Morgunblaðið - 18.04.1991, Side 64

Morgunblaðið - 18.04.1991, Side 64
64 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRIL 1991 Um Vatns er þörf eftirJón Jónsson Á sl. ári sendi Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs frá sér bókina Vatns er þörf eftir Sigurjón Rist vatnamæl- ingamann. Þetta er myndarlegt rit í stóru broti 248 bls. lesmál, töflur, kort, línurit, nafnaskrá o'fl. Bókin er fyrst og fremst saga þeirrar þýðingarmiklu starfsemi, sem er eða tengist mæiingum á, einkum straumvötnum íslands, en fer jafn- framt talsvert út fyrir svið beinna mælinga. Jafnframt er hún starfs- saga Sigurjóns Rist, sem í starfi sínu varð nánast þjóðsagnapersóna sök- um ótrúlegs dugnaðar og algerrar ósérhlífni. Harla ólíklegt sýnist mér að nokkur vatnamælingamaður eigi eftir að feta í fótspor hans og skila af sér hliðstæðu verki. Mér hefur virst að Vatnamælingar hafi, sem næst frá upphafi, mætt meiri skiln- ingi og notið meiri hylli almennings en vel flestar aðrar greinar rann- sóknarstarfsemi og mun það ekki síst að þakka eldmóði Sigurjóns við þessi störf, sem lengi frameftir voru unnin við vægast sagt frUmstæð skilyrði, sem kröfðust þess að sá sem að verki gekk væri járnkarl, sem „bognar aldrei, brotnar í bylnum stóra seinast“. Bók sem þessa gat engin skrifað nema Siguijón. Hann er algjör braut- ryðjandi í þessu starfi og hefur mót- að það frá byijun. Jafnan er starf slíks manns hvorki skilið né metið til fulls fyrr en brautryðjandinn sjálf- ur er allur, og þeim sem eftir koma hættir við að gleyma þeim sem grunninn hlóð. Bókin skiptist í 4 megin kafla. I fyrsta kaflanum er einkum fjallað um aðdraganda að stofnun Vatna- mælinga, fyrstu mælinga á íslensk- um straumvötnum og þann útbúnað, sem þá stóð til boða við framkvæmd slíkra starfa. Er það að miklu leyti tekið úr fyrri bók höfundar, „Islensk vötn I, sem út kom 1956. Svo fylgir greinargerð fyrir hvemig að mæling- um var staðið og hvernig niðurstöð- um er komið til skila. Allt er þetta greinargóð frásögn í ljósu máli, en gjarnan hefði ég, með þessum kafla, séð einhveijar frásagnir af því starfi og striti Siguijóns og félaga, því það ætla ég að hann muni hafa í fórum sínum eitt og annað slíkt, sem koma mætti fyrir almennings sjónir og sem auka mundi skilning á þeim erfiðleik- um, sem við var að stríða meðan nánast öll tækni var á gelgjuskeiði á landi hér. Slíkar frásagnir hefðu getað glætt bókina meira lífí, en að jafnaði er þess ekki vanþörf í riti, sem fyrst og fremst er af fræðilegum toga. Næst er fjallað um vatnsfallateg- undir, og skal þar að fáu einu vikið. Ekki kannast ég við að talað væri um foravötn í Skaftafellssýslu, en forir eru vel þekkt fyrirbæri í jökulá með fínan sandbotn og hægan. straum, og ekki er orðið enn horfið úr málinu meðal þeirra er til þekkja enda þótt það, án efa, sé á undan- haldi jafnt því sem fátækt í málfari virðist fara í vöxt. Forir er dýpra vatn neðan við brot og yfirleitt með fastan botn, en kanturinn, brotið sjálft ofan við, á mótum brots og forar, laus og sandurinn þar á hreyf- ingu. Þetta þekkja þeir vel, sem stun- duðu silungsveiði í Landbrotsvötn- um, því fiskurinn hélt sig einkum í forunum. Þetta lærðist á þeim tíma þegar fijálsræði var meira í þessum málum og veitt var í net, sem látin voru reka með straumi. Skábrot þekki ég ekki úr mínu héraði enda er brot brot vegna þess að það Iigg- ur á ská við megin stefnu straums- ins, sem það brýtur. í kaflanum um myndun jökla hefði hæft að minna á Svein Pálsson og skýringu hans á eðli skriðjökla, til viðbótar við skiln- ing skaftfellskra bænda annars veg- ar, og saltpéturskenningu lærðra þess tíma hins vegar. í kaflanum um flóð og hættur af þeim er jökulhlaup- unum heldur þröngur stakkur skor- inn. Nokkuð hefur, í seinni tíð, farið að tíðkast að stórhlaup séu nefnd hamfarahlaup, en rétt væri í því sam- bandi að gera sér fyrst grein fyrir úr hvaða ham er farið. Apalhraunk- argi er ómögulegt orð og minnir óþægilega á hið ömurlega valkostur þar sem klúðrað er saman tveim orð- um með sömu merkingu. Ekki veit ég hvenær eða hver tók fyrst upp á því að nota orðið apal- hraun um úfíð hraun, en í minni sveit var apalgrýti haft um núið, meira eða minna hnöttótt gijót í ár- farvegum. Úfið hraun heitir þar kargi, sem öllum er auðskilið. Er nú komið að þriðja megin kafla bók- arinnar: Ár og vötn í einstökum landshlutum. í honum er farin hring- ferð um landið og hvert svæði tekið sérstaklega fyrir. Deila má um, en að mati þess er þetta ritar, telst spursmál hvort þetta hefði ekki verið betri niðurröðun efnisins í heild eftir fyrsta yfirlit og hver þáttur gerður nokkuð fyllri. Eins og nú er minnir bókin nokkuð á árkvísl, sem kastast til og frá í breytilegum farvegi. Held- ur er óheppilegt að segja að jökullinn hafi ýtt á undan sér malaröldunni þar eð alda sú er ekki nema að litlum hluta til orðin á þann hátt, og ennþá óheppilegra er að segja að jökullinn hafi skorið sig niður í aurinn. Von- andi er þarna um hrein pennaglöp að ræða. Leitt er að sjá, í svona riti, það nafnarugl, sem átt hefur sér stað um Sandgígjukvísl, sem svo hefur heitið frá upphafi, en nú er farið að kalla Gígju og mun þar um að kenna einhverri áráttu utanhér- aðsmanna, sem ekki þekkja uppruna nafnsins, en það þýðir einfaldlega kvíslin við Sandgígjuna eða sandgíj- urnar, en svo heita fremstu, og mjög gömlu jökulöldurnar á þessu svæði. Það er hreinn ósiður að breyta göml- um örnefnum. Ekki er Núpsá bara dragá því í hana falla Bergvatnsá eystri og vestri, sem þrátt fyrir nafn- ið koma báðar úr jökli, enda þótt lítið vatn sé jafnan í þeim nema að sumri til. Núpsvötn heita svo, eftir að Súla og Núpsá koma saman. Mælir er við Hverfisfljót, en þess ekki getið. Hvað varðar Útfallið úr Langasjó má geta þess, til fróðleiks, að það var Guðmundur Guðmundsson (1855—1930) í Holti á Síðu, sem í bréfi til Þorvaldar Thoroddsen sagði honum frá Útfallinu. Fossberi er óþörf og þýðingarlaus orðatilgerð. Málvenja innan sveita er Ásavatn ekki Ása-Eldvatn. Hvers vegna er ekki minnst á þann fúla læk, sem heitir Jökulsá á Sólheimasandi? Hún á sér þó allmerka sögu að fornu og nýju, og jökuilinn ekki síður. Sitthvað er vitað um Markarfljót og breyting- ar á fai-vegum þess á liðnum öldum, sem ástæða væri til að geta um. Sigurjón Rist Nokkrir bæir, sem landfræðilega til- heyra Landeyjum tilheyra Eyjafjalla- sveit, og er það án efa að rekja til þess að fljótið hefur fyrrum runnið vestan þeirra. Einnig rann það um aldar skeið austur með Fjöllunum og í Holtsós. Leifar af bökkum þess frá þeim tíma er að sjá í túninu að Hamragörðum. Stórárnar á Suðurlandsundirlendi, Þjórsá, Ölfusá og Sogið, fá umfjöllun á aðeins 6 blaðsíðum og má það vart minna vera. Stuttir kaflar um vatnsmyllur, vatnsaflsrafstöðvar og áveitur er lítill þáttur úr athafnasögu liðins tíma. Varðandi heimilisraf- stöðvar hefur rúmsins vegna fátt eitt verið hægt að nefna. Þáttur Bjarna í Hólmi og þess dverghaga manns Eiríks í Svinadal, sem ekki var neinn eftirbátur Bjarna, en ekki ómerkur. Loks skal svo nefna að stungið hefur verið inn í ritið nokkrum þátt- um, sem Siguijón er ekki höfundur að. Sumt af því, sem þar er ritað, er þarfur viðbætir til skýringar og fróðleiks. Annað er naumast til ann- ars en að vekja nokkra undrun le- sanda. Taki maður sér penna í hönd til þess að festa orð á blað, er ástæða til að gera sér ljóst hvort hlutaðeig- andi hafi eitthvað að segja og í öðru lagi hvort ætlunin sé í raun að segja eitthvað. Vera má að nauðsynlegt teljist að skilgreina einfaldan hlut eftir einhveijum djúphugsuðum eðl- isfræðilegum leiðum þó ekki sé til annars en að sýna djúpstæðan Iær- dóm, en þá ber jafnframt að gæta þess að ekki verði slíkt málfarslegt klúður úr, að venjulegur lesandi fyr- irverði sig fyrir að lesa oftar en einu sinni. Jarðgrunnur er að mínu mati óþarft orð fyrir laus jarðlög. Líklega er þar á ferð hin alkunna nafnorða- sýki. Dálítið fínnst mér skrítið að tala um snertifleti fræðigreina, en fremur má það heita smekksatriði. í greinunum um grunnvatn, vatnsnám, og vatnsveitur hefði vart getað talist ofrausn þótt minnst hefði verið á að á vegum Jarðhitadeildar hafí farið fram umtalsverð aðstoð og ráðgjöf til bæjarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga í sambandi við öflun neysluvatns. Náði sú starfsemi til landsins alls og hafði verið við lýði a.m.k. nokkuð á annan áratug áður en Jarðkönnunardeild og Vatnsorku- deild urðu til. Þess má og geta að út frá rannsóknum og ráðleggingum frá þeirri deild hófust boranir í Heið- mörk á vegum Vatnsveitu Reykjavík- ur. Dálítið skrítið að ganga framhjá þessu úr því að minnst var á þessi mál. Að segja að vatn komi „úr sprunguskörum" er furðuleg rass- baga. (Sbr. texta við mynd á bls. 72). Eins og getið er í formála er bókin fyrst og fremst heimildarrit, þar sem safnað hefur verið saman í eitt miklum fjölda upplýsinga, sem dreifðar eru í skýrslum og almenn- ingi því ekki auðveldlega aðgengileg- ar. Mesta gildi bókarinnar er í þessu fólgið og ber höfundi og útgefanda þakkir fyrir. í heild er þetta mikið rit, sem sómir sér vel og ekki verður framhjá gengið, þegar um þessi mál er íjallað. Hver ein starfsemi er háð aðstæð- um og viðhorfum síns tíma. Allt hlýt- ur að breytast, þróast með aukinni þekkingu og endurbættri tækni. Kyrrstaða er ekki til. Jafnvel dauð- inn sjálfur er ekki kyrrstaða. Að ytra útliti er bókin tiltalandi, prentuð á góðan pappír, kortin greinileg, en línuritin sum hefðu grætt á að vera nokkuð stærri. Ljósmyndir teljast mér vera 50, þar af 14 í litum. Nokkr- ar myndir frá hendi Odds Sigurðs- sonar verða að teljast frábærar, enda ætla ég hann okkar snjallasta nátt- úruljósmyndara núna. Höfundur erjarðfræðingur. Þjóðaratkvæði um EES-samningana eftir Birgi Björn Sigmjónsson 1. Sjálfstæði íslands og aðild að EES í þáttaröð sjónvarpsins um Evr- ópska efnahagssvæðið EES og EB komu fram ýmsar nýjar upplýsing- ar. Það varð til að mynda Ijóst að einungis formaður Sjálfstæðis- flokksins af forystumönnum stjórn- málaflokkanna virtist gera sér fulla grein fyrir því að aðild að Evrópsku efnahagssvæði er í eðli sínu afar svipuð aðild að Evrópubandalaginu. Þar er fyrst og fremst stigsmunur en ekki eðlismunur eins og hann benti á. Aðild að Evrópska efnahags- svæðinu, EES, mun — ef af verður — fela í sér eftirfarandi þijú megin- atriði: (1) ísland verður að samþykkja þá höfuðreglu að sameiginleg lög og reglugerðir Evrópubandalagsins gildi á Islandi. Löggjafarvald er þannig fært að hluta undir Rómar- sáttmálann, ráðherraráð Evrópu- bandalagsins og framkvæmda- stjórn Evrópubandalagsins. (2) ísland verður einnig að sam- þykkja að framkvæmdavald hvað varðar afleiðingar af samkeppnis- f'ej e.t.v. éira verðisett undir eftirlr tm indir yfirþjóðlegrar stofnunar. Fram- kvæmdavald er þannig að hluta fært undir áhrifasvæði EB og yfir- þjóðlega stofnun. (3) ísland verður ennfremur að sætta sig við að æðsta dómsvald í mikilvægum málaflokkum heyri undir sameiginlegan dómstól EFTA-ríkja eða EB- og EFTA- ríkja. Dómsvald er þannig sömuleið- is fært úr landinu undir yfírþjóðlega stofnun. Að sjálfsögðu er stigsmunur á aðild að EES og EB. En ofangreind þijú atriði sýna að aðild að Evr- ópsku efnahagssvæði varðar horn- steina stjórnarskrár Islands og grundvallaratriði fullvalda ríkis. Samningar um aðild íslands að EES fela í sér samninga um breytingar á stjómarskrá landsins. 2. Umboðslaus ríkisstjórn í EES-viðræðum RíkiSstjórn íslands er umboðs- laus í viðræðum um Evrópskt efna- hagssvæði. Ríkisstjórnin hefur ekki fengið umboð þjóðarinnar til að taka þátt í viðræðum sem fela í sér framsal á hluta af stjórnarskrár- bundnum alriðum. Ríkisstjórnin hefur þaðán af síður spuil þjóðina hvort hún vilji framselja hluta af sjálfstæði og fullveldi undir yfír- þjóðlegar stofnanir í skiptum fyrir tímabundnar tollaívilnanir. Slíkt umboð hefur ríkisstjórnin ekki og mun vonandi ekki fá. Samkvæmt íslenskri stjórnarskrá er ríkisvaldið þrígreint. í viðræðum sínum við EB er ríkisstjórnin að stinga upp á umfangsmiklum breyt- ingum á þessari skipan. Auk „inn- flutnings" á lögum EB hefur ríkis- stjórnin gengist undir að komið verði á yfírþjóðlegum dómstóli. Hvorki alþingi né ríkisstjórn geta gengið frá slíkri breytingu. Breyt- ingar á stjórnarskrá íslands skal bera undir þjóðaratkvæði. Framferði ríkisstjórnarinnar er eiginlega með eindæmum. Ríkis- stjórnin hefur fallist á í viðræðum EB- og EFTA-ríkja — án samráðs við alþingi — að ineginbálkar laga Evrópubandalagsins verði að íslenskum lögum. Þetta voru for- sendur EB og ríkisstjórn íslands hefur gengið að þeim. Auðvitað veit íslenskur almenningur að ríkis- stjórnin virðir ekki þingmenn mikils en allir vita að ríkisstjórnin fer ekki með löggjafarvaldið í landinu. í stað þess að leggja slíkt mál fyrir al- þingi eru lagabálkarnir sendir lög- giltum skjalaþýðendum til að und- irbúa formlega birtingu þeirra. En þjóðin veitti þingmönnum umboð sitt til lagasetningar og ekki ríkis- stjórn. Utanríkisráðherra virðist ekki vera þeirrar skoðunar að hann þurfi Birgir Björn Sigurjónsson sérstakt umboð til viðræðna við erlend ríki um samstarf sem byggir m.a. á breytingum á efni stjórnar- skrár landsins. Viðhorf ríkisstjórn- arinnar til stjórnskipunarlaga er þekkt. Hinn 3. ágúst sl. setti ríkis- stjórnin bráðabirgðalög á dóm æðsta dómsvalds í landinu á sviði vinnuréttar. Ég tel að einmitt þessi bráðabirgðalög sanni að ríkisstjórn- inni er ekki treystandi til að virða grundvallarleikreglur þjóðfélags okkar. Þeir skilja þær einfaldlega ekki. Þess vegna er þeim ekki treystandi í samningsgerðinni um EES. 3. Krafa um málsmeðferð Nú er talað um að senn dragi til úrslita; að skammt sé að bíða þess að Island og hin EFTA-ríkin gangi frá samningi við EB um hið Evr- ópska efnahagssvæði. Skjalaþýð- endur eru sem næst tilbúnir með nýja lögbók fyrir íslendinga ættaða frá EB. A til Ö í nýju lögbókinni eru fríðindi til handa þeim alþjóð- legu aðilum sem versla með vörur pg íjármagn. Slíkum fríðindum hafa Islendingar margsinnis hafnað fram að þessu og skilið að fríðindi alþjóð- le'ga peningavaldsins á íslandi munu verða kostuð af almennu launafólki í landinu. Talsverð óvissa ríkir um það hvernig ríkisstjórnin ætlar að koma þessum fríðindapakka fjármagnsins í gegn. Alkunna er að ríkisstjórnin beitir gjarnan þeirri aðferð að bíða þess að alþingi fari í orlof og setur þá bráðabirgðalög. En nú er kosið til alþingis í vor og bráðabirgða- lagaleiðin torsótt. E.t.v. undirritar utanríkisráðherra bara öll plöggin; hann er sagður lítið ákvörðunarfæl- inn. Það hlýtur að vera krafa almenn- ings í landinu að ríkisstjórnin kynni í þaula þau drög að samningum sem nú liggja fyrir. Sérstaklega verður ríkisstjórnin að útskýra á hvern hátt hún hefur undirgengist að dómsvald og framkvæmdavald fær- ist úr landinu og hvaða lögum EES-lögin ryðja burt af lögum sem alþingi Isiendinga hefur samþykkt. Mér er til efs að það samræmist eið alþingismanna að stjórnarskrá landsins að standa í viðræðum við erlend ríki um valdaframsal af þessu tagi. Meginatriðið er að líta ber á EES-samningana sem stjórnar- skrármál og þá verður að bera und- ir þjóðaratkvæði samkvæmt gild- andi ákvæðum stjórnarskrár Is- lands. Höfundur er hngfræðingur og fnunkyæmdastjóri BHMR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.