Morgunblaðið - 18.04.1991, Qupperneq 61
I
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991
61
Framtíð handknattleiks í ljósi
atburðanna í Austur-Evrópu
eftirÞorberg
Aðalsteinsson
Það er ekki bara á vettvangi
stjórnmálanna sem árið 1990 verð-
ur okkur minnisstætt. Fjöldinn allur
af spurningum vaknar í kjölfar at-
burðanna í Austur-Evrópu. Ein af
þeim er, hvað mun gerast á vett-
vangi íþróttamála? Allt frá fimmta
áratugnum hafa austantjaldslöndin
að mestu ráðið ferðinni í handknatt-
leik, en nú má ætla að þarna verði
breyting á. Það sem helst styður
það er að efnahagsástandið í þess-
um löndum er að breytast. Síðastlið-
in fjörutíu ár hafa íþróttir verið
notaðar í pólitískum tilgangi og
framúrskarandi íþróttamenn verið
forréttindahópur í þjóðfélaginu.
íþróttamenn þessir hafa fengið allt
sem til þarf til að geta stundað sína
íþróttagrein. Þetta hefur átt við
handknattleikinn eins og aðrar
íþróttagreinar.
Sovétríkin, sem síðustu tvo ára-
tugina hafa haft á að skipa geysi-
sterku liði, eiga nú við mikil vanda-
mál að stríða heima fyrir. Nú sein-
ast eru það Eystrasaltsríkin sem
hafa dregið sína leikmenn út úr
landsliðshópi Sovétríkjanna, en fé-
lagsliðin í þessum löndum hafa allt-
af átt nokkra landsliðsmenn. Annað
vandamál er að íþróttamálaráðu-
neytið hefur vegna peningaleysis
heimilað landsliðsmönnum að leika
erlendis, en það er ráðuneytið sem
tekur stærsta hlutann af söluupp-
hæð hvers leikmanns. Er því áhuga-
verðara fyrir stjórnvöld nú að selja
stjörnurnar fyrir háar upphæðir.
Aður voru þær reglur í gildi að leik-
menn yrðu að vera orðnir 28 ára
til að fá leyfi tii að fara úr landi.
Nú nýlega hafa tvær af stærstu
handboltastjörnum Sovétmanna
verið seldar úr landi, Tuchkin til
Þýskalands og Tiumentsev til Spán-
ar.
Reikna má með að þetta séu
ekki síðustu leikmennirnir sem ætla
að freista gæfunnar á næstunni.
Þessar breytingar eiga eflaust eftir
að verða erfiðar fyrir þjálfara sov-
éska liðsins, Jewtuchenko, sem
hingað til hefur getað haft liðið eins
lengi í æfingabúðum og hann hefur
viljað og leikið þann fjölda lands-
leikja sem hann hefur þurft.
Þorbergur Aðalsteinsson
„ Ykkar stuðningur
kemur ekki bara lands-
liði íslands til góða,
heldur einnig félögun-
um í landinu.“
En hvernig lítur framtíðin út fyr-
ir þessar þjóðir? Mín ágiskun er sú
að nokkrar austantjaldsþjóðir eigi
eftir að sitja eftir hvað varðar getu,
einkum vegna peningaleysis. Þar á
ég við þjóðir eins og Rúmeníu,
Ungveijaland og Pólland. Einnig
gæti farið svo að Júgóslavía léki
undir þremur þjóðfánum í fram-
tíðinni, lið sem án efa væru öll
meðal bestu landsliða í heimi. Sama
má segja um Scveiríkin, sem gætu
liðast upp í nokkur lönd, á ég þá
við Rússland, Eystrasaltsríkin og
fleiri ríki.
Nærtækast er fyrir okkur að líta
á lið Litháens, sem lék hér á dögun-
um og hafði á að skipa mjög svo
góðu liði. Þess má geta að í Sov-
étríkjunum er um 1 milljón manna
sem stundar handknattleik (á Is-
landi milli 8 og 9 þúsúnd).
Lið V-Þýskalands sem vann sig
upp úr C-keppninni á síðasta ári,
var skipað ungum og efnilegum
leikmönnum og var þar hugsað til
framtíðarinnar. En skyndilega
fengu þeir liðsauka frá A-Þýska-
landi eða heilt landslið sem hafnaði
í áttunda sæti á HM í Tékkóslóv-
akíu í fyrra. Það verður mjög spenn-
andi að fylgjast með hvernig til
tekst að sameina þær ólíku tegund-'
ir af handknattleik sem þessar þjóð-
ir léku. Eins hvernig þróunin hjá
félagsliðunum verður, hvort þau
haldi áfram að sækjast eftir leik-
mönnum út fyrir landsteinana. Án
vafa á sameinað Þýskaland eftir
að verða stórveldi í handboltaheim-
inum.
En hvað með Norðurlöndin? Það
er engin ástæða til annars en ætla
að Svíar verði í toppbaráttunni
næstu árin. Norðmenn eru sú hand-
knattleiksþjóð sem er mest vaxandi
á Norðurlöndum, það hafa konurnar
þeirra sýnt og sannað, þær eru
meðal allra bestu í heiminum. Er
það bara spurning um tíma hvenær
karlarnir fylgja á eftir. Danskur
handknattleikur er einnig á uppleið,
eftir nokkurra ára lægð. (En í
hverju landi fyrir sig eru um
130.000 manns sem iðka hand-
knattleik.) Sama má segja um
Finna sem eignast fleiri atvinnu-
menn með hveiju árinu sem líður
og gæði handknattleiksins aukast
ört.
Þriðji heimurinn er í mikilli sókn,
það hafa lönd eins og S-Kórea og
Alsír sýnt og fleiri munu fylgja í
kjölfarið.
Af þessari upptalningu vona ég,
lesandi góður, að þú fáir vissa hug-
mynd um það sem er að gerast í
handknattleiksheiminum í dag.
Fyrir okkur íslendinga er ljóst
að gífurleg vinna er framundan, ef
við ætlum að vera meðal 8 bestu
þjóða í heiminum næstu árin. Að
ári er B-keppni sem er afar áríð-
andi fyrir landslið okkar, lykilatriði
er að komast á HM í Svíþjóð ’93,
þannig að liðið öðlist þann leikskiln-
ing sem til þarf fyrir HM ’95 hér
á Islandi.
Fyrir B-keppnina í Austurríki
stefnum við að því að leika 25 lands-
leiki. í sumar verður liðið saman í
alls 8 vikur, æft verður 16 til 22
klukkustundir á viku og finnst
mörgum mikið en þetta er algjört
lágmark til þess að ná þeim mark-
miðum sem við höfum sett okkur.
Síðan tekur veturinn við, en keppni
og æfingar eru um það bil 20 tíma
vinnuvika hjá landsliðsmanni og
rúmlega það á álagstímum.
Því höfða ég til ykkar, landsmenn
góðir, um að þið sýnið okkur styrk
og skilning til að geta haldið áfram
að eiga landslið meðal þeirra bestu.
20. apríl ætlar handknattleikshreyf-
ingin að selja Gullboltann. Ykkar
stuðningur kemur ekki bara lands-
liði lslands til göða, heldur einnig
félögunum í landinu.
Gerum okkar besta, stöndum
saman!
Höfundur er landstiðsþjálfari í
handknattleik og hefur stundað
nám í stjórnsýslu við háskólann í
Linköping í Svíþjóð.
Akureyri;
Tekinn á
145 km hraða
LÖGREGLAN á Akureyri stöðv-
aði í gær bifreið sem ekið var á
ofsahraða skammt utan við bæ-
inn.
Bifreiðinni var ekið á 145 kíló-
metra hraða, þar sem hámarkshrað-
inn er 70 km. Ökumaðurinn var
sviptur ökuréttindum sínum til
bráðabirgða.
Þá braut óánægður viðskiptavin-
ur lögreglunnar rúðu í útidyrum
lögreglustöðvarinnar í gær.
NÝJUNG NÝJUNG NÝJUNG NÝJUNG
ORA túnfisksalat
1 dós ORA túnfiskur í olíu
3-4 msk. majones
eða:
1 dós ORA túnfiskur í vatni
2-3 msk. sýrður rjómi.
Að auki:
1-2 harðsoðin egg, 1-2 msk. tómatsósa
1-2 msk. smásaxaður laukur
salt, pipar og/eða aromat eftir smekk.
Saxið túnfisk og egg.
Hrærið saman majonesi, tómatsósu og túnfiski í olíu,
eða sýrðum rjóma, tómatsósú og túnfiski í vatni.
Hrærið lauk og kryddi saman við
og bætið eggjunum út i að síðustu.
- eins og hann gerist bestur
Þú getur valið um túnfisk í vatni eða túnfisk í olíu
og svo geturðu útbuið þetta fína túnfisksaiat
- á kexið, brauðið eða í smurbrauðstertuna.
Næst þegar þú kaupir túnfisk
skaltu hafa hann frá ORA.
NIÐURSUÐUVERKSMIÐJAN 0RA H F
!
i
i
\
i
I
i
i
I
í
t
i
I
i
1
j
J
1
1
-
f*
/■