Morgunblaðið - 18.04.1991, Side 36
86
MORGUNÖLAÐIÐ KIMMTUDAGUR 18. APRÍL' 1991
A L
N G
S K O S N
N G A R
■I ■ • mm m u ■ • Aö neöan sest hvernig tylgi Hokka i skoöana-
Fylgi flokka eftir aldri og kyni te&ffiEteíaasr
m og kynja. Til samanburöar eru samsvarandi
tolur úr skoðanakönnun, sem gerð var í mars.
60%
50-
40-
30-
20-
10-
18-24
25-341
k Skuggornir sýna hver stoð-
on var í könnuninni í mars.
Il HAJ-.
Aðrir
Könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans:
Mest hreyfing á ungnm kjós-
endum og landsbyggðarfólki
HÁTT í þriðjungur svarenda í
stjórnmálakönnun, sem Félags-
vísindastofnun Háskóla Islands
hefur gert fyrir Morgunblaðið,
segir að til greina hafi komið á
siðustu fjórum vikum að kjósa
annan flokk en þann, sem þeir
nefna í könnuninni. í skýrslu
Félagsvísindastofnunar um nið-
urstöðurnar segir að saman-
burður á könnuninni, sem gerð
var 13.-15. apríl, og síðustu
könnun, sem stofnunin gerði í
lok marz, bendi til að mikil
hreyfing sé enn á kjósendum.
Þeir, sem svöruðu spurningum
um hvaða flokk þeir myndu kjósa
nú, voru spurðir áfram: „Hefur
komið til greina á síðastliðnum
fjórum vikum að þú kysir einhvern
annan flokk? Þessari spurningu
svöruðu 32,2% játandi. Þetta er
algengara meðal yngri kjósenda
en eldri. í aldurshópnum 18-24
ára svöruðu 37% játandi og 41,8%
á aldrinum 25-34 ára. Einnig svör-
uðu fleiri konur játandi en karlar,
eða 34,3% á móti 30,3%. Þá eru
landsbyggðarmenn lausari við sinn
flokk en þéttbýlingar, 34,4%
landsbyggðarmanna sögðu að til
greina hefði komið að kjósa annan
flokk, en rúmlega 30% íbúa á suð-
vesturhominu.
Fylgi Alþýðubandalags og
Kvennalista ótryggt?
Mikill munur er á lausung kjós-
enda eftir stuðningi við flokka.
Þannig má sjá að hlutfall þeirra,
sem undanfarið hafa velt fyrir sér
að kjósa aðra flokka, er hæst hjá
Alþýðubandalagi, 46,2%, og
Kvennalista, 53,4%, en þessir
flokkar hafa einmitt verið að bæta
við sig fylgi á síðustu vikum sam-
kvæmt könnun Félagsvísinda-
stofnunar. Að áliti stofnunarinnar
kann þetta að benda til að núver-
andi fylgi þessara flokka geti ver-
ið mjög ótryggt.
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins
eru fastastir fyrir, aðeins 20,1%
þeirra hafa hugsað út í það undan-
farið að kjósa einhvem annan
flokk. Rétt um 35% kjósenda Al-
þýðuflokks og Framsóknarflokks
svöruðu því játandi að þeir hefðu
velt því fyrir sér að kjósa aðra
undanfarinn mánuð.
’’„Af þessum gögnum má draga
þá ályktun, að stór hluti kjósenda
er enn í síðustu viku fyrir kosning-
ar að einhverju leyti óráðinn, og
er því jafnlíklegt að fylgi flokka
verði að breytast fram á síðasta
dag. Kosningabaráttan mun því
væntanlega skipta afar miklu
máli,“ segir í skýrslu Félagsvísind-
astofnunar.
Þegar litið er á hvernig hvort
kyn um sig kýs, kemur í ljós tals-
verður munur eftir flokkum. Mest-
ur munur er hjá Kvennalista, en
17,7% kvenna hyggjast kjósa
flokkinn á móti 1,9% karla. Sjálf-
stæðisflokkur hefur fylgi 47,7%
karla en 33,3% kvenna. Alþýðu-
bandalag ætla 16,8% karla að
kjósa en 13,4% kvenna. Fylgi
krata er nokkuð jafnt hjá báðum
kynjum, 11,5% hjá körlum og
12,6% hjá konum. Sama má segja
um Framsóknarflokkinn, hann
ætla 18,9% karla að kjósa en
21,3% kvenna.
Fylgistap Sjálfstæðisflokksins
mest meðal ungra kjósenda
Sé litið á fylgi flokkanna eftir
aldurshópum og það borið saman
við könnun Félagsvísindastofnun-
ar frá í marz, kemur ýmislegt at-
hyglisvert í ljós. Til dæmis hefur
fylgi Framsóknarflokksins í
yngsta aldurshópnum, 18-24 ára,
dalað heldur, fer úr 24,5% í 18,3%.
Alþýðubandalagið bætir hins veg-
ar við sig í yngsta kjósendahópn-
um, fer úr 8,5% í 20,6%. Þá vekur
athygli að fylgistap Sjálfstæðis-
flokksins frá síðustu könnun er
nær eingöngu í yngstu aldurshóp-
unum. I yngsta aldursflokknum,
18-24 ára,_fer flokkurinn úr 51,7%
í 42,8%. í næstyngsta hópnum,
25-34 ára, fer það úr 57,1% og
niður í 32,9%.
KÖnnun Félagsvísindastofnunar
var gerð dagana 13. til 15. apríl.
Tekið var úr þjóðskrá slembiúrtak
1.500 manna á aldrinum 18 til 75
ára, af öllu landinu. Viðtöl voru
tekin í síma og fengust alls svör
frá 1.177 manns manns af þeim
1.500 sem komu í úrtakið. Það er
78,5% svarhlutfall. Nettósvörun,
þegar frá hafa verið dregnir þeir
sem eru nýlega látnir, erlendir rík-
isborgarar og fólk sem dvelur er-
lendis, er 80%. Fullnægjandi sam-
ræmi er milli skiptingar úrtaksins
og þjóðarinnar allrar eftir aldri,
kyni og búsetu. Félagsvísinda-
stofnun telur því að ætla megi að
úrtakið endurspegli þjóðina, 18-75
ára, allvel.
Skipt um
skoðun...
Spurt var: „Hefur komið lil greina ó síiSast-
liönum fjórum vikum, aö þú kysir annan
flokk en þann, sem þú nú styður?" Af heild-
inni sögðust 32,2% það hafa komið til greina,
en 67,8% kvóðust hvergi hafa hvikaÖ. k> öðru
leyti var skiptíngin eins og hér sésty
| j Karlar |
Nei
Konur
18-24 ára
25-34 ára
35-44 ára
45-59 ára
60-75 ára
Reykjavík
Reykjaneskjördæmi
Landsbyggð
Alþýðuflokkur
Framsóknarflokkur
Sjálfstæðisflokkur
Alþýðubandalag
Kvennalisti
Annað
0
0
d
©
0
>
d
d
d
d
3
3
Fjölmennt á
fundi í Kópavogi
UM 800 manns voru á fundi
Davíðs Oddssonar, formanns
Sjálfstæðsflokksins, í Kópa-
vogi í gærkvöldi. Talsverður
fjöldi fólks hlýddi á mál hans
á göngtim skólans, auk þess
sem margir urðu frá að hverfa.
Morgunblaðið/Svprrir
Alþýðuflokkurinn:
Frambjóð-
endur ríða
til fundar
Alþýðuflokkurinn heldur úti-
fund á Lækjartorgi klukkan 16 á
morgun, föstudag. Ávörp verða
flutt og dreift bæklingum og rós-
um.
Hið óvenjulega við fundinn er það
að frambjóðendurnir, með ráðherr-
ana Jón Baldvin Hannibalsson og
Jóhönnu Sigurðardóttur í broddi
fylkingar, koma ríðandi á fundinn.
Að sögn Guðlaugs Tryggva Karls-
sonar hafa tilskilin leyfi fengist hjá
lögreglunni. Hópreið verður frá
Umferðarmiðstöðinni um Sóleyjar-
götu að Lækjartorgi og verður Lúðr-
asveit verkalýðsins rheð í íör.