrst uppi á miðri Holtavörðu- heiði þætti mér ýmislegt hafa farið úrskeiðis! Og þegar ég ritaði pistil minn „Lög um listamannalaun“ átti ég að vísu von á einhveijum viðbrögð- um, en ekki þeim er ég fékk fyrir almenna samanburðarfræði þótt svo að ég hafí óafvitandi farið með rangar tölur í einu tilvikinu. Ég sló þar enda engu föstu og bjóst allt eins við að verða leiðréttur. Ég er einungis ánægður að hafa verið leiðréttur hér, þakka fyrir mig, og hyggst ekki ræða nánar um „námsián" eins og var aðalinn- takið í grein Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar, nema í Fjöltækni- deild MHÍ. Skoðanir mínar á þeim eru óbreyttar með öllu, en það er allt annar vettvangur að ræða þær. Hvað listamannalaun áhrærir má reifa þar margt, en þetta er ekki rétti vettvangurinn eftir hliðarhopp listnemans í allar áttir. Vil ég minna á, að bein lína er ekki endilega stysta ieiðin á milli tveggja punkta, þótt svo hafi verið haldið fram, því að þar gleymist hreyfíng og tími. Hér kemur boga- línan til skjalanna, en hitt er óve- fengjanlegt að hlykkjóttar línur standa utan við þessa reglu. I mörg undanfarin ár hef ég af og til ritað greinar um ýmsa þætti myndlistar og því sem helst er að gerast heima og erlendis, sem ég nefni „Á sjónmenntavettvangi" og hef hug á að gera það mánaðarlega á þessu ári. Þar reifa ég iðulega skoðanir á öllum þessum málum sem fram koma í pistii GRL og þar á meðal skólakerfið og hugtakið nýlistir/núlistir og vísa til þeirra. Aðeins vil ég segja eitt vegna mikiivægis þess; þótt fagnaðarefni sé að MHÍ hafí nú mun fullkomn- ara húsnæði í sjónmáli, þá skipta umbúðirnar utan um listaskóla aldr- ei mestu máli um þroska og árang- ur listnema, heldur andinn innan veggja skólans ásamt einföldum en markvissum lögum og reglugerð. Hvorki ráðuneyti, skólastjóra né skólastjórn á að vera kleift að móta lög og taka ákvarðanir eftir henti- semi og pólitískum vindum hveiju sinni, því að slík viðhorf kalla fram ólög og eru brot á aimennum mann- réttindum í vestrænum ríkjum. Mun mikilvægara en umbúðirnar tel ég að séu þessir meginþættir í skólastarfí og GRL ætti að kanna hver var driffjöðrin að því, að drög að nýjum lögum yrðu samin fyrir MHÍ árið 1970, og hefur reifað þau mál margoft í skrifum sínum. Á sama hátt er rétt að kanna hvert mál gaumgæfilega áður en arkað er fram á ritvöllinn og halda sér við umræðuefnið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.