Morgunblaðið - 18.04.1991, Side 80

Morgunblaðið - 18.04.1991, Side 80
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins um EB-viðræður: Steingrímur og Jón Baldvin ræddu gagnkvæmar heimildir Skoðanakönnunin sýnir vissa hættu á nýrri vinstri stjórn Formaður stjórn- ar SH um EES: Ekki á flæði- skeri staddir þó við yrðum ekki aðilar JÓN Ingvarsson, formaður stjórnar Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, sagði í ræðu á aðalfundi SH í gær, að íslenskur sjávarútvegur yrði ekki á flæði- skeri staddur, þótt ísiand gerð- ist ekki aðili að Evrópsku efna- hagssvæði. Fríverslunarsamn- ingur íslands og Evrópubanda- lagsins tryggði til dæmis toll- fijálsan aðgang að bandalaginu fyrir flestar frystar sjávaraf- urðir. Jón sagði að almennt mætti segja, að íslenskar sjávarafurðir hefðu í dag sterka stöðu á flestum mörkuðum vestan hafs og austan, þótt frekari tollaívilnanir innan Evrópubandalagsins myndu að sjálfsögðu styrkja stöðuna enn frekar. í ræðu sinni vék Jón að verð- lagningu á fiski upp úr sjó og sagði að sú allsheijar upplausn, sem ríkti í þeim málum, væri eitt mesta vandamál, sem íslenskur sjávarútvegur stæði frammi fyrir um þessar mundir og sá vandi hefði farið stöðugt vaxandi. Jón sagði að í raun hefði verið horfið frá hinni hefðbundnu aðferð við verðlagningu afla í Verðlags- ráði sjávarútvegsins, sem viðgeng- ist hefði um áratuga skeið. „Hversu ósanngjarnt sem það má teljast hefur samanburður við verð á fiskmörkuðum hér suðvestan- lands og á Humbersvæðinu verið notaður til að knýja á um hækk- andi fiskverð um allt land. Þannig hefur viðmiðunin við lítinn hluta aflans verið notuð til að finna verð á megninu af aflanum. Það geng- ur auðvitað ekki. Verðið hefur síðan verið skrúfað upp frá einum stað til annars og er útlitið ekki mjög glæsilegt sem stendur." Jón bætti því við að ákvörðun vantaði um hvað taka skyldi við af Verð- lagsráðsákvörðunum. Sjá fréttir af aðalfundi SH á miðopnu. Að Alþjóða iaxakvótanefndinni standa veiðiréttareigendur og stang- veiðifélög í tólf löndum. Orri Vigfús- son er frumkvöðull þess að aðilar í löndunum tólf hófu samningaviðræð- ur við Færeyinga um að þeir hættu laxveiðum í sjó og seldu nefndinni DAVÍÐ Oddsson formaður Sjálf- stæðisflokksins upplýsti á 800 manna fundi Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi í Mennta- skólanum í Kópavogi í gærkveldi að í aprílmánuði í fyrra hefðu þeir Stcingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðhcrra léð máls á samningum við EB um kvótann. Félag útgerðarmanna í Færeyjum, Laxaskip, hefur gert út 26 báta undanfarin ár, sem hafa haft leyfi til að veiða samtals 550 tonn á ári. „Þetta er gert til að stórauka laxa- gengd í ám,“ sagði Orri Vigfússon í gagnkvæmar veiðiheimildir. Þetta hefði gerst á fundi í Brussel með Delors, forseta framkvæmda- stjórnar Evrópubandalagsins og fleiri forsvarsmönnum EB. Davíð las í þessu sambandi úr fundar- gerð þessa fundar. Davíð sagði að í fundargerð þeirri sem hann hefði undir höndum kæmi fram að Jón Baldvin Hannibalsson samtali við Morgunblaðið. „Fyrst og fremst verður þar um lax á öðru ári að ræða, 10-20 punda. Minni fiskur hefur flokkast sem undirmálsfiskur hjá PSereyingum og þeir hafa fengið lítið af honum í net, enda talið að hann leiti yfirleitt ekki svo langt út. Norðmenn borga fyrst og fremst fyrir samninginn núna, enda talið að þeir hagnist mest á þessu. Á fjár- lögum þeirra eru um 40-50 milljónir króna í þetta vet’kefni, en hlutur Is- lands er 3-4 milljónir. Þessa upphæð leggja veiðiréttareigendur og stang- veiðifélög fram í sameiningu. Talið að íslendingar eigi um 6% af þessum stofni, en Norðmenn 50-60%.“ og Steingrímur Hermannsson hefðu báðir gert hið sama og utanríkisráð- herra upplýsti í grein í Morgunblað- inu í gær, að Halldór Ásgrímsson hefði gert: þeir hefðu léð máls á gagnkvæmum veiðiheimildum í við- ræðum í apríl í fyrra með forystu- mönnum Evrópubandalagsins. Davíð las úr fuhdargerð með for- ráðamönnum Evrópubandalagsins: Sáttasemjari í Færeyjum hefur verið tengiliður Alþjóða laxakvóta- nefndarinnar og Færeyinga og voru samningar undirritaðir samtímis hér á landi og í Færeyjum í hádeginu í gær. Að sögn Orra samþykktu sjáv- arútvegsráðherrar Færeyja og ís- lands samninginn munnlega á fundi sínum hér í gær, en leitað verður formlegs samþykkis ríkisstjórnar ís- lands að loknum kosningum. Löndin sem standa að Alþjóða lax- akvótanefndinni eru, auk íslands, Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Bret- land, írland, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Portúgal, Kanada og Banda- ríkin. „Forsætisráðherra vildi taka fram að ísland hefði verið og væri reiðu- búið til þess að ganga frá fiskveiði- samningi sem tæki til rannsókna og þróunar, nýtingar og gæslu sameig- inlegra fiskistofna og mögulegum gagnkvæmum skiptum á fískveiði- heimildum." Davíð bætti því við að þessu hefðu framsóknarmenn í kosn- ingabaráttunni nánast líkt við land- ráð. Áfram vitnaði formaður Sjálfstæð- isflokksins í fundargerðina og nú til þáttar Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, utanríkisráðherra: „ísland sæi sér ekki hag í að gerast aðili að sam- komulagi þar sem ekki væri gert ráð fyrir sjávarafurðum. Við hefðum lýst því yfir að við værum reiðubúnir að ræða gagnkvæm skipti á fiskveiði- heimildum. Því væri ekki eftir neinu að bíða, að setjast niður og ræða þau mál nánar.“ Loks vitnaði Davíð í Delors, for- seta framkvæmdastjórnar Evrópu- bandalagsins: „Delors sagði að lok- um að þegar viðræður hæfust um sameiginlega nýtingu fiskistofna, væri þar kominn hugmyndalegur grundvöllur fyrir frekara samstarf á sjávarútvegssviði." Davíð ræddi niðurstöður skoðana- könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Islands um fylgi stjórnmála- flokkanna sem birtust í Morgunblað- inu í gær: „Skoðanakönnunin segir okkur það að viss hætta er á því, • ef við herðum ekki róðurinn, að það geti gerst að stjórnarflokkarnir myndi vinstri stjórn á nýjan leik eft- ir kosningar," sagði Davíð. Sammngur við Færeyinga um kaup á laxveiðikvóta þeirra Alþjóða laxakvótanefndin hefur samið við Færeyinga um að nefndin kaupi laxveiðikvóta þeirra í framtíðinni og voru samningar undirritað- ir í gíer. Ákveðið var' að verðið fyrir kvótann, 550 tonn, verði 700 þúsund dollarar, eða rúmar 40 milijónir króna, á ári næstu þrjú árin. Orri Vigfússon, formaður Alþjóða laxakvótanefndarinnar, segir að þessi samningur verði til að stórauka laxagengd í ám hér. Sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, sem staddur er hér á landi, staðfesti samkomulagið á fundi með Halldóri Ásgrímssyni, sjávarútvegsráðherra. Leitað verður formlegs samþykkis ríkisstjórnar Islands að loknum kosningum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.