Morgunblaðið - 18.04.1991, Side 34

Morgunblaðið - 18.04.1991, Side 34
 táO&tftMBLAÐlÐ PIMMÍUÍÓA'GtJk1 í8Í.' 'ÁPlíIL' ÍÓ91 A L Þ 1 N G 1 S K O S N 1 N G A R Evrópubandalagið og sjávarútvegsstefnan eftirHalldór * Asgrímsson Umræðan um aðild íslands að Evrópubandalaginu hefur eðlilega dregist mjðg inn í kosningabarátt- una sem nú stendur sem hæst. Hér er um mjög mikilvægt mál að ræða. Að mínu mati mikilvæg- asta utanríkissamskiptamál Is- lendinga frá lýðveldisstofnun ef útfærsla fiskveiðilögsögunnar er frátalin. Framsóknarflokkurinn hefur tekið mjög einarðlega af- stöðu gegn aðild Islands að banda- laginu og helgast sú afstaða ekki síst af sameiginlegri sjávarútvegs- stefnu bandalagsins sem felur það í sér að yfirráð yfir aðalauðlindun- um okkar, fiskimiðunum, mundi flytjast frá þjóðinni til Evrópu- bandalagsins. Innan núverandi ríkisstjómar hef- ur verið samstaða um samningavið- ræðumar milli EFTA og Evrópu- bandalagsins. Þótt Alþýðuflokkurinn segi í stefnuskrá sinni að ekki eigi að útiloka aðild er að heyra á for- manni flokksins að þar hafí verið um mistök að ræða. Sjálfstæðisflokkur- inn útilokar ekki aðild íslands að Evrópubandalaginu og verður að ganga út frá því að hann muni hugs- anlega hafa forgöngu um aðríeiða ísland inn í bandalagið, fái hann til þess áhrif og völd. Framsóknarflokkurinn styður hins vegar heilshugar samninga EFTA við Evrópubandalagið um evrópskt efnahagssvæði. Fylgismenn aðildar íslands að Evrópubandalaginu hafa reynt að koma þeirri skoðun á fram- færi að þessir samningar séu stórt skref í áttina að aðild að bandalag- • inu, þeir séu nánast eins og aukaað- ild að Evrópubandalaginu. I því felst mikil rangtúlkun enda reginmunur á Evrópubandaiaginu og hinu evrópska efnahagssvæði. Evrópska efnahagssvæðið Samningar Evrópubandaiagsins og EFTA snúast um að koma á fót sérstöku evrópsku efnahagssvæði (EES). Innan þess er gert ráð fyrir að vömr, þjónusta og íjármagn flæði að mestu hindmnarlaust á milli landa og að fólk geti flutt búferlum á milli landa innan svæðisins, fengið sér vinnu og starfað. Aðfluttir eiga að njóta allra þeirra félags- og atvinnu- réttinda sem gestalandið býður þegn- um sínum upp á. Skipulag Evrópubandalagsins tek- ur til mun fleiri þátta í þjóðfélags- skipulagi aðildarríkja en gert er ráð fyrir að EES-svæðið taki til. Þannig er ekki gert ráð fyrir að EES verði tollabandalag með sameiginlega toll- múra gagnvart þriðju ríkjum. Þá verður ekki rekin sameiginleg land- búnaðar- og/eða sjávarútvegsstefna innan svæðisins. Ennfremur hafa aðildarríki Evrópubandalagsins framselt ákvörðunarvaldi í ákveðn- um málaflokkum til ráðherraráðs og framkvæmdastjómar bandalagsins. Þar er til staðar hið svokallaða yfir- þjóðlega vald. Innan EES verður ekki um slíkt valdframsal að ræða. Þessu til viðbótar eru allar framt- íðaráætlanir Evrópubandalagsins t.d. um sameiginlegt myntkerfi og pólití- skan samruna svæðisins fyrir utan EES-samningsramma. Til að koma á EES er gert ráð fyrir að EFTA-ríki lagi eigin löggjöf að þeirri löggjöf Evrópubandalagsins sem snertir umrædd svið. Þjóðþing EFTA-ríkja munu setja samsvarandi lög hvert í sínu landi. Samræming á löggjöf ríkja leiðir ekki til samruna þeirra, en í þessu tilfelli auðveldar samræmingin samskipti ríkjanna. Vilji eitthvert EFTA-ríkja hins vegar síðar ganga í Evrópubandalagið mun EES-samningurinn örugglega flýta fyrir allri tæknilegri vinnu, þar sem búið verður að yfirfara og yfírtaka hluta þeirrar löggjafar sem Evrópu- bandalagið byggir á. Til að ganga í Evrópubandalagið þarf hins vegar sjálfstæða ákvörðun viðkomandi þjóðþings enda er það ákvörðun um allt önnur og mun umfangsmeiri samskipti en gert er ráð fyrir í EES- samningi, þar á meðal framsal á ákvörðunarvaldi til Evrópubanda- lagsins. Niðurstaða mín er því ótví- rætt sú að þátttaka í samningi um EES er hvorki stórt skref í átt að aðild né aukaaðild að Evrópubanda- laginu. Með EES-samningnum er verið að treysta efnahagslega sam- vinnu innan svæðisins til hagsbóta fyrir alla ef rétt er á málum haldið. Sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópubandalagsins Stjórn sjávarútvegsmála innan Evrópubandalagsins byggist á ákvæðum Rómarsáttmálans um stofnun Efnahagsbandalags Evrópu frá árinu 1957. Þrátt fyrir þessi ákvæði var það ekki fyrr en á árinu 1970 sem fyrstu reglur voru settar um framkvæmd sameiginlegrar sjáv- arútvegsstefnu. Núverandi sjávarút- vegsstefna Evrópubandalagsins var sett á árinu 1983. Framkvæmd stefnunnar er í höndum framkvæmd- astjómar. Nefnd sjávarútvegsráð- herra aðildarríkjanna setur reglur um útfærslu stefnunnar á grundvelli tillagna framkvæmdastjómar. Evr- ópubandalagið kemur fram fyrir hönd aðildarríkja í öllu sem varðar fiskveiðar. Meðal helstu markmiða sjávarút- vegsstefnunnar er að vernda físk- stofnana og aðlaga flota bandalagsr- íkja að þeim fiskstofnum sem það hefur aðgang að og einnig að tryggja þeim aðilum sem starfa í sjávarút- vegi viðunandi lífskjör og neytendum góðar sjávarafurðir. Hingað til hafa markmiðin ekki náðst, þó greiddir hafí verið geysiháir styrkir til þessa verkefnis bæði af hálfu Evrópuband- alagsins og aðildarríkja þess. Þessir styrkir mgla öll samkeppnisskilyrði og em augljóslega mjög andsnúnir hagsmunum alira þeirra sem vilja keppa á markaðnum. Evrópubanda- lagið beitir margskonar markaðs- tmflandi aðgerðum fyrir utan styrk- ina og má þar nefna lágmarksverð og tollkvóta. í gein þessari mun ég ekki fjalla nánar um þann hluta sjáv- arútvegsstefnunnar- sem fjallar um markaðinn en snúa mér að því hvern- ig staðið er að úthlutun veiðiheimilda. Fiskveiðistjórnun Evrópubandalagsins Samkvæmt Rómarsáttmálanum er gmndvallarregla sjávarútvegsstefn- unnar ftjáls aðgangur ajlra aðild- arríkja Evrópubandalagsins að öllum fiskimiðum bandalagsins. Ýmsar undantekningar hafa verið gerðar frá þessari mikilvægu grundvallarreglu og eru ríkjakvótarnir þar mikilvæg- astir. Þá gilda sérstakar reglur um viss svæði, auk sérlögsögu ríkja inn- an 12 mílna. Þessar undantekningar- reglur sem tóku gildi á árinu 1983 gilda til ársloka 1992. Að teknu til- liti til fenginnar reynslu verður hægt að framlengja þær til ársloka 2002 en þá tekur að öðru óbreyttu grund- vallarreglan um frjálsan aðgang allra aðildarríkja að öllum fiskimiðum bandalagsins við að nýju. Evrópubandálagið ákveður heild- arafla úr fiskstofnum, sem hætta er talin á að séu ofveiddir, innan 200 mílna lögsögu aðildarríkjanna, nema í Miðjarðarhafi og Eystrasalti. Við fiskveiðistjórnina er aðallega beitt úthlutun á aflaheimildum til ein- stakra aðildarríkja. Jafnframt eru' settar reglur um gerð veiðarfæra, þá er veiðisvæðum einnig lokað í vemdarskyni. Vísindanefnd gerir til- lögur til framkvæmdastjórnar Evr- ópubandalagsins um heildarafla. Al- gengt er að framkvæmdastjómin ákveði hærri heildarafla en vísinda- nefndin leggur til og ber þá fyrir sig félagslegar ástæður. Framkvæmda- stjóm EB gerir tillögur um skiptingu heildarafla á milli aðildarríkjanna. í flestum tilfellum er tekið mið af meðalaflareynslu viðkomandi ríkja næstu ár á undan, efnahagslegri og félagslegri nauðsyn fiskveiða á við- komandi svæði og þeirri röskun sem eftirlnga Björn Albertsson í Morgunblaðinu þann 12. apríl síðastliðinn fór undirritaður fram á það við Ólaf Ragnar Grímsson formann Alþýðubandalagsins, að hann útskýrði fyrir kjósendum hvemig hann og flokkur hans hugsuðu sér í framkvæmd hug- myndir þeirra um sérstakt há- tekjuþrep í staðgreiðslukerfínu. Þau miklu tíðindi hafa nú gerst að formaðurinn er kjaftstopp, og er eftir því tekið víða um land. Ólafur talar digurbarkalega um að Alþýðubandalagið sé eini flokk- urinn með útfærða stefhu í skatta- málum, en getur engu að síður ekki útskýrt hana fyrir kjósendum. Þetta undrar mig ekki, einfald- lega vegna þess að Alþýðubanda- lagið er með þessu í raun að leggja það til að við eyðileggjum _ stað- greiðslukerfíð, og það veit Ólafur Ragnar að kjósendur vilja ekki. Enn eru nokkrir dagar til kosn- inga og því enn tími fyrir Ólaf að svara, hann skorti ekki kjark til þess að leggja fram stefnuna, en skortir hann kjark til þess að út- skýra hvað í henni felst. Svo virð- ist vera. Höfundur er alþingismadur Sjálfstæðisflokksins. Halldór Ásgrímsson „Ekki verður hjá því komist að taka afstöðu til svo þýðingarmikils máls þegar kosið er til Alþingis. Ég bið fólk um að hafa þessi atriði í huga þegar það gerir upp hug sinn í kosning- unum þann 20. apríl. nk.“ aflakvótum viðkomandi ríkja. Þeir hafa síðan landað aflanum í heima- landi sínu. Þetta hafa viðkomandi ríki ekki getað sætt sig við og er málið til meðferðar innan Evrópu- bandalagsins, þar á meðal Evrópu- dómstólnum. Niðurstaða slíkra mála mun hafa úrslitaáhrif á hvort kvótar til einstakra ríkja muni í framkvæmd standast reglur um innri markað bandalagsins. Eins og sést af framansögðu notar Evrópubandalagið fískstofnana til að greiða úr byggðavandamálum. Framkvæmdastjórnin úthlutar iðu- lega hærri aflaheimildum en vísinda- menn leggja til. Því til viðbótar ligg- ur það orð á að miklar ólöglegar veiðar séu stundaðar, mun meiri afli sé dreginn á land en heimilað sé og allt eftirlit með veiðunum sé lélegt. Afleiðingamar hafa heldur ekki látið á sér standa. Flestir mikilvægustu fískstofnar bandalagsins eru ofveidd- ir og í mjög slæmu ásigkomulagi. Aðild ekki til umræðu Hvernig ættu Islendingar að geta gengið undir stefnu sem þessa? Stefnu þar sem framkvæmd og eftir- lit er í molum. Stefnu sem ekki hef- ur leitt til lausnar á vandamálum, heldur aukið þau ef eitthvað er, þann- ig að markmið eru í meiri fjarlægð nú en þau voru þegar stefnunni var komið á. Framkvæmd Evrópubanda- lagsins á sjávarútvegsstefnunni hef- ur sýnt að bandalagið er ekki vand- anum vaxið. Því er óhugsandi að fela framkvæmdastjórn í Brussel að stjórna fiskveiðum á íslandsmiðum. Þar að auki er núgildandi stefna ekki fastari {sessi en hér hefur kom- ið fram. Endurskoða á stefnuna á árinu 1992 og mun hún síðan gilda til 2002. Hvort eða hvernig breyting- ar verða gerðar á sjávarútvegsstefn- unni veit enginn núna. Hið yfirþjóð- lega vald Evrópubandalagsins getur knúið fram breytingar á sjávarút- vegsstefnunni sem aðildarríki verða r 1 orðræðum, sem spunnust um þessi atriði. tókHaÍÍdúr-Asginmssönl™én!r? ný fram-um ýmis atriði sem réðu stefnu lslands i sjávarútvegsmálum. Engin þjóð við Norður-Atiantshaf, og þó víðar vaeri leitað, vasri neitt viðlíka eins háð fiskveiðum og við Islendingar. Enginn samanburður gæti verið I þeim efnum á Norður-Noregi, Grænlandi eða Færeyjum, sem öll nytu fjárstyrks utanfrá. Þessi sérstaða tslands yrði að skiljast af EB til að aðilar nálgist hvorn annan. Þetta þýddi ekki það að íslendingar aetluðust til að Evrópubandalagið breytti sinni eigin stefnu. Hana gxtu bandalagsrikin að sjálfsógðu rekið innbyrðis en þó ekki gagnvart okkur. Ræða mætti gagnkvasmni í veiðiheimildum enda þýddi það ekki það að verkefni islenskra fiskiskipa minnki. t þvi sambandi væri grundvallaratriði að tryggja verndun fiskistofna sem báðir aðilar veiða úr. Þá vasri það staðreynd að ferskfiskmarkaðir Evrópubandalagsins væru margir hverjir mjðg Mðij£iajtl ílAJaIai!álÍ—og þeim viðskÍEtasambandum, sem komist hefðu á.jl 1 Kjósendur, takið eftír Ingi Björn Albertsson EB-lönd hafa orðið fyrir við að missa aðgang að fiskimiðum í kjölfar al- mennrar útfærslu fiskveiðilögsögu á áttunda áratugnum. Aðildarríki geta skipst á kvótum að fenginni sam- þykkt framkvæmdastjórnarinnar, en ekki er gert ráð fyrir sölu á aflak- vóta. Eins og áður ságði komu aðild- arríkin sér saman um þetta fyrirkom- ulag á árinu 1983 en áður var grund- vallarreglan um jafnan aðgang að fískimiðum bandalagsins í gildi. Bent hefur verið á að mishá kvóta- úthlutun til einstakra ríkja samrým- ist iila Rómarsáttmálanum og innri markaði EB þar sem hin fjögur frelsi eru grundvallaratriði. Til dæmis hafa Spánvetjar og Portúgalir mótmælt hvernig staðið hefur verið að úthlut- un á veiðiheimildum við Grænland, Noreg, Færeyjar og Kanada en hún byggist á áðurnefndri reglu um afla- hefð. Það mál er nú fyrir Evrópudóm- stólnum til úrskurðar. Það er því engin trygging fyrir að þessi regla verði viðvarandi. I þessu sambandi er rétt að minna á að framkvæmd sjávarútvegsstefnunnar er í höndum framkvæmdastjórnar og ráðherrar- áðs þ.e. í höndum hins yfirþjóðlega valds bandalagsins. Jafnvel þó nú séu í gildi undan- tekningareglur frá fijálsum aðgangi allra aðildarríkja að fiskimiðum bandalagsins reyna útvegsmenn sumra aðildarríkja að komast í þær aflaheimildir. sem hinum aðildarríkj- um hefur verið úthlutað. Dæmi um það er hið svokallaða kvótahopp. Hafa útgerðaraðilar m.a. í Hollandi og Spáni leikið þann leik að skrá fískiskip sín í öðrum ríkjum í því skyni að öðlast rétt til að veiða úr að sætta sig við. Þannig er engin trygging fyrir að við héldum forræði yfir eigin fiskimiðum. Á þessu stigi máls og miðað við þessa óvissu treystum við Islendingar Evrópu- bandalaginu ekki fyrir fjöreggi okk- ar. Aðild að þessu bandalagi á þeim forsendum sem fyrir liggja er óhugs- andi og andstæð þýðingarmestu hagsmunum okkar. Islendingar hafa byggt upp fisk- veiðistjórnunarkerfí sem er einstakt í sinni röð, einmitt vegna þess að þau markmið sem sett eru varðandi hagræðingu, sparnað og fyrirhyggju hafa náðst í vaxandi mæli. Að skipta á því og hinu hripleka stjórnunar- kerfi sem Evrópubandalagið býður upp á, og lýst hefur verið hér að framan, væri fráleitt og mun ég aldr- ei standa að slíku. Þessar staðreyndir ættu að vera meira en nægilegar forsendur til þess að aðild beri að útiloka. Það hefur Framsóknarflokkurinn gert en Sjálfstæðisflokkurinn ekki. Ekki verður hjá því komist að taka af- stöðu til svo þýðingarmikils máls þegar kosið er til AÍþingis. Eg bið fólk um að hafa þessi atriði í huga þegar það gerir upp hug sinn í kosn- ingunum þann 20. apríl. nk. Eftir að grein þessi var rituð birt- ist í Morgunblaðinu hinn 17. þ.m. grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, sem ég sé mig knúinn til að svara. Fyrir þessar kosningar slysaðist Alþýðuflokkurinn til að setja inn í stefnuskrá sína að hann útilokaði ekki aðild íslands að Evrópubanda- laginu. í ljósi þess eindregna vilja til að viðhalda óskotuðu sjálfsforræði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.