Morgunblaðið - 18.04.1991, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.04.1991, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRIL 1991 Umhverfismál og* vernd- un nánasta umhverfisins eftir Margrétí Þorvaldsdóttur Umhverfismál og umhverfis- vernd hafa nú loks náð inn í úm- ræðuna fyrir þessar kosningar. Stjómmálaflokkarnir hafa allir lýst yfir stuðingi sínum við þennan málaflokk og talið hann hið besta mál sem ekki verði lengur vikið til hliðar. Umhverfismál snúast ekki lengur aðeins um mengun í útlöndum eða landeyðingu til heiða, þau snúast ekki síst um varðveislu okkar nánasta um- hverfis hér í þéttbýlinu. Þau snerta beint heilbrigði fólksins sem aðeins verður varðveitt í heilnæmu um- hverfi. Uppvaxandi kynslóðir þurfa að eiga möguleika til eðli- legs þroska sem aðeins nær að dafna í ómenguðu umhverfí. En aðeins við slíkar aðstæður verður grundvöllur lagður að því forvam- arstarfi sem stuðla á að heilbrigði allra um næstu aldamót. er eitt hlýjasta svæðið á suðvestur- horninu, afmarkaður af hæðar- hryggjum að sunnan og norðan, Kópavogshálsi og Digraneshálsi að sunnan og Hávaðanum og Bú- staðahálsi að norðan. Gróskumikl- ar gróðrarstöðvar em við enda dalsins beggja vegna sem sýna , hina miklu gróðurmöguleika í dalnum. Þar er mikið og áhuga- vert fuglalíf sérstaklega í nágrenni skógræktarinnar, en dalurinn er ekkert augnayndi eins og hann er í dag — Reykjavíkurmegin. Fossvogsdalur býður upp á mikla möguleika til útiveru. Vel skipulagður getur hann hýst mjög fjölbreytt útivistar- og athafna- svæði. Tillögur hafa komið fram um að reisa golfvöll í dalnum aust- anverðum þar sem hann er breið- astur, einnig velli til leikja og hvers konar íþrótta, hlaupabrautir og góða upplýsta gangstíga, tjarnir og trjábelti, ijóður og útigrill- „Samtökin hafa lagt sig fram við að laða saman sveitarfélögin beggja vegna dalsins, Reykja- vík og Kópavog, til sam- vinnu og undirbúnings skipulags í dalnum.“ svæði, listamannasvæði fyrir sýn- ingar utan dyra — virkt athafna- svæði fyrir alla aldurshópa, unga og aldna. Takmarkið er að fá „Líf í Fossvogsdal“. Samtökin „Líf í Fossvogsdal“ voru stofnuð til að stuðla að skipu- lagi og uppbyggingu útivistar- svæðisins í Fossvogsdal. Samtökin hafa lagt sig fram við að laða saman sveitarfélögin beggja vegna dalsins, Reykjavík og Kópa- vog, til samvinnu og undirbúnings skipulags í dalnum. Þess er nú að Margrét Þorvaldsdóttir vænta að þau í vinsemd hefji skip- ulag og uppbyggingu útivist- arsvæðis í Fossvogsdal, með fram- tíðarsýn að leiðarljósi. Fossvogsdalur og mann- eskjulegra umhverfi Skipulag Fossvogsdals snýst ekki aðeins um uppbyggingu dals- ins heldur einnig um manneskju- legra umhverfi og umhverfisvernd. Skipulag á öðrum svæðum eins og í Laugardal hefur verið svo njörvað niður að ekki er um neitt athafnafrelsi að ræða. Slíkt of- skipulag hentar ekki í Fossvogs- dal. í júní næstkomandi verður hald- in hér á höfuðborgarsvæðinu ráð- stefna um umhverfismál, „Om Miljo,“ sem er norræn ráðstefna um umhverfismenntun eins og segir í kynningarriti. Þar segir m.a. að markmið ráðstefnunnar sé að efla norræna umhverfis- menntun, einkum á íslandi. Við séum gestir jarðar og þurfum að nýta umhverfi okkar á skynsam- legan hátt og læra að njóta ósp- illtrar náttúru og varðveita hana fyrir komandi kynslóðir. Að þess- ari ráðstefnu standa m.a. bæjarfé- lögin beggja vegna Fossvogsdals, Reykjavík og Kópavogur, og má því ætla að okkar ágætu ráða- menn, beggja bæjarfélaganna, muni gera þessi fögra markmið ráðstefnunnar að sínum og sýna þau í verki í dalnum. Við kjósendur munum fýlgjast grannt með framgangi þeirra í þessum málum. Höfundur er formaður samtakanna Líf í Fossvogsdal. Nauðsyn á fjölbreyttum útivistarsvæðum fyrir almenning Við uppbyggingu bæjarfélag- anna hér á höfuðborgarsvæðinu er stundum eins og fólkið gleym- ist, ótrúlega lítið hefur verið hugs- að fyrir almennum útivistarsvæð- um innan þéttbýlis. Útivistarsvæði eru fá og jafnvel þó finna megi „græn hom“ á stöku stað eru þau eins og afskurður í skipulaginu og nýtast illa. Hér á miðju höfuðborgarsvæð- inu er þó landsvæði eitt sem menn af framsýni hafa ákveðið að varð- veita til útivistar, það er Fossvogs- dalur. Þama er um að ræða um- hverfísvemd í verki, og er nú kom- ið að framkvæmdaþættinum. Fossvogsdalur er ákjósanlegt útivistarsvæði Fossvogsdalur liggur miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Dalurinn Kæru eftirRafn Geirdal Nú era kosningar að fara í hönd. Við eram í senn að kjósa um menn og málefni. Augljóst er að fólk vill annaðhvort Davíð eða Stein- grím sem næsta forsætisráðherra. Augljóst er að um helmingur landsmanna vil Sjálfstæðisflokk- inn — samkvæmt skoðanakönnun- um. Einhvem veginn fínnst mér vera meiri friður yfír þessum kosning- um en þeim fyrri. Ef til vill er kominn meiri friður yfir stjómmál- in hér, þegar þjóðarsátt hefur tek- ist og verðbólgan verið kveðin nið- -ur — eftir 15 ára ókyrrð. Ef til vill er fólk orðið þreytt á pólitísku karpi og kýr frekar frið og ró og Islendingíir! „Ef til vill er þetta í fyrsta skipti sem kosið er um samstöðu, sam- einingu, samvinnu, ein- ingu, frið, ró og yfir- vegun — í stað póli- tískrar sundrungar.“ yfirvegun góðra leiðtoga. Það að bæði Davíð og Steingrímur koma til greina er merki um styrk. Ef til vill er þetta í fyrsta skipti sem kosið er um samstöðu, samein- ingu, samvinnu, einingu, frið, ró og yfírvegun — í stað pólitískrar sundrungar. Það ætla ég rétt að vona, því hvað annað þurfum við íslendingar en frið, á friðareyjunni í norðri, sem spáð hefur verið um í spádóm- um svo fallega. Ég trúi á þessa spádóma og sé þá rætast beint fyrir framan mig. Hvað annað gæti það verið þegar hálf þjóðin hafði áhuga á andlegri rækt á árinu sem leið?! Og hvað annað gæti myndað svo gífurlega sterkan sameiningarkraft með þjóðinni að geta haldið sig í gegnum þessa erfiðu kjararýmun sem þjóðarsátt- in hefur verið?! Málið er að kjararýrnun í pen- ingum er eitt en kjararýmun í ei- lífri óvissu er annað og miklu verra. Elíf óvissa myndar áhyggj- ur, kvíða og okkar landlægu streitu, sem eyðileggur andlega og líkamlega heilsu. Heilsan er okkar dýrmætasta eign. Hún er ekki metin til fjár. Hún er mikil- vægari en fé. Það er ekki öraggt að lífshamingja aukist með auknu fé; hins vegar er öruggt að hún eykst með aukinni heilsu. Þess vegna þarf fólk að breyta viðmiðun sinni: Aukin heilsa þýðir aukin hamingja. Þetta þarf að vera meg- inviðmiðunin — fyrir allt fólk — ekki einungis hér — heldur á allri jörðinni — þar með losnum við undan viðjum efnishyggjunnar — og steymum inn í andlega og lík- amlega mannrækt — sem er það besta sem getur komið fyrir alla menn — hvar sem þeir búa — því það sama gildir fyrir allt mannfólk — hvað þetta varðar. Gerum ísland því að landi heilsu og friðar — öll saman. Lifum heil! Höfundur er ráðgjafi. Ut með gamla fólkið - segir Framsóknarflokkurinn eftírHauk Benediktsson í fjölmiðlum undanfama daga hefur verið uppi undarleg umræða um stöðu aldraðra í sjúkrahú- skerfí landsins. Hjúkranarfólk á einni af lyflæknisdeildum Lands- pítalans segir upp störfum vegna mikils vinnuálags að undanfömu. Sjúklingar liggi frammi á göngum að staðaldri og sumir komist jafn- vel aldrei inn á sjúkrastofu í sínu sjúkdómsferli. Þó það hvarfli að manni að eitthvað skorti á í stjórn- sýslunni þama, þá er það annað, sem sker meir í auga. Það era úrræðin sem starfsfólkið eygir til úrbóta, en það er að senda gamla fólkið til síns heima og útvega þvi einhveija heimilisaðstoð. Hvemig getur það nú staðist að starfsfólk á fullmannaðri lítilli deild er að deyja úr þreytu, þégar mikill hluti sjúklinganna er svo hress að hann getur verið heima með einhverri heimilishjálp? Þetta tilfelli, sem hér um ræðir er ekkert einsdæmi, heldur endur- speglar það ástand sjúkrahúsmála þéttbýlisins hér á suðvesturhomi landsins. Það ástand hefur verið við lýði síðasta áratuginn að loka rúmum sjúkrahúsanna að ein- hveiju marki vegna sumarleyfa og viðhalds og þá vegna skorts á hjúkrunarfólki. Á síðustu áram hafa þessar lokanir aukist vera- lega að fyrirmælum • stjómvalda með lokun sjúkrarúma meir og minna allt árið vegna samdráttar í fjárveitingum. Það er athugunarefni af hveiju aldraðir era best til þess fallir að rýma sjúkrarúm þegar að kreppir. Þetta fólk hlýtur að hafa verið dæmt til sjúkrahúsvistar á svipuð- um forsendum og aðrir sjúklingar, og ótrúlegt er að það búi við betri heimilisaðstæður en þeir sem yngri era. Nú er spáð meiri lokunum á komandi sumri en undanfarið, án þess að nokkuð orð falli um hvem- ig bæta má úr þessu ófremdar- ástandi. Mikið hefur verið gert að undan- fömu til að tryggja öldraðum meira öryggi í ellinni. Byggðar hafa veriðhundrað íbúða, sem tryggja öldruðum aðgang að heim- ilishjálp af ýmsu tagi, t.d. mat, þrifum, öryggisvörslu o.þ.h. Er það ýmist áð fólk hefur keypt sér íbúð með þessari aðstöðu eða fær þessar íbúðir til afnota á vegum sveitarfélaga. „Með þetta í huga vakn- ar spurningin: Hvers vegna í ósköpunum hef- ur ekki verið lokið við byggingu sjúkradeilda fyrir aldraða í B-álmu Borgarspítalans, sem staðið hafa hálfklárað- ar sl. 6 ár? Þær voru ætlaðar fyrir það fólk sem nú er á vergangi. Það er lýsandi dæmi um áhugaleysi heilbrigðis- yfirvalda, að það þykir ekki taka því að nefna þessi mál í kosninga- hríðinni.“ Þá hafa verið byggð dvalar- heimili fyrir aldraða, sem ekki geta búið einir án frekari þjón- ustu. Sá annmarki er á íbúðakaup- um fólks að verð þeirra íbúða, sem fólk kaupir, er í engu samræmi við markaðsverð þeirra íbúða sem selja þarf. Þá virðast dvalarheimil- in ekki hafa eðlilegan aðgang að sjúkradeildum, þegar heilsufar íbúa breytist til hins verra. Getur slíkt leitt til öngþveitis þar. Haukur Benediktsson Með þetta í huga vaknar spurn- ingin: Hvers vegna í ósköpunum hefur ekki verið lokið við byggingu sjúkradeilda fyrir aldraða í B-álmu Borgarspítalans, sem staðið hafa hálfkláraðar sl. 6 ár. Þær voru ætlaðar fyrir það fólk sem nú er á vergangi. Það er lýsandi dæmi um áhugaleysi heilbrigðisyfir- valda, að það þykir ekki taka því að nefna þessi mál í kosningahríð- inni. Það er hörmulegt að sveitarfé- lög, a.m.k. þau stærstu skuli hafa verið svipt yfirráðum yfir sjúkra- húsum sínum og raunar allri heil- brigðisþjónustu, í ljósi ráðaleysis og getuleysis þess ráðuneytis, sem fer með þessi mál. Þessi miðstýr- ingarárátta stangast á við allt, sem hefur verið að gerast í ná- grannalöndunum og kallar á sterk viðbrögð. Ég er sannfærður um það, að ef landsmenn kjósa yfir sig aftur þau stjórnvöld sem ábyrgð bera á þessum vesaldómi, þá munu Reyk- víkingar sjálfir Ijúka byggingu B-álmu fyrir sitt fólk. Reykvíking- ar hafa aldrei sætt sig við hina dauðu hönd ríkisins í þessum mál- um eins og dæmin sanna. Má þar minna á að þegar helmingur borg- arbúa fæddist á göngum og bað- herbergjum Fæðingardeildar Landspítalans stofnaði borgin Fæðingarheimili Reykjavíkur til bráðabirgða. Nú 30 árum síðar sækir í sama far þrátt fyrir fækk- un fæðinga. Þegar Borgarspítalinn hafði verið í byggingu í 14-15 ár og var rúmlega fokheldur, tóku borgaryfirvöld skarið af og luku þeirri byggingu 10 árum áður en framlög ríkisins bárust. Sama má segja um Grensásdeild og fleiri byggingar. Það verður að krefjast þess að komið verði í veg fyrir sumarlok- anir, sem leiða til þess að aldraðir verði sendir heim hvernig sem á stendur og að lokið verði við sjúkradeildir aldraðra í B-álmu. Það væri ekki úr vegi að kjós- endur spyrðu þá frambjóðendur sem þeir styðja, hvort þeir ætli að hrinda þessari smán af þjóðinni. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Borgarspítalnns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.