Morgunblaðið - 18.04.1991, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 18.04.1991, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRIL 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannssori, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Eitt þingsæti gæti ráðið ríkisstjórn Forystumenn Framsóknarflokks og Alþýðubandalags hafa rrjarglýst þeim vilja sínum að halda áfram núverandi stjórnarsamstarfi kómandi kjörtímabil, fái þeir til þess kjörfylgi á laugardaginn. Ýmsir frambjóðendur Alþýðuflokksins hafa talað á sama veg og formaður flokks- ins fékkst ekki til þess að svara spurningu um möguleika á Viðreisn- arstjórn á fundi í upphafi kosninga- baráttunnar. Þessir aðilar leita eftir umboði kjósenda til að halda ríkis- stjórninni við völd næstu fjögur árin. Þetta er meginmálið, sem kosning- arnar snúast um, hvað sem líður karpi um önnur deilumál. : Framsóknarflokkurinn, Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið eru bakfiskurinn í ríkisstjóminni. Þeir hafa nú 31 þingmann. Enginn getur sagt fyrir um það, hver hlutur þeirra verður að kosningum loknum. Þær tölur einar eru marktækar, sem tald- ar koma upp úr kjörkössunum. En haldi þessir flokkar núverandi þing- sætum sínum og vinni eitt til viðbót- ar hafa þeir meirihluta á Alþingi (sem verður ein þingdeild) eftir kosn- ingar, þ.e. 32 þingmenn af 63. Auk þess er Kvennalistinn vonarpeningur, sem forystumenn vinstri flokkanna gæla við, enda lýsa talsmenn listans miklum áhuga á að taka þátt í ríkis- stjórn. Kvennalistinn er og vinstra megin við Alþýðubandalagið í ýmsum málum, m.a. í afstöðu til þess, hvort breyta eigi óbeizlaðri orku fallvatna og jarðvarma í störf, verðmæti og lífskjör — um orkufrekan iðnað. Þetta er viðblasandi viðvörun, sem ábyrgir kjósendur þurfa að taka mið af við kjörborðið. Skoðanakannanir, sem fela í sér vísbendingu, leiða líkur að því, að Sjálfstæðisflokkurinn — og hann einn — geti náð því fylgi, sém forðað geti þjóðinni frá vinstri stjórn á komandi kjörtímabili; það eý að segja ef fólk heldur vöku sinni á laugardaginn. Þetta er meginmálið, sem kosið verður um, hvort núver- áfidi ríkisstjórn situr áfram næsta kjörtímabii (með tilheyrandi skatta- hækkunum, ríkissjóðshalla og opin- tíerri skuldasöfnun). j Valið er auðvelt en mikilvægt, tíæði fyrir heimilin og þjóðina. Það þarf að laga íslenzkt samfélag og atvinnulíf að efnahagslegum veru- léika í umheiminum. Að skapa hefð- tíundnum atvinnuvegum heilbrigð starfsskilyrði og jafnstöðu, það er viðunandi samkeppnisstöðu, við at- vinnulíf í grannríkjum, þannig að þeir megni að auka þjóðartekjur, rísa undir betri lífskjörum, félagslegri þjónustu og almennri velferð. Til að ná þvl marki þarf að leggja fyrir róða hafta-, miðstýringar- og milli- færsluleiðir vinstri flokkanna, sem jáfnvel þjóðir Austur-Evrópu, er Íngst hafa búið við sósíalisma, bera i á pólitíska öskuhauga. Annars höldum við áfram að drag- tíst aftur úr öðrum þjóðum í verð- mætasköpun, hagvexti, þjóðartekj- lim og lífskjörum. Annars höldum yið áfram á vegferð skattahækkana, ríkissjóðshalla og erlendrar og inn- lfendrar skuldasöfnunar. Við megum undir engum kringum- átæðum fá vinstri stjórn upp úr kjör- |össunum á laugardaginn!____________ Oeðlileg hringamyndun orsteinn Pálsson, alþingismaður, IJ flutti athyglisverða ræðu á mndi Sjálfstæðismanna í Vest: mannaeyjum sl. mánudagskvöld. I ræðu þessari sagði hann m.a.: „Við verðum að gæta þess sjálfstæðis- menn á þessum breytingatímum að hlú að grundvelli samkeppninnar og koma í veg fyrir óeðlilega hringa- myndun stærstu fyrirtækjanna í landinu." í samtali við Morgunblaðið I gær hnykkti Þorsteinn Pálsson á þessum ummælum er hann sagði: „Við verð- um að standa á verði gagnvart því, að einstök stórfýrirtæki nái einokun- araðstöðu á ákveðnum sviðum. An þess að ég dragi út einstök fyrir- tæki, þá hefur verið nokkur umíjöli- un um þetta, m.a. í Morgunblaðinu, með þeim hætti, að það er ærin ástæða fyrir stjórnmálamenn að taka þetta alvarlega." Sérstök ástæða er til að fagna þessum ummælum Þorsteins Páls- sonar. Þau eru vísbending um, að vænta má frekari átaka af hálfu þingmanna úr Sjálfstæðisflokknum í þessum efnum á næsta þingi. Nú I vetur flutti Matthías Bjamason þingsályktunartillögu þess efnis, að fyrirtæki, sem eignast hefði ákveðinn hlut í öðru fyrirtæki væri skylt, að gera tilboð í fyrirtækið allt. Áður hafði Eyjólfur Konráð Jónsson beitt sér fyrir breytingu á Iagaákvæðum um margfeldiskosningar til stjóma hlutafélaga. Yfirlýsing Þorsteins Pálssonar nú vekur vonir um, að þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum muni taka verulegt frumkvæði á næsta þingi til þess að koma í veg fyrir, að örfá fyrirtæki skapi sér ein- okunaraðstöðu, sem á ekkert skylt vkl frjálst athafnalíf. í þessu sambandi er ástæða til að vekja athygli á ræðu, sem dr. Jó- harines Nordal, formaður banka- stjórnar Seðlabanka íslands, flutti á fundi Sambands ísl. bankamanna sl. föstudag. Þar íjallaði Seðlabanka- stjórinn um hugsanlega einkavæð- ingu ríkisbanka og sagði m.a.: „Fyrst er þá að nefna þá spumingu, hvort æskilegt sé að setja sérstakar reglur eða haga útboði þannig, að hlutabréf dreifist á sem flestar hendur til þess að reyna að tryggja, að enginn einn aðili eða hópur hluthafa geti haft veruleg áhrif á stjórn bankans. Hér koma t.d. til greina reglur um há- markshlutafjáreign eins aðila eða hóps skyldra aðila eða takmörkun atkvæðisréttar við ákveðið hámarks- hlutfall gildra atkvæða.“ Jóhannes Nordal nefndi I ræðu sinni fleiri álita- efni í þessu sambandi svo 3em að ríkið haldi tiltekinni eignarhlutdeild og að starfsmenn og viðskiptamenn njóti forgangs við sölu hlutabréfa. Ljóst er, að þeir Jóhannes Nordal og Þorsteinn Pálsson eru að tala um sama vandamálið, þ.e. að komið verði I veg fyrir einokunaraðstöðu og yfir- ráð örfárra aðila í atvinnu-, við- skipta- og fjármálalífi okkar. Morg- unblaðinu er það sérstakt fagnaðar- efni, að umræður um þessi málefni skuli komnar á þetta stig. | AÐALFUNDUR SÖLUMIÐSTQÐVAR HRAÐFRYSTIHU| SH flytur út um fjói allra útfluttra fiska Verðmæti útflutnings félagsins jókst um 27% í fyrra í krónun ÁRIÐ 1990 var heildarframleiðsla frystihúsa og frystitogara innan vébanda Sölumiðstövar hraðfrystihúsanna 87.330 tonn, sem er 6,2% minni framleiðsla en 1989. Heildarútflutningur frystra sjávarafurða frá íslandi á sl. ári var 189 þúsund tonn að verðmæti 37,6 milljarðar íslenskra króna reiknað í fob-verðmætum. í ræðu Jóns Ingvarssonar, stjórn- arformanns SH, á aðalfundi samtak- anna 17. apríl 1991, kom fram að af heildarútflutningi 1990 nam hlut- ur SH 94 þúsund tonnum að verð- mæti 17,6 milljarðar króna, sem er um helmingur útflutnings frystra fiskafurða og um ijórðungur af öllum útfluttum sjávarafurðum. Hjá SH var 2% samdráttur I magni í fyrra en 27% aukning í krónum talið mið- að við árið 1989. Af einstökum félagsaðilum innan SH var mest framleitt hjá Útgerðar- félagi Akureyringa hf. eða tæplega 8.700 tonn að verðmæti 1.700 millj- ónir króna miðað við útborgunar- verð. í öðru sæti varð Grandi hf. sem framleiddi 8.800 tonn fyrir 1.580 milljónir króna. Af heildarfram- leiðslu SH nam framleiðsla frystitog- ara 15.500 tonnum eða 17,7% af heildarframleiðslunni og jókst hún um 400 tonn frá 1989. Nokkur samdráttur varð í þorsk-, ýsu- og grálúðuframleiðslu, en aftur aukning í ufsa og karfa. Mestur sam- dráttur, 40%, varð í grálúðufram- leiðslunni eða 6.800 tonn á milli ára. Síldarframleiðsla jókst en samdrátt- ur var í loðnu- og loðnuhrognafram- leiðslu. Söluaukning til V-Evrópu Alls fóru 85.500 tonn eða 91% af heildarframleiðslu SH til sex landa í þremur heimsálfum. Til Bandaríkj- anna fóru 21.300 tonn, Frakklands 17.100, Japans 15.500, Þýskalands 14.200, Bretlands 12.700 og Sovét- ríkjanna 4.700 tonn. Útflutningur til Vestur-Evrópu jókst verulega 1990, en samdráttur varð á öðrum mörkuð- um. Aukningin til Þýskalands nam 4.800 tonnum eða 51%, Frakklands 3.800 tonnum eða 29% og 3.300 tonnum til Bretlands eða 29%. Sam- dráttur í útflutningi til Bandaríkj- anna varð 22%, Japans 18% og Sov- étríkjanna 31%. Góð afkoma 1990 Jón Ingvarsson stjórnarformaður sagði í ræðu sinni að afkoma Sölu- miðstöðvarinnar hérlendis hefði verið góð á sl. ári. Arður til félagsmanna í formi endurgreiðslu nemur tæplega 144 milljónum króna, sem svarar til 0,85% af útflutningsverðmætum 1990. Hagnaður var einnig af dótturfyr- irtækjunum Jöklum hf. og Umbúða- miðstöðinni hf. Heildarhagnaður að meðtalinni afkomu erlendu dótturfé- laganna nemur 302 milljónum króna en var tæplega 70 milljónum króna 1989. 195 milljónir dollara Sjávarafurðasala Coldwater Sea- food Corp. í Bandaríkjunum árið 1990 var 43 þúsund tonn að verð- mæti 195 milljónir bandaríkjadala, en það er 9% samdráttur í magni og 3% í verðmætum miðað við 1989. Aukning í sölu verksmiðjufram- leiddrar vöru var um 6% en flaka- sala Coldwater dróst saman um 7%. Hagnaður af rekstri fyrirtækisins eftir skatta nam um 1,8 milljónum dollara. Skortur á fiski frá íslandi, einkum þorskblokk, þorsk- og ýsu- flökum, háir mjög afurðasölu Cold- water. Þetta hefur orsakað það m.a. að fyrirtækið hefur keypt til vinnslu ódýrari fisktegundir, eins og Alaska- ufsa og hoki frá Nýja Sjálandi; auk þess mikið af kanadískri þorskblokk til að svara eftirspum viðskiptavina. Síhækkandi verð á Evrópumark- aði og léleg staða dollars gagnvart evrópumyntum hefur dregið veru- lega úr útflutningi á fiskafurðum til Bandaríkjanna undanfarin ár. í fyrra var aðeins um 35% hráefnisins sem unnið var hjá Coldwater frá íslandi. Bandaríkjadalur hefur hækkað um- talsvert sem af er þessu ári gagn- vart öðrum vestrænum gjaldmiðlum og má því búast við að framleiðsla kunni á ný að leita til Bandaríkjanna í auknum mæli. Rekstrar- og söluárangur í Bretlandi Tæplega 30% aukning var í sölu sjávarafurða dótturfyrirtækisins í Bretlandi, Icelandic Freezing Plants Ltd., en heildarsalan var 44 milljónir sterlingspunda. Mesta var aukningin Friðrik Pálsson sé í reynd að ganga inn í fyrirtækja- net og fær því sjálfkrafa og áreynslu- lítið aðgang að áratuga uppbyggingu þeirra, sem fyrir voru þar í sam- starfi. Það hygg ég að hafi lengst af verið vanmetið. Því hefur stundum verið hreyft hvort sölusamtökin eða önnur stærri fyrirtæki í útflutningi hérlendis gætu tekið þau smærri upp á sína arma og aðstoðað þau við markaðssetning- una til þess að reyna að ná þar ár- angri. Ingjaldur Hannibalsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs, hefur lagt til að þetta verði reynt. Talsvert mun vera af aðstoð af þessu tagi I löndunum í kringum okkur. Að minnsta kosti er það skoðun Útflutn- ingsráðs, að mjög æskilegt sé að reyna að auka samstarf milli fyrir- tækja, stórra og smárra, til að efla útflutning frá Islandi. Um nokkurt skeið höfum við staðið að svona til- raun í samstarfi um útflutning á hug- viti og þekkingu í fyrirtækinu Icecon. Mín skoðun er enn sem fyrr sú, að langheppilegasta fyrirkomulagið séu milliliðalaus viðskipti framleiðenda við markaðina eins og við þekkjum af starfi Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna í' 5 áratugi." Friðrik Pálsson: Bein viðskipti við markaði eru best „MARKMIÐIN eru mörg, en ég tel engan vafa leika á, að aðalmarkmið okkar, sem vinnum i sjávarútveginum, sé að auka svo arðsemi starfsem- innar I heild, að fyrirtækin nái að vaxa og dafna og landsmenn allir njóti ávaxtanna af þeim árangri hér eftir sem hingað til. Leiðir að því marki eru fleiri en ein og mestu skiptir að rata hvergi í blindgötu. Því eigum við að takast á við það saman að velja þær leiðir, því betur sjá augu en auga,“ sagði Friðrik Pálsson, forstjóri SH, meðal annars í ræðu sinni við upphaf aðalfundar félagsins. Friðrik ræddi aðallega um mögu- lega verðmætaaukningu í sjávarút- vegi, aukið vinnsluvirði innan lands og heppilegast fyrirkomulag og sam- starf í útflutningi afurðanna. „Sé vitn- að til hálfrar aldar reynslu af útflut- ingsstarfí íslendinga í gegnum sölu- samtökin í sjávarútveginum, til dæm- is SÍF og SH, má ljóst vera að þar hefur tekizt með mikilli samstöðu framleiðenda að ná góðum árangri. Sumir beztu markaða okkar hafa ver- ið ræktaðir upp með umfangsmiklu markaðsstarfí og markvissri vöruþró- un, sem hefur kostað mikla elju og mikið fé. Með ýmsu móti má auka enn útflutning á sjávarafurðum og ég tel að nú sé aftur vaxandi skilning- ur á því að auka vinnsluvirði aflans innan lands og að horfíð verði frá óskynsamlegum hráefnisútflutningi. Ekkert bendir til annars, en sá sveigj- anleiki og sá kraftur, sem er í sjávar- útveginum I heild muni áfram nýtast í vaxandi mæli til að auka verðmæta- sköpun innan hans og halda áfram að standa undir lífskjörum þjóðarinn- ar.“ Friðrik vék nánar að útflutnings- málum og sagði: „Síðustu áratugi hafa fjölmörg fyrirtæki skotið upp kollinum og verið í fjölmiðlum með fréttir af því, að þau séu að hefja útflutning á hinum og þessum vörum og hefur virzt sem þau ættu mikla möguleika, en því miður hafa fæst þeirra náð nokkrum varanlegum ár- angri. Það er útilokað að allar þessar hugmyndir hafí verið slæmar og það er nánast útilokað að einungis óheppni hafí elt þau og þau hafí þess vegna ekki komizt áfram. Ég tel næsta víst að þau hafi einungis verið of lítil og ekki haft bolmagn til að stunda út- flutningsstarfsemi upp á eigin spýtur. Við þekkjum það vel I sjávarútveg- inum, hve dýrt það er að stunda út- flutningsstarfsemi í víðasta skilningi, þegar með er talin vöruþróun, um- búðaþróun og svo framvegis. Mörg þessara fyrirtækja hefur skort fjár- hagslegan stuðning frá öðrum fyrir- tækjum í sömu atvinnugrein eða í svipaðri grein. Þau þurfa einfaldlega að starfa saman að útflutningsmálum sínum í samstarfí, fyrirtækjaneti. Ég vil leggja á það ríka áherzlu, að ég tel útilokað að fyrirtæki nái árangri í fyrirtækjaneti nema sam- starfið sé byggt á fullum trúnaði og skýrum skyldum á báða bóga. Út- flutningshópar eru góðra gjalda verð- ir, en reynslan hefur sýnt, að sam- starfið þarf að vera á hreinum við- skiptalegum grunni til að það sé lík- legt til að skila árangri. Þegar nýtt fyrirtæki fær aðild að eða sölusamn- ing við sölusamtökin má segja, að það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.