Morgunblaðið - 18.04.1991, Side 49
MORGÍ^BLAtilÐ FMMffeí5Á<SlIR’Í8. ÁI'RÍL 'l'#l
49
A L Þ 1 N G 1 S K O í 5 N 1 í N G A R
Um lágkúru í störfum
þjóðþings og stjómvalda
••
eftir Orn Egilsson
Þingið setur okkur lög og þingið
veitir úr sameiginlegum sjóði lands-
maitna fjái’veitingar til framkvæmda
á lögunum. , ^
Árið 1985 voru sett ný lög um
almannavamir. Samkvæmt þeim á
að tilnefna sérstaka eftirlitsmenn
almannavarna í kjördæmum lands-
ins. Frá sama tíma hafa Almanna-
varnir ríkisins farið fram á heimild
til að ráða menn til þessara starfa
og óskað eftir fjárveitingu til að
kosta störf þeirra. Aðeins var óskað
eftir fjárveitingu sem næmi launum
eins manns til þessara átta, en hing-
að til án alls árangurs. Við sömu
lagabreytingu ákvað ríkið að taka
að sér kostnað vegna kaupa á viðvör-
unarkerfi sem þjóna á öllum byggð-
um sem telja 2 þúsund íbúa eða fleiri.
Hér er það sama upp á teningnum.
Engar fjái-veitingar fást. Þau eru enn
í minnum höfð ummæli formanns
íjárveitinganefndar þegar eldur kom
upp í Áburðarverksmiðjunni, en við
það tækifæri sagðist hann aldrei
hafa séð neinar tillögur varðandi
þetta mál, en þá var einmitt bent á
nauðsyn þess að geta aðvarað íbúana
í tíma, en viðvörunarkerfið í Reykja-
vík nær ekki til allra íbúanna auk
þess sem það er orðið mjög lúið enda
tæplega 30 ára gamalt. Allar götur
frá 1985 hafa Almannavarnir ríkisins
óskað eftir fjárveitingu til þessa
málaflokks og einmitt bent á atvik
eins og þetta til rökstuðnings við
verkefnið. Ég leyfi mér að spyrja:
Eru svona vinnubrögð samboðin
þinginu og þeim sem þangað hafa
valist til starfa fyrir þjóðina?
Þá vil ég gera þyrlumálinu svokall-
aða nokkur skil.
í stefnuskrá Borgaraflokksins
voru kaup á björgunarþyrlu sem
gæti bjargað allri áhöfn togara eitt
af helstu stefnumálunum. Fyrst nú
í þinglok var dómsmálaráðherra, Óla
Þ. Guðbjartssyni, sem fer með mál-
efni Landhelgisgæslunnar, veitt
heimild á fjáraukalögum með 100
milljón krónum til að heíja undirbún-
ing á þessu brýna máli. Menntamála-
ráðherra varð hinsvegar engin skota-
skuld að afla 630 milljóna til að
kaupa sláturhús undir starfsemi list-
askóla, sem út af fyrir sig er þarft
mál. Hvort málið finnst þér nú mikil-
vægara lesandi góður? Hvílíkt sið-
leysi er ekki fólgið í því að skilja
sjómennina okkar eftir bjargarlausa
ef þeir lenda í hafsnauð? Hver á að
sitja uppi með þá ábyrgð að flokka
úr áhöfn þá sem á að bjarga og þeim
sem á að fórna? Við þörfnumst ekki
einungis einnar björgunarþyrlu held-
ur tveggja, því þyrlur þarfnast við-
halds. Þær gætu verið sömu stærðar
og stærri þyrla Landhelgisgæslunnar
en þyrftu að vera betur útbúnar.
Stór þyrla kostar um 800 þúsund til
100 miiljónir, svo væntanlega yrði
hér um meiri hagkvæmni að ræða.
Víst er, að maður hefur séð slíkum
ijármunum veifað af miklu minna
tilefni.
Við Islendingar erum fámenn þjóð,
aðeins um 250 þúsund sálir. í raun
erum við lítið ijölskyldufyrirtæki
þegar litið er til skiptingar þjóða-
rauðs- og tekna okkar. Þegar öllu
er á botninn hvolft þá er það miklu
fleira sem sameinar okkur en það
sem sundrar okkur, því við þurfum
hvert á öðru að halda. Þetta höfum
við einkum orðið vör við þegar neyð-
in hefur bankað upp á.
Um 95% þjóðarinnar játast undir
sömu trú. Þar er okkur kennt að
okkúr beri að gæta bróður okkar.
Stjórnvöld og þing ættu að vera
fyrirmynd í þessu efni.
Það er því skelfilegt að horfa upp
á það að gamla fólkinu og langlegu-
sjúklingum skuli vera hent út af
sjúkrastofnunum því þar er ekkert
pláss fyrir hendi. Á sama tíma er svo
starfsfólkið að segja upp störfum
sínum vegna of mikils álags.
Hér verður ekki við aðra sakast
en þing. og stjórnvöld sem brugðist
hafa þeirri skyldu sinni að sjá um
þarfír þessa fólks.
Ég leyfi mér að spyija: Hafa
gömlu flokkarnir gleymt þeim arfi
sem gamla fólkið hefur fært okkur
ineð þrotlausri vinnu sinnu sinni við
erfið kjör?
Upp á svona lagað er ekki hægt
að horfa þegjandi.
Þetta ásamt öðrum órétti sem ég
hef séð þegnana beitta, hratt mér
af stað út í stjórnmál. Ég vil sjá jafn-
ræði meðal þjóðarinnar í verki en
ekki í orðum einum.
Við búum við margvíslegt mis-
rétti. Heimavinnandi húsmæður sitja
ekki við sama borð og aðrir. Konur
njóta ekki sömu launa og karlar fyr-
ir sömu störf. Uppeldi margra barna
felst í því að hengja lykil um hálsinn
á þeim, því bæði mamma og pabbi
eru að vinna fyrir nauðþurftum. Fatl-
aðir eiga sama rétt og aðrir til að
komast inn í opinberar byggingar.
Það á ekki við um Alþingishúsið, eða
Örn Egilsson
„Erum við ekki sam-
mála um að það sé kom-
inn tími til að draga úr
veldi fjórflokksins,
þannig að grundvallar-
mannréttindi komist á
dagskrá þingsins og
hagsmunamál hinna
lægst launuðu fái
hljómgrunn þar?“
hvað? Og nú vill Davíð bæta um
betur og hindra það að fram geti
komið ný framboð sem mótmæla vilja
óréttlætinu með framboði sínu.
margt fleira mætti nefna til sögunn-
ar, en þið þekkið þetta reyndar jafn-
vel og ég.
Fijálslyndir standa fyrir mannúð
og mildi undir kjörorðinu „Fólk fyrir
fólk“. Þessvegna bið ég ykkur góðir
landsmenn um liðsinni ykkar til að
bijóta niður óréttlætið.
Þá gefast vonir um réttlátari
skattastefnu eins og Fijálslyndir
leggja til ög þá vakna líka vonir um
nýja stefnu í sjávarútvegsmálum sem
hefur það m.a. til gildis að draga
úr atvinnuleysi, auka verðmætin og
j'afnframt að stuðla að friði á vinnu-
markaði sjómanna og fiskvinnslu-
fólks. Vil ég hvetja ykkur til að kynna
ykkur það mál gaumgæfilega. Hinir
flokkarnir hafa nefnilega ekki boðið
upp á neitt í þessum mikilvæga
málaflokki.
Erum við ekki sammála um, að
til mikils sé að vinna?
Erum við ekki sammála um að það
sé kominn tími til að draga úr veldi
fjórflokksins, þannig að grundvallar-
mannréttindi komist á dagskrá
þingsins og hagsmunamál hinna
lægst launuðu fái hljómgrunn þar?
Erum við ekki sammála um að nú
verði að taka á málefnum sjávarút-
vegsins, brýnasta hagsmunamáli
þjóðarinnar, sjálfum undirstöðu at-
vinnuveginum?
Ef við erum sammála um þetta,
þá eigum við samleið undir merkjum
F-listans, lista fijálslyndra.
Sjáumst í kjörklefunum með X-F.
Lifið heil.
Höfundur er 1. maðurá lista
frjálslyndra í
A usturlandskjördæmi.
Miðstjómarvaldið í Reykjavík
eftir Guðmund Beck
Góðir Austfirðingar.
Það er talandi tákn um forneskju
hins íslenska miðstjórnarvalds að á
sama tíma og þjóðir Austur-Evrópu
voru að bijótast undan oki Rauða
hersins og Kremlarvaldsins, þá var
íslenskur utanríkisráðherra önnum
kafinn út í Evrópu við það að
mynda nýtt Rómaveldi í Vestur-
Evrópu. Því er ætlað að kúga þjóð-
irnar undir sameiginlega miðstýr-
ingarófreskju í Brussel. Hér
heima hamast þeir, kratar og
sjálfstæðismenn, við að sannfæra
landslýðinn um að þarna sé fram-
tíð íslendinga undir Brussel-vald-
inu.
Á undanförnum misserum hef-
ur hver miðstýringar- og gróðap-
áfinn frá V-Evrópu og Skandinavíu
verið dreginn hingað til lands á fundi
og í sjónvarp til þess að lýsa því
fyrir Islendingum hvað þeir eigi nú
miklar dásemdir í vændum undir
Brusselvaldinu.
Og nú er aðal boðberi fijáls-
hyggjunnar, Jón Sigurðsson, bú-
inn að koma því svo fyrir að fjár-
munir fólks og fyrirtækja skuli
ekki aðeins fluttir til Reykjavíkur
heldur áfram þaðan og til út-
landa. Þið hafið eflaust heyrt um
reynslu Dana af Brusselvaldinu.
Þeir mega ekki byggja brú í sínu
eigin heimalandi án þess að fá
leyfí frá Brussel. Ég spyr ykkur
gott fólk. Er ekki mál að linni?
Enn einu sinni hefur mið-
stjómarvaldið í Reykjavík skipað
nefnd. Nefnd sjö hálaunaðra ker-
fiskalla og sjö hagfræðinga til
þess að endurskoða búvörulöggjöf-
ina. Nefndin fjallaði að sjálfsögðu
ekkert um þau vandamál sauðfjár-
framleiðslunnar sem brýnast er að
leysa. Þar á ég við tilhögun slátrun-
„Góðir Austfirðingar.
Flytjum valdið heim í
fjórðunginn og hefjum
nýja sókn til framfara
undir eigin forystu.“
ar og sölumeðferð. Það er t.d. brýnt
að kveða niður þær bábiljur reglu-
gerðarsmiðanna að ekki megi lóga
skepnu í þessu landi nema í húsum
sem kosta nokkur hundruð millj-
ónir hvert með tilheyrandi skulda-
hala. Gæði kjötsins frá sláturhús-
um fara nefnilega ekki eftir verð-
mæti húsanna heldur þeim vinnu-
brögðum sem þar eru viðhöfð. Við
þurfum ennfremur að takast á við
annan náskyldan draug. Það er
stórrekstursdraugurinn sem tröll-
ríður öllu okkar samfélagi. Hann
er nú á þessum misserum að ganga
Réttindamál geðsjúkra
eftir Ragnheiði
Davíðsdóttur
Varla þarf að fara mörgum orðum
um að hér á landi ríkir neyðarástand
í málefnum geðsjúkra. Þessi hópur
fatlaðra hefur löngum orðið undir í
málefnalegri umræðu og í því sam-
bandi hafa fordómar almennings
staðið baráttu þessa þjóðfélagshóps
fyrir þrifum.
Fyrir skömmu komu nokkrir að-
standendur geðsjúkra að máli við
Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmála-
ráðherra og lýstu því yfir að hreint
neyðarástand væri ríkjandi meðal
geðsjúkra og aðstandenda þeirra.
Þar kom m.a. fram að um 30-40
einstaklingar ættu við mjög alvarleg
vandamál að stríða hvað varðar fé-
lagsleg úrræði. Þar væri um að ræða
fólk, sem ekki gæti dvalið meðal
aðstandenda sinna; fólk sem lagt
væri inn á sjúkrastofnanir í ákveðinn
tíma en hefði síðan í engin hús að
venda eftir útskrift..í flestum tilfell-
um væri um að ræða fólk, sem vegna
alvarlegra geðrænna vandamála,
gæti ekki tekist á við lífið án mikill-
ar aðstoðar.
Hingað til hafa málefni geðsjúkra
strangt til tekið verið skilgreind sem
heilbrigðismál og því ekki fallið und-
ir málefni fatlaðra. Þar af leiðandi
hafa geðsjúkir ekki notið sömu fé-
lagslegra réttinda og aðrir fatlaðir
einstaklingar.
í janúar sl. skipaði félagsmálaráð-
herra nefnd nokkurra hagsmunaað-
ila. Starfshópnum var ætlað að
kanna þessi mál og leggja fram heild-
artillögur hvað varðar húsnæðismál,
sambýli, þörf á félagslegum íbúðum
eða önnur vistunarúrræði. Þá var
nefndinni ætlað að kanna starfsþjálf-
un geðsjúkra, atvinnumöguleika og
aðra þá þjónustu sem nauðsyn er á.
Þegar nefndin tók að starfa kom
í ljós að fjöldi geðsjúkra, sem þarf á
tafarlausum ún-æðum að halda, er
mun stærri en áður var talið og má
ætla að sá hópur telji 100 manns.
Stærsti hópurinn er fólk á aldrinum
30-40 ára og flestir þeirra eiga lög-
heimili í Reykjavík eða á Reykjanesi.
í ljósi þessara upplýsinga fór fé-
lagsmálaráðherra þess á leit við
stjórnarnefnd um málefni fatlaðra
að ijármagn yrði þegar lagt í sam-
býli fyrir geðsjúka og stefnir nú allt
í að tvö sambýli verði tekin í notkun
á þessu ári.
Þá liggur fyrir frumvarp sem Jó-
„Þar kora m.a. fram að
um 30-40 einstaklingar
ættu við mjög alvarleg
vandamál að stríða
hvað varðar félagsleg
úrræði. Þar væri um að
ræða fólk, sem ekki
gæti dvalið meðal að-
standenda sinna; fólk
sem lagt væri inn á
sjúkrastofnanir í
ákveðinn tíma en hefði
síðan í engin hús að
venda eftir útskrift.“
hanna Sigurðardóttir hefur beitt sér
fyrir. Þar sem tekinn er af allur vafí
um að geðsjúkir falli undir málefni
fatlaðra og fái alla þá þjónustu sem
lög gera ráð fyrir. Jafnframt er þar
kveðið á um sérstakt fjárframlag til
næstu fimm ára sem veija á í upp-
byggingu á þjónustu við geðsjúka.
Auk þess hafa í stjórnartíð Jó-
hönnu Sigurðardóttur fengist sam-
þykkt lög um félagsþjónustu sveit-
Ragnheiður Davíðsdóttir
arfélaga, sem er fyrst'i vísirinn að
heilstæðri félagsmálalöggjöf og leys-
ir af hólmi úrelta framfærslulöggjöf
frá árinu 1947. Lög þessi tryggja
t.d. heimaþjónustu fyrir geðsjúka.
Það má því ljóst vera að nokkuð
hefur áunnist í réttindabaráttu geð-
sjúkra í stjórnartíð núverandi félags-
málaráðherra. Vonandi er það aðeins
fyrsta skrefið í þá átt að geðsjúkir
njóti sömu mannréttinda og aðrir
þjóðfélagshópar.
Höfundur er blaðamaður.
Guðmundur Beck
af ullariðnaðinum dauðum. Að sjálf-
sögðu fjallaði hagfræði- og miðstýr-
ingarnefndin ekkert um þennan
vanda og heldur ekki um háa smá-
söluálagningu á dilkakjöti sem því
miður hefur valdið minnkandi sölu.
Eina niðurstaða nefndarinnar er að
nú þurfi verðið sem bóndinn fær fyr-
ir dilkakjötið að lækka. Þó hefur það
haldist óbreytt að raungildi í áratug.
Ennfremur þurfí að fækka sauðfjár-
bændum um rúm tvöhundruð strax
í haust. Ef þetta nær fram að ganga
þýðir það að margar sveitir, ekki síst
hér á Austurlándi, þola ekki slíka
blóðtöku og fjöldi bænda til viðbótar
þessum tvö hundruð verður að hætta
búskap.
Það er hlutverk okkar sem stönd-
um að framboði Þ-listans og þeirra
sem okkur vilja styðja að beijast
gegn þessari þróun. Við viljum hvetja
sveitafólk til þess að taka þessi mál
í sínar hendur í stað, þess að setja
allt sitt traust á tvo embættisrnenn
i höfuðborginni. Nú má öllum vera
ljóst þegar Álafoss er nánast gjald-
þrota að byggja verður ullariðnaðinn
upp frá grunni. Ég tel að hér reyni
á frumkvæði og framtak kvenna,
einkum í dreifbýli, við þetta endur-
reisnarstarf, þar sem stórrekstrar-
stefna karlanna hefur brugðist.
Góðir Austfirðingar. Flyt.jum vald-
ið heim í fjórðunginn og hefjum nýja
sókn til framfara undir eigin forystu.
Höfudur er þriðji maður á lista
Þjóðarflokksins-Flokks mannsins
í Austurlandskjördæmi.