Morgunblaðið - 18.04.1991, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 18.04.1991, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991 * Olafsfirðingar: Litlar framkvæmdir á meðan sparað er fyrir íþróttahúsinu FREMUR Iítið verður um fram- kvæmdir hjá Ólafsfjarðarbæ í sumar, en fjárhagsáætlun miðar að því að greiða niður skuldir. Reynt verður að spara eftir mætti í rekstrinum, en á næsta ári hyggjast Ólafsfirðingar hefja framkvæmdir við bygg- ingu íþróttahúss og ætla að reyna að búa í haginn fyrir það verk. Bjarni Kr. Grímsson bæjarstjóri í Ólafsfirði sagði að menn ætluðu að búa í haginn, reyna að greiða niður sem mest af skuldum bæjar- félagins, en snúa sér síðan af krafti að byggingu íþróttahúss. Reiknað er með að bygging þess verði boðin út næsta haust og að framkvæmdir geti hafist að ári. Þegar er búið að gera grunn og gijótfylla hann, þá liggur húsið fullhannað fyrir á teikningum. Aðhalds verður gætt í rekstri bæjarfélagins á árinu og fram- kvæmdir verða ekki stórar, en nú er unnið að því að ljúka hafnar- framkvæmdum sem byijað var á síðasta ár og verður uppfylling Suðurfjöru stærsta verkefnið í ár, en reiknað er með um 8 milljónum króna í það. Þá er stefnt að því að ljúka gerð grasvallar og verður einni og hálfri milljón króna varið til þess verks. Vígja á grasvöll Ólafsfirðinga í sumar. Bjarni sagði að auk þess yrði margvíslegum verkefnum á sviði viðhalds og lag- færinga sinnt og þá yrði um þrem- ur milljónum króna varið í gang- stéttir í bænum. Nýdönsk leikur á gleðikvöldi VÖRÐUR, félag ungra sjálfstæð- ismanna á Akureyri, efnir til svo- nefnds gleðikvöids á skemmti- staðnum 1929 í kvöld, fimmtu- dagskvöld. Hljómsveitin Nýdönsk leikur og er öllum ungum kjósendum, 18 ára og eldri, boðið á skemmtunina, en aðgangur er ókeypis og verður hús- ið opnað kl. 22. Fréttatilkynning Á skíðum Morgunblaðið/Rúnar Þór Krakkarnir í 3. bekk í Lundarskóla fóru í skíða- ferð í Hlíðarfjall á þriðjudaginn og nutu þar góða.veðursins, renndu sér niður brekkurnar á skíðunum sínum og borðuðu nestið úti. Það var Foreldrafélagið í Lundarskóla sem stóð fyrir ferðinni og hafa börnin eflaust kunnað foreldr- unum bestu þakkir fyrir, enda var veðrið sér- lega gott. Glæsibæjar-, Arnarnes-, Skriðu- og Öxndælahreppar: Allar líkiu' á að hrepp- arnir verði sameinaðir ODDVITAR fjögurra hreppa ut- an Akureyrar, Glæsibæjar- hrepps, Arnarneshrepps, Skriðu- hrepps og Öxndælahrepps telja flest benda til þess að hrepparn- ir verði sameinaðir. Ibúar i þess- um hreppum eru nú rúmlega 600. Enginn formlegur fundur Forstöðumaður útibús Hafrannsóknarstofnunar: Vænti mikils af rann- sóknarstarfi okkar hér Mikill kostur að hafa stofnanirnar í sama húsi, segir forstöðumaður Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins Hafrannsóknastofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins opnuðu fyrir skömmu útibú við Glerárgötu á Akureyri. Arnheiður Eyþórsdóttir, mat- vælafræðingur, sem stýrir skrifstofu Rannsóknarstofnun- ar fiskiðnaðarins, segir það sé tvímælalaust kostur að hafa stofnanirnar undir sama þaki. Dr. Steingrímur Jónsson, for- stöðumaður útibús Hafrann- sóknastofnunar, segist vænta þess að stofnunin vaxi í fram- tíðinni og fleiri komi þar til starfa. Útibú Rannsóknastofnunar fiskiðanaðarins á Akureyri er eitt af ijórum útibúum stofnunarinnar á landsbyggðinni, en starfsmenn RF eru alls 54. Búist er við að rannsóknargeta stofnunarinnar aukist mikið með þessu nýja úti- búi. Þá kom fram við opun útibú- anna, að rannsóknir á lífríki Eyja- fjarðar verða á meðal fyrstu verk- efna Hafrannsóknastofnunar á Akureyri. Þekkingarsetur í sjávarútvegi Arnheiður Eyþórsdóttir hefur starfað við útibú RF frá því haust- ið 1988. Auk hennar starfar rann- sóknarmaður við skrifstofuna og búið er að auglýsa eftir tveimur Arnheiöur Eyþórsdóttir Steinfpúmur Jónsson sérfræðingum á sviði matvæla- fræði er einnig munu hafa kennsl- uskyldu við Háskólann á Akur- eyri. „Öll okkar aðstaða batnar til mikilla muna og við verðum betur f stakk búin að taka að okkur rannsóknarverkefni en áður. Ég tel það tvímælalaust mikinn kost að hafa þessar stofn- anir undir sama þaki, ásamt sjáv- arútvegsdeild Háskólans, þar sem þær geta fengið stuðning hver frá annarri. Ég vænti þess að hér verði mikið þekkingarsetur á sviði sjávarútvegs," sagði Arnheiður. Auglýst hefur verið eftir tveim- ur starfsmönnum til viðbótar þeim tveimur sem fyrir eru að skrif- stofu RF á Akureyri og sagðist Arnheiður vænta þess að í kjölfar- ið yrði í auknum mæli hægt að sinna rannsóknarverkefnum. Vænti þess að stofnunin vaxi Dr. Steingrímur Jónsson haf- fræðingur er forstöðumaður Haf- rannsóknastofnunar á Akureyri, en hann hefur starfað á stofnun- inni frá því á síðasta ári. Ilann er Akureyringur, lauk prófi í haf- fræði frá Kaupmannahafnarhá- skóla árið 1985 og doktorsprófi frá Háskólanum í Bergen árið 1989. Steingrímur hefur aðaliega stundað rannsóknir á áhrifum veðurfars á straumakerfi norður- hafa og sagðist hann munu halda þeim rannsóknum áfram eftir að hann kemur til starfa við stofnun- ina á Akureyri. „Ég hef verið að athuga áhrif veðurfars á haf- strauma og sjógerðir norðan ís- lands, kanna hvað það er sem drífur hafstrauma áfram, vindar eða eitthvað allt annað,“ sagði Steingrímur. A meðal verkefna stofnunar- innar verður að gera byijunar- rannsóknir á lífríki Eyjafjarðar og hefjast þær rannsóknir í vor. Rannsóknarskipið Mímir verður m.a. notaður við þær rannsóknir. „Ég vænti þess að Hafrann- sóknastofnun á Akureyri muni vaxa og hér verði fleiri stöður, það er mikilvægt að fleira fólk komi hingað til starfa.“ Iiefur verið haldinn um samein- ingu hreppanna, en oddvitarnir hafa rætt þessi mál óformlega á fundum sem þeir hafa átt. Hrepparnir fjórir reka í saniein- ingu Þelamerkurskóla og þar er fyrirhugað að reisa íþróttahús á vegum hreppanna. Um yrði að ræða stóran hrepp, landfræði- lega séð, en fremsti bær í byggð í Öxndælahreppi er Engimýri og sá ysti í Arnarneshreppi er Fag- riskógur, en Glæsibæjarhreppur liggur næst Akureyri, suður- mörk hans eru við Lónsá. Ingimar Brynjólfsson oddviti í Arnarneshreppi sagði það sína til- finningu að óhjákvæmilegt væri að fara út í sameiningu þessara hreppa. „Ég tel að af þessari sam- einingu verði, en það er spurning hvenær," sagði Ingimar. Hjalteyri tilheyrir Arnarneshreppi og þar er m.a. rekin fiskverkun, sem Ingimar segir að allt að 30 manns úr hreppn- um starfi við er mest er að gera, en að öðru leyti sé atvinnulíf fábrot- ið. Bændur hafi lítinn kvóta og stundi flestir launavinnu með bú- skapnum. „Ég sé enga galla á því að þessir hreppar sameinist, en hitt er annað mál að ávinningurinn verður að vera einhver ef menn fara út í þetta,“ sagði Ingimar. Ari Jósavinsson oddviti á Auðn- um í Öxndælahreppi kvaðst einnig teija að þróunin væri í þá átt að hrepparnir yrðu sameinaðir, það kæmi svo í ljós hvort það yrði til góðs eður ei. Ari hafði uppi efa- semdir um ágæti sameiningarinnar og taldi að þeir sem byggju á jaðar- svæðunum, fremst inn til dala yrðu útundan. Fjármagnið myndi streyma til þéttbýlli staðanna í hugsanlega sameinuðum hreppi. Þá óttaðist hann einnig að upp gæti komið togsteita milli íbúanna eftir svæðum í kjölfarið. „Ég er ekki viss um að þetta sé lausn, en mér sýnist þróunin stefna í þessa átt,“ sagði Ari. Hreiðar Aðalsteinsson oddviti á Öxnhóli í Skriðuhreppi sagði að ekki mikið rætt um hugsanlega sameiningu hreppanna fjögurra í sínum hreppi, en trúiega yrði af henni fyrr eða síðar, flest benti til þess. Hann sagði kostina einkum felast í því að sveitarfélagið yrði stórt og öflugt og margt benti til þess að hagkvæmt væri að reka sveitarfélag af þessari stærð, eða um 600 manns. Hvað gallana varð- aði nefndi hann að mörg atriði væru ekki sameiginleg nú eftir því hvort um væri að ræða dalina eða svæði nær þéttbýli. Þar nefndi hann vegakerfið, snjómokstur og afrétt- armál, en þessi mál væri eflaust hægt að leysa í bróðerni. Ekki náðist í Eirík Sigfússon bónda á Sílastöðum og oddvita Glæsibæjarhrepps í gær. Grímsey - ffiskvinnsluhús - verbúó Til sölu er fiskvinnsluhús, um 320 fm, ásamt sambyggðri verbúó, um 130 fm, í Grímsey. Húsió er hlaóið og byggt 1965. Upplýsingar gefnar á Fasteignasölunni, Brekkugötu 4, Akureyri, sími 96-21744.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.