Morgunblaðið - 19.04.1991, Blaðsíða 42
MPRGUNBLAÐIÐ FÖSTODAjGIJfi 1.9K APfiÍL.ia91
{42
Enn geng-
ur Ættar-
mótið
TVÆR aukasýningar verða á
hinum vinsæla gamanleik Ætt-
armótinu, eftir Böðvar Guð-
mundsson, 8. og 10. maí næst-
komandi og er miðasala þegar
hafin. Færri komust að en vildu
á aukasýningar sem efnt var til
um páskana og var því ákveðið
að sýna verkið tvisvar til viðbót-
ar vegna hinnar miklu aðsókn-
ar.
Ættarmótið hefur fengið næst-
mestu aðsókn sem leiksýning hef-
ur fengið í Samkomuhúsinu á
Akureyri, sýningarmetið á söng-
leikurinn My Fair Lady. Tæplega
8.400 manns hafa séð verkið á
37 sýningum.
Eins og nafn leiksins bendir til
gerist hann á ættarmóti þar sem
afkomendur Hallgríms Hallssonar
koma saman til að halda upp á
aldarafmæli hans. Þar á að af-
hjúpa minnisvarða, halda uppboð
á minjum úr eigum hans og
skemmta sér ærlega með skyld-
fólki eina helgi og spinnast af því
mörg ævintýri.
Leikstjóri er Þráinn Karlsson,
Gylfi Gíslason gerði leikmynd og
búninga, Ingvar Björnsson hann-
aði lýsingu og Jakob Frímann
Magnússon samdi sönglögin og sá
um tónlistarstjórn. Leikendur eru
tuttugu, en með helstu hlutverk
fara Ragnhildur Gísladóttir, Val-
geir Skagfjörð, Björn Björnsson,
Sunna Borg, Jón St. Kristjánsson,
Þórey Aðalsteinsdóttir og Björn
Ingi Hilmarsson.
INNLENT
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Vorhugurí
veiðiklóm
Ljúfur sunnanandvari lék
um þá sem tækifæri höfðu
á að vera úti við á Akur-
eyri í gær og ekki spillti
fyrir að sólin var örlát á
geisla sína. Vorhugur er
kominn í veiðiklær og
mátti sjá unga sem aldna
með stangir sínar við Leir-
urnar. Þar var Ólafur
Harðarson að renna fyrir
bleikju. Ekki fylgdi sög-
unni hversu feitar og fal-
legar þær eru, en þær láta
sjá sig og víst er að fleiri
munu á eftir koma. Þá
dyttaði Guðlaugur Hail-
dórsson að bát sínum niður
við Höepfner og lét vel af
sér í blíðunni. Alge-
brubækur menntaskóla-
stúlkna lágu óhreyfðar á
skrifborðum á meðan þær
gleymdu sér í körfubolta.
Bensínmengunin;
Engar bóta-
kröfur borist
„MÉR vitanlega hafa engar bóta-
kröfur borist, en þær geta hins
vegar átt eftir að koma fram og
þá munum við taka á þeim í sam-
starfi við okkar tryggingafélag,
en eins og staðan er nú er ekki
um það að ræða,“ sagði Sigurður
J. Sigurðsson forstöðumaður
Skeljungs á Akureyri.
A milli tvö og þrjúhundruð lítrar
af eldsneyti fóru niður í holræsa-
kerfið við bensínstöð Skeljungs við
Kaupang fyrir skömmu og í kjölfar-
ið bárust kvartanir íbúa nærliggj-
andi húsa, en þeir fundu til óþæg-
inda, höfuðverks og ógleði. Fram
kom í máli Páls Líndals lögfræðings
hjá umhverfisráðuneytinu að sam-
kvæmt almennri skaðabótareglu
beri þeim sem atvinnurekstur
stunda að bæta tjón er af rekstrin-
um stafar.
Sigurður sagði að flest benti til
þess að lykt af völdum þessa áfalls
væri horfin og vandamálið þar með
yfirstigið. Hann sagði að í gær og
fyrradag hefði nýr búnaður verið
settur á geymana, en hann ætti að
varna því að óhapp af þessu tagi
gæti átt sér stað, en búnaðurinn
kemur í veg fyrir að geymarnir
yfirfyllist.
Tónleikar við
burtfarar-
próf á horn
HELGIÞ. Svavarsson lýkur burt-
fararprófi frá Tónlistarskólan-
um á Akureyri á morgun, laugar-
dag, og verður þá „opið hús“ á
sal skólans kl. 17.
Helgi lýkur burtfararprófi á horn.
Hann leikur verk eftir Larsson,
Dukas, Mozart og Saint-Saéns.
Juliet Faulkner leikur með á píanó.
Helgi hóf nám á Ítalíu en hefur
verið nemandi við Tónlistarskólann
á Akureyri undanfarin 4 ár. Kenn-
ari hans er Rovar Kvam.
Tveir af aðalleikurum myndarmnar Flugsveitin.
Háskólabíó sýnir mynd-
ina „FIugsveitin“
HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til
sýninga myndina „Flugsveitin".
Með aðalhlutverk fara Danny
Glover og Willem Dafoe. Leik-
stjóri er John Milius.
Myndin gerist um borð í flugvéla-
móðurskipi úti fyrir strönd Víetnam
þegar styijöldin þar stóð sem hæst
og fjallar um líf og störf tiltekinnar
flugsveitar um borð. Flugvél þeirra
Jakes Grafton (Brad Johnson) og
Boxmans verður fyrir vélbyssu-
skothríð og Boxman lætur lífið.
Jake kemst af en er mjög miður
sín. Camparelli (Danny Glover) er
yfirforingi sveitarinnar. Hann sér
hvað Jake líður og sendir. hann því
í stutt leyfi í landi. Auk þess fær
Jake annan sprengjuvarpara, Cole
(Willem Dafoe). Þeir Cole og
Camparelli þekkjast frá fornu fari
og er fremur fátt með þeim. Jake
leitar uppi ekkju Boxmans, félaga
síns, en hittir þess í stað Callie
(Rosanna Arquette) sem er að taka
saman búslóð þeirra. Fundum
þeirra ber aftur saman og dragast
þau hvort að öðru en skyldan kallar
og Jake fer ásamt félögum sínum
um borð í skipið. Margt gerist sem
leiðir til þess að Cole og Jake eru
kallaðir fyrir rannsóknarnefnd flot-
ans og eiga yfir höfði sér að vera
dregnir fyrir herrétt.
Eitt atriði úr myndinni Betri blús.
Laugarásbíó sýnir
myndina „Betri blús“
LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til
sýninga myndina „Betri blús“.
Með aðalhlutverk fer Denzel
Washington. Leikstjóri myndar-
innar er Spike Lee.
Myndin íjallar um trompetleik-
arann Bleek Gillina (Denzel Wash-
ington) og félaga. Bleek á erfitt
með að velja á milli kvenna en
þeirra helsti keppninautur er
trompetið hans.
Athygli er vakin á því að Laug-
arásbíó hefur tekið í notkun nýtt
hátalarakerfi í stóra salnum.
Kennarar í
FB álykta
um kjaramál
KENNARAFÉLAG Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti hefur sam-
þykkt eftirfarandi ályktun um
kjaramál:
„Kennarafélag Fjölbrautaskól-
ans í Breiðholti vekur athygli á því
að ýmsir hópar samfélagsins hafa
fengið umtalsverðar launahækkan-
ir, sumir langt umfram svokallaða
þjóðarsátt. Þegar kennarar og aðrir
ríkisstarfsmenn innan BHMR fóru
á sínum tíma fram á að staðið yrði
við undirritaða og vottfesta samn-
inga var vísað til þjóðarsáttar og
samningar ógiltir með lagasetn-
ingu. Nú lætur ríkisvaldið það af-
skiptalaust þótt ýmsir hópar launa-
manna fari langt fram yfir þá
hækkun sem um var samið við há-
skólamenntaða ríkisstarfsmenn.
Kennarafélag Fjölbrautaskólans
í Breiðholti mótmælir því harðlega
að þannig sé ráðist á einn hóp laun-
þega og af honum hafðar umsamd-
ar kjarabætur með valdboði. Krefst
kennarafélagið þess að samning-
arnir standi og ríkisvaldið greiði
kennurum og öðrum háskólamennt-
uðum ríkisstarfsmönnum umsamin
Jaun með. fullum .vöxtum."