Morgunblaðið - 18.04.1991, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 18.04.1991, Qupperneq 31
valdið fer eftir fjölmenni ríkja. í Evrópusamstarfi verðum við ávallt útkjálki enda þótt lega landsins til samskipta við Norður-Ameríku og Austur-Asíu sé afar góð. Athafna- svæði okkar íslendinga getur verið norðurhvel jarðar. Við búum um 3.000 km frá landfræðilegum mið- punkti þess, norðurpólnum. Frá Keflavíkurflugvelli, einum besta flugvelli heims, getum við án milli- lendingar flogið hvert sem er á norðurhvelinu. Þegar flogið er yfir Sovétríkin eru innan við 8.000 km tii Pekings og um 9.000 til Tókýó en langfleygustu flugvélar fljúga yfir 12.000 km. Á norðurhvelinu búa 95% mannkynsins og þar er álíka mikill meirihluti efnahags- legra umsvifa og menningarstarf- semi heimsins. Sjálfstæði okkar er best tryggt með ákveðnu jafnvægi í samskiptum við stórveldi norður- hvelsins og með lagni getum við gert land okkar að einhvers konar miðpunkti á norðurhvelinu í stað þess að vera útkjálki Evrópu. Að sjálfsögðu eigum við að vera órög að opna hagkerfi okkar gagnvart hagkerfum annarra þjóða, gagnvart heiminum öllum frekar en Evrópu einni. Það sama gildir um menning- arsamskipti, því íslensk menning er fijó og sterk og eflist við alþjóð- leg samskipti. Hins vegar getur ein- hæfni í menningarsamskiptum orð- ið okkur hættuleg. Reynsla sögunn- ar segir að Evrópa hafi tilhneigingu til að útrýma menningu smáþjóða, sbr. Hjaltlendinga. Við kjósum nú um afstöðu til Evrópska samfélagsins Það eru ekki nema fjögur og hálft ár síðan Gorbatsjov og Reagan voru að funda hér á landi og lagður var grunnur að þeirri grundvallar- breytingu sem orðið hefur á heimin- um. Þá var ísland miðpunktur heimsins. Margt mun gerast á næstu ijórum árum. Miklu skipti rmeð hvaða hugarfari haldið verður á utanríkismálum íslands og hvevn- ig spilað verður úr því sem ég vil halda fram að séu góð spil. Ef vel verður spilað og af framsýni getum við tryggt sjálfstæði okkar og vel- ferð um langa framtíð. Ef skamm- sýnin ræður getum við tapað miklu fyrir lítið. Þetta hlýtur að vera lang- stærsta málið nú þegar ákveðið verður hveijir eigi að hafa völdin þessi örlagaríku ár. Stundarmálin falla í skuggann. Þegar allt er talið hafa margir flokkar lýst afdráttar- lausri andstöðu við aðild að EB. En allir eru þessir flokkar máttlitlir samanborið við Framsóknarflokk- inn. Það er því algjörlega rökrétt að þeir sem sjá fram á veginn og vilja umfram allt viðhalda fullveldi og sjálfstæði íslands kjósi Fram- sóknarflokkinn á laugardaginn kemur. Höfundurer aðstoðarframkvæmdastjóri Byggðastofnunar. ■ ÁRBÆJARSAFN verður opið á'milli kl. 13-17 laugardaginn 20. apríl í tilefni af Listahátíð æskunn- ar í Reykjavík. Sýnd verða leik- föng frá ýmsum tímum í Prófess- orshúsinu og gefst krökkum kostur á að vinna leikfangaverkefni undir umsjón safnkennara. Einnig mun Sigfús Halldórsson kynna Reykja- víkurmyndir Jóns Helgasonar biskups, en nýverið kom út á vegum safnsins og íslandsmynda sf. bók með myndum Jóns af gamla mið- bænum í Reykjavík. Þá verður veit- ingahúsið Dillonshús opið og verða þar seldar kaffiveitingar. Aðgangur að safninu er ókeypis og eru allir velkomnir. ■ ÁKVEÐIÐ hefur verið að skautasvellið í Laugardal verði lokað frá og með 22. apríl nk. Síð- asti opnunardagur verður sunnu- daginn 21. apríl. Svellið verður opið 16., 17., 18. og 19. apríl frá kl. 17.00-22.00 og kl. 13.00-18.00 20. og 21. apríl. Gert er ráð fyrir að svellið verði opnað aftur 1. október nk. MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGHfi j 8. APRÍL 1991 0*1 ■ TONLEIKAR með Bubba Morthens verða í kvöld, fímmtu- dagskvöldið 18. apríl, á skemmti- staðnum Tveir vinir og annar í fríi. Bubbi er nýkominn úr tónleika- för um Norðurlönd og eru þetta hans fyrstu tónleikar eftir þessa ferð. Bubbi mun vígja nýtt hljóð- kerfi sem sett hefur verið upp á Tveimur vinum. Föstudagskvöld skemmtir Rokkabillyband Reykjavíkur. Þessi bráðhressa sveit rokks, sveiflu og rokkabillis er skipuð þeim Tómasi Tómas- syni, Hafsteini Guðmundssyni og Sigfúsi Ottarssyni. Laugardags- kvöld verður kosningavaka Kvenn- alistans á Tveimur vinum. Það þar ekki að taka það fram að allir eru velkomnir. ■ KOLAPORTSMARKAÐVR- INNer nú einnig opinn á sunnudög- um og er þá með nokkru öðru sniði en tíðkast hefur á laugardögum. Boðið er upp á skemmtun fyrir alla fjölskylduna með tívolíbásum og ýmsum skemmtilegum uppákomum en megináhersla er þó eftir sem áður lögð á markaðshlutverk Kola- portsins. Á tívolíbásum má t.d. finna þijá skotbakka fyrir alla ald- urshópa, með loftrifflum, pílum og boltum, lukkuhjól, happaendur, húkk og ýmislegt fleira. Hægt er að vinna til veglegra verðlauna. á þessum leikjabásum en allir þátt- takendur fá einhver verðlaun. Kolaportið er opið á sunnudögum kl. 11-17 en opnunartími á laugar- dögum er óbreyttur, kl. 10-16. Selj- endur geta valið um að vera hvorn daginn sem er eða báða dagana og þurfa þá ekki að taka saman pjönk- ur sínar milli daga. Urvals veislumáltíð fyrir alia fjölskylduna Barbecuekjúklingur og barbecuesvínaríf með frönskum kartöflum og salati, er ótrúlega ijúffeng máltíð. Barbecuesteiking er sérstök tegund matreiðsiu þar sem steikurnar eru léttreyktar við hikkoríuvið, pensiaðarmeð barbecuesósu og gióðarsteiktaryfír opnum eidi. Árangurinn er máltíð, sem þú gleymir ekki. liafír þú aldrei bragðað barbecuekjúkling og svínarif, þá er tími til kominn. Pú setur bara á þig smekk og ert um leið tilbúin/n að snæða ótrúlega Ijúffenga og sérstaka máltíð. Hjá Aski Suðurlandsbraut 14, getur þú líka tekið matinn með þér heim og haldið þar veisiu. Veitingahúsið Askur, Suðurlandsbraut 4 Œ 38550 og Veitingahúsið Askur, Suðurlandsbraut 14 2? 681344
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.