Morgunblaðið - 18.04.1991, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.04.1991, Qupperneq 30
 m : HfólÆttBhAVÍf) FB Aðild að EB er kosningamál núna í Evrópusamfélaginu verðum við að engu. í raunverulegu alþjóðasamstarfi eigum við mikla möguleika eftir Bjarna Einarsson Kratar og íhaldsmenn kveinka sér undan því að framsóknarmenn og aðrir andstæðingar aðildar ís- lands að EB lýsi yfir að þessum flokkum sé ekki treystandi fyrir utanríkismálum íslands á árunum 1991 til 1995. En þetta ætti að vera hverjum sem er sem hefur sæmilegt minni augljóst. Báðir þessir flokkar hafa þá stefnu að kanna skuli þvort hagkvæmt geti verið fyrir íslendinga að gerast aðili að EB, báðir telja að það komi til _greina. I október 1989 héldu sjálfstæðis- menn landsfund. Þann 6. október flutti Davíð Oddsson framsögu fyr- ir áliti „Aldamótanefndar“ flokks- ins, sem hann var formaður fyrir. Þann dag kynnti DV ræðu Davíðs undir fyrirsögninni: „Aldamóta- nefnd Davíðs Oddssonar gefur lín- una; Skynsamlegt að óska eftir við- ræðum um inngöngu EB.“ Undir kaflafyrirsögnin „Vilja viðræður um inngöngu íslands í Efnahagsbanda- lagið“ er svo vitnað í Aldamóta- skýrsluna: „Hugsanlega verður þó skynsamlegast að óska beinlínis eftir viðræðum umTfnngöngu ís- lands í Evropubandalagið, þótt menn séu um leið reiðubúnir að láta inngönguna ráðast af því, hvort þau skilyrði, sem henni kunna að fylgja, þyki aðgengileg eða ekki. Og DV bætir við: „Vara nefndar- menn við því að stjórnvöld séu að búa til skilyrði fyrirfram sem veiki samningaaðstöðu okkar.“ Lesendur mínir geta sjálfir ráðið í þessar lín- ur. í öllu falli ætti öllum að vera ljóst hver afstaða formanns Sjálf- stæðisflokksins var fyrir 18 mánuð- um. Margir málsmetandi menn innan Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins hafa lýst þeirri skoðun að við eigum að sækja um aðild EB og öflugir hópar, sem mikil áhrif hafa innan Sjálfstæðisflokksins, hafa ekki leynt því, að þeir vinna að því að þetta verði gert. Folk á mínum aldri man vel þegar þessi flokkar, á viðreisnarárunum, lögðu fjöregg þjóðarinnar, fiskveiðilög- söguna, í hendur misviturs alþjóða- dómstóls. Eftir það, í kosningunum 1971, settu framsóknarmenn stækkun fiskveiðilögsögunnar á oddinn og andstæðingar Viðreisnar- innar náðu meirihluta og færðu lög- söguna út í 50 mílur jafnframt því sem áhersla var lögð á að fá al- menna viðurkenningu fyrir slíkum rétti strandríkja á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Þannig var grunnurinn lagður að íslandi nútímans í trássi við krata og íhald. Nú er fyllilega mögulegt að þessir sömu viðreisnarflokkar nái völdum í kosningum. Er þeim betur treyst- andi fyrir fjöreggi og sjálfstæði þjóðarinnar nú en þá, eftir allt það sem þeir hafa sagt en sem þeir reyna nú að fá kjósendur til að gleyma? Bjarni Einarsson „Afsal sjálfsforræðis og jafnvel sjálfstæðis án teljandi valds g-etur enginn efnahagslegur ávinningur vegið upp.“ Aðild að Evrópska samfé- laginu kemur ekki til álita Þetta nafn er rétt þýðing á nafni EB, sem er European Community á ensku. Það er auðveldara að skilja eðli samtakanna þegar við nefnum þau réttu nafni. Þau eru allt annars eðlis en t.d. Atlantshafsbandalagið, því vald stjórnarstofnana þeirra er yfirþjóðlegt og vald aðildarþjóðanna fer eftir fólksijölda þeirra. Þetta fyrirkomulag valdins er næg ástæða til þess að ómögulegt er fyrir okkur, íslendinga, að gangast undir það. í þessu samfélagi verðum við að engu. Það skiptir ekki máli hvort við fáum eitt atkvæði eða tvö í valdakerfinu, við höfum ekkert að segja. Sá, sem heldur því fram, að til greina komi að framselja völd yfir okkur til slíks samfélags sem auk þess getur leitt til þess að sjálfstæð- inu verði afsalað til Bandaríkja Evrópu, er undarlega hugsandi. Hvað sem líður einstökum greinum Rómarsáttmálans og ákvæðum í síðar settum lögum samfélagsins eða stefnu Samfélagins í einstökum málum er þetta eina atriði næg ástæða til að útiloka aðild að því nú þegar og til að lýsa því yfir nú í kosningabaráttunni að aðild komi aldrei til greina. Afsal sjálfsforræð- is og jafnvel sjálfstæðis án teljandi valds getur enginn efnahagslegur ávinningur vegið upp. Vilji menn fullvissa sig um hvern- ig fer fyrir útkjálkum Evrópu ættu menn að skoða sig um annars_ veg- ar í Færeyjum en hins vegar á Hjalt- landseyjum, en í fyrndinni voru eyjar þessar byggðar samskonar fólki. Hvað sem um efnahag Færey- inga má segja hafa þeir sterka þjóð- ernisvitund og menning þeirra er fjölbreytt og öflug. Samfélagið á Hjaltlandseyjum hins vegar er steindautt þrátt fyrir að Hjaltlend- ingar háfi haft þingmann í London og það á tímabili meira að segja flokksformann. Reynsla okkar sýnir mjög vel, að vaxandi þjóðernisvit- und og stolt hvatti menn til dáða og leiddi til efnahagslegra fram- fara. Þess vegana munu Færeying- ar líka vinna sig sjálfir út úr vanda- málunum. En Hjaltlandseyjar verða áfram eins og þær eru eða að þeim fer aftur, því þegar þjóðarstoltið hverfur týnist flest það sem ein- hvers er vert. Evrópustefna er ekki alþjóðastefna Stefna Evrópusamfélagsins er að hluta til einangrunarstefna. Á sjö- unda en þó sérstaklega áttunda áratugnum dróst Vestur-Evrópa aftur úr Bandaríkjunum og Japan í ýmsum greinum iðnaðar, sérstak- lega á hátséknisviðinu. Eitt aðal markmið samfélagsins er að bæta samkeppnisaðstöðu sína gagnvart þessum ríkjum. Evrópumenn hugsa sér að nota hinn stóra heimamarkað til þess að að ná þessu takmarki og þeir ætla sjálfum sér forgang á þeim markaði umfram Bandaríkja- menn og Japani. Til þess munu þeir ganga eins langt og fært verð- ur til að halda völdum þessara ríkja frá Evrópumarkaði, og vega þannig upp eigin annmarka. Þeir munu nota ríkisfjármagn í stórum stíl framvegis eins og hingað til til að efla iðnað sinn. Öll aðildarríki verða skyldug til að hafa sömu reglur gagnvart þessum viðskiptastórveld- um. Þar með yrðum við skylduð til að hindra viðskipti við Bandríkin og Japan ef samfélagið gerir það, við yrðum neydd til að leggja niður alþjóðastefnu en taka í staðinn upp Evrópustefnu. Eggin verða öll kom- in í eina körfu, við verðum algjör- lega háð Brussel. Síðustu árin hefur dollarinn fallið gagnvart Evrópu- og Asíumyntum og viðskipti okkar hafa flust frá Bandaríkjunum til Evrópu. Nú er dollarinn að þokast upp aftur og viðskiptin við Bandaríkin verða hagkvæmari en þau voru. Hvaða vit er í því fyrir okkur að fórna þeim möguleika að geta höndlað í allar áttir eftir því hveijar aðstæð- urnar eru vegna þess að iðnaðar- hagsmunir Evrópuríkja kreíjast þess? íslensk utanríkisstefna í framtíðinni Grundvallaratriði utanríkisstefnu Islands á að vera framvegis eins og hingað til að standa vörð um sjálfstæðið. Við eigum að sjálfsögðu að leggja áherslu á góð samskipti við Evrópusamfélagið eins og önnur stórveldi þótt við játumst aldrei undir yfírþjóðlegt vald þar sem Háskóli íslands: Ný orðabók um ís- lenskar bókmenntir ÁKVEÐIÐ hefur verið að gefa út nýja orðabók um íslenskar bók- menntir, þar sem meðal annars verður gerð grein fyrir íslenskum rithöfundum, einstökum bókmenntaverkum, stefnum og fleira. Það er Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands sem stendur að útgáf- unni og er áætlað að verkið taki „Ritið verður eins konar orðabók um íslenskar bókmenntir," sagði Ástráður Eysteinsson forstöðumað- ur stofnunarinnar. „Ekki er endan- lega búið að móta hvernig bókin verður né hvernig verður að verki staðið en það verður gert með vænt- anlegum ritstjóra. Þarna á að vera hægt að fletta upp íslenskum höf- undum þannig að bókin verður að hluta til skáldatal, sem verður þó ýtarlegra en gamla skáldatalið. Eins verður hægt að fletta upp titli verka og lesa um einstök verk. Þá um þrjú ár. verður væntanlega fjallað um ýms- ar stefnur en hvað verður umfram það er ekki alveg ljóst.“ Ástráður sagði að ritið yrði vænt- anlega allstórt og það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Auglýst hefur verið eftir ritstjóra að verkinu en að auki er gert ráð fyrir að leitað verði til annarra er tækju að sér að skrifa um einstaka höfunda eða kafla í bókinni. Stofnunin mun veita fé til verksins í ár en frá og með næsta ári er reiknað með að veittur verði styrkur til að Ijúka því.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.