Morgunblaðið - 18.04.1991, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRIL 1991
19
Bankar og fólk
„ Jafnaðarráðherra gegn jafnrétti“
eftir Gunnlaug
Þórðarson
Eitt það þýðingarmesta í nútíma
þjóðfélagi er að fólk geti treyst lán-
astofnun, sem það leggur fé sitt í.
Öruggustu lánastofnanirnar eru
bankar, sem hafa ríkistryggingu,
svo kallaðir ríkisviðskiptabankar.
Þeir yoru þrir, en eru nú aðeins
Landsbankinn og Búnaðarbankinn.
Munurinn á þeim og einkabönkum
er sá að verði einkabanki gjald-
þrota, er hætt við að viðskiptavinir
einkabankans verði að einhveiju
leyti að taka á sig skellinn af gjald-
þrotinu. Þannig var með Islands-
banka hér forðum. Aftur á móti
bjargaði ríkisstjórnin Útvegsbank-
anum frá gjaldþroti, þegar það vofði
yfir vegna ábyrgðarinnar sem á rík-
issjóði hvíldi. Þó er óvíst hvort Út-
vegsbankinn hafi í raun réttri verið
gjaldþrota miðað við aðra banka.
Til þess að draga úr háskanum
gagnvart almenningi hafa verið
sett lög um svokallaðan Trygginga-
sjóði viðskiptabankanna, en sjóður-
inn felur í sér sameiginlega ábyrgð
einkabankanna fyrir innlánum, en
sú trygging tekur t.d. ekki til
bankabréfa.
Dæmið um fjármagnsfélagið
Ávöxtun er vissulega víti til varnað-
ar, þar sem fjöldi fólks varð fyrir
verulegu fjárhagstjóni vegna þess
að fyrirtækið hafði enga tryggingu
að baki. Hinn mikli áróður fyrir
fijálsræði í viðskiptalífinu hefur átt
sinn þátt í því að fólk hætti fé sínu
á glannalegan hátt. í þessu sam-
bandi er samt vert að minnast þess,
að Seðlabankinn kærði til ríkissak-
sóknara þá starfsemi fyrirtækisins,
sem laut að viðtöku fjár til ávöxtun-
ar eins og um bankastarfsemi væri
að ræða. Svo ótrúlega tókst þó til
að n'kissaksóknari taldi ekki ástæðu
til aðgerða af því að forsvarsmenn
fyrirtækisins lofuðu bót og betrun,
þótt ekki væri staðið við það. Tjón
þessa fjárafla fólks varð meira en
ella hefði orðið, ef þessi vafasama
starfsemi hefði verið stöðvuð fyrr.
Frést hefur að fjöldi banka hafi
orðið gjaldþrota í Noregi. Samt eru
Norðmenn þjóða kunnastir fyrir
aðhaldsemi í fjármálum. Nýlega
þurfti Bush Bandaríkjaforseti, að
lýsa því yfir að ríkið tæki ábyrgð
á innstæðum fólks í þúsundum
sparisjóða, sem orðið hafa gjald-
þrota að undanförnu. Auk þess
hafa bankar vestur þar orðið gjald-
þrota hundruðum saman á síðustu
tímum. Fijálsræðið í viðskiptum
getur þannig haft sína ókosti. Það
segir sig líka sjálft að aðhald er
nauðsynlegt í bankastarfsemi, bæði
að Jiví er tekur til útlána og vaxta.
I svo litlu samfélagi sem hið ís-
lenska er, þar sem fjölskyldubönd,
pólitísk samstaða og vinátta er
þung á metunum, eru vel reknir
ríkisbankar besta tryggingin fyrir
því að almúginn eigi jafnan rétt á
þjónustu að öðru jöfnu. T.d. er viss
þáttur í lýðræðinu okkar, að sú
hefð hefur skapast að Sjálfstæðis-
flokkur, Alþýðuflokkur og Fram-
sókn skipi hver sinn bankastjóra í
Landsbankanum og Alþýðubanda-
lagið hefur löngum átt sterk ítök í
bankaráðinu. 90% þjóðarinnar hef-
ur átt aðgang að sínum manni í
Landsbankanum í gegnum flokks-
kerfin. Búnaðarbankinn hefur löng-
um um of verið undir einu oki Fram-
sóknar, en það er þó dvínandi. Um
þess háttar lýðræði getur tæpast
verið að ræða í einkabönkum. Hætt
er við að verði umræddum bönkum
breytt í hlutafélög og þeir seldir
gæti svo farið að fyrirtæki, sem eru
öflug á fjármálasviðinu og að nafni
til almannahlutafélög eignuðust
Gunnlaugur Þórðarson
„Slík breyting og Jón
Sigurðsson bankamála-
ráðherra stefnir að ætti
ekki að vera keppikefli
neins jafnaðarmanna-
foringja.“
megin hlutann í bönkunum og þar
með fengju hinar 15-20 stóreigna-
fjölskyldur landsins fengju aukin
völd á fjármálasviðinu. Lýðræðið í
bönkunum er ekki síður mikilvægt
en sjálft Alþingi.
í Lúxemborg eru 375.000 íbúar,
þar eru rúmlega 200 bankar. En
þar eru heldur ekki tölvur á hveiju
borði, sem fleygt er í árslok, —
milljóna verðmæti. Þar dettur held-
ur engum í hug að sameina bank-
ana.
Þá er vafasamt að til efiingar
atvinnulífsins sé að selja banka-
hlutabréf á fijálsum markaði. Miklu
meiri nauðsyn er að almenningur
taki með kaupum á hlutafé þátt í
fjármögnun hlutafélaga sem skapa
atvinnu og afli gjaldeyris.
Þá er þss að gæta að vel reknir
bankar eru tekjulind fyrir ríkjssjóð.
Engin ástæða er til að ætla að ríkis-
banki verði lakar rekinn en einka-
banki, ekki síst ef til bankastjóra-
starfs ráðist menn, sem sýnt hafa
atorku og dug í atvinnurekstri.
Einkabankar og ríkisviðskiptabank-
ar hentar án efa best okkar efna-
hagskerfi. Kostirnir við að gera rík-
isbankana að einkabönkum eru
vandfundnir.
Að vilja losa ríkið við svona arð-
bæra og sjálfsagða þjónustustofnun
sem ríkisviðskiptabankarnir eru, til
þess að fá fé í ríkissjóð vegna ára-
tuga óráðsíu, er það sama og að
borða útsæðið eða gera annað
verra. Slík breyting og Jón Sigurðs-
son bankamálaráðherra stefnir að
ætti ekki að vera keppikefli neins
jafnaðarmannaforingja og vafa-
laust hefur marga núverandi og
fyrrverandi alþýðuflokksmenn furð-
að sig á þeirri áherslu, sem hann
hefur lagt á að gera ríkisviðskipta-
bankana tvo að einkabönkum.
Höfundur er fyrrverandi
varaþingmaður Aiþýðuflokksins.
Um Gilsfjörð
eftir Friðjón
Þórðarson
Dalabyggðar-áætlun, þ.e.
byggðaþróunaráætlun fyrir Dala-
sýslu og Austur-Barðastrandar-
sýslu, var samþykkt á fundi stjórn-
ar Framkvæmdastofnunar ríkisins
29. sept. 1980 og staðfest af ríkis-
stjórn íslands á fundi 13. janúar
1981. Er það eina áætlunin af þessu
tagi, sem samþykkt hefur verið með
formlegum hætti á ríkisstjórnar-
fundi, svo að mér sé kunnugt.
Eitt af þvi, sem ijallað er um í
áætlun um Dalabyggð, eru sam-
göngumál. Þar segir svo m.a.: „Er
raunar óhætt að fullyrða, að gott
vegakerfi geti skipt sköpum um
framtíð byggðarlaga, og verður það
sennilega seint ofmetið.“ — Tekið
er fram, að litið sé á Dalabyggð sem
eitt verslunar- og þjónustusvæði.
Beri því að setja það sem megin-
markmið í vegamálum á þessum
slóðum, að þjóðvegurinn, sem liggur
um byggðina, verði jjerður fær
mestan hluta ársins. Úrbætur eru
taldar brýnastár í Svínadal og Gils-
firði.
Frá því Dalabyggðar-áætlun leit
dagsins ljós hefur mikið vatn runn-
ið til sjávarrdMokkuð hefur áunnist.
Enn bíða þó mörg óleyst verkefni
framundan, m.a. í samgöngumál-
um.
Fjárveitinganefnd íjallaði um
vegaáætlun fyrir árin 1991-1994
með hefðbundnum hætti og var hún
samþykkt á Alþingi fyrir þinglok.
Einnig var lauslega farið yfir tillögu
til þingsályktunar um langtíma-
áætlun í vegagerð. Sú tillaga dreg-
ur upp mynd af fyrirhuguðum fram-
kvæmdum næstu 12 ára og skiptist
í þijú tímabil. Hún var ekki sam-
þykkt frekar en sambærileg tillaga
frá árinu 1981, en verður væntan-
lega höfð til hliðsjónar í vegagerð
næstu ára, svo sem hin fyrri frá
104. löggjafarþingi. Samstarfið í
íjárveitinganefnd var gott og. lögðu
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sig
fram um að vinna vel að þessum
málum. Þó kom greinilega í Ijós
öðru hvoru, að þeir réðu ekki ferð-.
inni, enda var skrifað undir nefnd-
arálit með fyrirvara af þeirra hálfu.
Eitt af þeim málum, sem mikið
var rætt í nefndinni, var fyrirhuguð
vega- og brúargerð yfir Gilsfjörð.
Þó að eitt og annað hafi birst Lblöð-
úm um þetta máí; m.a. grein í Tfih-
anum 5. þ'.m.: „Byggðin við Bréiðá-
fjörð verður ékki svikin um Gils-
fjarðarbrú", eftir 1. þingm. Vestur-
lands, þar sem þessi mál eru rakin
all ítarlega, — þykir mér rétt að
birta hér á eftir brot af síðustu
ræðu minni á þingi um þetta mál:
„Áformuð vega- og brúargerð
yfír Gilsfjörð hefur vissulega nálg-
ast framkvæmdastig til mikilla
muna við umfjöllun fjvn. undan-
farna daga og vikur. Samkvæmt
fyrstu drögum að langtímaáætlun
má segja að þessi fyrirhugaða stór-
framkvæmd í samgöngu- og byggð-
amálum hafi verið hulin bláma Ijar-
lægðarinnar. Eins og fram hefur
komið hefur Alþingi veitt fé til rann-
sókna og undirbúnings þessa verk-
efnis árlega frá 1985. Óteljandi
samþykktir, undirskriftalistar og
yfirlýsingar eru til staðar af hálfu
heimamanna við Gilsíjörð í tveimur
kjördæmum og heimamenn hafa
sinn eftir sinn hlustað á og móttek-
ið hátíðlegar yfirlýsingar og loforð
þingmanna sinna og annarra ráða-
manna í þessu máli. Um alllangt
skeið hefur viljayfirlýsing af þessu
tagi verið orðuð á þá leið að hafist
verði handa í Gilsfirði umsvifalaust
að lokinni Dýraíjarðarbrú, en henni
lýkur að mestu á þessu ári, eða
vega- og brúargerð yfir Gilsfjörð
hefjist af fullum krafti vorið 1992,
eins og segir í till. til þál. frá hv.
1. þm. Vestf. og greinir nánar um
það á þskj. 24, en það er 24. mál
þessa þings.
Samkvæmt þessu er sýnilegt að
þrátt fyrir öll þessi faguryrði,
ákveðin og ótvíræð, verður að hopa
eitthvað frá settu marki í þessu
efni miðað við allar aðstæður og
eins og áformin voru í okkar huga,
áhugamanna um þetta mál. Að vísu
er fyrsta íjárveiting til þessa stór-
verkefnis ákveðin árið 1993 sam-
kvæmt vegaáætlun næstu ljögurra
ára eins og hún lítur nú út eftir
þessa umræðu og fjármögnun í
þessu skyni á að ljúka á öðru tíma-
bili svokölluðu.
Ég vil því leyfa mér að marka
afstöðu mína ákveðið til þessa máls
á sama veg og ég hef gert í hv.
fjvn. að viðstöddum æðstu valda-
mönnum Vegagerðar ríkisins skýrt
og greinilega núna á undanförnum
dögum. Og hún er svofelld:
1. Allt verkið verði boðið út ekki
síðar en á árinu 1993.
■ 2. Verkið verði unnið eigi síðar
en á arínu 1^94 og loþið á.árinu
T995. Gotl er ef végágenð þossi
Friðjón Þórðarson ■
„Frá því Dalabyggðar-
áætlun leit dagsins ljós
hefur mikið vatn runnið
til sjávar. Nokkuð hef-
ur áunnist. Enn bíða þó
mörg óleyst verkefni
framundan, m.a. í sam-
göngumálum.“
getur gengið hraðar.
Til þess að þetta umrædda mál
megi ná fram að ganga með þessum
hætti þarf að sjálfsögðu að afla fjár
að láni á meðan á framkvæmdinni
stendur, svo sem venja er þegar
um slík stórvirki er að ræða. Hygg
ég að lánsfjáröflun í þessu skyni
verði tiltölulega auðveld þar sem
fjölmargir landsmenn hafa áhuga á
þessu máli og segja megi að öll
þjóðin styðji einhuga raunhæfar og
skynsamlegar umbætur í sam-
göngu- og byggðamálum.“
Höfundur er alþingismaður.
Áfram
eftir Pálma
Matthíasson
Þessi hvatningarorð heyrast á
stundum hljóma hátt og snjallt.
Aldrei er þátttaka í þessu hrópi þó
almennari en þegar við íslendingar
erum að hvetja landslið okkar í
handknattleik í keppni við aðrar
þjóðir. Andstæðingar okkar hafa
líka á orði að það sé sérstök reynsla
að koma hingað til keppni. Áhorf-
endur séu vel með á nótunum og
standi vel að baki sínu liði.
Mikil ábyrgð hvílir á þeim leik-
mönnum, sem valdir eru í landslið
íslands. Þeir vilja standa sig og
leggja sig alla fram til þess að svo
megi verða. Stundum hættir okkur
til að leggja á þessa stráka ómann-
eskjulegar kröfur. Draumar okkar
snúast um sigur. Sigur gegn þjóð-
um, þar sem handknattleikur er
atvinna.
Álagið sem lagt er á okkar leik-
menn er mikið. Samhliða löngum
vinnudegi eru stundaðar æfingar
og keppnisferðir eru oft mikil fórn
bæði vegna fjölskyldu og atvinnu.
HSÍ hefur reynt að koma til móts
við leikmenn okkar og styrkt þá í
þessari baráttu. En meira þarf til.
Þátttaka í alþjóðamótum er
kostnaðarsöm. Það hefur kostað
okkur mikið að vinna að því að fá
heimsmeistaramótið hingað til
lands árið 1995.
Og nú leitar HSÍ til þín. Leitar
eftir aðstoð á kosningadegi og býð-
ur til sölu gullboltann. Frambjóð-
endur allir vilja ísland áfram, vilja
að hér verði mannlífið öflugt og
fagurt.
Neytendasamtökin:
Varað við farandsölum
KVARTANIR hafa borist til Neytendasamtakanna vegna farandsölu-
manna er bjóða vörur sínar við húsdyr víða um land. Vilja samtökin
vara við sölumennskunni, þar sem dæmi eru um að varan er boðin á
lakari kjörum en í verslunum.
í frétt frá samtökunum kemur lög, sem veita neytendum rétt til að
fram, að nokkur dæmi séu um að rifta kaupum allt að viku eftir að
bændur hafi keypt ryksugur og kaupsamningur við farandssölumenn
videómyndavélar svo dæmi séu tekin, ■ hefur verið gerður. Hér á landi hafa
í þeirri trú að þeim beri að fá vfrðis- neytendur enga slíka ti-yggingu og
aukaskatt vörunnar endurgrefddán. er vitað um að kaupandi hafi keypt
En_syo.er,ekki.'. . .. sig. frá • sanjiúngi með ærnum til-
Á h'inum fíorðurlöndunum gildá kostnaði.
ísland
Pálmi Matthíasson
„Það er leitað til þín um
aðstoð, því margt smátt
gerir eitt stórt. Látum
hljóma, áfram Island,
gerum gullboltann að
fyrsta skrefi að mark-
miði okkar.“
Einn þáttur í þessu er að öflugt
íþróttalíf verði hér og þátttaka í
íþróttum almenn. Sterkt og gott
landslið sem sýnir árangur er mesta
og besta hvatningin.
Æskufólkið sér í landsliðsmönn-
um okkar fyrirmynd og hvatningu.
Þetta gera strákarnir okkar sér
fulla grein fyrir. Þeir vilja standa
undir merki, sem fyrirmynd til
framtíðar. Þeir vilja leggja á sig
ómælda vinnu undir stjórn þjálfara
síns Þorbergs Aðalsteinssonar og
aðstoðarmanns hans Einars Þor-
varðarsonar.
Það er leitað til þín um aðstoð,
því margt smátt gerir eitt stórt.
Látum hljóma, áfram ísland, gerum
gullboltann að fyrsta skrefi að
markmiði okkar.
Byggjum upp t.il framtíðar og
leggjum grunn að sterku landsliði
íslands í'handknattleik.
Bösfíufáprestákklli^