Morgunblaðið - 18.04.1991, Page 46
46
HM
MORGtNBLAÐfe
JITVIMMUÁ/ ir^l Y^IKir^AP
■ ■r ■■ ■■■w/\L/v-7L / O// nvJ7/\/\
Starfskraftur
Óskum eftir vönum starfskrafti í eldhús.
Góð laun í boði.
Upplýsingar á staðnum frá kl. 8.00-14.00.
771 MATSTOFA MIÐFELLS SF.
|Y1 FUNAHÖFÐA 7- Sími 84631
l/M
Sölumaður
Útgáfufyrirtæki vill ráða góðan sölumann
strax (ekki bókasala). Til greina kemur að
þjálfa upp áhugasaman aðila.
Nánari upplýsingar í símum 67515
og 678583 daglega.
Yfirverkstjóri
Vélsmiðjan Oddi hf. óskar að ráða yfirverk-
stjóra í þjónustu- og nýsmíðadeild.
Leitað er að manni með starfsreynslu í
málmiðnaði og menntun á rekstrarsviði.
Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma
96-21244.
Afgreiðsla
- varahlutir
Bifvélaumboð vantar afgreiðslu- og lager-
mann í varahlutaverslun, helst vanan.
Umsóknir merktar: „J - 11814“ leggist inn
á auglýsingadeild Mbl. fyrir 26. apríl.
Starfsfólk óskast
Óskum eftir starfsfólki til þrifa á herbergum
sem fyrst. Vinnutími frá kl. 8.00-16.30.
Einungis framtíðarstarf.
Upplýsingar gefnar á staðnum milli kl. 9.00
og 17.00.
Holiday Inn,
Sigtúni38, Reykjavík.
Hjúkrunarforstjóri
Hjúkrunarforstjóra vantartil sumarafleysinga
við Heilsugæslustöð Bolungarvíkur í sex vik-
ur á komandi sumri.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf um
mánaðamótin júlí-ágúst.
Upplýsingar um starfið og aðbúnað gefur
hjúkrunarforstjórinn, Margrét Stefánsdóttir,
í vinnusíma 94-7287 og heimasíma 94-7170.
Heilsugæslustöð Bolungarvíkur.
Vesturbær
Óskum eftir að ráða starfsmann í uppvask
milli kl. 11.00 og 15.00 fimm daga vikunnar.
Upplýsingar á staðnum.
Jónatan Livingston Mávur,
Tryggvagötu 4-6.
LANDSPITALINN
Reyklaus vinnustaður
Aðstoðarlæknir
Laus er staða aðstoðarlæknis (afleysinga-
staða) á lýtalækningadeild Landspi'talans
frá 1. maí til 6. september 1991.
Upplýsingar gefur yfirlæknir lýtalækninga-
deildar, Árni Björnsson.
Hjúkrunarritari
Hjúkrunarritari óskast strax til starfa á
kvennadeild Landspítalans, fæðingargang.
Um er að ræða 80% starf.
Upplýsingar gefur Guðrún Eggertsdóttir í
síma 601130.
Mikil vinna
Óskum eftir að ráða strax tvo reglusama og
duglega menn, vana vélum, til að sandblása
með nýjum ryklausum sandblásturstækjum
(þrifalegt).
Upplýsingar í síma 672777.
!i steinprýði
Stangarhyl 7, simi: 672777.
RADA UGL YSINGAR
KENNSLA
Frá Fósturskóla íslands
Umsóknarfrestur um breytt og sveigjanlegt
fóstrunám rennur út 21. maí nk.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans.
Skólastjóri.
Frá grunnskólum
Hafnarfjarðar
Innritun nýrra nemenda
Innritun nýrra nemenda í grunnskóla Hafnar-
fjarðar stendur nú yfir á skrifstofum viðkom-
andi skóla og skal henni lokið eigi síðar en
föstudaginn 3. maí nk. Ekki er víst að unnt
verði að verða við umsóknum sem berast
eftir þann tíma.
Innritun í vorskóla fyrir börn,
fædd1985
Innritun barna, fæddra 1985, fer fram í
grunnskólum bæjarins sem hér segir:
Lækjarskóli föstud. 17. maí kl. 15.00.
Víðistaðaskóli föstud. 17. maí kl. 15.00.
Engidalsskóli föstud. 17. maí kl. 15.00.
Setbergsskóli föstud. 17. maí kl. 15.00.
Hvaleyrarskóli föstud. 17. maí kl. 15.00.
Öldutúnsskóli fimmtud. 23. maí kl. 15.00.
Vegna afmælishátíðar Öldutúnsskóla er ekki
unnt að innrita fyrr þar.
Flutningur milli skóla
Eigi nemandi að flytjast á milli skóla, ber að
tilkynna það skrifstofum viðkomandi skóla
eigi síðar en föstudaginn 3. mai nk.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
Frá Fósturskóla íslands
Vegna inntöku í Fósturskóla íslands nú í vor
verður boðið uppá sérstakt könnunarpróf í
íslensku, dönsku og ensku.
Könnunarprófið er ætlað fólki, 25 ára og
eldra, með reynslu af starfi með börnum,
en með ófullnægjandi formlega skólagöngu
samkvæmt lögum um inntökuskilyrði skól-
ans. Prófin verða haldin í eftirfarandi skólum:
Fósturskóla íslands, Menntaskólanum á
ísafirði, Verkmenntaskólanum á Akureyri,
Menntaskólanum á Egilsstöðum og Fram-
haldsskólanum í Vestmannaeyjum.
Próftími verður sem hér segir:
Fimmtudaginn 2. maFkl. 11 enska
Föstudaginn 3. maí kl. 11 danska
Föstudaginn 3. maí kl. 13 íslenska
Þeir, sem ætla að taka prófin, vinsamlegast
láti viðkomandi skóla vita fyrir 30. apríl næst-
komandi. Skólastjóri.
LÖGTÖK
Lögtaksúrskuröur
Þann 11. apríl sl. var í fógetarétti Barða-
strandarsýslu kveðinn upp svofelldur lög-
taksúrskurður:
Lögtök mega fara fram fyrir gjaldföllnum en
ógreiddum útsvörum, aðstöðugjöldum og
fasteignagjöldum til sveitarsjóðs Patreks-
hrepps, álögðum á árinu 1990 svo og
ógreiddum eldri gjöldum. Ennfremur gjald-
föllnum en ógreiddum hafnargjöldum, afla-
gjöldum, vörugjöldum, bryggjugjöldum og
lestargjöldum til Patrekshafnar, álögðum
1990 og eldri ára.
Hér með er skorað á alla sem skulda slík
gjöld að gera þau upp nú þegar, því ella má
við því búast, að fram fari lögtök hjá skuldur-
um til tryggingar skuldum þessum ásamt
kostnaði að liðnum 14 dögum frá birtingu
auglýsingar þessarar.
Sveitarstjóri Patrekshrepps.
:, . _ • ATVINNUHÚSNÆÐI
Lager-
og verslunarhúsnæði
Höfum fjársterkan aðila að leiguhúsnæði, um
250-300 fm, í Reykjavík undir byggingavör-
ur. Stóraraðkeyrsludyræskilegar. Húsnæðið
verður að vera laust strax.
Upplýsingar gefur Eignaborg, sími 641500.
FUNDIR - MANNFA GNAÐUR
Samtök
psoriasis og
exemsjúkUiiga
Aðalfundur
Félagsmenn, munið aðalfundinn á Hótel
Lind, Rauðarárstíg 18, í kvöld kl. 20.30.
Stjórnin.
ÝMISLEGT
Einbýlishúsalóðir í
Setbergshlíð í Hafnarfirði
Nokkrar einbýlishúsalóðir til úthlutunar nú
þegar í hásæti Hafnarfjarðar. Lóðirnar eru
910 fm að stærð og frá þeim er stórkostlegt
útsýni yfir Hafnarfjörð og nágrenni.
Allar nánari upplýsingar veita SH-verktakar,
sími 652221.
SH VERKTAKAR