Morgunblaðið - 18.04.1991, Síða 27

Morgunblaðið - 18.04.1991, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991 27 r A L N G S K O N G A R Hugleiðing um atvinnumál eftir Rúnar G. Sigmarsson Það er kunnara en frá þurfi að segja að velmegun Vesturlanda á að miklu leyti rætur að rekja til þess frelsis sem ríkt hefur frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar í versl- un og atvinnuháttum. Við íslend- ingar höfum nú um nokkurt skeið verið að smádragast aftur úr ná- grannaþjóðum okkar í lífskjörum. Ein aðalástæða þessarar þróunar er útbreitt skilningsleysi hér á landi á gildi frelsis á sem flestum sviðum viðskipta. Nú er mönnum mjög tíðrætt um þróunina í Evrópu, sem smám sam- an er að renna saman í eina efna- hagslega heild. Við íslendingar hljótum að fylgja þeirri þróun, hvort sem það verður með samvinnu við Evrópubandalagið (EB) eða með þátttöku í hinu svokallaða evrópska efnahagssvæði. Án þátttöku í þess- ari þróun í átt til aukins frelsis er næsta víst að íslendingar munu dragast enn frekar og með auknum hraða aftur úr nágrönnum okkar í lífskjörum. Einn af hornsteinum EB er gagn- kvæmt viðskiptafrelsi, sem byggist að sjálfsögðu á jafnri stöðu einstakl- inga og fyrirtækja á markaðnum óháð þjóðerni. Allar hömlur á við- skiptum munu hverfa á næstu árum milli ríkja Eb. Ymis dæmi má nefna um það hvernig þjóðir reyna að hanga á ýmsum hömlum og sérréttindum sem lengst. Lítið dæmi um það eru lög í Danmörku sem banna útlend- ingum að eignast sumarhús þar í landi. Danir kaupa hinsvegar hindr- unarlaust sumarhús í Suður-Evr- Brids______________ ArnórRagnarsson Bridsfélag Fljótsdalshéraðs Lokið er tveggja kvölda tvímenningi og varð lokastaðan þessi: Pálmi og Ólafur 1992 Jón Bjarki og Siguijón 1810 Jónína — Sveinn 1801 Sigurður St. — Guðný 1668 Petra — Ingibjörg 1661 Þorvaldur P. — Guðmundur P. 1648 Björn — Þorbjörn 1601 Kristján — Sigurður 1560 Hæsta skor seinna spilakvöldið: Jón Bjarki — Siguijón 1030 Pálmi — Ólafur 905 Björn — Þorbjöm 898 Sigurður St. — Guðný 888 Næst verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Allir velkomnir. Bridsklúbbur hjóna Nú er sex umferðum af níu lokið í sveitakeppninni og er staða efstu sveita þannig: Sveit: Drafnar Guðmundsdóttur 130 Sigrúnar Steinsdóttur 105 Ástu Sigurðardóttur 99 Dóru Friðleifsdóttur 96 Hrundar Einarsdóttur 94 Bridsfélag kvenna Nú er tveimur kvöldum lokið í hrað- sveitakeppninni og er sveita þannig: Sveit: staða efstu Sigrúnar Pétursdóttur 1129 Kristínar Þórðardóttur 1082 Ólínu Kjartansdóttur 1075 Rósu Þorsteinsdóttur 1075 Öldu Hansen 1035 Bjargar Pétursdóttur 1035 Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 15. apríl var spiluð þriðja umferðin af fjórum í Stefáns- mótinu. Kvöldskorið varð best hjá eft- irfarandi: Guðbrandur Sigurbergss. - Kristófer Magnúss. 87 RúnarMagnússon-ValgarðBlöndal 77 Eiríkur Hjaltason - Ragnar Hermannsson 63 Kristján Hauksson - Isak Sigurðsson 51 Þegar eitt kvöid er eftir er staðan þessi: RúnarMapússon-ValgarðBlöndal 244 KristjánHauksson-ísakSigurðsson 121 HrólfurHjaltason-OddurHjaltason 112 Eiríkur Hjaltason - Ragnar Hermannsson 103 engudiiiirrxiaa ópu. Nú bíða menn bara eftir því að einhver Frakki eða Þjóðvetji sem langar að eignast sumarhús í Suð- ur-Jótlandi höfði mál fyrir dómstól EB. Hjá okkur er mikið verk að vinna áður en við íslendingar verðum gjaldgengir sem meðlimir í hinni nýju Evrópu 21. aldarinnar. Draga þarf úr starfsemi ríkisins á sem flestum sviðum þjóðlífsins. Sú regla þarf að ríkja að opinberir aðilar sinni aðeins þeirri starfsemi sem einkaaðilar eru ekki færir um að sjá um en ekki öfugt. Þótt margt hafi verið fært til betri vegar á undanförnum árum og þá helst þegar Sjálfstæðisflokk- urinn hefur átt þátt í ríkisstjóm eru enn við líði hömlur og allskonar óeðlilegir viðskiptahættir á ýmsum sviðum og koma þar bæði opinberir aðilar og einkaaðilar við sögu. Það er afar mikilvægt í þessu sambandi að litið sé á allt landið sem eitt markaðssvæði, eins og flestir vilja gera þegar þeir selja en síðu.r þegar þeir kaupa. Það er reyndar ofar skilningi „Þéss vegna er nauð- synlegt að allir sem fylgjandi eru þeim breytingum í átt til auk- ins frjálsræðis sem hér hefur verið drepið á stuðli með atkvæði sínu á kjördag að því að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti glæstan sigur í komandi Alþingiskosn- ingum.“ greinarskrifara hvernig við íslend- ingar ætlum að lifa af í samkeppn- inni við stærri þjóðir, ef við trúum því að hag okkar sé best borgið með því að skipta landinu niður í markaðssvæði sem hvert um sig er á við meðalstóra götu í bæ erlendis. í kosningayfirlýsingu Sjálfstæð- isflokksins sem samþykkt var á 29. landsfundi flokksins sem haldinn var í mars sl. er skýrt kveðið á um Rúnar G. Sigmarsson að gerðar verði nauðsynlegar laga- breytingar til að tryggja samkeppni markaðarins I atvinnulífinu. í álykt- unum um hin ýmsu mál sem sam- þykktar voru á landsfundinum kveður við sama tón. Nokkur dæmi: • Starfsskilyrði milli atvinnu- greina verði jöfnuð. • Fijáls verslun er einn af horn- steinum hagsældar í landinu. • Sjálfstæðisflokkurinn vill selja fólkinu á landinu atvinnufyrir- tæki í eigu ríkisins. • íslenskur iðnaður njóti sam- bærilegra starfsskilyrða og er- lendir keppinautar. Það er lífsnauðsyn fyrir íslenska þjóð að á næsta kjörtímabili verði gerðar þær breytingar á efnahags- lífinu sem hér hafa verið gerðar í þessum málum, ekki einungis vegna aðlögunar innanlands þar sem afar ^ mikilvægt er að tryggja að hagur dreifbýlisins verði ekki fyrir borð borinn, heldur einnig í þeim erfiðu og flóknu samningaviðræðum sem framundan eru vegna þátttöku okk- ar í hinu evrópska efnahagssvæði. Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið í landinu sem getur veitt þá forystu sem til þarf. Þess vegna er nauðsynlegt að allir sem fylgjandi eru þeim breyt- ingum í átt til aukins fijálsræðis sem hér hefur verið drepið á stuðli með atkvæði sínu á kjördag að því að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti glæstan sigur í komandi Alþingis- kosningum. Höfundur er ráðgjafarverkfræðingur. j,, GcyidL vor og sumar 1991 Nýja &yuiL bómullarlínan er komin Kynnið ykkur úrvalið og fáið myndalista í eftirfarandi verslunum: Reykjavik: Álofossverslunin v/Vesturgötu - s. 13404 Rammageróin, Kringlunni - s. 689960 íslenskur heimilisiónaúur, Hafnarstræli 19 - s. 11785 Kaupstaður i Mjódd - s. 73900 Mikligaróur v/Sund - s. 692000 Hafnarfjörður: Versl. Embla, Strondgötu 25 - s. 51055 Garðabær: H-búðin v/Goróatorg - s. 656550 Keflavík: Samkaup - Kf. Suóurnesja v/Reykjanesbraut - s. 92-15404 Akranes: Verslunin Ósk, Suóurgötu 83 - s. 93-12224 Borgarnes: Kf. Borgfiróinga, Egilsgötu 11 - s. 93-71200 Olafsvík: Verslunin Vik, Ólafsbraut 19 - s. 93-61271 Grundarfjörður: Versl. Rocky, Sæbóli 32, s. 93-86727 Króksfjarðarnes: Kf. Króksfjorðor - s. 93-47700/47702 Bolungarvík: Versl. Einars Guðfinnssonor, Aóalgötu 21-23 s - 94-7200/7206 ísafjörður: Selió, Aóalstræti 20 - s. 94-4550 Hólmavík: Kf. Steingrimsfjaróar - s. 95-13108/13109 Blönduós: Pes, Húnabraut 13 - 95-24016 Sauðárkrókur: Versl. Sparta, Aðalgötu 20 - s. 95-35802/35635 Skagaströnd: Mæjubúó, Hólabrout 23 - s. 22616 Siglufjörður: Versl. Nes, Aóalgötu 9 - s. 96-71541 Dalvík: Versl. Kotra, Skíðabraut 3 - s. 96-61818 Akureyri: Paris hf., Hafnarstræti 96 - s. 96-27744 Húsavík: Skóbúó Húsovíkur, Garóarsbraut 13 -s. 96-41337 Raufarhöfn: Verslunin Uró, Ijornarholti 9 - s. 97-51108 Egilsstaðir: Versl. Grima, Bjarkorhlió 6 - s. 97-1 1871 Eskifjörður: Sportvöruversl. Hókonar Sófussonar, Strandgötu 44 - s. 97-61550 Fáskrúðsfjörður: Kf. Fóskrúðsfiróinga, Skólavegi 59 -s. 97-51240 Stöðvarfjörður: Kf. StöðfirÓinga - s. 97-58882/58880 Djúpivogur: BH-búóin Dalberg — s. 97-88976 Norðfjörður: Nesbær, EgUsbraut 5 -s. 97-71115 Höfn: Þingey, Miðtúni 7 - s. 98-81249/81899 Selfoss: Kf. Árnesinga, Austurvegi 2 - s. 98-21000 Hvolsvöllur: Kf. Rangæinga, Austurvegi 4 - s. 98-78429 Vestmannaeyjar: Verslunin Mozort, Búrustíg 6 - s. 98-11820 Hveragerði: Eden - s. 98-34900 Framleitt á íslandi Árblik hf. , Smiðsbúð 9,212 Garðabæ, sími 91-641466, fax 91-45028.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.