Morgunblaðið - 18.04.1991, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991
NÝTT
Einnig fáanlegar í hvítu
þakrennur
ryðga ekki!
Einfaldar í samsetningu,
þarf ekki að líma.
# AtFABORG i
BYGGINGAMARKAÐUR
KNARRARVOGI 4 — SÍMI 686755
SILVGR RGGD
SKÓLARITVÉLAR
Þægilegar í notkun, íslenskur
leiðarvísir og sérstaklega hljóðlátar.
Sjálfvirk leiðrétting, feitletrun
og undirstrikun.
5 íslensk letur.
SKRIFSTOFUVÉLAR sund hf
NÝBÝLAVEGI16 - SÍMI 641222
-tækni og þjónusta á trauHtuni grunni
—BBSJE'
Hinn eini
sanni tónn
Félagsheimili - Útisamkomur
Kirkjur - Kvikmyndahús
Diskótek - Hljómsveitir
Vinnustaðir
Með BOSE magnara- og
hátalarakerfinu eru
möguleikarnir óendanlegir.
Hafið samband við sölumenn
í síma: 691500-TÆKNIDEILD
$ 1
Heimilistæki hf
Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI6915 00
Er þér alveg sama - eða hvað?
eftirKarlJ.
Steingrímsson
Það sem grundvallar velferð
landsmanna umfram flest annáð er
rekstrarafkoma ríkissjóðs. Ríkis-
sjóður er eins og öllum ætti að vera
kunnugt, sameiginlegur sjóður
allra, þ.e. einstaklinga, fyrirtækja
og sveitarfélaga. Þess vegna hljót-
um við sem leggjum okkar af mörk-
um í þennan sjóð að gera þá sjálf-
sögðu kröfu til þeirra sem með
hann fara að sameiginlegum fjár-
munum okkar sé vel varið.
Arðsemi er hugtak sem stjórn-
málamenn virðast ekki skilja. Til
þess að framfarir geti orðið hér á
landi verðum við að Ijárfesta í skyn-
semi og feta okkur smám saman
áfram, læra af mistökum liðinna
ára og fara okkur hægt. Hrapalleg
mistök og óhófleg bjartsýni í fisk-
eldi og Ioðdýrarækt, svo að dæmi
séu nefnd, ættu að vera okkur víti
til vamaðar. Það er almenningur
sem leiðréttir þessi mistök með því
að taka á sig stóraukna skatt-
heimtu. Ennfremur kalla þessi mis-
tök á auknar lántökur, jafnt innan-
lands sem utan, sem síðan leiða til
aukinnar þenslu.
í stað gegndarlausrar lántöku
ríkissjóðs mætti gæta meiri hag-
ræðingar og niðurskurðar í ríkisbú-
skapnum. Landsmenn eru orðnir
langþreyttir á að horfa uppá fjár-
málaaustur úr hendi misvitra
stjómmálamanna í gegnum sjóði
landsmanna, sbr. hlutafjársjóð, at-
vinnutryggingarsjóð, framkvæmd-
asjóð og fleiri opinbera sjóði, í fyrir-
tæki sem eru á gjörgæslu, dauð-
vona, ef ekki þegar komin undir
græna torfu. Niðurgreiðslur til
landbúnaðarins eru kapítuli út af
fyrir sig. Á þennan hátt má ætla
að nálægt 10 milljarðar hafí tapast
síðastliðin fjögur ár. Ekki svo að
skilja að ekki eigi að styðja við
bakið á atvinnustarfsemi í landinu.
Vissulega er þörf á því og okkar
allra hagur en það skal gert með
aðgát og aðhaldssemi.
Þetta bmðl með sameiginlega
sjóði landsmanna verður að taka
enda. Nú er komið að því að stokka
upp og snúa við blaðinu, láta stjórn-
ast af skynstmi, þ.e. ekki af fyrir-
greiðslupólitík eða persónulegum
hagsmunum og fjárfesta í atvinnu-
fyrirtækjum sem fyrirsjáanlega
skila arði, svo að þeir peningar sem
lánaðir verða, komi aftur í sjóði
landsmanna. Það þarf að sækja
stjómmálamenn til ábyrgðar, sbr.
stjórnmálamenn í almenningshluta-
félögum. Almenningur þarf að vera
meðvitaðri um hvemig sameiginleg-
um verðmætum er varið. Okkur á
ekki að standa á sama. Stjómmála-
menn þurfa að vita að þeir þurfa
að uppfylla tiltekin skilyrði til að
geta sest í þægilega valdastóla, og
eitt þeirra er skynsamleg ráðstöfun
opinberra sjóða.
Hvers vegna þjóðarsátt?
Með þjóðarsáttinni tóku launþeg-
ar á sig kjaraskerðingu og lögðu
þannig sitt af mörkum til að ná
niður verðbólgu. Ákvörðunin var
skynsamleg en ekki áreynslulaus.
Árangurinn er augljós, verðbólgan
á stöðugri niðurleið og stöðugleiki
á atvinnumarkaði. Ef stjórnmála-
menn taka sig saman um, í anda
þjóðarsáttar, að gæta aukins að-
halds í ríkisbúskapnum, uppskera
þeir eins og þeir sá. Niðurstaðan
gæti orðið:
Jákvæð rekstrarafkoma ríkis-
sjóðs, í stað halla upp á milljarða,
sem hingað til hefur ekki þótt neitt
tiltökumál.
Ekki væri lengur þörf á að brúa
halla ríkissjóðs með erlendum og
innlendum lántökum.
Bætt lífskjör og aukinn stöðug-
leiki.
EB — Evrópskt efnahagssvæði
Við hljótum að skoða stöðu okkar
mjög vandlega áður en við göngum
til samninga við Evrópubandalagið
um evrópskt efnahagssvæði. Aðild
að EB er ekki á dagskrá! Tilveru-
réttur okkar og lífsafkoma byggir
aðallega á fískveiðum og það er
ekki sama hvemig við ráðstöfun
þessari auðlind okkar. Við höfum
fleiri valkosti fyrir markaðssetn-
ingu fiskafurða okkar en Evrópu-
bandalagið.
í kjölfar þorskastríðsins lokuðust
markaðir. Það skaðaði okkur ekki
á þeim tíma. Við neyddumst til að
horfa í kringum okkur og leita nýrra
markaða, því eins og máltakið seg-
ir: Neyðin kennir naktri konu að
spinna. Viðskipti við Austur-Evrópu
og Bandaríkin jukust all verulega.
Hví ekki að skoða möguleikann á
fríverslunarbandalagi við Bandarík-
in?
Förum okkur hægt í samninga-
viðræðum við Evrópubandalagið.
Karl J. Steingrímsson
„Landsmenn eru orðnir
langþreyttir á að horfa
uppá fjármálaaustur úr
hendi misvitra stjórn-
málamanna í gegnum
sjóði landsmanna.“
Okkur liggur ekkert á. Enn vitum
við ekki hvað er í boði né hvers
verður krafíst af okkur. Við hljótum
að skoða hugsanleg tilboð gaum-
gæfilega í ljósi þess að hagsmunir
okkar verði ekki fyrir borð bornir.
Við getum ekki bara verið þiggj-
endur. Og hvað getum við gefið?
Eigum við að taka þá áhættu að
opna auðlindir okkar fyrir öðrum
þjóðum eða standa fyrir utan og
leita nýrra markaða? Eg er þeirrar
skoðunar að við eigum að bíða
átekta, fylgjast með hvernig málin
þróast og taka síðan ákvörðun að
vel athuguðu máli.
Reiknum dæmið til fulis. Það er
afar brýnt að við varðveitum arf-
leifð okkar og menningu. Höfum í
huga að með inngöngu í Efnahags-
bandalagið yrði Island hugsanlega
Hornstrandir Evrópu.
Kosningar
20. apríl næstkomandi göngum
við til þingkosninga. Að þessu sinni
er óvenjumikið um framboð sundur-
leitra smáflokka, sem virðast eiga
það eitt sameiginlegt að hafa á ell-
eftu stundu komið sér saman um
flokksbókstaf! Það er von mín að
þeir sem veljast til forystu fyrir
þjóðina setji hagsmuni þjóðarinnar
ofar flokkshagsmunum og kjósi
samstöðu í stað sundurlyndis. Kjós-
endum er mikil ábyrgð á höndum
að velja menn til forystu sem taka
ábyrga afstöðu. Ég treysti Sjálf-
stæðisflokknum best til að auka
hagvöxt í landinu, sem er einn af
hornsteinum bættra lífskjara. Davíð
Oddsson, nýkjörinn formaður Sjálf-
stæðisflokksins og borgarstjóri
Reykvíkinga, hefur sýnt og sannað
að hann tekur ákvarðanir að vel
athuguðu máli. Skoðanakannanir
hafa einnig leitt í ljós að þjóðin
væntir mikils af Davíð.
Með því að velja Sjálfstæðis-
flokkinn til fotystu stefnum við
lengra í leit að bættum lífskjörum
og efnahagslegum stöðugleika.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
AÐ KOMA
eftir Garðar
Ragnarsson
Spurningar sækja að mönnum
varðandi andleg mál. Aliir upplifa
þetta einhvern tíma í lífí sínu, —
bara misjafnlega oft og uppáþrengj-
andi. Þar ræður uppeldi og um-
hverfi. Samviskan gefur vísbend-
ingar um rétt og rangt, — þó ekki
alveg fullkomnar.
Hugur mannsins spyr: „Hvaðan
kem ég, — hver er ég, — hvers
vegna er ég til?“
Trúin er lögð sem hvöt niður í
sálarlíf sérhvers manns. Að afneita
því, er að afskera þýðingarmikinn
þátt lífsins. Eilífðin er lögð í bijóst
hvers manns. Djúp sálarinnar hróp-
ar á djúpið í Guði!
Þrátt fyrir ytri gæði, finnur hjart-
að fyrir tómleika, sem gerir mörg-
um lífið óbærilegt. Frá fátækt til
ríkidæmis er spennivídd sem rang-
læti og hatur á greiðan aðgang að.
Deiling gæðanna er ójöfn milli
þjóða, heimsálfa og einstaklinga.
Þess vegna kemst hatur og öfund
svo auðveldlega að, sem gerir að
hjörtun fyllast oft beiskju. Lífið er
erfitt. Baráttan er hörð! Á þessum
tímum hraða og kapphlaupa eftir
lífsgæðunum er þetta erfítt mál.
Samt sem áður veit maður innst
inni, að eitthvað meira og stærra
er til, sem seður og mettar.
Inn í þessar kringumstæður talar
Guð. Hann sendir okkur boðskap
sinn sem heitir fagnaðarerindið, —
um Soninn eingetna, sem hann
sendi sem lausnargjaid fyrir alla.
Guð kemur okkur til hjálpar fyr-
ir Heilagan Anda. Hann hefír tekið
frumkvæðið og þannig auðsýnir
hann kærleika sinn. Hann þekkir
okkur. Veit hvernig við erum og
gerð. Ekkert er honum hulið.
Guð er til. Hann hefir skapað
okkur. Hann elskar og vill!
Aðal-inntak þess er, að maðurinn
á að snúa sér við. Hugsa. Nema
staðar og spyija, - og leita! Allir
mega koma til hans. Drottinn kem-
ur með frelsi og hjálp til hvers
manns sem biður. Veitum því við-
töku í trú. Það er okkar einasta
björgun.
Sá sem trúir á Drottin Jesúm
Krist, mun aldrei að eilífu glatast,
heldur hafa eilíft líf. Það er fylling
Garðar Ragnarsson
lífsins í lífinu. Öryggi, sem veitir
lífsgleði, — og spurningin hefír
fengið svar, og við finnum innri
svölun!
Snúum okkur því til hans með
allt.
Höfundur er fyrrverandi prestur
Hvítasunnusafnaðarins í
Óðinsvéum í Danmörku.